Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 24
Inga Atladóttir Getur
ríkistjórnin ekki beitt sér til
þess að fá úr því skorið hvort
verðtryggingin sé ekki í raun ólögleg. Ég
þekki ágætlega evrópska neytenda-
vernd og verðtrygging er í andstöðu við
hugmyndir sem þar eru lagðar til
grundvallar.
Helgi Hjörvar Það eru dómsmál
í farvatninu um þetta. Það sem
efnahags- og viðskiptanefnd getur
gert er að innleiða með afgerandi
hætti evrópsku tilskipanirnar um
neytendamál. Það munum við gera
fyrir jól, með verulegum réttarbót-
um fyrir neytendur.
Ingvar Stefánsson Sæll Helgi,
án þess að það sé bein tenging
á milli gengislána og
hefð bundinna verðtryggðra
húsnæðislána þá verð ég að spyrja:
Hversu lengi eigum við sem tókum
verðtryggð lán að sætta okkur við
gríðarlegar hækkanir á verðtryggðum
lánum? Hvenær kemur að því að gera
eitthvað fyrir okkur sem sitjum uppi
með þessi lán?
Helgi Hjörvar Það er mín skoðun
að mestu mistökin við setningu
neyðarlaganna hafi verið að
setja ekki þá strax þak á verð-
trygginguna. Ég hef sagt að það
þyrfti að koma til móts við fólk með
verðtryggð lán sem keyptu á bólu-
árunum 2004–2008 og hef lagt til
að skattinneign í séreignasjóðum
sé notuð til þess. Hvort stuðningur
við þá tillögu, eða aðrar sem koma
til móts við fólk með verðtryggt lán,
fá meirihluta á þinginu í vetur á eftir
að koma í ljós.
Vilborg Hansen Sæll Helgi og
takk fyrir hvað þú hefur staðið
þig vel. Kæmi til greina að gefa
út tilskipun þess efnis að fjármálafyrir-
tækjum væri ekki heimilt að senda út
greiðsluseðla ef lán hafi ekki verið
endurreiknað samkvæmt dómi
Hæstaréttar? Þetta gæti þýtt það að
endurreikningum yrði flýtt til muna og
það væri í höndum fjármálastofnana að
hraða þeim svo þær fengju greitt. Í ljósi
þess að neytendur skuli njóta vafans
samkvæmt lögum o.s.frv.
Helgi Hjörvar Góð spurning. Held
að best sé að bankarnir geri þetta
sjálfir. En ef ekki hljóta menn að
skoða leiðir eins og þá sem þú
bendir á.
Bjarki Björnsson Hvernig
verður með fyrningarfrest á
málum (4 ár), t.d. lán sem var
greitt upp árið 2006 og var því ekki fyrnt
við dóminn 2010. Munu slík mál einnig
vera endurreiknuð?
Helgi Hjörvar Treysti mér ekki
til að svara til um einstaka mál.
En við höfum beðið um að þeir
fyrningarfrestir sem ekki eru runnir
út verði framlengdir. Reikna með að
við munum leggja fram frumvörp
þar að lútandi í næsta mánuði.
Sigurður Sigurðsson Sæll
Helgi. Nú eru sumir sem
greiddu upp gengistryggð
myntkörfulán með ærnum tilkostnaði
árið 2008, m.a. lán Frjálsa fjárfestingar-
bankans, nú slitastjórn hjá Dróma.
Hvernig er hægt að tryggja þessu fólki
rétt til endurgreiðslu á því sem haft var
af þeim með ólögmætri gengis-
tryggingu? Ætlar þú að sjá til þess að
slitastjórnin sleppi ekki með þýfið og að
lögbrotið fyrnist?
Helgi Hjörvar Það á enginn að
sleppa með lögbrot og þýfi. Við
höfum óskað eftir greinargerð um
stöðu þessa hóps og munum fá
hana á næstu dögum.
Sigvaldi Lárusson Er með
bílalán hjá Lýsingu sem hefur
ávallt verið í skilum. Mín túlkun
er sú að Lýsing sé að sniðganga æðsta
dómsvald landsins með því að haga sér
eins og þeir gera á þeim bæ. Spurning
mín er því eftirfarandi. Á ég að halda
áfram að borga eða leggja aurinn inn á
biðreikning og hirða svo vextina sjálfur?
