Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 54
54 8.–10. júní 2012 Helgarblað
„Pólitískur farsi sem
fjallar um einræðisherra“
„Umgerð leiksins og öll myndræn
úrvinnsla er mikið augnagaman“Menning
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
The Dictator
Larry Charles
Gamli maðurinn og hafið
Bernd Ogrodnik
Þ
essi sýning er saga líð-
andi stundar í íslenskri
vöruhönnun,“ segir
Hlín Helga Guðlaugs-
dóttir en hún stýrir
sýningunni Saga til næsta bæj-
ar sem opnuð var í Hönnunar-
safni Íslands á fimmtudag. Á
sýningunni er að finna 50 verk
eftir íslenska vöruhönnuði auk
þess sem sagt er frá mikilvæg-
um samstarfsverkefnum sem
hafa átt þátt í því að efla ný-
sköpun og þróun í íslenskri
vöruhönnun.
Þrívíð hönnun
Hlín segir ástæðuna fyrir því
að lögð sé áhersla á síðasta
áratug þá að á þeim tíma hafi
vöruhönnun á Íslandi orðið að
faggrein. Fyrir um tíu árum var
hönnunar- og arkitektúrdeild
Listaháskóla Íslands stofn-
uð sem hefur haft mikil áhrif.
„Vöruhönnun hefur vissulega
verið til á Íslandi í lengri tíma
en þessi áratugur hefur verið
afgerandi í uppbyggingu fags-
ins á Íslandi.“
Hlín segir sýninguna ekki
vera yfirlitssýningu. „Hún er
ekki tæmandi og það eru mun
fleiri starfandi hönnuðir á Ís-
landi en eiga á henni verk. En
ég reyndi að festa fingur á því
sem hefur haft áhrif á þessa
mótun og síðan beinum við
sjónum okkar sérstaklega að
samstarfi og samtali hönnuða
við samfélagið.“
Stefnumót við bændur
Hlín nefnir Stefnumót hönnuða
og bænda sem dæmi um sam-
félagsþenkjandi hönnunarver-
kefni. „Það er mjög árangurs-
ríkt matarhönnunarverkefni
þar sem um er að ræða sam-
starf vöruhönnuða, bænda og
síðan sérfræðinga eins og hjá
Matís,“ en verkefnið er unnið á
vegum Listaháskólans.
Hlín nefnir einnig verk-
efnið Make by Þorpið sem er
starfrækt á Austurlandi. „Þar er
verið að leiða saman hönnuði
og handverksfólk og fólk í smá-
iðnaði.“ Hlín segir að í báðum
þessum verkefnum sé með-
al annars verið að vinna með
sjálfbærni, nýstárlegar leiðir til
að vinna með íslenskt hráefni
og endurverkja gamlar hefðir
með þverfaglegu samstarfi.
Lítil hefð en frelsi
Hlín segir íslenskt samfélag
skorta grunn vöruhönnun-
ar í hefðbundnum skilningi.
Að infrastrúktúr vöruhönnun-
ar til dæmis í iðnaði sé ekki
mikill og heimamarkaður lítill.
„Þetta gefur okkur hins vegar
ákveðið frelsi líka, að vera
svona ómótuð, en fyrir vik-
ið er hönnunarlist kannski
meira áberandi hérna.“
Sýningin er sem fyrr
sagði í Hönnunarsafni Ís-
lands á Garðatorgi í Garða-
bæ og stendur hún fram í
október.
asgeir@dv.is
Íslensk vöruhönnun
síðasta áratuginn
n Saga til næsta bæjar n Frelsi í lítilli hefð fyrir vöruhönnun
Hlín Helga Guðlaugsdóttir Sýningarstjóri á sýningunni Saga
til næsta bæjar.
Sólskin Sjálfbær sólarlampi. Hönnuðir: Hrafnkell Birgisson, Sesselja Guð-
mundsdóttir og Aðalsteinn Stefánsson.
Þéttsetrið Staður eða afdrep sem leikur við nánd meðal einstaklinga og rammar inn landslagið í umhverfi sínu.
Byggð með svipaðan tilgang í huga og almenningsbekkir og veggir í senn. Hönnuður: Hanna Jónsdóttir.
Pantið áhrifin Hugmyndafræðilegur farandveitingstaður. Þar sem gestir panta réttinna út frá áhrifum þeirra á
líkamann. Hönnuðir: Auður Ösp Guðmundsdóttir, Embla Vigfúsdóttir, Katarina Lötzsch og Robert Petersen.
Vík Ný útfærsla af gömlum eldhúskollum. Hönnuður:Tinna Gunnars-
dóttir.
Sasaklukka Hvetur til slökunar og til þess að leyfa tímanum
að líða. Sýnir lífrænan tíma í stað atómtíma. Hönnuður: Þórunn
Árnadóttir.
Miklimeir Frásöng af
töframanninum Miklameir er
hér útfærð á teppi. Hönnuður:
Katrín Ólína Pétursdóttir.