Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 28
28 Umræða 8.–10. júní 2012 Helgarblað Níels Ársælsson: Sæll, Gummi, og takk fyrir drengskapinn. Hefur þú á móti því að sett verði lög um að allur ferskur fiskur verði boðinn upp og veginn á opinberum fiskmarkaði ? Ef þú ert á móti því, þá hvers vegna ?  Guðmundur: Já, ég er á móti því. En fisk- markaðir eru nauðsynlegir. Ég vil hafa bein viðskipti líka til þess að fiskvinnslan geti staðið við afhendingar á erlenda markaði. Sveinbjörn Hólmgeirsson: Hver er hagnaður greinarinnar í dag? Hver verður hann ef frumvarpið verður að lögum?  Guðmundur: Ég veit það ekki en það tala allir um framlegð en það talar enginn um fjárfestingar í nýjum skipum, og þannig nettó hagnað eftir fjármagnsgjöld. Ef frumvarpið verður að lögum þá munu tekjur greinarinnar minnka af því það er óhag- kvæmara að gera út með nýju lögunum. Ingi Eiríksson: Finnst þér skilningur stjórnvalda á fjárfestingarþörf í sjávarútvegi takmarkaður? Eins framlag sjávarútvegs til annarra greina?  Guðmundur: Já, og ég hvet alla til að fara niður á höfn núna og sjá muninn á nýlegum skipum og gömlum skipum. Jóhann Hauksson: 4,5 milljarða núverandi veiðigjald stendur undir Hafró, Fiskistofu og annarri þjónustu við útveginn. En hvað þolir sjávarútvegurinn hátt veiðigjald samtals? Eða: Hvað telur þú sanngjarnt veiðigjald?  Guðmundur: Ef sjávarútvegurinn er með góða umgjörð og gott samstarf við stjórn- völd þá getur greinin borgað auðlindagjöld. Hve mikið? Ég myndi vilja fá sérfræðinga til að hjálpa okkur við þann reikning. Ingi Vilhjálmsson: Ein röksemd sem útgerðin hefur nefnt gegn kvótafrum- vörpunum er að þau komi í veg fyrir endurnýjun á tækjum og tólum í greininni. Er mikil endurnýjun nauðsynleg á næstunni, á skipum og öðrum tækjum?  Guðmundur: Já, það er endurnýjunarþörf. Við þurfum að fá skip sem eyða minni olíu og við þurfum að geta unnið meira úr öllum fiskinum, til dæmis góð kæliskip. Jón Finnbogason: Sæll. Ein létt. Hvort finnst þér æskilegra að núverandi útgerðarmenn öðlist óbeint og óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum eða að ríkið leigi þær út? Og af hverju?  Guðmundur: Ef útgerðarfyrirtækin eru með veiðiheimildirnar þá eru margir forstjórar um allt land sem taka ákvarðanir. Ef ríkið er með forræðið er einn sjávarútvegsráðherra á hverjum tíma með alræði. Jón Jónsson: Mér skilst að greiða eigi prósentu af arði, þ.e. hagnaði. Fjárfestingar hafa þá verið dregnar frá. Hvers vegna ætti innköllun aflaheimilda að hafa áhrif á nýfjárfestingu í fiskiskipum og búnaði?  Guðmundur: Nei, það á að greiða af fram- legð fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Það er ekki skynsamlegt. Stefán Jónsson: Sæll, Guðmundur. Ert þú sáttur við að starfsmenn á fiskiskipum misnoti öryggistæki (þokulúðra) til að trufla annað fólk við vinnu sína eins og gert var nú í morgun?  Guðmundur: Frískandi fyrir kaffi-latte liðið í 101 að vakna hressilega einn morguninn. Franz Gunnarsson: Hvað er LÍÚ búið að eyða miklu í auglýsingaherferðina sem hefur verið gegndarlaus undanfarna mánuði?  Guðmundur: Við köllum þetta upplýsinga- herferð og þetta er einn af hornsteinum okkar lýðræðis. Bendi á að mesti kostnaður- inn af herferðinni er vinnulaun til Íslendinga sem búa til þessar auglýsingar. Heiða Heiðars: Hversu mikil áhrif hefðu nýju frumvörpin á þína persónulegu pyngju?  