Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 56
56 Lífsstíll 8.–10. júní 2012 Helgarblað
Hvað er „single
malt“ viskí ?
Skotland er þekkt fyrir þrennt,
skosku Hálöndin, skotapils og
viskí. Það eru þó nokkur lönd sem
framleiða viskí en flestir eru sam-
mála um að enginn býr til betra
viskí en Skotar. Rjóminn af skosku
viskíi er án efa „single malt“.
En hvað er single malt viskí og af
hverju er það svo mikið öðruvísi,
betra og dýrara en venjulegt malt
viskí? Fyrst og fremst er munurinn
sá að single malt kemur frá einni
verksmiðju og einu svæði, á með-
an viskí sem er notað í blandað
viskí getur komið frá ansi mörgum
svæðum og verksmiðjum.
Single malt svæði
Það eru fimm svæði
sem mega fram-
leiða single malt viskí,
Speyside, Highland,
Islay, Lowland og
Campbeltown. Öll
hafa þau sín ein-
kenni. Speyside er
stærsta single malt
framleiðslusvæðið í
Skotlandi og sagt er
að Speyside-viskí sé
mun fínlegra og mýkra en
viskí frá hinum svæðunum. Hig-
hland-svæðið er betur þekkt fyrir
bragðsterkari viskí. Islay-svæð-
ið er þekkt fyrir bragðmikið viskí
sem hefur gríðarlega mikil reyk-
einkenni. Lowland-viskí er án efa
með léttasta bragðið, og fram-
leiðslan hefur minnkað undan-
farin ár.
Það þýðir ekki að Lowland-viskí
sé slæmt heldur vilja áhugamenn
talsvert þyngra viskí en er fram-
leitt á svæðinu. Campbeltown var
einu sinni kölluð höfuðborg single
malt viskís með 28 verksmiðjur, í
dag eru gæðin svo lítil að aðeins
þrjár verksmiðjur standa eftir.
Meira að segja kom til tals fyrir ör-
fáum árum að svipta þær leyfi til
að framleiða single malt. Sem bet-
ur fer var það ekki gert.
Skipta eikartunnur máli í
single malt?
Eikartunnur skipta gríðarlega
miklu máli, til dæmis er ekki ráð-
lagt að nota nýjar eikartunnur
vegna þess að þær gefa of mikið
vanillubragð í viskíið. Þess vegna
eru keyptar notaðar tunnur. Til
dæmis eru eins til tveggja ára
gamlar amerískar viskítunnur
mikið notaðar. Einnig er vinsælt
að kaupa notaðar sérrí-, portvíns-
eða koníakstunnur. Sagt er að þær
geri viskíið mýkra og gefi því öðru-
vísi bragð.
Hvað þýðir 12 ára?
Þó viskí geti haft mismunandi ár-
ganga í blandinu til þess að reyna
að hafa sömu bragðeinkenni má
árgangurinn ekki vera yngri en
segir á flöskunni, til dæmis ef það
stendur 12 ára á flöskunni má
yngsti árgangurinn ekki vera yngri
en 12 ára.
Hvernig á að drekka single
malt viskí?
Þetta er eins og allt annað í líf-
inu, algert smekksatriði. Banda-
ríkjamenn drekka það oft í kók en
flestir viskíáhugamenn vilja fá það
óblandað og drekka það úr gamla
góða viskíglasinu!
„Erfiðar mæður“
H
vort sem þér líkar betur eða
verr hafa samskipti þín við
móður þína mótandi áhrif
á persónuleika þinn og
hafa þannig að öllum lík-
indum áhrif á þig alla ævi. Því miður
eru þetta ekki alltaf jákvæð áhrif því
mæður eru jafn misjafnar og þær eru
margar. Sálfræðingurinn Terri Apt-
er gerði þetta að viðfangsefni í nýrri
bók sinni Difficult Mothers eða Erf-
iðar mæður, líkt og titilinn þýðist á ís-
lensku.
Í bókinni eru „erfiðar mæður“
flokkaðar í nokkra hópa og farið yfir
það hvernig er hægt að stýra nei-
kvæðum áhrifum þeirra í uppeldinu
yfir í jákvæð áhrif á fullorðinsárum.
