Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 54
54 Fólk 26.–28. október 2012 Helgarblað
Á
afmælisdaginn sjálfan þá
geri ég kröfu til þess inn-
an heimilisins að ég fái
pönnukökur í morgun-
mat, eins og önnur afmælis-
börn og aðra afmælisdaga,
segir Guðmundur Steingríms-
son sem verður fertugur á sunnu-
daginn. Hann viðurkennir að
hann verði fyrir miklum von-
brigðum fái hann ekki pönnu-
kökurnar sínar. Það verði alla-
vega að koma eitthvað mun betra
í staðinn ef það bregst.
Heldur tónleika
Á laugardagskvöldið ætlar Guð-
mundur hins vegar að halda
einkatónleika fyrir fjölskyldu og
vini í tilefni afmælisins. „Út af
því að ég á afmæli þá ætla ég að
syngja. Ég ætla að vera með tón-
leika og svo partí og óreglu á eft-
ir. Svo á ég náttúrulega afmæli á
miðnætti,“ bendir Guðmundur á
og gerir ráð fyrir að þá nái fagn-
aðurinn hámarki. „Ég veit alveg
að það eru margir betri söngvarar
en ég í mínum vinahópi en þeir fá
ekkert að syngja fyrr en ég er búin
að syngja.“ Guðmundur stefnir
á að syngja lög sem hann hefur
samið eða komið að því að semja
í gegnum tíðina, enda hefur hann
verið í ófáum hljómsveitunum.
„Þetta er orðið svolítið æviskeið
þegar maður lítur til baka,“ segir
Guðmundur sem byrjaði í sinni
fyrstu hljómsveit, Frumunum,
þrettán ára. Hann gerir þó ekki
ráð fyrir að taka lag með þeirri
hljómsveit á laugardaginn.
Þörf fyrir óreglu
Honum þykir gaman að halda
upp á afmælið sitt og er einstak-
lega ánægður með tímasetn-
inguna á afmælisdeginum. „Þessi
tími í lok október, ég hef alltaf
fundið að fólk hefur verið í þörf
fyrir óreglu á þessum tíma. Á
þessu ári eru búin að vera
rosalega mörg fertugs-
afmæli og þetta hef-
ur tekið á. Það er búið
að vera rosagaman
en svo kom smá hlé
í sumar, allavega í
mínum vinahópi,
en nú getum við
byrjað aftur.“
Aldurinn leggst
vel í Guðmund
sem er aðeins
farinn
að fá
grána í vöngum og kann því vel.
Hann gerir fastlega ráð fyrir því
að með gráu hárunum færist
meiri virðuleiki yfir hann. „Ég
vona að eftir fertugt þá
komi svona meiri
þungi í mann
og ég mun
gera kröfu
um að fólk
taki meira
mark á
mér og
fagni
þegar ég
tala. Ég vona
að þetta gerist
eftir helgina,“
segir Guð-
mundur. „Þetta
verður gjör-
breytt veröld,“
bætir hann
við hlæj-
andi
við.
PARTÍ OG
ÓREGLA
A
ftur-systur, þær Hrafnhildur, Bára og Sigrún Hólm-
geirsdætur, buðu gesti velkomna í nýja verslun sína
að Laugavegi 39. Fjölmargir lögðu leið sína til þeirra
systra og fögnuðu áfanganum með þeim.
Fyrsta verslun þeirra systra var í Kaupmannahöfn og
urðu þær fljótt vinsælar og þá sérstaklega fyrir umhverfi-
svæna hugsun. Þær endurvinna föt úr gömlum efnum og
fatnaði. Þær fluttust heim til Íslands og hafa síðan rekið
verslun sína hér á landi. Þær munu einnig bjóða upp á
tískuvarning frá erlendum hönnuðum. n
kristjana@dv.is
Stolt við
nýju búðina
Ein Aftur-
systra, Bára
Hólmgeirs-
dóttir, við nýju
búðina.
n Fluttar í nýtt og glæsilegt húsnæði
Hildur ein af áhrifa-
mestu konum ársins
Aftur-systur fögnuðu
N
ýtt Líf hefur að undanförnu
valið konu ársins. Í ár var
brugðið út af vananum og
valdi ritstjórn blaðsins að
þessu sinni áhrifamestu konurnar
árið 2012. Þær eru kynntar í nýút-
komnu blaði.
Konurnar eru úr ólíkum geirum á
ólíkum aldri og hafa skarað fram úr
á sínu sviði, rutt brautina eða unnið
eftirtektarverða sigra á árinu. Þær
eru öðrum hvatning og fyrirmyndir.
Í hópi þeirra áhrifakvenna er
Hildur Lilliendahl femínisti. Henni
er hrósað sérstaklega fyrir vask-
lega framgöngu sína á árinu og fyr-
ir að opna sig í viðtali í DV þar sem
hún sagði frá þeirri reynslu sem
hefur hvað mest mótað hana sem
femínista – þegar henni var nauðg-
að. Hildur sagði í viðtalinu mikil-
vægt að ræða ofbeldið. „Það er það
besta sem maður getur gert. Að
ræða ofbeldið hefur gert mér kleift
að komast yfir það. Mér leiðist tal
um sálarmorð og sár sem aldrei
gróa – mitt sár greri. Ef ég ber ein-
hver ör á sálinni eftir þetta atvik,
þá veit ég ekki af því.“
Þá eru í hópnum, Nanna Bryndís
Hilmarsdóttir, úr Of Monsters and
Men, fyrir ævintýralega gott gengi
í tónlistarbransanum, Agnes Sig-
urðardóttir, sem á árinu varð fyrst
kvenna kjörin biskup, og Annie Mist
Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeist-
ari í crossfit. Sérstaklega er minnst
á Þóru Arnórsdóttur sem minnti á
að barnauppeldi væri ekki ástæða
til að útiloka konur frá valdastöðum.
Fjallað er um enn fleiri áhrifakonur
í blaðinu. n
n Hrósað fyrir að opna sig í DV
Áhrifamikil á árinu
Hildur Lilliendahl opnaði
sig á árinu og sagði frá
reynslu sem mótaði hana
sem femínista.
n Guðmundur Steingrímsson
verður fertugur á sunnudaginn
Vill fá pönnukökur Guðmundur gerir
kröfu til þess innan heimilisins að hann fái
pönnukökur á afmælisdaginn.
Blæs til tónleika Guðmundur ætlar að
bjóða vinum og vandamönnum upp á tón-
leika með sjálfum sér í tilefni afmælisins.