Helgi Hjörvar Sé lán þitt með
ólögmætri gengistryggingu þá
bendir flest til þess að þeir sem
stóðu í skilum og greiddu margar af-
borganir hafi skapað sér rétt. Hvora
leiðina þú kýst að fara í þínu máli
verður þú sjálfur að ákveða.
Ómar Pálsson Af hverju hefur
Alþingi meiri samúð með
fjármálastofnunum en
almenningi?
Helgi Hjörvar Alþingi hefur ekki
meiri samúð með fjármálastofn-
unum en almenningi. Flestir sem
þar eru þekkja af eigin raun hvað er
að skulda húsnæðis- eða bílalán.
Dómar Hæstaréttar sýna hins vegar
að því eru mikil takmörk sett hvað
Alþingi getur gripið inn í án þess að
það verði ógilt með dómi.
Sigurbjörg María
Ísleifsdóttir Nú er engin leið
að ég treysti Lýsingu til að
endurreikna lán sem ég er með hjá þeim
og sé ekki fram á að hafa efni á því að
leita til lögfræðings til að skoða þau
mál. Er eitthvað sem segir að þeirra
útreikningar reynist réttir og hvernig á
almenningur að geta farið yfir
útreikningana og sannreynt þá. Við
síðustu útreikninga fékk ég tilkynningu
um að búið væri að endurreikna lánið og
nú stæði það svona og þetta ætti ég að
borga á mánuði. Ekkert gert ráð fyrir
athugasemdum frá mér.
Helgi Hjörvar Við ræddum í efna-
hags- og viðskiptanefnd í morgun
ágæta tillögu frá Guðlaugi Þór og
fleirum um að fá Ríkisendurskoðun
til að setja upp reiknivél fyrir þessi
lán. Hvort sem Ríkisendurskoðun
verður fengin til þess eða einhver
annar, held ég að það sé góð
hugmynd að fólk geti leitað í áreið-
anlega reiknivél til að skoða sína
stöðu. Reikna með að við afgreiðum
tillöguna á föstudaginn.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki
Fjárfestir Nú eru Hagsmuna-
samtök heimilanna búinn að
kæra verðtryggð lán sem ólögleg og
hafa beðið um flýtimeðferð á málinu í
dómskerfinu. Ríkislögmaður fékk frest
til 13. desember til að skila greinagerð
um málið. Spurning mín er þessi, munt
þú sem formaður efnahags- og
viðskiptanefndar hlutast til um að mál
þetta fái flýtimeðferð í gegnum
dómskerfið. Nú er tækifæri til að taka
rétt á þessu máli með verðtrygginguna
og gera ekki sömu mistök og gerð voru
vegna gengislánanna.
Helgi Hjörvar Ég þyrfti að skoða
málið áður en ég svara því. En ég
hef sagt að mér finnist leika vafi
á því hvort lántakendur hafi verið
rétt upplýstir þegar þeim hafa
verið sýndir útreikningar á greiðslu-
byrði mörg ár fram í tímann miðað
við 3% verðbólgu. Allir vita að það
eru mjög vafasamar forsendur að
sýna ungu fólki, reynslulausu í fjár-
málum, til að byggja á ákvarðanir
um stærstu fjárfestingu lífsins. Hér
hefur alltaf verið meiri verðbólga en
þetta.
Sigurður Sigurðsson Hvað
segir þú um þá tilgátu að
bankarnir hafi farið að bjóða
gengistryggð lán til að fullnægja
kröfum Seðlabanka Íslands um
gjaldeyrisjöfnuð? Voru bankarnir með
bókhaldsbrellum að færa íslenskar
kröfur sem eign í erlendum gjaldmiðli?
Helgi Hjörvar Þekki það ekki
nægilega vel til að fullyrða um það.
En auðvitað voru bankar, fólk og
fyrirtæki að flýja hækkandi stýri-
vexti og íslensku krónuna yfir í þessi
lán sem dró mjög úr möguleikum
Seðlabankans til að veita aðhald og
varna ofþenslu.
