Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 26.–28. október 2012 Helgarblað
hafi lagt peninga inn á bankareikn
ing hennar, látið hana taka þá út úr
bankanum og tekið þá aftur af henni
fyrir utan bankann. Sun bendir á að
athafnirnar séu líklega til á öryggis
myndavélum.
Árið 2006 kom upp annað mál þar
sem Lína lagði peninga inn á reikn
ing manns sem vann hjá henni og
ætlaði að láta hann taka þá aftur út
og afhenda sér. Áður en það gerðist
leitaði maðurinn sér aðstoðar hjá Al
þjóðahúsi sem lét frysta innistæðurn
ar meðan á rannsókn málsins stóð hjá
lögreglu. Maðurinn flúði svo land.
Fannst á baksíðu DV
Pang þótti sérstaklega fær nuddari og
hafði komið sér upp hópi fastakúnna.
Einn þeirra, kona sem fór reglulega
í nudd til Pang, lét lögregluna vita
þegar hún varð þess vör að hann væri
horfinn. Lína leitaði einnig til lög
reglunnar og sakaði hann um að hafa
stolið nokkur hundruð þúsund krón
um úr skrifborðinu hjá sér. Lögreglan
hóf því leit að Pang en það var skondin
tilviljun sem kom upp um dvalarstað
Pang og félaga hans. Í byrjun janúar
fjallaði forsíðufrétt DV um dular
fullt hvarf hans en á baki blaðsins
var mynd af forsetahjónunum sem
höfðu snætt jólamáltíð með heimil
islausum. Við hlið forsetans sat mað
ur sem þótti ansi líkur Pang svo DV lét
landamæradeild lögreglunnar greina
myndirnar og meta hvort um sama
mann væri að ræða. Niðurstaðan varð
sú að líklega væri ekki um sama mann
að ræða en lögreglan í Kópavogi var
hins vegar sannfærð um að þarna
væri Pang kominn í leitirnar og hand
tók þá félaga á Hjálpræðishernum þar
sem þeir höfðu dvalið í mánuð. Pang
var sleppt eftir yfirheyrslu þar sem
engar sannanir voru færðar fyrir því
að hann hefði stolið peningum.
Þá kom einnig fram að Pang teldi
sig eiga miklar fjárhæðir inni hjá Línu
vegna vangoldinna launa. Ítarlega
var fjallað um málið í fjölmiðlum en
Alþýðusambandið hafði áhyggjur af
skuggasamningum sem gerðir voru
við starfsfólkið áður en þeir komu til
landsins. Sagt var frá því að Kínverj
ar hefðu flúið vinnustað sinn í Kópa
vogi eftir að hafa gert slíka samninga
og talið á sér brotið.
Skuggasamningar
Lína hafði þá um nokkurra ára skeið
flutt Kínverja til landsins sem unnu
fyrir hana og í fréttum frá þessum
tíma er hún meðal annars sögð hafa
látið tvo kínverska kokka skrifa und
ir samning þar sem þeir afsöluðu sér
þriðjungi launa sinna til hennar í eitt
ár. DV hafði undir höndum afrit af
samningum þar sem kveðið var á um
að starfsmennirnir greiddu henni 600
þúsund íslenskar krónur til að fá að
koma til landsins og vinna í Kópavogi.
Undir samningana skrifaði Zhang
Wei. Lína kannaðist hins vegar ekk
ert við samningana, jafnvel þótt eigin
maður hennar hefði skrifað undir þá.
Samkvæmt samningunum voru
mánaðarlaun Kínverjanna um 105
þúsund krónur, eða 1.260.000 á ári.
Upphæðin sem Kínverjarnir þurftu
að borga Línu og eiginmanni henn
ar voru því um helmingur árslauna
þeirra. Þessir peningar virtust ekki
hafa verið gefnir upp og samningarn
ir fóru fram hjá íslenskum yfirvöldum,
enda ekki í samræmi við lög og reglu
gerðir hér á landi. Lögmaður hjá Al
þýðusambandi Íslands sagði skugga
samningana brjóta í bága við evrópska
vinnulöggjöf og almennt velsæmi.
