Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 19
þykktur. Áður höfðu útgerðarmenn
getað krafist þess að menn ynnu
hvíldarlaust jafnvel sólarhring-
um saman. Vinnuveitendur héldu
því fram að lögbundinn lágmarks-
hvíldartími gæti gengið að útgerð
dauðri. „Einfaldasta og algengasta
röksemdin gegn kjarabótum er sú
að þar sem vinnuveitandinn fari
á hausinn gangi hann að tiltekn-
um kröfum launþega, sé það verst
fyrir launþegana sjálfa að krefjast
kjarabóta,“ segir Jón og bendir á að
dómur sögunnar á röksemdafær-
slu útgerðarmanna þriðja áratugar
síðustu aldar sé harður. „Kannski
hélt einhver einlæglega á þriðja
áratugnum að lögbundinn hvíldar-
tími myndi setja útgerðina á haus-
inn, rétt eins og fáeinir sakleysingj-
ar kunna að halda í dag að eðlileg
gjöld á útgerðina setji hana á haus-
inn,“ segir Jón. „Í dag sjá allir að bar-
áttan gegn vökulögunum var sið-
laus í nákvæmlega þeim skilningi.
Það er sennilegt að þess verði ekki
langt að bíða að aðgerðir útgerðar-
innar gegn breytingum á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu verði dæmdar á
sama hátt.“
Fréttir 19Helgarblað 8.–10. júní 2012
„Pólitískt siðleysi“ að binda flotann
n Sagan mun dæma aðgerðirnar n Útgerðarmenn hafa ítrekað beitt álíka aðferðum „Þess vegna er líka skýrasta og besta
dæmið um pólitískt sið-
leysi að berjast fyrir
einkahagsmunum í nafni
almannahagsmuna. „Vélskip til sölu“
A
ðvaranir útgerðarmanna um
efnahagslegar afleiðingar
vegna breytinga og lækkandi
arðhlutdeildar þeirra eru ekki
nýjar af nálinni. Á þriðja áratug síð-
ustu aldar gengu útgerðarmenn á
Ísafirði svo langt að auglýsa skipa-
flota bæjarins til sölu nokkrum dög-
um fyrir kosningar vegna andstöðu
sinnar við stefnu jafnaðarmanna á
Ísafirði.
Fjallað er um deilurnar í bókinni
Vindur í seglum, sögu verkalýðsfélaga
á Vestfjörðum eftir Sigurð Pétursson,
bæjarfulltrúa á Ísafirði.
„Miklar pólitískar deilur urðu
þessu samfara þar sem fulltrúar at-
vinnurekenda og bankanna deildu á
forystu jafnaðarmanna á Ísafirði, en
jafnaðarmenn töldu á ferðinni eitt
stórt samsæri um að koma atvinnu-
málum kaupstaðarins á kné,“ seg-
ir í bókinni og við bætt að pólitískur
undirtónn málsins hafi verið augljós.
Tvö vikublöð voru á þessum tíma
gefin út í Ísafjarðarkaupstað, Vestur-
land, blað atvinnurekenda og íhalds-
manna annars vegar, og Skutull, af
jafnaðarmönnum og verkalýðshreyf-
ingunni.
Flotinn auglýstur
Ellefu vélbátar á Ísafirði og í Hnífsdal
voru auglýstir til sölu í Vesturlandi í
lok janúarmánaðar árið 1927. Á sömu
síðu og auglýsing Íslandsbanka birt-
ist í Vesturlandi, blaði íhaldsmanna,
ritaði útibússtjóri bankans á Ísafirði
grein undir heitinu „Útgerð og bæjar-
stjórnarmeirihlutinn.“
„Hefur ekki öll framkoma þeirra
verið látlaus ofsókn á hendur at-
vinnurekendum?“ skrifaði Magnús
Thorsteinsson útibússtjóri Íslands-
banka í heilsíðugrein sem vafðist í
kringum auglýsingu bankans. „Ég
minnist þess ekki að hafa verið á
fundi hér, þar sem aðalforingi „ör-
eiganna“, tekjuhæsti maður bæjarins,
ekki hefir haldið æsinga- og níðræð-
ur um atvinnurekendurna.“ Magnús
segir í greininni að meirihluti bæjar-
stjórnarinnar sé „… merkilega fund-
vís á nýja útgjaldaliði.“
Engin tilviljun
Alþýðuflokksmenn töldu að það væri
engin tilviljun að í sömu vikunni og
auglýsing Íslandsbanka birtist ætti
að kjósa þrjá menn í bæjarstjórn.
Á þessum tíma var þjóðnýting út-
gerðar á stefnuskrá Alþýðuflokksins.
„Ekki tókst íhaldsmönnum að slá á
meirihluta jafnaðarmanna á Ísafirði,
þrátt fyrir alvarlegt útlit í atvinnumál-
um bæjarins,“ skrifar Sigurður Péturs-
son um málið í bók sinni. „Eftir stóð
sú spurning hvernig forysta Alþýðu-
flokksins og verkalýðshreyfingu ætl-
aði að vinna á þeim vanda sem at-
vinnulífið var ratað í.“ Af átján bátum
stærri en 20 tonn sem gerðir voru út
frá bænum árið 1926 voru átta eftir
tveimur árum síðar.
Rússarnir koma
Við gjaldþrot hinna Sameinuðu
verslana losnaði um eignir félagsins
þar á meðal eignir Ásgeirsverslun-
ar í Neðstakaupstað á Ísafirði. Eign-
ir verslunarinnar voru til að mynda
hafskipabryggja, saltfiskreitur og
byggingar. „Forysta bæjarins ákvað
árið 1927 að leita eftir kaupum á eign-
um í samkeppni við togaraútgerðina í
bænum. Bærinn varð hlutskarpari og
varð af því nokkur hvellur,“ segir í bók-
inni Vindur í seglum.
Fyrsti samvinnufélagsbáturinn,
Sæbjörn kom til hafnar á Ísafirði á
Þorláksmessu 1928. Hann var fyrstur
í röð fimm báta sem Samvinnufélag
Ísfirðinga lét smíða í Noregi. Sam-
vinnufélag Ísfirðinga var fyrsta út-
gerðarsamvinnufélagið á Íslandi.
Það var stofnað af sjómönnum með
stuðningi verkalýðsfélaga og bæjar-
yfirvalda á Ísafirði auk þess sem rík-
ið veitti lánum tryggingu en þó aðeins
eftir að gengið hafði verið á verka-
lýðsfélögin og bæjarfélagið. Rússarn-
ir voru þeir kallaðir, bátar samvinnu-
félagsins.
atli@dv.is
Flotinn til sölu Auglýsing Íslandsbanka í
Vesturlandi, blaði íhaldsmanna. Auglýsingin
var birt í lok janúar árið 1927 og var nokkuð
grímulaus hótun til bæjarbúa í miðjum
kosningum.
Bæjarbryggjan á Ísafirði Aðalbryggja Ísafjarðar var bæj-
arbryggjan svokallaða. Ísafjarðarbær eignaðist hana árið 1923
og lét stækka hana. Þar lögðust millilandaskip að bryggju.
fyrir lífiðfjárfesting gluggar og hurðir
Faris ehf. Gylfaflöt 16-18 112 Reykjavík s: 5710910 www.faris.is
10 ára ábyrgð
Skoðaðu lausnir
fyrir ný og eldri
hús á faris.is