Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 16
Fordæmd aF Fjölskyldunni
16 Fréttir 26.–28. október 2012 Helgarblað
É
g trúi á réttlætið og lögin, ég bið
íslensk yfirvöld um hjálp,“ sagði
kínversk kona að nafni Sun
Fulan í bréfi sem hún sendi til
Útlendingastofnunar, Sendi-
ráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og
Félags Kínverja á Íslandi og er dagsett
í febrúar á þessu ári.
Fréttablaðið greindi frá málinu í
vikunni en þetta er ekki í fyrsta sinn
sem Lína Jia er sökuð um vafasama
viðskiptahætti á nuddstofu í Hamra-
borg í Kópavogi. Nuddstofan er rekin
af Línu og eiginmanni hennar Zhang
Wei sem hafa flutt inn starfsmenn frá
Kína. Starfsmenn hennar báru á hana
þungar sakir á árunum 2004–2006.
„Eitthvað misjafnt í gangi þarna“
Í umfjöllun Fréttablaðsins kom fram
að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
rannsaki málið út frá gruni um man-
sal en Friðrik Smári Friðriksson yfir-
lögregluþjónn vildi ekki staðfesta það
við DV.
Halldór Grönvold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri ASÍ, segir að eftir um-
fjöllun Fréttablaðsins hafi margir sett
sig í samband við samtökin og lýst
því sem það taldi ólöglega starfsemi,
eða að það hafi að minnsta kosti ver-
ið eitthvað verulega athugvert við
hana. Í kjölfar þess setti ASÍ sig í sam-
band við lögregluna og þrýsti á um
að starfsemin yrði rannsökuð. „Við
höfum rætt við nokkra viðskiptavini
þessarar nuddstofu,“ sagði Halldór.
„Þær upplýsingar eru allar á einn
veg, það er að segja að fólk virðist
hafa haft á tilfinningunni að það sé
eitthvað misjafnt í gangi þarna, án
þess þó að gera eitthvað frekar í því.
Einn sem hafði samband við okk-
ur greindi frá því að þegar að hann
gat ekki borgað með korti hafi hann
ætlað að stökkva út og ná sér í reiðu-
fé. Þá var hann beðinn um að skilja
eitthvað eftir, svo sem úr eða síma,
sem pant fyrir gjaldinu. Hann sagð-
ist ekki hafa heimsótt stofuna aftur,“
segir Halldór en DV hefur einnig
fengið ábendingar um að aðeins sé
hægt að greiða með peningaseðlum
á nuddstofunni. Halldór segir að svo
virðist sem lætin í kringum stofuna
árið 2004 hafi lítið skilið eftir sig og
eftirlit hafi hreinlega ekki verið sem
skyldi.
Hann segir einnig að það hafi ver-
ið erfitt að komast í samband við
starfsfólkið, einn af þeim sem settu
sig í samband við ASÍ hafi reynt að
ræða við það. „En þá greip Lína inn
í og tjáði honum að ekki væri ætl-
ast til þess að viðskiptavinir væru að
ræða við nuddarana eða ræða um
þeirra hagi,“ segir Halldór sem telur
fulla ástæða til að rannsaka málefni
nuddstofunnar.
„Þetta er bara lygi“
DV hefur undir höndum bréfið frá
Sun þar sem hún segir meðal annars
að maður að nafni Li Nan sé læstur
inni, vegabréfið hafi verið tekið af
honum og honum meinað að vera
í sambandi við umheiminn eftir að
hann kom til landsins og hóf störf
á nuddstofunni. Bréfið er dagsett
í febrúar en Sun segist vona að „Li
Nan sé bjargað og hann fái greidd
laun.“
„Þetta er bara lygi,“ sagði Lína Jia
þegar blaðamaður hitti hana á nudd-
stofunni í Hamraborginni. Þar sem
illa gekk að ná í Línu bókaði blaða-
maður tíma í nuddi. Karlmaður svar-
aði í símann, líklega Zhang, sem sagð-
ist ætla að senda nuddara á staðinn.
Nuddstofan var lokuð en um klukku-
stund síðar kom Lína á staðinn. Þegar
blaðamaður útskýrði fyrir henni hver
hann væri þá sagðist hún vilja fá að
segja sína sögu. Það væri búið að ljúga
upp á hana mörgu sem yrði til þess að
fólk vildi ekki koma í nudd. „Hún er
bara að ljúga þessu. Hún vildi bara
fá meiri pening. Ég skil ekki hvernig
er hægt að segja bara eitthvað og það
endar í blöðunum. Er bara hvað sem
er skrifað,“ sagði Lína þegar blaða-
maður hitti á hana.
