Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 45
Sport 45Helgarblað 26.–28. október 2012 F ramundan er sannkölluð of- urhelgi í ensku knattspyrn- unni þegar tvö efstu lið deildarinnar, Chelsea og Manchester United, mætast á Stamford Bridge á sunnudag. Spenn- an verður jafnvel meiri þegar erkifj- endurnir Everton og Liverpool mæt- ast á Goodison Park í baráttunni um Bítlaborgina í hádeginu á sunnu- dag. Níunda umferð deildarinnar fer fram um helgina og með sigri gæti Chelsea náð sjö stiga forskoti á United. Manchester City, sem situr í þriðja sæti deildarinnar, tekur á móti Swansea og ætti að vinna þægi- legan sigur, sérstaklega í ljósi þess að City hefur unnið 26 af síðustu 28 heimaleikjum sínum. Þá ætti Arsenal að komast á sigurbraut en þeir mæta QPR sem er í botnsæti deildarinnar og enn án sigurs. Þrír útisigrar í röð Chelsea er sem fyrr segir í efsta sæti deildarinnar með 22 stig, fjór- um meira en United og City sem koma í næstu sætum. Chelsea liðið hefur þótt leika vel á heimavelli og hefur unnið alla fjóra heimaleikina til þessa með markatölunni 11–3. Á sama tíma hefur United unnið þrjá síðustu útileiki sína eftir að hafa tap- að þeim fyrsta gegn Everton, 1–0. Markatala United á útivelli er 8–4. Bæði lið voru í eldlínunni í Meist- aradeildinni á þriðjudag. Chelsea fór í tiltölulega langt ferðalag til Donetsk í Úkraínu þar sem liðið lá fyrir heimamönnum í Shakthar, 2–1. Á sama tíma átti United hins vegar heimaleik gegn portúgalska liðinu Braga þar sem liðið lenti í basli en fór þó með 3–2 sigur af hólmi. Frank Lampard, leikmaður Chelsea, varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Shakhtar og leikur vafi á því hvort hann geti tekið þátt í leiknum gegn United. Fyrirliði liðsins, John Terry, er enn í leikbanni og missir af leikn- um gegn United. Shinji Kagawa varð fyrir meiðslum gegn Braga og óvíst með þátttöku hans. Þá eru varnar- mennirnir Nemanja Vidic, Phil Jones og Chris Smalling á sjúkralistanum en sá síðastnefndi nálgast þó endur- komu þó hann verði líklega fjarri góðu gamni á sunnudag. Liverpool hefur haft betur Fótboltaaðdáendur, sama með hvaða liði þeir halda, munu eflaust sitja límdir við skjáinn þegar Everton tekur á móti Liverpool á sunnudag. Leikir þessara liða eru jafnan mikil skemmt- un en liðin eru þó á ólíkari stað í deildinni að þessu sinni en oft áður. Everton hefur gengið vel í upphafi leiktíðar og situr í fjórða sæti deildar- innar með 15 stig. Liverpool virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir afleita byrjun en liðið er þó aðeins í 12. sæti með 9 stig. Liverpool vann sinn annan leik í deildinni um síð- ustu helgi og sinn fyrsta á heimavelli á meðan Everton gerði jafntefli við QPR. Frá stofnun úrvalsdeildarinn- ar hafa þessir fornu fjendur leikið 40 leiki sín á milli. Óhætt er að segja að Liverpool hafi í heildina haft betur í þessum viðureignum, þeir hafa unnið 18 leiki, 13 hafa endað með jafntefli en Everton hefur unnið 9 sinnum. Markatalan er 51–37 Liverpool í vil. n Laugardagur Arsenal - QPR „Solid einn á þennan leik. QPR í ruglinu og á útivelli. Eitthvað sem segir mér að þetta verði stórsigur. 5–7 mörk og Mark Hughes verður rekinn eftir leik.“ Reading - Fulham „Hverjum er ekki sama? Nenni ekki einu sinni að spá í þennan. Förum í næsta.“ Stoke - Sunderland „Vá, er þetta svona umferð? Hundleiðin- legir leikir inn á milli. Jæja. Tveir. En bara af því ég kann illa við Tony Pulis eins og allir Íslendingar ættu að gera.“ Wigan - West Ham „Tengdafaðir minn er mikill West Ham- maður og ætli hann verði ekki fúll ef ég set ekki tvo á þennan. 0–2 útisigur. Það hljómar vel.“ Man. City - Swansea „Einn. Þarf ekki að velta vöngum yfir þessum leik. Auðveldur einn. Þrjú til fimm núll.