Guðmundur: Þetta snýst ekki um neinn einn einstakling. Það sem er best fyrir samfélagið eigum við að gera. Ég er ekki sannfærður um að þetta sé rétt sem stjórn- völd eru að gera í dag. Fundarstjóri: En getur þú nefnt einhverjar tölur í þessu samhengi? Hversu mikið myndi hagnaður Brims dragast saman?  Guðmundur: Hann dregst það mikið saman að við erum óöruggir í að fjárfesta í nýjum skipum núna. Jón Jónsson: Hvað er svona slæmt við að fulltrúi ríkisins, þ.e. sjávarútvegsráð- herra ásamt fagaðilum s.s. Hafró, taki ákvarðanir? Norski olíusjóðurinn gengur vel. Af hverju ekki sama fyrirkomulag með fiskinn okkar?  Guðmundur: Hafró hefur tekið ákvarðanir síðustu áratugi. Sjávarútvegsráðherra ákveður heildarafla en Alþingi ákvað hvað hvert skip fengi í veiðiheimildir. Útgerðin gengur vel í dag. Ég vil ekki að ráðherra á hverjum tíma ákveði hvað hvert og eitt skip megi veiða. Guðmundur Sigurðsson: Sæll, Guðmundur, stendur þú að baki þeirri kröfu útgerðarmanna að skiptapró- senta sjómanna verði lækkuð og þar með laun?  Guðmundur: Ef skip veiðir 10 fiska í dag þá taka sjómenn fjóra fiska og útgerð sex fiska. Ef ríkið ætlar að fara að taka marga fiska þá þarf að ræða skiptinguna upp á nýtt. Haukur Hauksson: Hvernig útfærslu myndirðu vilja sjá á þetta frumvarp ef það yrðu breytingar á því?  Guðmundur: Ég myndi taka mark á sam- tökum sjómanna, samtökum útgerðar- manna og fræðimanna og vinna sem best úr því. Guðmundur Sigurðsson: Ég spurði ekki neitt um hvað ríkið ætlaði að taka. Þessi krafa um að lækka laun sjómanna kemur auðlindafrumvarpinu ekki neitt við. Spurningin er, stendur þú að baki þessari kröfu um lækkun launa?  Guðmundur: Ég veit ekki til þess að verið sé að tala um að lækka laun sjómanna. Daníel Pétursson: Sæll, Guðmundur. Þú segir að þú vitir ekki hver hagnaður greinarinnar yrði ef frumvarpið yrði að lögum. Nú sagði Steingrímur að hagnaður sem stæði eftir yrði um 60 milljarðar. Er það of lítill hagnaður?  Guðmundur: Þetta er ein staðreyndavillan sem er mikið í umræðunni núna. Steingrímur talaði ekkert um hagnaðinn heldur um fram- legð FYRIR fjármagnskostnað og afskriftir. Það má ekki rugla þessu saman. Jón Jónsson: Nú hefur fiskurinn alltaf lögum samkvæmt verið í eign þjóðarinnar. Þú skrifar „óhagkvæmara að gera út“, óhagkvæmara fyrir þig, en ekki þjóðina, sem fær endurgjald fyrir kvótann eða hvað?  Guðmundur: Fiskurinn á sig sjálfur í sjónum. Þegar búið er að veiða hann þá á veiðimað- urinn og útgerðin fiskinn. Hann er síðan seld- ur fyrir pening. Þá er peningunum skipt eftir fyrirfram ákveðinni aðferðafræði. Þá fær þjóðin sína peninga gegnum skattkerfið og þegar sjómenn og útgerð eyðir peningunum. Svanbjörn Einarsson: Eitt vantar í umræðuna: Hversu miklum tíma hefur Steingrímur varið í að hlusta á ykkar sjónarmið varðandi breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu?  Guðmundur: Það var núna fyrst í vikunni sem ég fékk góðan fund og efnislegar rökræður um málið við ráðherra. En hann er náttúrulega í svo mörgum ráðuneytum að hann hefur ekki haft neinn tíma fyrir okkur. Pétur Jónsson: Hver hefur fjárfestingin verið síðustu árin í nýjum skipum, annars vegar hjá þér og hins vegar í heild?  