Lína kannaðist ekki við ásakanir
konunnar sem sakaði hana um að
hafa greitt sér laun sem voru langt
undir taxta og vildi fá kínverskan túlk
til þess að geta tjáð sig almennilega
og sagt sína hlið á málinu. „Takk fyrir
að vilja leyfa mér að segja mína hlið.
Það er gott fyrir mig að geta sagt mína
hlið á þessu öllu saman,“ sagði hún
áhyggjufull á að líta og hristi haus-
inn. „Fólk heldur að ég sé að fara illa
með fólk en það er bara ekki rétt. Þetta
er bara rugl. Nú vill fólk ekki koma í
nudd til mín þegar það les svona rugl.
Þetta eyðileggur fyrir mér og ég veit
ekkert hvað ég á að gera. Ég vil segja
söguna alla, þetta er ekki svona,“ sagði
hún og vísaði á bug öllum þeim ásök-
unum sem bornar hafa verið á hana
um að hún komi illa fram við starfs-
fólk sitt, borgi því alltof lág laun og
haldi því föngnu. „Þessi kona er í Kína
og lýgur bara og allir trúa henni. Hún
þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu því
hún er farin héðan. Hún er ekki leng-
ur á Íslandi.“
Lína ætlaði að hafa aftur samband
við blaðamann daginn eftir í síðasta
lagi til að segja sína sögu. Hins vegar
reyndist ómögulegt að ná aftur í hana,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
„Ég er ekki vondur“
Seinna sást Lína inn um eldhúsglugg-
ann heima hjá sér í einbýlishúsinu í
Grafarvogi. Hún kom þó ekki til dyra
þegar blaðamaður bankaði á dyrnar.
Sama dag rakst blaðamaður hins
vegar á Zhang. Hann sagði Sun hafa
það að markmiði að valda þeim vand-
ræðum. „Áður en hún fór var ekkert
vandamál, síðan fór hún út og er svo
að reyna valda okkur vandræðum. Ég
skil þetta ekki. Ég er ekki vondur – ég
vil engum illt. Ég er góður nuddari og
hef hjálpað mörgum.
Hér er maður að vinna fyrir okkur
og hann væri ekki að vinna fyrir okkur
ef við værum vond,“ sagði hann og
sagðist ekki vilja tjá sig meira þar sem
hann talaði mjög lélega ensku og vildi
hafa túlk með.
Nágrannar þeirra í Hamraborginni
könnuðust ekki við neitt undarlegt í
tengslum við nuddstofuna. „Við kom-
um alveg af fjöllum,“ sagði einn. „Við
erum bara að lesa um þetta í blöðun-
um. Við höfum ekki orðið vör við neitt
skrýtið,“ sagði maðurinn, sem rekur
verslun í nágrenni nuddstofunnar.
„Reyndar, þegar maður kemur mjög
snemma hefur maður séð að stund-
um virðist sem einhverjir sofi þarna.
Allavega bera þau út blöðin og fara
mjög snemma af stað.“
Segist hafa unnið 14 tíma á dag
Eins og Lína segir þá er Sun kom-
in aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl
hér á landi þar sem hún starfaði á
nuddstofu í Kópavoginum. Sagðist
hún hafa unnið sleitulaust í fjórtán til
fimmtán tíma á dag á nuddstofunni,
borið út blöð og sinnt fasteignum
þeirra hjóna án þess að fá mannsæm-
andi laun. Fjölskyldan á fjórar fast-
eignir á höfuðborgarsvæðinu, en
húsin eru öll skráð á dóttur Línu.
Nuddstofan er í Hamraborg en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
halda þau hjónin mestmegnis til í
Hverafold þar sem þau eiga 410 fer-
metra einbýlishús.
Kemur af þekktum læknum
Það er óhætt að segja að Lína eigi
ævintýralega sögu að baki. Hún er
fædd og uppalin í Kína. Forfeður
hennar eru allir þekktir læknar og
hefur þekkingin varðveist innan fjöl-
skyldunnar, mann fram af manni.
Afi hennar var einn þekktasti lækn-
ir Norður-Kína og móðir hennar var
um áratugaskeið einn þekktasti nála-
stungu- og jurtalæknir í Kína og var
svo eftirsótt að hún varð að gefa út
opinbera yfirlýsingu þegar hún hætti.