Pétur Jónsson 1. Af hverju á
eitt lánsform rétt á
verðtryggingu en annað ekki?
Af hverju eiga laun (sem er í sjálfu sér
lán á vinnuframlagi) ekki sama rétt til
verðtryggingar og lán á fjármagni?
2. Hvort telur þú þjóðhagslega
hagkvæmara, til að jafna þennan mun,
að afnema verðtryggingu eða bæta
verðtryggingu við laun?
Helgi Hjörvar Ég er afdráttarlaust
þeirrar skoðunar að verðtryggingin
sé óheppileg. Hún hefur meðal
annars iðulega stuðlað að verð-
bólgu með víxlhækkunum launa og
verðlags. Hún hvetur til óeðlilegra
mikillar lántöku. Hún er auðvitað
tilkomin því gjaldmiðillinn okkar er
mjög veikur. En við munum þurfa
að búa við hann næstu árin. Til að
það sé hægt verðum við að draga úr
vægi verðtryggingarinnar.
Sigurður Sigurðsson Hér er
spurning frá Elviru: Hvernig má
það vera að verðtrygging
íslenskra lána hefur ekki verið formlega
rædd við ESB í tengslum við
aðildarviðræðurnar, og það metið hvort
um brot á neytendalöggjöf ESB sé að
ræða?
Helgi Hjörvar Það hefur
verið leitað með álitaefni um verð-
trygginguna á vegum einkaaðila til
EFTA ef ég man rétt. Og ég á ekki
von á öðru en að í ýmsum málum á
næstunni verði látið reyna á neyt-
endaréttinn í þessum málum. Hvort
aðildarviðræðurnar séu vettvangur
til þess er ég ekki viss um.
Fundarstjóri Geturðu útskýrt í
stuttu máli hvernig þessi
evrópska tilskipun um
neytendamál m.t.t. verðtryggingar verði
íslenskum neytendum til bóta?
Helgi Hjörvar Frumvarpið gerir ráð
fyrir mun ríkari upplýsingaskyldu
til neytenda. Og ég held raunar að
lögin ættu að kveða skýrt á um að
það þurfi að sýna fólki raunveruleg
dæmi um það hvaða kostnað verð-
tryggingin getur haft í för með sér.
Síðan setur hún þak á þann kostnað
sem má leggja á lán árlega. 57,5%
samanlagt, vextir og kostnaður.
Það mun mjög takmarka svigrúm
þessara smálánafyrirtækja sem
hafa verið að mergsjúga fólk með
mörg þúsund prósenta vöxtum.
Kristján H Theodórsson Hví
hefur Alþingi trassað að fella
úr gildi eða leiðrétta þau
ákvæði Árna Páls-laga, sem
lánastofnanir hafa sótt sér fóður í til að
verja hinn brotlega endurútreikning?
Helgi Hjörvar Sem kunnugt er
samþykkti ég ekki þau lög sem
þú ert að vísa til. Hæstiréttur
hefur vikið frá þeim ákvæðum
laganna sem voru afturvirk og því
hafa menn talið óþarft að afnema
það sérstaklega. En það er þó til
endurskoðunar nú. Við erum að
skoða frumvarp til laga sem lýtur
að þessum gengislánum og brott-
fall einstakra ákvæða úr lögum
151/2010 kæmi til greina þar.
Pétur Hauksson Hver er þín
afstaða til kosningaþátttöku í
kosningum sl. laugardag.
Helgi Hjörvar Kosningaþátttak-
an fór fram úr mínum björtustu
vonum. Það er auðvitað bara píp að
það eigi að lesa hugsanir þeirra sem
heima sátu. Ef það hefði verið gert í
formannskjöri Sjálfstæðisflokksins
þá væri Bjarni Benediktsson ekki
formaður flokksins.