Guðmundur: Brim keypti nýlegt skip 2007 og kostaði það 200 milljónir norskar, 4,3 milljarða íslenskra króna. Síðan höfum við haldið að okkur höndum en í heildina höfum við fjárfest allt of lítið í nýjum skipum. Af hverju? Þegar þú ræðst í svona dýrar fjárfestingar verður þú að geta séð 15–20 ár fram í tímann. Sveinbjörn Hólmgeirsson: Hver er nettó hagnaður Brims eftir fjármagns- gjöld?  Guðmundur: Hann var 0 kr. í fyrra, þar sem krónan veiktist og við gerum upp í íslenskum krónum. En framlegðin var þokkaleg. Ingi Vilhjálmsson: Ertu ósammála þeirri fullyrðingu að nytjastofnarnir við landið séu „ævarandi sameign þjóðarinnar“?  Guðmundur: Ég er sammála því að nytjastofnarnir séu sameign þjóðarinnar og þá þannig að Alþingi Íslendinga ræður leikreglum. Matthías Ásgeirsson: Nú hefur þú nýverið fjárfest í einu glæsilegasta húsi (101) Reykjavíkur. Áður hafðir þú byggt gríðarlega stórt einbýlishús á Seltjarnarnesi. Getur verið að fyrirtæki þín megi við skattalækk- unum?  Guðmundur: Ég átti húsið áður og margir hafa átt það líka áður fyrir mína tíð. Og þegar ég labba um hverfið þá sé ég fullt af sambærilegum húsum en ekki margir í sjávarútvegi búa í hverfinu. Grétar Ólason: Ætlið þið útgerðar- menn að standa með sjómönnum í þeirra kjarabaráttu? Held ekki nema sjómenn neyði ykkur til þess.  Guðmundur: Komdu niður á höfn núna og sjáðu flotann. Útgerðarmenn og sjómenn standa saman í dag. Ingi Vilhjálmsson: Ef þú ert sammála því að nytjastofnarnir séu sameign þjóðarinnar hlýtur þú þá ekki líka að fallast á að þjóðin eigi að njóta arðsins af auðlindinni í auknum mæli, en ekki fáir einstaklingar í útgerð?  Guðmundur: Ef við veiðum 40 tonn af gulllaxi einn daginn og seljum fyrir sex milljónir króna, þá fá sjómenn 2,4 milljónir. Útgerðarkostnaður skipsins er 3 milljónir og útgerðin á 600 þúsund eftir. Sjómenn borga eina milljón í skatt til ríkisins. Við kaupum olíu fyrir 1,4 milljónir. Þar tekur ríkið 550 þúsund. Þetta litla dæmi sýnir hvað verður um peningana sem koma fyrir fiskinn sem við veiðum. Ingi Vilhjálmsson: Margar útgerðir hafa greitt út arð upp á hundruð milljóna síðastliðin ár. Samherji 3,9 milljarða; HB Grandi milljarð; Vinnslustöðin 2 milljarða o.s.frv. Þýðir þetta ekki að útgerðin sé vel aflögufær?  Guðmundur: Útgerðin á Íslandi er flott. Kerfið sem við tókum upp 1984 og svo 1990 með framseljanlegum kvóta hefur skapað mikinn arð. Þetta eru stórar tölur en þá má ekki eyðileggja leikreglur til þess að við hættum að búa til arð og verðmæti fyrir þjóðarbúið. Fyrir árið 1984 vorum við með allt of mörg skip og þau voru að veiða allar tegundir. Kostnaðurinn var svo hár og við fengum lágt verð fyrir aflann af því að við vorum ekki góðir í að markaðssetja og selja fiskinn. Núna erum við búin að ná góðum ár- angri í að markaðssetja fiskinn. Það byggist meðal annars á áreiðanleika í afhendingu á fiski til erlendra kaupenda. Kristján Þórsson: Varstu sáttur við makrílveiðarnar hjá ykkur í fyrra? Fara Brimnes og GíN aftur á makríl í sumar?  Guðmundur: Já, það gekk mjög vel og hver einasti fiskur fór til manneldis. Ef fiskurinn kemur í sumar þá veiðum við. Björn Þórðarson: Hvað með brottkast, ertu tilbúinn til að setja upp myndavélar við öll lensport til að koma í veg fyrir það?  