Apter ólst sjálf upp hjá erfiðri
móður og hún viðurkennir að ójafn-
vægi móður hennar og reiðiköst í
æsku hafi enn áhrif á líf hennar í dag.
n Terri Apter kennir fólki að stýra neikvæðri upplifun úr æsku
Reiða móðirin
Sem sálfræðing-
ur og móðir
segist Apt-
er mjög
meðvituð
um að all-
ir foreldr-
ar geti orðið
reiðir. Sérstak-
lega þegar þeir eru
þreyttir, stressaðir eða þegar þeir
þurfa að vara börn sín við hættum
og lesa þeim mikilvægar lífsreglur.
Þegar andrúmsloftið á heimil-
inu er hins vegar þannig að reiðin er
ráðandi þá lifir barnið í stöðugum
ótta og bíður sífellt eftir yfirvofandi
tilfinningasprengjum móðurinnar.
Það kaldhæðnislega við þetta er,
að sögn Apter, að svo virðist sem
þau börn sem þurfa mest á því að
halda að læra að sefa sig sjálf í þess-
um aðstæðum takist það síst. Þetta
vandamál getur haldið áfram fram á
fullorðinsár.
Einstaklingar sem upplifa slík-
ar aðstæður á barnsaldri eiga það
til að verða friðarstillar og hafa þá
tilhneigingu til að reyna að geðjast
öllum. Þetta getur verið góður eig-
inleiki en þú verður að gæta þess að
þetta hafi ekki of mikil áhrif á sam-
skipti þín við annað fólk.
Stjórnsama
móðirin
Þessi tegund
af móður vill
vera með
puttana
í öllu því
sem barnið
tekur sér
fyrir hendur
og helst stjórna
því alveg. Jafnvel stýra þörfum þess,
löngunum og upplifunum.
Í heilbrigðu sambandi móður
og barns er þessi stýring notuð til
að móta viðmið og setja ákveðnar
reglur. Þá er nauðsynlegt að hlusta
á það sem barnið hefur að segja og
leyfa því sjálfu að taka skynsamlegar
ákvarðanir.
Barn sem fær aldrei að hafa sín-
ar eigin skoðanir verður tortrygg-
ið gagnvart sínum eigin löngunum,
þörfum og skoðunum. Að taka ein-
faldar ákvarðanir getur orðið þeim
ofviða. Þau taka jafnvel upp á því
að ljúga til að segja það sem stjórn-
sama móðirin vill heyra.
Það jákvæða við þessa erfiðu
upplifun er að þeir sem alast upp
við þessar aðstæður eru líklegir til
að verða mjög tillitsamir, að mati
Apter. Þeir hafa lært að vega og meta
hugsanir sínar og skoðanir áður en
þeir deila þeim með öðrum.
Það er þó ekki alltaf jákvætt enda
getur hræðsla við að tjá eigin skoð-
anir og langanir haft mikil áhrif á
líf einstaklinga. Til að vinna bug á
þessum vanda skaltu reyna að deila
upplifun þinni með öðrum. Farðu
einnig í sjálfsskoðun og reyndu að
skilgreina langanir þínar og hugs-
anir.
Sjálfselska
móðirin
Móður sem
hefur til-
hneigingu
til að setja
sig og sínar
þarfir ávallt
í fyrsta sætið
vantar oft hlut-
tekningu sem er
svo mikilvæg til að halda heilbrigðu
sambandi við barnið. Þegar barnið
krefst athygli frá henni lítur hún á
það sem samkeppni.
Slík móðir lítur oft á barnið sem
spegilmynd sína og það verður að
gjöra svo vel að sýna framúrskar-
andi árangur á öllum sviðum til að
vera verðugt.
Það er þó sama hvað barnið legg-
ur sig mikið fram það virðist aldrei
neitt vera nógu gott fyrir móðurina.
Börn í þessum aðstæðum lifa
í sífelldum ótta við að eyðileggja
samband sitt við móðurina með því
að móðga hana á einhvern hátt eða
bregðast henni.