Pókerfélag Grindavíkur Sæll
Helgi Hjörvar. Það er
einkennilegt hvað fólk er fast í
því að lánstími sé ekki lengri en 40 ár af
því að það er búið að vera þannig í
áratugi. Af hverju má ekki lána
óverðtryggð lán á þessi húsnæði í
60–80 ár? Það er næsta víst að um
80–90%, jafnvel 100% lána yrðu þá
yfirtekin í fasteignaviðskiptum. Með því
að búa til svona kerfi þar sem fólk
borgar niður lánin af húsunum sínum þá
lendum við ekki aftur í svona klemmu
eins og núna með gengistryggð lán og
verðtryggð ósanngirnispakkalán!
Helgi Hjörvar Svona löng
húsnæðislán þekkjast einhvers
staðar en forsendan þess að þau
séu í boði er bara sú að einhver sé
til í að lána peninga með þessum
hætti. Lífeyrissjóðirnir eru sameign
okkar og þeir lána okkur svo aftur
til að fjármagna íbúðakaupin okkar.
Ef þetta væri fýsilegt fyrir þá væri
þeim ekki skotaskuld að fjármagna
það.
Fundarstjóri Hvað vilt þú
ráðleggja fólki, sem er með
gengislán, að gera nú í kjölfar
dómsins?
Helgi Hjörvar Ef það er með
ólögmæt gengislán, þ.e. sem voru
alfarið í íslenskum krónum, þá ætti
það að óska eftir endurútreikningi
hjá sínum banka – ef það stóð í
skilum eða samdi við bankann um
greiðslur. Ég sé enga ástæðu fyrir
banka að neita viðskiptavinum
sínum um slíkan endurútreikning
enda hafa a.m.k. tveir þegar hafið
endurútreikning. Það eru Lands-
bankinn og Drómi.
Vignir Jónsson Sæll. Ætlar
Lýsing að endurreikna lánin? Er
búið að funda með þeim?
Helgi Hjörvar Funduðum með
þeim í morgun og bíðum enn svara
við nokkrum atriðum. Þeir kveðast
ætla að rukka áfram eins og ekkert
hafi í skorist, sem er furðuleg af-
staða. Við munum funda með FME
á föstudaginn til að fara yfir hvernig
staða viðskiptavinanna verði best
tryggð.
Fundarstjóri Geturðu lýst því
sem fram fór á fundinum?
Hvað var gert? Um hvað var
talað? Var einhver niðurstaða?
Helgi Hjörvar Lýsing telur að
dómurinn á fimmtudaginn hafi
ekki fordæmisgildi fyrir sín lán.
Við fengum sérfróðan lögfræðing í
þessum málum til að gefa sitt álit á
því. Það verður ekki betur séð af því
en að dómurinn eigi líklega við um
hluta lána Lýsingar. Nánar get ég
ekki farið yfir umræðurnar á fund-
inum því hann er lokaður og það er
óheimilt að vitna orðrétt til þess
sem fram kom. Við bíðum svara við
spurningum sem við teljum geta
orðið athyglisverð.
Tryggvi Tómasson Sæll Helgi
og takk fyrir fróðlegt viðtal í
gærmorgun. Í kjölfarið á því
hringdi ég í minn lánveitanda, þ.e.
Landsbankann, og fékk þau svör að
engir endurútreikningar væru hafnir og
ég gæti ekki óskað eftir endurútreikn-
ingi þar sem þeir ætli sér að bíða þar til
dómur hefur fallið í þeim málum sem
eftir eru. Slíkt gæti tekið nokkra mánuði
upp í nokkur ár skv. Landsbankanum. Er
ykkur í efnahags- og skattanefnd
kunnugt um þetta? Er þetta ekki
svolítið á skjön við það sem hefur komið
fram í fjölmiðlum?
Helgi Hjörvar Bankastjóri
Landsbankans upplýsti hjá
okkur á föstudag um að vinna
við endurútreikninga væri þegar
hafin og Kristján Kristjánsson,
upplýsingafulltrúi bankans, stað-
festi það í hádegisfréttum RÚV á
laugardaginn. Endurútreikningurinn
getur auðvitað tekið einhvern tíma
en í síðustu útreikningum voru lán
flokkuð og tölvuskráð víða svo það
ætti að taka styttri tíma að gera
þetta núna.