Á yfirborðinu virtist allt vera í lagi en
í raun væri verið að misnota erlent
vinnuafl, oft fólk sem býr við bág kjör í
heimalandinu og dreymir um að hefja
nýtt og betra líf annars staðar.
Ljóst væri að Pang og félagar hans
óttuðust Línu sem virtist hafa vald yfir
örlögum þeirra hér á landi. Pang sneri
aftur til Línu sem meinaði blaða
manni að hitta hann og var sökuð um
að senda starfsmenn sem kvörtuðu
undan aðstöðu sinni hér á landi hik
laust aftur til Kína.
Einn þeirra manna sem flúði með
Pang hafði ekki dvalarleyfi á Íslandi
og var sendur úr landi þegar hann
fannst. Pang hafði aftur á móti dvalar
leyfi fyrir tilstilli Línu. Útlendingar
fengu aðeins dvalarleyfi ef þeir höfðu
atvinnuleyfi þannig að atvinnu
rekandi gat svipt þá réttinum til að
dveljast á landinu.
Ásakanir um vændi
Fyrrverandi eiginmaður Línu, Sævar
Örn, tjáði sig um þetta í áðurnefndu
viðtali við DV. „Þetta snýst náttúrlega
um það að verið er að fara illa með
erlent starfsfólk,“ sagði hann. „Það er
látið borga miklar fjárhæðir fyrir að
komast til Íslands og vinna. Þetta eru
hin raunverulegu fórnarlömb.“
Bar hann þungar sakir á Línu
og sagði ýmislegt misjafnt í gangi á
nuddstofunni. Sagðist hann hafa sent
inn formlega ábendingu til ríkisskatt
stjóra vegna grunsemda sinna. Sagði
hann jafnframt að kínverskar nudd
stofur byðu oft upp á kynlífsnudd og
nuddstofa Línu væri engin undan
tekning enda hefði hann orðið vitni
að slíku. „Hún flutti til dæmis vinkonu
sína til landsins og ætlaði að neyða
hana til að að selja sig. Það endaði
með miklum erjum og vinkonan fór
heim,“ sagði Sævar en aldrei voru
færðar sönnur á ásakanir hans.
Eftir að Fréttablaðið hóf umfjöllun
um málið bárust blaðinu ábendingar
varðandi unga kínverska konu sem
var í vinnu hjá Línu. Sagði að stúlkan
hefði leitað sér aðstoðar í Alþjóðahúsi
árið 2004 og sakað Línu um að selja
sig út í vændi. Hún hefði aldrei kom
ið aftur og horfið af nuddstofunni eft
ir skamman tíma. Þá var einnig sagt
að einn viðskiptavinurinn lýsti henni
sem broshýrri og elskulegri, en undir
gefinni gagnvart yfirmanni sínum.
Freistandi að koma til Íslands
Í mars 2005 kærði nuddarinn Xing
Haiou Línu vegna vangoldinna
launa. Xing er fæddur í Liaoning
héraði í NorðausturKína, ólst upp
í sveitahéraði í grennd við borgina
Anshan. Hann lauk fjögurra ára námi
í heilsufræðum og árs námi í nuddi í
Peking. Hann sagðist hafa hlotið gott
uppeldi og þótt hann hafi ekki búið
við mikil veraldleg gæði hafi hann
ekki búið við erfiðleika heldur.