Guðmundur: Já, við höfum boðist til þess að gera þetta og þá til dæmis sem tilraun á nokkrum skipum. En enginn vilji var á Fiskistofu til að taka þátt í svona tilraun. Haukur Hauksson: Hvernig niðurstöðu heldurðu að við munum fá í makríldeilunni?  Guðmundur: Ég er búinn að vera laf- hræddur um að Íslendingar fari að semja strax og við sem þjóð fáum allt of litla hlutdeild í þessum verðmæta stofni. Ingi Vilhjálmsson: Hversu miklu máli hefur makríllinn skipt fyrir íslenskar útgerðir á liðnum árum, eftir að Íslendingar byrjuðu að veiða hann í stórum stíl? Getur þú metið vægi hans fyrir útgerðina?  Guðmundur: Bara í fyrra var verðmæti makríls 25 milljarðar króna. Þetta er á við tvö álver. En hann er að éta hér í okkar lögsögu aðra fiska sem fiskifræðingar áætla að sé yfir milljón tonn. Þannig að við eigum rétt á því að veiða hann hér í okkar lögsögu. Geir Harrysson: Eru ekki Brimnes og Guðmundur í Nesi með nýlegustu frystitogurum Íslands? En eru samt, hvað 12 ára gamlir, er það ekki gott dæmi um vöntunina á endurnýjun?  Guðmundur: Jú, þetta eru okkar nýjustu frystitogarar en Brimnesið er níu ára. En nýr frystitogari kostar 6 milljarða þannig að sjávarútvegsfyrirtækin verða að vera fjárhagslega sterk til að geta keypt svona skip. Guðmundur Kristjánsson: Finnst þér að Ísland eigi að ganga í ESB?  Guðmundur: Nei, það tók okkur mörg hundruð ár að fá sjálfstæði. Við eigum ekki að kasta því þó það séu smá erfiðleikar núna. Guðmundur Kristjánsson: Hverju finnst þér persónulega að megi breyta/bæta í núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi ?  Guðmundur: Meira samráð skipstjóra, fiskifræðinga, rekstrarfræðinga úr há- skólakerfinu, stjórnvalda á hverjum tíma og okkar útgerðarmanna. Mjög mikilvægt er að við tölum faglega saman. Pétur Jónsson: Ef þú rekur sjoppu, þá þarft þú að kaupa inn hráefni og vörur. Greiðir innkaupsverð á markaði (verð sem eigandi setur upp). Af hverju óttast þú að greiða samkvæmt markaðsverði í sjávarút- vegi?  Guðmundur: Þú þarft ekki að framleiða vöruna í þína búð. Það er búið að framleiða hana. Við þurfum að fara út á sjó til að ná í fiskinn og það er kostnaður við að veiða og vinna fisk. Þetta gleymist alltaf. Ingi Vilhjálmsson: Eignarhaldsfélag forstjóra öflugasta útgerðarfélags landsins, Samherja, á tæpa þrjá milljarða króna í peningum. Þurfa eigendur útgerðanna virkilega á öllum þessum peningum að halda persónulega? Guðmundur: Þú verður að spyrja þá. Guðmundur Kristjánsson: Hefur þú verið á sjó? Hve lengi og hvaða stöðu hafðir þú um borð? Guðmundur: Var sem strákur á sjó og komst aldrei hærra en að verða háseti. Þetta var í tæpt ár en náði samt að fara í siglingu til Bretlands. Það var mjög gaman. Guðrún Sigurðardóttir: Er eðlilegt að fyrirtæki sem hefur fengið milljarða afskrifaða, greiði út arð og geti áfram braskað með auðlind sem stjórnarskráin segir að sé þjóðareign?  Guðmundur: Veit að það eru skattalög um útgreiðslu á arði. Það verða allir að fara eftir því. Viðskipti með aflaheimildir eru ekki brask frekar en þegar laxveiðileyfi eru seld. En þjóð- in ákveður leikreglur í sjávarútvegi í gegnum Alþingi. Ef við horfum á okkar nágrannaþjóðir, t.d. EB, þá eru allir fiskistofnar þar í rúst og útgerðin á gríðarlegum ríkisstyrkjum frá EB. Snæbjörn Brynjarsson: Hefurðu áhyggjur af því þegar útgerðarmenn sigla starfsliði sínu, eða keyra með rútu til mótmæla, þá séu þeir óbeint að þvinga fólk til að taka pólitíska afstöðu, sem það langar ekki endilega að taka?  