Kári Jónsson Gætir þú
samþykkt ríkistjórn með
Sjálfstæðisflokki?
Helgi Hjörvar Það fer best á
því ef félagshyggjuöflin sigra í
kosningum þá stjórni þau, en hægri
menn ef þeir sigra. Ég var eindregið
andvígur því að ganga til viðræðna
við Sjálfstæðisflokkinn 2007. Það
þyrftu að vera mjög sérstakar
aðstæður til þess að ég samþykkti
slíkt.
Sigurður Sigurðsson Hvernig
getur þú útskýrt það að fólk
sem tók lán hjá SPRON eða
Frjálsa fjárfestingarbankanum var sett í
krumlurnar á slitastjórn meðan aðrir
lánþegar eiga í viðræðum við banka?
Það gilda mismunandi reglur um
slitastjórnir og banka, auk þess sem
tilgangur slitastjórnar er að hámarka
endurheimtur en ekki að sýna
manngæsku eða halda viðskiptavinum
sáttum.
Helgi Hjörvar Viðskiptamálin voru
ekki flutt inn í nefndina hjá mér fyrr
en síðasta haust. En af þeirri stuttu
reynslu sem ég hef haft af þeim
tel ég að það hafi verið herfileg
mistök að láta lánasöfnin ekki
öll inn í lifandi fjármálafyrirtæki,
þannig að menn hefðu hagsmuni af
því að rækta viðskiptasambandið
og koma fram af sanngirni við
viðskiptavinina.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki
Fjárfestir Hvað á að gera fyrir
þá sem fjármálafyrirtækin eru
búin að taka heimilin af á grundvelli
ólöglegra gengislána og ólöglegra
útreikninga á þeim í kjölfar laga
151/2010, Árna Páls-laganna
svokölluðu? Þarf að þínu mati ekki að
setja heimildir í lög til að fólk geti fengið
endurupptekin fjárnám, gjaldþrot,
nauðungarsölu og sölu í gegnum
veðhafafund hjá skiptastjóra þannig að
fólk fái mannorð sitt til baka að ekki sé
nú minnst á heimili fjölskyldu sinnar?
Það er óeðlilegt að bankinn haldi þýfinu.
Helgi Hjörvar Ég held að öllum
óréttmætum aðgerðum, sem
farið hefur verið í gagnvart fólki
sem hægt er að vinda ofan af, eigi
að vinda ofan af. Ég bendi þér á
frumvarp Magnúsar Norðdahl um
þetta í þinginu, sem ég styð.
Elsa Ólafsdóttir Ég hef sömu
sögu að segja og Tryggvi
Tómasson. ERGO ætlar ekki að
endurreikna né láta af innheimtu fyrr en
dómur hefur verið kveðinn í 11 málum
sem bíða dóms. Kemur til greina að
frysta þessi lán þar til dómar hafa fallið,
eins og var gert rétt eftir hrunið?
Helgi Hjörvar Ég held að bankarnir
eigi að byrja strax að endurreikna
þessi lán og þurfi ekki að bíða eftir
niðurstöðu 11 prófmála til viðbótar.
Það eru ákveðin jaðartilfelli sem
eftir á að skera úr. Þau snúa að
lánum þar sem fáir gjalddagar voru
greiddir eða ekkert var greitt, og
að stærstu fyrirtækjum landsins.
En flest annað á að vera á hreinu
og þarf ekki að fara í neinn frysti –
heldur bara klára málið.
Guðrún Konný Pálmadóttir
Sæll Helgi Hjörvar. Nú virðist
Lýsing ætla sér að hundsa dóm
Hæstaréttar, af hverju geta stjórnvöld
ekki gefið út þá tilskipun sem Vilborg
Hansen spyr um hér fyrr?
Helgi Hjörvar FME sér um eftirlit
með fjármálafyrirtækjum og getur
beint tilmælum til þeirra. Þess
vegna m.a. höfum við óskað eftir
því að þeir komi á okkar fund á
föstudaginn. Við skulum sjá hvað
kemur út úr því.
Kári Jónsson Framboð til
formanns Samfylkingarinnar?