“ Sunnudagur Everton - Liverpool „Súpersunnudagurinn byrjar með látum. Þarna erum við að tala saman um leik. Elska þessa leiki. Eitt til tvö rauð, drama, brot og dóm- araskandall. Held að Everton taki þetta 2–1 þar sem sigurmarkið verður skorað af varnarmanni undir lokin. Tippa á Distin.“ Newcastle - West Brom „Mitt lið Newcastle tekur þetta. Heimavöllurinn maður minn, heimavöllurinn styður Demba Ba í eitt, Cabaye eitt og sjálfsmark frá Coloccini. Sem sagt, við sjáum um markaskorunina og fáum þrjú stig.“ Southampton - Tottenham „Þetta er leikurinn þar sem Gylfi springur út. Sunnudagurinn 28. október er dagurinn sem verður steyptur inn í huga Boga Ágústssonar og Tottenham-manna þar sem Gylfi skorar eitt og leggur upp tvö með stórkostlegum fyrirgjöfum. Adebayor skorar annað, Defoe hitt.“ Chelsea - Manchester United „Úff, erum við ekki að henda bara X á þennan. Chelsea með ferðaþreytuna þannig að píanóið í rassinum á Torres verður enn þyngra þannig þeir verða 10 á móti 11. Obi Mikel spilar til baka og Rafael lætur sig detta. Þetta reyndar veltur allt á því hvort Nani byrjar eða ekki. Ef hann byrjar er þetta leiðinlegt 0–0. Ef hann kemur ekkert við sögu vinnur United.“ Stórmeistarajafntefli á Brúnni DV fékk Benedikt Bóas Hinriksson, sparkspeking og blaðamann Séð og heyrt til að spá í spilin fyrir leiki helgarinnar. Benedikt er harður stuðningsmaður Newcastle og spáir sínum mönnum sigri gegn West Brom. Þá segir hann flest benda til þess að stórleikurinn á sunnudag á milli Chelsea og United endi með jafntefli. Hann spáir Everton sigri gegn Liverpool í baráttunni um Bítlaborgina. n 28. október verður dagurinn sem Gylfi Sigurðsson springur út Ofursunnudagur í enska boltanum Vissir þú … … að aðeins einu sinni í sögu úrvalsdeildar- innar hefur liði tekist að safna jafn mörgum stigum í fyrstu 8 deildarleikjum sínum og Chelsea nú. Það gerðist 2005/2006 en þá var Chelsea komið með 24 stig eftir 8 leiki og varð meistari. … að Manchester United hefur skorað sex mörk upp úr hornspyrnum á tímabilinu, tvöfalt oftar en næsta lið á eftir. … að rauða spjaldið sem Steven Pienaar fékk um síðustu helgi var það 74. hjá Everton frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Aðeins Blackburn hefur fengið fleiri rauð spjöld, eða 76. … að Everton er fyrsta liðið á tímabilinu til að skjóta oftar en 10 sinnum í tréverk andstæðingsins. … að rauða spjaldið sem Cheik Tiote fékk um síðustu helgi var hans fyrsta í deildinni fyrir Newcastle. Hann hafði spilað 54 leiki og fengið 27 gul spjöld í þeim leikjum. … að Edin Dzeko hefur skorað 7 mörk á útivelli sem varamaður á ferli sínum hjá City. Aðeins Jermaine Defoe hefur gert þetta oftar, eða 9 sinnum. … að Manchester United hefur lent undir í 6 af fyrstu 8 leikjum sínum í úrvals- deildinni. … að Michu, leikmaður Swansea, hefur skorað 6 mörk í deildinni á tímabilinu úr aðeins 8 skotum. … að Raheem Sterling hjá Liverpool er áttundi yngsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Wayne Rooney, Cesc Fabregas og Michael Owen voru allir yngri en hann þegar þeir skor- uðu sitt fyrsta mark. … að Wayne Rooney er aðeins annar leik- maður United í sögu úrvalsdeildarinnar til að skora mark og sjálfs- mark í sama leiknum. Hinn leikmaðurinn heitir David Beckham. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Eitt til tvö rauð, drama, brot og dóm- araskandall n Chelsea tekur á móti United n Chelsea enn taplaust n Nágrannaslagur Everton og Liverpool Tekist á Það var hart barist þegar Chelsea og United mættust á Brúnni í fyrra. Sá leikur endaði 3–3 eftir að Chelsea komst í 3–0. MYND REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.