Guðmundur: Þetta eru söguleg mótmæli núna hér í Reykjavík. Hér er verið að mótmæla vinnubrögðum framkvæmdavaldsins þar sem það er að leggja til lög sem munu skaða alla þjóðina vegna þess að við munum búa til minni verðmæti úr okkar auðlind en við gerum í dag. Það eru margir bloggarar og meira að segja alþingismenn sem eru að gera lítið úr starfsfólki í sjávarútvegi með því að segja að það sé viljalaust, heimskt og hafi ekkert vit á sjávarútvegi. Sjávarútvegurinn er ekki að heimta eitthvað af þjóðinni, heldur er framkvæmdavaldið með einstrengingslegum hætti að keyra í gegn lög sem allir faghópar í samfélaginu hafa sagt að muni skaða okkar efnahag. Jón Jónsson: Hversu mikið hefur Brim greitt út í arð á undanförnum tíu árum? Hefur Brim keypt hlutabréf beint eða óbeint t.d. í bönkunum sem féllu? Eru eftirstöðvar af þessu „fjármagnsliðir og afskriftir“?  Guðmundur: Brim hefur svo til engan arð greitt (1,9 milljónir árið 2007) og keypti ekki neitt í bönkunum. Við erum bara útgerðarfyr- irtæki. Einar Ólafsson: Var það rétt að byrja að afnema sjómannaafsláttinn? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?  Guðmundur: Mér fyndist rétt að sjómenn fengju dagpeninga fyrir hvern dag á sjó. Sigursteinn Sigurðsson: Finnst þér núverandi kerfi virka fyrir samfélögin úti á landi í ljósi þess að þeir bæir eru hratt og örugglega að fara í eyði?  Guðmundur: Eftir að kvótakerfið kom á var afli skorinn gríðarlega niður að tillögum fiskifræðinga. Og við erum að veiða miklu minna en áður. Auðvitað kemur það niður á sjávarplássum og útgerðum. Einnig eru kröfur fólks í dag mun meiri og litlu bæirnir geta ekki veitt sömu félagslegu þjónustu og stórir bæir, t.d. í skólamálum, heilsugæslu og fleira. Jón Jónsson: Núna hefur komið fram að dótturfélag Brims eða skylt félag var stór eigandi í bönkunum sem féllu. Hvernig voru þau kaup fjármögnuð?  Guðmundur: Brim átti engin dótturfélög sem voru að kaupa í bönkunum. Fundarstjóri: En eigandi Brims?  Guðmundur: Já. Og ég tapaði líka miklu. Mun hugsa mig tvisvar um áður en ég fer að kaupa aftur í bönkum. Haraldur Sigurjónsson: Hversu mikið hefur þú styrkt Sjálfstæðisflokkinn og fólk/fyrirtæki í kringum hann í gegnum árin?  Guðmundur: Stjórnmálaöfl og frjáls félaga- samtök eru mjög mikilvæg í lýðræðislegu og opnu samfélagi. Við höfum styrkt svo til öll stjórnmálaöfl og frjáls samtök sem leita til okkar, bæði til hægri og vinstri. Ívar Reynisson: Hefur Brim, dótturfélög eða þú sjálfur fengið afskrifað hjá bönkunum? Ef svo er, hversu mikið?  Guðmundur: Nú er búið að dæma gengislán bankanna ólögleg og svo virðist sem hluta- bréfaverð hafi verið allt of hátt í bönkunum þegar bæði ég og fleiri aðilar voru að kaupa. Svo kemur þetta í ljós og þá er allt í einu farið að tala um afskriftir en ekki eðlilegar leiðréttingar. Það ættu að koma afsökunar- beiðnir frá skilanefndum föllnu bankanna. Fiskurinn á sig sjálfur Guðmundur Kristjánsson, eigandi Brims, svaraði spurningum lesenda á Beinni línu á DV.is á fimmtudag. Nafn: Guðmundur Kristjánsson Aldur: 51 árs Starf: Eigandi Brims
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.