Í Kína bauðst honum láglauna
starf og erfiðisvinna og það var því
freistandi að þiggja boð um að fara
til Íslands og vinna á nuddstofunni
hjá Línu, enda fékk hann að heyra að
þar væri gott að búa, þetta væri hreint
land og fallegt. „Ég frétti af fólki frá
Anshan sem hafði farið til Íslands,
einkum nuddurum. Það fór tvennum
sögum af dvölinni á Íslandi. Sumum
líkaði vel, öðrum miður. Þeir síðar
nefndu áttu við svipuð vandamál að
stríða og fannst þeir misrétti beittir.“
Lína samdi við foreldra Xing í Kína
og hann hóf störf hjá henni í júní
2002. Hann strauk síðan af nuddstof
unni í desember 2003 og bar Línu ekki
vel söguna. Lína brást illa við ásökun
um Xing. „Hann Xing er bara lygari,“
var það eina sem hún vildi segja um
málið.
Sagðist hafa sofið á bekknum
Samkvæmt ráðningarsamningi
fékk Xing aðeins tíu þúsund í laun á
mánuði, en samningurinn var ekki í
neinu samræmi við lög eða reglur hér
á landi. Launin hans runnu beint til
fjölskyldunnar í Kína en hann vann
alla daga vikunnar í þá átján mánuði
sem hann starfaði fyrir Línu. Sjálf
ur fékk hann engin laun eins og fram
kom fyrir dómi, aðeins fæði og uppi
hald en Lína greiddi foreldrum hans
fjórum sinnum 140 þúsund krónur
fyrir „lánið“. „Við fengum einnig frían
mat og húsnæði, en við bjuggum þar
sem við unnum. Ég bjó í litlu glugga
lausu herbergi í kjallaranum og svaf á
nuddbekknum. Það var allt og sumt.“
Lína var dæmd til að greiða Xing
sem samsvaraði lágmarkstaxta VR
auk yfirvinnu eða tæpar fimm millj
ónir króna.
Ásakanir um hótanir
Ári síðar sagði hann sögu sína í við
tali við Morgunblaðið. Sagðist hann
hafa byrjað hvern dag klukkan sex að
morgni á því að bera út blöðin. „Síð
an var nuddað allan daginn og hætt
í fyrsta lagi klukkan átta á kvöldin,“
sagði hann. Þá þurfti hann að þrífa
S
un Fulan sendi sendiráði
Íslands í Kína, lögreglunni,
Útlendingaeftirlitinu og Fé
lagi Kínverja á Íslandi bréf
þar sem hún rekur raun
ir sínar. DV hefur bréf Sun undir
höndum og birtir brot úr því. Sun
kom hingað til lands árið 2008 til
þess að vinna fyrir Línu Jia sem
er fjarskyld frænka hennar. Lína
hringdi til hennar einn daginn þar
sem Sun var heima hjá sér í Kína og
bauð fjölskyldu hennar að koma og
vinna hjá sér á nuddstofunni sinni
á Íslandi. Fyrst um sinn hafði fjöl
skyldan ekki mikla trú á að það gæti
gengið eftir þar sem þau héldu að
það væri afar erfitt að komast frá
Kína til Íslands.
Langur tími leið þar til þau
heyrðu frá Línu aftur og höfðu þau
því eiginlega gefið upp vonina um
að fara til Íslands að vinna. Einn
daginn fengu þau símtal frá Línu
þar sem hún sagðist vera í Kína
ásamt eiginmanni sínum og vildi
koma í heimsókn. „Þegar þau komu
sögðu þau okkur frá því hvernig
vinnufyrirkomulagið yrði.“
Samkvæmt því áttu þau að vinna
átta tíma á dag, hjálpa lítillega til
við heimilisverk og fá frí á sunnu
dögum. Í bréfinu talar Sun um að
Lína hafi fyrir þessa vinnu lofað
henni ákveðinni launaupphæð sem
myndi svo hækka eftir því sem árin
liðu.
Stuttu seinna fékk fjölskyldan
símtal þar sem Lína sagði að
einungis hefði fengist leyfi fyrir
einn kvenmann til þess að koma
vinna fyrir þau. Lína sagði þó að
eiginmaður Sun og barn þeirra
gætu komið á eftir henni til Ís
lands. Hún ákvað þess vegna að
koma til landsins og fór bjartsýn
um borð í flugvél á leið til Íslands
árið 2008.
