Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 4
Pálmi taPar milljörðum 4 Fréttir 26.–28. október 2012 Helgarblað Borgar Kaupþingi 717 milljónir n Kaupþingstoppur dæmdur í Hæstarétti H æstiréttur staðfesti á fimmtu­ dag dóm Héraðsdóms Reykja­ víkur yfir Magnúsi Guðmunds­ syni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg. Hann var í desember í fyrra dæmdur í Héraðs­ dómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi bankans 717 milljónir króna. Kaupþing stefndi Magnúsi til greiðslu hátt í 800 milljóna króna vegna persónulegra ábyrgða á lánum sem bankastjórinn fyrrverandi fékk hjá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum. Síðar varð frægt þegar stjórn Kaupþings felldi niður persónu­ legar ábyrgðir starfsmanna á lánunum nokkrum dögum fyrir hrun, haustið 2008. Ákvörðun sem varð afar umdeild og síðar felld úr gildi af stjórn Arion banka rúmu ári síðar. Samkvæmt rannsóknarskýrslu Al­ þingis skuldaði Magnús bankanum 3,1 milljarð króna þann 30. júní 2008. Magnús var meðal þeirra fyrrverandi yfirmanna Kaupþings sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í maí 2010 vegna rannsóknar embættis sérstaks sak­ sóknara á meintri markaðsmisnotkun Kaupþings. Magnús sat í gæsluvarð­ haldi í viku vegna rannsóknar málsins og var í kjölfarið úrskurðaður í farbann. Allt þar til hann var handtekinn starf­ aði hann sem bankastjóri Kaupþings í Lúx sem síðar varð Banque Havilland. Magnús þarf auk þess að greiða Kaupþingi 750 þúsund krónur í málskostnað. n baldur@dv.is Keyptu fölsuð vegabréf í Póllandi Héraðsdómur Austurlands kvað á fimmtudag upp dóm í málum tveggja manna sem komu með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og framvísuðu fölsuðum grísk­ um vegabréfum. Vegabréfin höfðu mennirnir keypt í Póllandi. Þeir eru báðir að eigin sögn frá Georg­ íu. Refsing hvors þeirra um sig var ákveðin 30 daga fangelsi og hafa þeir þegar hafið afplánun sam­ kvæmt frétt á vef lögreglunnar. Stórskuldugur Magnús sat í gæsluvarðhaldi í heila viku í fyrra og var úrskurðaður í farbann. Þingsályktunartillaga lögð fram: Skólatann- lækningar verði endurvaktar Tólf þingmenn úr öllum stjórn­ málaflokkum nema Sjálfstæðis­ flokknum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um að vel­ ferðarráðherra verði falið að skipa starfshóp sem vinni tillögur að því að hefja að nýju tannvernd og tann­ eftirlit í grunnskólum á Íslandi sem og tannlækningar að einhverju marki telji hópurinn ástæðu til þess. „Starfshópinn skipi fulltrúar frá ráðuneytinu, Landlækni, Tann­ læknafélagi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfshópur­ inn móti tillögur um mögulegt um­ fang verksins, hanni að minnsta kosti þrjár sviðsmyndir sem sýni færar leiðir að settu marki þar sem m.a. verði litið til þess hvort einungis eigi að horfa til eftirlits, al­ hliða tannverndar eða tannlækn­ inga og vinni kostnaðargreiningu á þeim. Starfshópurinn skili ráðherra skýrslu um niðurstöðu sína eigi síð­ ar en í lok október 2013,“ segir í til­ lögunni. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en meðflutningsmenn eru með­ al annarra Álfheiður Ingadóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Jón Kr. Arnarson og Þór Saari. N ó komment og ekkert meira um það að segja, segir Skúli Mogensen, fjárfestir og eigandi WOW air, um kaupverðið á vörumerki og flugáætlun ferða­ skrifstofunnar Iceland Express. Þegar Skúli er þráspurður um kaupverðið segir hann áfram: „Ég hef ekkert meira um það að segja.