Lína á þrjár systur og einn bróð-
ur. Hann kom til landsins á níunda
áratugnum til að þjálfa íslenska
landsliðið í blaki en sjálfur var hann
atvinnumaður með kínverska lands-
liðinu. Fjölskyldutengslin voru
óvenjusterk og ekkert var aðhafst án
samþykkis fjölskyldunnar. Sömuleið-
is voru fjölskylduleyndarmálin látin
ganga mann fram af manni og í hvert
skipti tekið loforð um að þau færu
aldrei út fyrir fjölskylduna, fjölskyldu-
leyndarmálin voru heilög og engum
hefði dottið í hug að ljóstra upp um
þau.
Bróðir Línu settist að hér á landi og
smám saman kom fjölskyldan á eftir.
Enda sagði móðir hennar í viðtali við
Morgunblaðið árið 1996 að þar sem
hann væri hennar elsti sonur væri
það hans hlutverk að hlúa að sér í ell-
inni. Áður en hún lést mátti sjá hana
gera taj ji-æfingarnar sínar í fjörunni í
Skerjafirðinum.
Gift ókunnugum manni
Lína kom fyrst til landsins árið 1996.
Hún hét þá Rui Jia, var menntuð í
nálastungum og nuddi og hafði í fór-
um sínum dollara sem hún ætlaði sér
að nota til þess að stofna hér nála-
stungu- og nuddstofu, en féð fékk hún
að láni hjá vinum og vandamönnum.
Tíu ára dóttir hennar var með í för.
Til að byrja með bjó Lína hjá bróð-
ur sínum en fjölskyldan hafði útveg-
að henni íslenskan eiginmann, Sæv-
ar Örn Helgason. Hann kom seinna
fram í viðtali við DV þar sem hann
sagðist hafa gifst Línu til að hún fengi
landvistarleyfi og þau hefðu skilið
nokkrum árum síðar. „Ég kynntist
Línu Jia árið 1996 þegar fjölskylda
hennar hringdi í mig frá Kína og bað
mig að giftast henni til að hún fengi
landvistarleyfi,“ sagði Sævar sem sam-
þykkti það, „enda hugguleg stúlka,“
eins og hann komst þá að orði.
Fyrir dómi greindi Lína frá því að
þau Sævar Örn hefðu gengið í hjóna-
band í febrúar 1997 og hafið sam-
búð um mánuði síðar eða í apríllok.
Sagði hún að sambúðin hefði gengið
illa, Sævar hefði ekki verið með fasta
vinnu og fjármálin í ólestri. Hann
hefði ekkert lagt til framfærslu fjöl-
skyldunnar en neytt allra bragða til að
ná af henni fé sem hún hefði aflað sér
og sömuleiðis reynt að komast í pen-
ingana sem hún kom með frá Kína.
Bú Sævars var tekið til gjaldþrota-
skipta í desember 1999 en þá voru
þau skilin að skiptum.
Í febrúar 1999 hélt Lína aftur til
Kína þar sem hún dvaldi í sex mánuði
ásamt dóttur sinni. Sagðist hún hafa
komið aftur heim í ágúst, fengið inni
hjá systur sinni og ráðist í að koma
upp nálastungu- og nuddstofu í
Kópavogi. Í september fékk hún hús-
næðið afhent og flutti þangað.
Fyrir dómi tókust þau Sævar á
um það hvort honum bæri að fá hlut
af andvirði stofunnar eftir skilnað-
inn en hún neitaði og krafðist þess
að halda eigninni óskiptri, hann
hefði aðeins aðstoðað sig við samn-
ingana þar sem hún talaði enga ís-
lensku og lélega ensku. Sagði hún
jafnframt að reksturinn hefði gengið
svo illa að hún hefði neyðst til að selja
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar asta@dv.is
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
n Kínverskur nuddari ber Lína Jia þungum sökum n „Hún er bara að ljúga þessu“ n Þrír menn flúðu nuddstofuna í skjóli nætur n Fjölskyldan afneitar Línu Jia„Fólk
heldur
að ég sé að fara
illa með fólk
Sökuð um svik Lína Jia
rekur nuddstofu en nú hefur
kínversk kona sent bréf til
stjórnvalda þar sem hún
ber Línu þugnum sökum
og sakar hana um að hafa
þrælað sér út og haldið sér í
einangrun. SamSEtt mynd
Heimilið Lína og Zhang eiga fjórar
fasteignir sem allar eru skráðar á
dóttur þeirra. Hér búa þau.