Helgi Hjörvar Ég er að
sækjast eftir því að leiða annað
kjördæmið í Reykjavík í prófkjöri
Samfylkingarinnar núna í nóvem-
ber. Ég held að samfylkingarfólk
muni í prófkjörunum í næsta
mánuði sjálft velja þá sem koma til
greina í forystu.
Fundarstjóri Ætlar þú að
bregðast við þessum sögum
hér af svörunum frá
Landsbankanum, síðustu daga.
Helgi Hjörvar Ég mun að sjálf-
sögðu leita skýringa á því.
„Var ekki hægt
að afskrifa þessa
skyrtu líka?“
Gunnar Guðjónsson gerði grín
að klæðaburði Sævars í Leonard
sem fékk 230 milljónir afskrifað-
ar, samkvæmt frétt DV í vikunni.
„Hallgrímur á ekki
sinn líka þegar hann
fer á flug.“
Illugi Jökulsson, rithöfundur
og fyrrverandi stjórnlaga-
ráðsmeðlimur, var ánægður
með grein eftir Hallgrím Helgason í
síðasta helgarblaði DV.
„Bjarni Ben er
afkvæmi gamalla
tíma, hann og hans
fylgifiskar vilja koma í veg
fyrir að fólkið í landinu verði
sjálfstætt fólk á Íslandi,
hann og hans meðreiðar
sveinar í Framsókn vilja
halda gömlu bænda
ánauðinni við.“
Gunnlaugur Hólm Sig-
urðsson við frétt upp úr
Beinni línu þar sem Helgi
Hjörvar skaut föstum skotum að
formanni Sjálfstæðisflokksins.
„Hárrétt hjá Baldri.
„Með því að sitja
heima, tók ég
einmitt meðvitaða ákvörðun
um að senda engin skilaboð
– og hafa jafnframt engin
bein áhrif á niðurstöðuna.“
Legg til að menn hætti að
ræða niðurstöðuna og fari
að ræða málið efnislega.“
Þór Saari við vinsæla færslu
bloggarans Baldurs McQueen
en hann nýtti ekki atkvæðarétt
sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um
síðustu helgi
„Mál til komið að
einhver standi upp
og sé ánægður með
líkama sinn þó hann sé ekki
samkvæmt stöðluðum
sentimetrum útlitslöggunn
ar. Ég man þegar ég var í ei
lífri baráttu við aukakílóin af
því mér leið svo hörmulega
inni í mér. Ég hef verið 61
kg og ég hef verið 89 kg og
allt þar á milli en leið alltaf
jafn hörmulega vegna þess
að vandamálin voru ekki
í kílóunum, heldur frekar í
hausnum á sjálfri mér!“
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir
skrifaði þessa athugasemd
við frétt um bandaríska konu,
Stellu. Sú skrifaði bréf sem birtist á síðu
sem ber heitið The Body Love blog. Þar
lýsti hún yfir því að henni liði vel í eigin
skinni þó hún væri ekki í kjörþyngd.
„Strákar, það jafnast
bara fátt á við mig ;)“
Matti Ingunnarson sló á
létta strengi við frétt um leiðir
til að koma auga á framhjáhald
makans. Þar var tekið dæmi um
álitlegan vinnufélaga sem gefið
var nafnið Matti.
„rolla föst í girðingu
væri meira frétt
næmt“
Axel Benjamín Árnason
var ekki ánægður með frétt
DV.is um að söngkonan
Þórunn Antonía hefði fengið
bráðaofnæmiskast og endað á bráða-
móttöku.
24 Umræða 26.–28. október 2012 Helgarblað
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
120
14
29
M
y
n
d
Ir
S
IG
Tr
y
G
G
U
r
A
r
I
229
20
117
nafn: Helgi Hjörvar
Aldur: 45 ára
Menntun: Lærði heimspeki í HÍ
1992–1994
Starf: Þingmaður og formaður
efnahags- og viðskiptanefndar
Helgi Hjörvar kom á Beina línu og ræddi um áhrif gengislánadóms Hæstaréttar og viðbrögð bankanna
Eiga að byrja strax að reikna
12