Nýlent og farin að vinna
Þegar hún kom til landsins kom
þó fljótlega í ljós að hennar sögn
að ekki var allt eins og frænkan
hafði lofað. Þegar hún lenti komu
Lína og Wei Zhang að sækja hana
á flugvöllinn. „Þau fór með mig
á stofuna. Þegar ég kom þangað
komst ég að því að ég var eini
starfsmaðurinn. Þá hugsaði ég
með mér að það væri ekki lík
legt að eiginmaður minn og barn
kæmu til landsins því það þyrfti
ekki svona marga starfsmenn á
stofuna.“
Hún segist hafa skilað far
angrinum sínum og síðan verið
látin fara að vinna um leið. „Þau
hugsuðu ekkert um að ég væri
með flugþreytu og létu mig vinna
til níu um kvöldið,“ segir hún. Eftir
vaktina segist hún hafa farið upp.
„Þegar ég kom heim þvoði ég upp,
bjó til mat, borðaði kvöldmat og
tók til eftir hann. Þá var klukkan
um tíu. Daginn eftir vaknaði ég
um sex. Eftir að hafa borið út dag
blöð í um klukkustund þá átti ég
að þrífa stofuna, elda matinn og
nudda sjúklingana,“ skrifar hún
og tekur fram að það ætti að vera
hægt að finna upplýsingar um all
ar pantanir viðskiptavina því þær
séu skrifaðar niður.
Hún segir aðstæðurnar sem
hún upplifði hér á landi allt aðr
ar en henni hafði verið sagt. „Að
stæðurnar sem hún sagði mér
frá í Kína voru mjög ólíkar því
sem þær voru í raun. Ég þurfti að
vinna í 14–15 tíma á dag. Á þess
um fjórum árum sem ég vann fyr
ir hana þá keypti hún þrjú hús. Ég
hjálpaði þeim að gera upp húsin,
stundum fram yfir miðnætti. Ég
fékk enga hvíld á sunnudögum og
ég vann nánast öll húsverkin.“
Reiddust yfir framkomunni
Á öðru starfsárinu, segir Sun að
ungur maður hafi byrjað að vinna
á nuddstofunni. Hann var einnig
fjarskyldur ættingi Línu, líkt og hún
sjálf. „Hans vinnuframlag og vinnu
tímar voru sömu og mínir. Þau voru
mjög ströng við Nan Li. Þau læstu
hurðinni að herberginu hans, sem
kom í veg fyrir að hann hefði sam
skipti við heiminn fyrir utan. Við
vorum reið yfir því hvernig þau
komu fram við okkur.
Þrátt fyrir það vorum við hrædd
við að berjast á móti, af því að við
höfðum enga peninga í hendi, (við
áttum að fá launin áður en við fær
um aftur til Kína, þannig við feng
um engin laun á venjulegum tíma).
Við kunnum heldur ekki mikið í
ensku eða landafræði. Frænka mín
tók vegabréfin af okkur og 1.000
dollara af Nan Li sem hann hafði
með sér til landsins,“ skrifar hún.
Sun segir frænku sína hafa svikið
sig um þau laun sem hún hafði lof
að og borgað henni margfalt lægri
upphæð en til stóð að gera. Lína
hafi þó alltaf lofað að hækka launin
með tíð og tíma.
Missti af jarðarför móðurinnar
Sun segist hafa verið undir gríðar
legu álagi og það hafi haft mikil
áhrif á hana. „Út af yfirvinnu og lík
amlegri þreytu og ofkeyrslu þá fór
líkamsþyngd mín niður í 51 kíló
en ég var 66 kíló áður en ég fór frá
Kína. Hún vildi ekki að Nan Li borð
aði mikið svo hann væri góður í
starfinu, sem gerði það að verkum
að hann vogaði sér ekki að borða
nægju sína.“
Sun segir Línu ekki hafa sagt sér
frá því að fjölskylda hennar hefði
reynt að hringja í hana og látið
senda öll símtöl beint í farsíma
sinn.
