Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 39
er lítill svefn. Ég veit ekki hvað ég
get sagt meir, ég vil ekki gera þetta
lengur. Ég ætla allavega að taka
mér pásu.“
Miklar útlitskröfur
Eru útlitskröfurnar svona miklar?
Þórhildur: „Það sem hefur sleg-
ið mig mest eru þessar útlitskröfur
um að þú þurfir að vera vaxin eins
og 12 ára strákur. Fyrir tveimur
árum kom fram á sjónarsviðið fyr-
irsæta, Andrej Pejic, sem er ótrú-
lega fallegur karlmaður. Hann er
notaður sem fyrirsæta fyrir kven-
föt. Ég var svo slegin, þegar hann
var settur á pallana. Ég hugsaði
með mér er þetta bara komið núna
allan hringinn. Núna sér maður
hversu ótrúlega óraunhæfar út-
litskröfurnar eru. Það er enginn
svona vaxinn. Sögusagnirnar um
átraskanir. Þetta eru ekki ýkjur.
Þetta er svona.“
Þóra Tómasdóttir: „Arnar Gauti,
þú berð ábyrgð. Það er í þínum
höndum að þessar stelpur sem
fara frá Íslandi, hljóti ekki sömu
örlög og þessar stelpur. Ég er rit-
stjóri tímarits sem á sér 35 ára hefð
á Íslandi. Það er mjög auðvelt fyrir
mig að segja; Nei, ég ætla ekki að
birta mynd af 14 ára fyrirsætu.“
Ásta: Á þetta líka við um aug-
lýsingar?
Þóra: „Já, ég get með einhverj-
um hætti og hef gert það, vís-
að auglýsingum út úr blaðinu. Ég
geri það hiklaust ef ég sé að stelp-
ur eru ungar. Það er rosalega auð-
velt að bera ábyrgð. Það er auðvelt
að segja, ég ætla ekki að taka þátt
í þessu og senda 14 ára stelpur út
í heim. Ég held að við getum gert
betur – ég held við getum sagt. Nei,
við ætlum ekki að klámvæða 12 ára
stelpur. Hættum þessu kjaftæði.“
Ásta: Það verður að tala um
kúnnana sem biðja um þetta, aug-
lýsingastofurnar, foreldrana og
ljósmyndarana. Það verða allir að
taka sig saman, við berum allar
ábyrgð. Verðum líka sem konur að
hætta að gagnrýna hver aðra.“
Fýldir unglingar með of mikinn
farða
Gestur úti í sal: „Ekki kenna kon-
um um þetta!“
Þóra Tómasdóttir: „Hérna situr
okkar eftirsóttasta fyrirsæta á Ís-
landi og hún getur ekki meir. Hún
er bara komin með upp í kok af
þessu. Hún er 18 ára, hvernig
myndi 14 ára stelpu líða?“
Hrönn Sveinsdóttir: „Ég verð
bara að segja það að ég fylgist
ekkert með tískunni. En þegar ég
skoða tískublöð, þá fer ég alltaf að
hlæja. Þetta er alltaf eins. Þetta eru
grindhoraðir unglingar með fýlu-
svip, Maður er alltaf bara; Hvenær
verður þetta þreytt? Alltaf sama í
gangi. Unglingar með alltof mikið
„make-up“ og fýlusvip. Á þetta að
selja mér eitthvað?
Matthildur, ertu hætt?
Matthildur: „Ég geri verkefni
sem ég hef áhuga á en ekki inn-
an þessa dæmigerða bransa. Ég
vel mér frekar verkefni í listræna
geiranum sem henta mér og mínu
áhugasviði.“
Ekkert mál að hækka
aldurstakmark
Er hugsanlegt að hækka aldurs-
takmarkið?
