Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 18
18 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað „Pólitískt siðleysi“ að binda flotann Þ að er ekkert nýtt að fram- förum sé mótmælt af hagsmunaaðilum, seg- ir Jón Ólafsson, prófess- or í heimsspeki, um mót- mælaaðgerðir útgerðarmanna. LÍÚ sendi á laugardag frá sér tilkynn- ingu þar sem útgerðarmenn voru hvattir til að halda fiskveiðiflota landsins við bryggju út vikuna eftir sjómannadag og þannig þvinga yf- irvöld nær sjónarmiðum útgerðar- innar. Jón segir þá sem berjist fyrir þröngum sérhagsmunum verða að gefa eigin baráttu ásýnd almanna- hagsmuna. „Þess vegna er líka skýrasta og besta dæmið um póli- tískt siðleysi að berjast fyrir einka- hagsmunum í nafni almannahags- muna og reyna með því að hindra eðlilegar framfarir og þróun al- menningi til hagsbóta,“ segir Jón. Landssamband íslenskra út- vegsmanna staðhæfir að aðgerð- irnar séu löglegar. Útgerðin ætli að greiða starfsfólki laun á meðan stöðvunin standi yfir. Af þeim sök- um falli aðgerðin ekki undir lög um vinnustöðvun. Alþýðusamband Ís- lands hefur á móti haldið fram að aðgerðirnar feli í sér skýrt brot á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur. „ASÍ áskilur sér, aðildarsam- tökum sínum og einstaka félags- mönnum, rétt til málshöfðunar til heimtu skaðabóta og sekta komi aðgerðirnar til framkvæmda.“ Efnahagsþvinganir útgerðar- manna Fulltrúar útgerðarmanna hafa ára- tugum saman gripið til hótana um efnahagsþvinganir telji þeir hags- munum sínum ógnað. Árið 2010 samþykktu útvegsmenn sams kon- ar áskorun til að mótmæla hug- myndum um fyrningu kvótans. Aðspurður á sínum tíma hvort að- ferðin væri eðlileg sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, að hann liti ekki svo á að um hótun væri að ræða. Stjórnvöld væru í raun þau sem hótuðu. Þau hóti því að taka veiðiheimildir af fyrirtækjunum og menn hljóti að bregðast við hótunum um að setja þau í þrot og þar með íslenskan sjávarútveg í gjaldþrot. Árið 1982 hótaði LÍÚ að stöðva flotann en þá samþykkti 25 manna trúnaðarráð félagsins að stöðva flotann á miðnætti 10. september vegna óánægju með ákvörðun fisk- verðsnefndar um verðlag á fiski. Seðlabankinn upp við vegg Útgerðarfélagið Samherji stöðvaði nýlega innflutning á hráefni frá þýsku dótturfélagi sínu vegna rann- sóknar Seðlabankans á ásökunum um brot fyrirtækisins á gjaldeyris- höftum. Þá krafðist félagið þess að Seðlabankinn afhenti fyrirtækinu gögn sem fyrirtækið taldi nauðsyn- legt að hafa undir höndum til að leggja sjálfstætt mat á lögmæti rann- sóknarinnar. Ákvörðunin varð til þess að vinnsla fyrirtækisins á Dalvík gaf út að hætta væri á vinnslustöðv- un með tilheyrandi tekjutapi og samfélagsrofi. Þorsteinn Már sagði á sínum tíma að ákvörðunin yrði endurskoðuð gengi Seðlabankinn að kröfum Samherjasamsteypunn- ar. Hann vildi þó ekki viðurkenna að með þessu væri stofnuninni stillt upp við vegg. Barist gegn vökulögum Sjómenn börðust á þriðja áratug síðustu aldar fyrir lögbundnum hvíldartíma. Kaflaskil urðu í þeirri baráttu árið 1928 þegar sex tíma lögbundinn hvíldartími var sam- n Sagan mun dæma aðgerðirnar n Útgerðarmenn hafa ítrekað beitt álíka aðferðum Útgerðarmenn funda Útgerðarfélagið Brim boðaðið starfsfólk og fjölmiðla á fund vegna fyrirhugaðra breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Flotinn var bundinn við bryggju á sjómannadag. Sagan dæmir þá Jón Ólafsson prófessor segir líklegt að sagan dæmi aðgerðir útgerðarmanna hart. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is fyrir lífiðfjárfesting gluggar og hurðir Faris ehf. Gylfaflöt 16-18 112 Reykjavík s: 5710910 www.faris.is 10 ára ábyrgð Skoðaðu lausnir fyrir ný og eldri hús á faris.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.