Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Síða 4
Dreginn að landi
n Vélarvana bátur við Engey dreginn til hafnar í Reykjavík
U
m klukkan hálf tvö á fimmtu-
dag barst beiðni um aðstoð frá
vélarvana báti sem staddur var
norðan við Engey. Björgunar-
sveitin Ársæll var kölluð út og fór þegar
á staðinn á tveimur björgunarbátum.
Einnig var Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins kallað út. Þegar björgunar-
sveitin kom að hafði bátinn rekið vestur
fyrir eyjuna og var aðeins nokkra metra
frá strandi. Björgunarmenn komu taug
í bátinn og var hann dreginn til hafnar í
Reykjavík af Þórði Kristjánssyni, nýjum
harðbotna björgunarbáti Ársæls. Tveir
menn voru um borð í bátnum, sem er
svokallaður Sómabátur, og amaði ekk-
ert að þeim enda veður gott.
4 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað
„Maður er snöggur að gleyma sér“
Forstjóri
ók of hratt
á rafbíl
„Þetta er allavega í fyrsta skiptið
sem rafbíll er tekinn fyrir of hrað-
an akstur á Íslandi,“ sagði Gísli
Gíslason, forstjóri Northern Lights
Energy, í samtali við DV.is en hann
var tekinn fyrir of hraðan akstur
á mánudag á Tesla Roadster-raf-
bílnum sínum. Hann var tekinn á
124 kílómetra hraða á Reykjanes-
brautinni. „Lögreglan hélt fyrst að
byssan hefði sýnt rangt,“ segir Gísli
sem segir marga ekki átta sig á því
að rafbílar séu margir hverjir kraft-
meiri en bensínbílar.
„Þessi er til dæmis læstur í
200 km/klst. Þú ferð allavega ekki
hraðar en það. Hann er 3,7 sek-
úndur í hundraðið þannig að
maður er snöggur að gleyma sér,“
segir Gísli sem á von á 70 þúsund
króna sekt og tveimur refsipunkt-
um í ökuferilskrána fyrir brotið.
„Maður verður bara að taka því,
því maður á að aka á löglegum
hraða,“ segir hann.
Bíllinn er sá eini sinnar
tegundar á Íslandi en Gísli hefur
unnið að rafbílavæðingu íslenska
flotans og á von á að notkun þeirra
eigi eftir að aukast til muna innan
fárra ára.
Gísli er mikill ofurhugi en í
mars í fyrra var greint frá því að
hann ætlaði sér út í geim á vegum
flugfélagsins Virgin. Ferðin mun
kosta um 23 milljónir króna en
hann á von á því að styrktaraðil-
ar greiði þá upphæð. Vonast Gísli
til að komast út í geim með Virgin
eftir tvö til þrjú ár en hann hitt-
ir tilvonandi geimfara í London í
júlí en í nóvember síðastliðnum
var hann viðstaddur opnun geim-
stöðvar Virgin í Nýju-Mexíkó í
Bandaríkjunum.
H
æstiréttur Íslands hefur
komist að þeirri niður-
stöðu að túlkun Héraðs-
dóms Reykjavíkur á til-
tekinni lagagrein í Exeter
Holdings-málinu svokallaða hafi
ekki verið rétt. Meðal annars á þeim
forsendum hefur Hæstiréttur dæmt
þá Jón Þorstein Jónsson, fyrrverandi
stjórnarformann Byrs, og Ragnar Z.
Guðjónsson, fyrrverandi forstjóra
Byrs, í fjögurra og hálfs árs óskil-
orðsbundið fangelsi fyrir umboðs-
svik. Um er að ræða þyngstu dóma
sem fallið hafa í málum sem sér-
stakur saksóknari hefur höfðað út af
bankahruninu.
Exeter Holdings-málið snýst
um 1.100 milljóna króna lán sem
Byr veitti eignarhaldsfélaginu Ex-
eter Holdings á seinni hluta ársins
2008. Lánið var notað til þess að
kaupa stofnfjárbréf af stjórnendum
Byrs, meðal annars Jóni Þorsteini
og Ragnari Z., auk MP Banka, á yfir-
verði. Líkt og rakið er í dómi Hæsta-
réttar hafði MP Banki gjaldfellt lán
þeirra Jóns Þorsteins, Ragnars Z. og
fleiri aðila sem tengdust Byr í byrj-
un október 2008 og krafið þá um
greiðslu á þeim lánum sem þessum
aðilum hafði verið veitt til að fjár-
festa í stofnfjárbréfunum í Byr. Jón
Þorsteinn og Ragnar voru í ábyrgð-
um fyrir lánunum og höfðu því
hagsmuni af því að láta Byr lána Ex-
eter Holdings fjármuni til að kaupa
af þeim bréfin svo þeir losnuðu und-
an ábyrgðunum.