“ Greint var frá því í vikunni að Skúli hefði keypt hluta af Iceland Express af Pálma Haraldssyni fjár­ festi. WOW air tók yfir flugrekstur félagsins síðastliðinn þriðjudag og hefur séð um flug félagsins frá og með þeim tíma. Ekkert hefur hins vegar spurst út um kaupverðið á félaginu þar sem málsaðilar vilja ekki upp­ lýsa um það. Skúli er til að mynda mjög afdráttarlaus þegar hann er spurður um málið; ekki verður frá því greint. Heimildarmönnum blaðsins ber þó saman um að það geti ekki verið mjög hátt, hlaupi kannski á 300 til 400 milljónum þar sem aðeins sé um að ræða vörumerki og flugáætlun félags­ ins. Iceland Express er ekki með flugrekstrarleyfi, á ekki farþega­ þotur og er í raun aðeins far­ miðasala. Þá hefur félagið tapað gegndarlaust upp á síðkastið og hefur eigandi þess, Pálmi Har­ aldsson, þurft að halda lífinu í fé­ laginu með því að leggja því til fjármuni. Þrátt fyrir þessa inn­ spýtingu fjár hefur félagið stefnt í gjaldþrot um tíma og þurfti Pálmi annaðhvort að leggja félaginu til aukna fjármuni eða selja það til að halda lífi í því. Pálmi lagði til 2,7 milljarða Síðastliðið ár hefur Pálmi not­ að skuldajafnanir upp á 2,7 millj­ arða króna til að umbreyta lán­ um frá eignarhaldsfélögum í hans eigu í hlutafé í Iceland Express. Í september síðastliðinn skulda­ jöfnuðu tvö félög í eigu Pálma, Fengur og Sólvellir, kröfum upp á milljarð á Iceland Express í hluta­ fé. Þetta þýðir í reynd að Pálmi hefur lagt félaginu til 2,7 milljarða króna sem hann hefur ekki fengið til baka þar sem rekstur ferðaskrif­ stofunnar hefur gengið slælega. Ef það mat heimildarmanna DV er rétt að Pálmi hafi fengið 300 til 400 milljónir fyrir hluta Iceland Express mun hann tapa meira en tveimur milljörðum króna af þeim fjármunum sem hann hefur lagt félaginu til síðastliðið ár. Þeir pen­ ingar hafa komið til félagsins frá eignarhaldsfélögum í eigu Pálma sem skráð eru í Lúxemborg. Fé­ lög Pálma í Lúx tóku við milljarða arðgreiðslum frá Íslandi á árun­ um fyrir hrun samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ekki náðist í Pálma við vinnslu fréttar­ innar. Eina stóra fyrirtækjaeign Pálma á Íslandi í dag, eftir söluna á hluta Iceland Express, er Ferðaskrifstofa Íslands sem nú er í söluferli hjá Artica Finance. „Fínt í bili“ Skúli hefur sjálfur, líkt og Pálmi, lagt verulegar fjárhæðir inn í rekstur WOW air til að styrkja stöðu félagsins. Frá því var greint í lok ágúst að hann hefði lagt 500 milljónir inn í rekstur félagsins. WOW air hefur því heldur ekki far­ ið varhluta af samkeppninni við Iceland Express. Aðspurður hvort hann hyggi á enn frekari viðskipti á flugmark­ aðinum á Íslandi, renni hýru auga til hlutabréfa í Icelandair, seg­ ir Skúli svo alls ekki vera. Skúli er nú eigandi tveggja ferðaskrif­ stofa sem leigja þotur og selja flugmiða til og frá Íslandi. Eini ís­ lenski samkeppnisaðilinn sem eft­ ir er á markaðinum er flugfélagið Icelandair. „Þetta er orðið fínt í bili og nú einbeitum við okkur að því að koma þessum hlutum í far­ veg. Ég hlakka til að takast á við verkefni næsta árs sem eru fjöl­ mörg og margbreytileg,“ segir Skúli og bætir við: „Ég hef ekki áhuga á úreltu ríkisflugfélagi eins og Icelandair.“ n n Skúli gæti greitt Pálma 10 til 15 prósent upp í 2,7 milljarða lán Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég hef ekk- ert meira um það að segja Kaupverð hleypur á milljónum Pálmi hefur lagt milljarða inn í Iceland Express en kaupverðið gæti hlaupið á nokkur hundruð milljónum. Pálmi tapar því verulega á ferðaskrifstofunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.