Á meðan hún var hér hafi hún
því misst af jarðarför móður sinnar
auk þess sem dóttir hennar þurfti
að fresta brúðkaupinu sínu. „Hún
leyfði mér ekki að vera í samskipt
um við annað kínverskt fólk eða
að fara út ein. Allt þjórféð sem ég
fékk frá viðskiptavinum þurfti ég að
afhenda henni. Hún endurtók það
sífellt að ef einhver kæmi að spyrja
okkur þá ættum við að segja að við
ynnum átta tíma á dag og mánað
arlaunin okkar væru 15.000 CNY,“
segir hún meðal annars í bréfinu en
það samsvarar 305.000 íslenskum
krónum.
Þráði að komast aftur heim
Sun gerði frænku sinni það ljóst
að hún vildi fara heim. Lína sagð
ist hafa pantað flugmiða fyrir hana
en þegar leið að brottför þá sagði
hún vera vandamál að hún færi úr
landi. „Ég vildi ekki vinna leng
ur fyrir hana. Ég sagði að ég vildi
fara aftur til Kína. Hún samþykkti
það og pantaði flugmiða fyrir mig.
Þegar nálgaðist heimferð mína til
Kína sagði hún að það hefðu kom
ið upp vandamál í sambandi við
heimferðina. Hún sagði að það væri
nýjar reglur frá íslenska ríkinu og
ef ég færi þá myndi henni reynast
erfitt að fá að ráða nýjan starfskraft
þannig ég þyrfti að vinna út árið.“
Nokkrum dögum síðar sögðust
þau hafa pantað miða fyrir hana
heim þann 12. janúar. Að morgni
6. janúar segir hún Línu hafa kom
ið til sín og sagt að hún myndi fara
heim í dag og flugið færi klukkan
tvö, sem kom Sun í opna skjöldu.
Hún segist ekki hafa viljað fara fyrr
en hún hefði fengið launin sín.
Lína hafi sagt að hún ætti ekki að
hafa áhyggjur af því hún myndi
fara í bankann og millifæra á hana
pening. Hún hafi líka sagt að ef hún
færi ekki þennan dag þá myndi
hún tapa miklu á því og hún hafi
þá trúað að flugmiðinn hefði kost
að mikinn pening og hún hefði ver
ið komin með mjög mikla heim
þrá. Því næst hafi hún farið með
hana í bankann og millifært á hana
og sagði upphæð í bandarískum
dollurum. Hún hafi ekki vitað hvað
dollari væri á móti júan og trúað
frænku sinni. Hún hafi einnig látið
hana skrifa undir einhverja papp
íra sem hún skildi ekki en Lína tjáði
henni að pappírarnir væru til þess
að hægt væri að ganga frá henn
ar málum eftir að hún væri farin.
„Ég var orðin mjög spennt að fara
til Kína og ég vissi ekkert um þetta
þannig ég skrifaði undir.“
Viku eftir að hún kom til Kína
fór hún í bankann til að athuga
með launin. Þá komst hún að því
að Lína hafði ekki lagt inn á hana.
Nú biðlar þessi kínverska kona til
íslenskra yfirvalda um að hjálpa
sér að fá launin sem hún á inni og
að þau stoppi þessa meintu mis
notkun Línu Jia á kínversku starfs
fólki.
Þráði að kom-
ast aftur heim
n Bréf kínverska nuddarans
„Hún leyfði mér ekki
að vera í samskipt-
um við annað kínverskt
fólk eða að fara út ein.
„Hún er ekki syst-
ir hans. Ég held þú
ættir að vinna vinnuna
þína betur. Við þekkjum
ekki þessa konu.