Grundvallaratriðið
Í dómi meirihluta Héraðsdóms
Reykjavíkur í málinu, sem þeir Arn-
grímur Ísberg og Einar Ingimundar-
son eru skrifaðir fyrir, voru þeir Jón
Þorsteinn og Ragnar Z. sýknaðir af
ákæru um umboðssvik. Þriðji dóm-
arinn, Ragnheiður Harðardóttir,
skilaði sératkvæði og vildi sakfella
þá Jón Þorstein og Ragnar en sýkna
þriðja sakborninginn, Styrmi Braga-
son, forstjóra MP Banka, af öllum
ákæruliðum.
Rökstuðningur þeirra Arngríms
og Einars fyrir sýknunni byggði á því
að ásetningur þeirra Jóns Þorsteins
og Ragnars teldist ekki sannaður í
málinu, það er að segja að ekki teld-
ist sannað að þeir hefðu viljandi ver-
ið að misnota aðstöðu sína og stefna
fjármunum Byrs í hættu. „Ákærðu
brutu vissulega gegn verklagsregl-
um sparisjóðsins, en það eitt leið-
ir ekki til þess að ályktað verði að
ásetningur þeirra hafi staðið til þess
að misnota aðstöðu sína og stefna fé
sparisjóðsins í stórfellda hættu eins
og þeir eru ákærðir fyrir.“ Á þess-
um forsendum töldu Arngrímur og
Einar að sannanirnar í málinu væru
ekki nægjanlegar til að hægt væri að
sakfella þá Jón Þorstein og Ragnar.
Þessu var Ragnheiður ósammála:
„Þegar framangreint er virt verður
að líta svo á að ákærðu hafi með lán-
veitingunni misnotað aðstöðu sína í
sparisjóðnum sjálfum sér og öðrum
til ávinnings.“
Grundvallaratriðið í málinu snýst
því um hvort það teljist nægjanlega
sannað að Jón Þorsteinn og Ragn-
ar hafi misnotað aðstöðu sína sjálf-
um sér og öðrum til ávinnings. Því
er um að ræða skoðanamun á túlk-
un á umboðssvikaákvæði almennra
hegningarlaga.
Hæstiréttur
sammála Ragnheiði
Í dómi sínum kemst Hæstiréttur að
þeirri niðurstöðu að dómur þeirra
Arngríms og Einars hafi verið reistur
á „… rangri túlkun á því ákvæði al-
mennra hegningarlaga sem hátt-
semi þeirra er færð undir.“ Þá segir
í dómnum að Hæstiréttur telji þvert
á móti sannað að Jón Þorsteinn og
Ragnar Z. hafi misnotað aðstöðu
sína hjá Byr sparisjóði og að þessar
ákvarðanir þeirra hafi leitt til veru-
legrar fjártjónshættu fyrir sjóðinn
enda hafi komið á daginn að „fjár-
munirnir voru sjóðnum glataðir“.
Hæstiréttur telur túlkun þeirra Arn-
gríms og Einars því hafa verið ranga
en dómararnir í málinu komast að
sömu niðurstöðu og Ragnheiður.
Jón Þorsteinn segist aðspurður
ekki útiloka að áfrýja dómnum til
Mannréttindadómstóls Evrópu.
Hann segir niðurstöðuna auk þess
vera „mjög sérstaka miðað við niður-
stöðu héraðsdóms“. Ekki náðist í
Ragnar Z. við vinnslu fréttarinnar.
Þyngstu dómar
vegna hrunsins
n Hæstiréttur snéri sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur „ [Þ]að eitt leiðir ekki
til þess að ályktað
verði að ásetningur þeirra
hafi staðið til þess að mis-
nota aðstöðu sína.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Þungir dómar Dómarnir yfir
þeim Jóni Þorsteini og Ragnari
Z. eru þungir en í þeim segir
að umfang brota þeirra sé
„verulegt og sakir miklar“. Þeir
sjást hér í Hæstarétti.
Tælenskur matur
fyrir sælkera
OPIÐ
Lyngháls:
Alla virka daga: 11-15
Fös-lau: Húsið opnar kl. 18
Sun: Lokað
Lyngháls 4 • S: 578-7274 • www.rthai.is
Hlökkum til að sjá þig
Karaoke fös og lau frá kl. 22
Útkall Björgunarsveit var kölluð út
ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.