Apter segir að þrátt fyrir þetta
geti ýmislegt jákvætt komið út úr því
að alast upp hjá slíkri móður. Fólk er
líklegt til að verða þolinmóðara og
setja sér mjög háleit markmið í líf-
inu. Á móti kemur hins vegar að fólk
sem elst upp við þessar aðstæður
er líklegt til að gera lítið úr afrekum
sínum og jafnvel missa af tækifær-
um af ótta við að standa ekki undir
væntingum.
Til að ráða bug á þessum vanda
skaltu gera lista yfir hluti sem þú
nýtur þess að gera og getur verið
stolt/ur af. Það hjálpar þér að átta
þig á öllu því sem þú hefur afrekað
í lífinu.
Afbrýðisama
móðirin
Flestir foreldr-
ar vilja að
börn þeirra
séu ham-
ingjusöm
og að þeim
gangi vel í líf-
inu, en fyrir af-
brýðisama móður
orsakar velgengni barnsins fjand-
skap hennar í þess garð.
Í staðinn fyrir að hvetja barnið
áfram og byggja upp sjálfstraust
þess er móðirin líkleg til að saka
barnið um mont og gera lítið úr því.
Barnið skilur ekki af hverju móð-
irin getur ekki glaðst fyrir þess hönd
og lærir smám saman að góðir hlut-
ir sem gerast í lífi þess virðast ein-
hvern veginn skaða þá manneskju
sem því þykir vænst um og vill fá
viðurkenningu frá.
Sálfræðileg áhrif þess að al-
ast upp við slíkar aðstæður þurfa
þó ekki endilega að vera neikvæð.
Það er líklegt að einstaklingar með
þessa reynslu í farteskinu reyni að
leiða hjá sér öfund og neikvæðar
athugasemdir. Þeir eru jafnframt
líklegri til afreka drifnir áfram af óá-
nægju móður sinnar.
Apter segir að ef áralangar til-
raunir þínar til að reyna að geðj-
ast öðrum hafa gert það að verk-
um að þú átt erfitt með að njóta
afreka þinna geti verið gott að hafa
þetta tvennt í huga: Móðir þín á við
vandamál að stríða og ekkert sem
þú gerir getur breytt því. Þá liggja
vísindalegar sannanir fyrir því að
það leiðir frekar til óhamingju að
sækjast eftir viðurkenningu annarra
heldur en að reyna að standa undir
sínum eigin væntingum.
Tilfinningalega
fjarlæga móðirin
Ástæður fyrir
tilfinningar-
legri fjar-
lægð
geta ver-
ið margar,
til dæm-
is þunglyndi
og fíkniefna-
og áfengisvandi.
En hver sem ástæðan er getur
slík tilfinningaleg fjarlægð valdið
barninu uppnámi og ringulreið.
Barn sem elst upp við þessar að-
stæður fer oft að líta á það sem sitt
hlutverk að hughreysta og vernda.
Það hefur tilhneigingu til að finna
til sektarkenndar ef það er ham-
ingjusamt og tekur á sig ábyrgð á
ýmsu til að bæta upp fyrir afskipta-
leysi móðurinnar.
Á fullorðinsárum geta eðli-
legar tilfinningar eins og gleði
og sorg valdið þessum einstak-
lingum óþægindum. Líklegt er
að þeir hafi mjög mótaðar hug-
myndir um hlutverk sitt í nán-
um samböndum og líti á þarfir
annarra sem mikilvægari en sínar
eigin. Þeir geta líka átt erfitt með
að treysta því að fólk sé til staðar
fyrir þá.
Einstaklingar sem alast upp hjá
tilfinningalega fjarlægri móður
eiga oft og tíðum auðvelt með að
eiga samskipti við einstaklinga af
ólíku sauðahúsi.
Það er þó nauðsynlegt að þú
áttir þig á því að þú berð ekki
ábyrgð á óhamingju annarra, það
heldur bara aftur af þér og kem-
ur í veg fyrir að þú getir byggt upp
sjálfstraust.
Mótar persónuleikann Samskipti þín við móður þína í æsku koma að öllum líkindum til
með að hafa áhrif á líf þitt alla ævi.
Bókin Terri Apter ólst sjálf upp hjá erfiðri móður og
það hefur áhrif á líf hennar enn þann dag í dag.
Stefán
Guðjónsson
Vísdómur
um vín