Arnar: „Fyrir mér er minnsta
mál í heimi að hækka aldurinn í 15
ár, það er ekkert mál. Þetta er ekk-
ert vandamál fyrir mig, því ég veit
hvað við erum að hugsa mikið og
vel um þær.“
Kolfinna: „Það ætti að hækka
það frekar. Ég byrjaði að vinna 18
ára og fannst ég samt ekki tilbúin.
Þessar ungu stúlkur fullorðnast of
fljótt.“ n
Lífsstíll 39Helgarblað 26.–28. október 2012
n Yngsta fyrirsætan 14 ára n Vinna oft langar tarnir, jafnvel 10 tíma í einu
Skuggahliðar fyrirSætubranSanS
Heitar umræður Í salnum var deilt
á forsvarsmenn umboðsskrifstofa.
Þóra Tómasdóttir ritstjóri Nýs Lífs
sagði Arnar Gauta bera ábyrgð. „Það
er í þínum höndum að þessar stelpur
sem fara frá Íslandi, njóti ekki sömu
örlaga og þessar stelpur.“
Fyrirsætur sem enda í skuld
„Já, það er raunveruleikinn. Ef þú
tekur að þér samning fyrir 8.000
dollara, þá vinnur þú upp í hann.
Ef þú vinnur meira, þá kemur þú
heim með pening. Ef þú vinnur
minna, þá ertu í skuld. En það
borgar enginn skuldina.“
Komin í pásu „Þetta er erfitt,
þetta er mikil vinna og þetta er lítill
svefn,“ segir Kolfinna sem ætlar að
taka sér pásu á hátindi ferilsins.
Andrej Pejic Karlfyrirsæta sem situr fyrir sem kvenfyrirsæta.
„Núna sér maður hversu ótrúlega óraunhæfar útlitskröfurnar eru.
Það er enginn svona vaxinn.“
Nadya Í heimildamyndinni Girl Model er fylgst með hinni 13 ára
gömlu Nadyu sem er lofað gulli og grænum skógum og hún látin
skrifa undir óraunhæfa samninga. Stúlkurnar sem um ræðir eru svo
oftast sendar heim í skuld og svo verður einnig um Nadyu.
„Mér var
bara hótað
Kolfinna
Kolfinna gekk
pallana hjá Marc
sem notaði afar
ungar fyrirsætur.
Mikill þrýstingur var á
tískuhúsin sem sýndu á
New York Fashion Week
að nota ekki fyrirsætur
undir sextán ára aldri.
Flestir tóku þrýstingnum
sem var helst merkjan-
legur frá samtökum fata-
hönnuða í Bandaríkj-
unum vel. En það gerði
Marc Jacobs ekki, hann
hefur sætt mikilli gagn-
rýni fyrir að nota afar
ungar stúlkur á pallana
í ár. Þær yngstu voru 14
ára. Marc ver sig í New
York Times og segir það
hefta frelsi sitt til að
skapa að nota fyrirsæt-
ur eldri en 16 ára. Mikil
fjölmiðlaumfjöllun hefur
verið um framkomu
Marc og til að bæta gráu
ofan á svart hefur fyrir-
sætan Hailey Hasbrook
sagt fjölmiðlum frá því
að flestar hafi þær ekki
fengið borgað. Sjálf hafi
hún unnið sleitulaust í
30 klukkustundir fyrir
fatahönnuðinn en ekki
fengið krónu borgaða.
Fjölmiðlar hafa fjallað
töluvert um að tísku-
húsin hagnist á því að
nota ungar fyrirsætur
frá fátækum ríkjum
frítt og geri það reynd-
ar óspart. Marc Jacobs
kemst ekki upp með að
borga ekki fyrirsætum
sínum þegar hann þarf
að sýna í Frakklandi. Þar
er einnig alfarið bannað
að nota fyrirsætur sem
eru yngri en 16 ára.
Kolfinna gekk pallana
hjá Marc Jacobs.
Marc Jacobs gagnrýndur harðlega
„Fyrir
mig er
minnsta mál í
heimi að hækka
aldurinn í 15 ár