Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Side 45
Sport 45Helgarblað 26.–28. október 2012 F ramundan er sannkölluð of- urhelgi í ensku knattspyrn- unni þegar tvö efstu lið deildarinnar, Chelsea og Manchester United, mætast á Stamford Bridge á sunnudag. Spenn- an verður jafnvel meiri þegar erkifj- endurnir Everton og Liverpool mæt- ast á Goodison Park í baráttunni um Bítlaborgina í hádeginu á sunnu- dag. Níunda umferð deildarinnar fer fram um helgina og með sigri gæti Chelsea náð sjö stiga forskoti á United. Manchester City, sem situr í þriðja sæti deildarinnar, tekur á móti Swansea og ætti að vinna þægi- legan sigur, sérstaklega í ljósi þess að City hefur unnið 26 af síðustu 28 heimaleikjum sínum. Þá ætti Arsenal að komast á sigurbraut en þeir mæta QPR sem er í botnsæti deildarinnar og enn án sigurs. Þrír útisigrar í röð Chelsea er sem fyrr segir í efsta sæti deildarinnar með 22 stig, fjór- um meira en United og City sem koma í næstu sætum. Chelsea liðið hefur þótt leika vel á heimavelli og hefur unnið alla fjóra heimaleikina til þessa með markatölunni 11–3. Á sama tíma hefur United unnið þrjá síðustu útileiki sína eftir að hafa tap- að þeim fyrsta gegn Everton, 1–0. Markatala United á útivelli er 8–4. Bæði lið voru í eldlínunni í Meist- aradeildinni á þriðjudag. Chelsea fór í tiltölulega langt ferðalag til Donetsk í Úkraínu þar sem liðið lá fyrir heimamönnum í Shakthar, 2–1. Á sama tíma átti United hins vegar heimaleik gegn portúgalska liðinu Braga þar sem liðið lenti í basli en fór þó með 3–2 sigur af hólmi. Frank Lampard, leikmaður Chelsea, varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Shakhtar og leikur vafi á því hvort hann geti tekið þátt í leiknum gegn United. Fyrirliði liðsins, John Terry, er enn í leikbanni og missir af leikn- um gegn United. Shinji Kagawa varð fyrir meiðslum gegn Braga og óvíst með þátttöku hans. Þá eru varnar- mennirnir Nemanja Vidic, Phil Jones og Chris Smalling á sjúkralistanum en sá síðastnefndi nálgast þó endur- komu þó hann verði líklega fjarri góðu gamni á sunnudag. Liverpool hefur haft betur Fótboltaaðdáendur, sama með hvaða liði þeir halda, munu eflaust sitja límdir við skjáinn þegar Everton tekur á móti Liverpool á sunnudag. Leikir þessara liða eru jafnan mikil skemmt- un en liðin eru þó á ólíkari stað í deildinni að þessu sinni en oft áður. Everton hefur gengið vel í upphafi leiktíðar og situr í fjórða sæti deildar- innar með 15 stig. Liverpool virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir afleita byrjun en liðið er þó aðeins í 12. sæti með 9 stig. Liverpool vann sinn annan leik í deildinni um síð- ustu helgi og sinn fyrsta á heimavelli á meðan Everton gerði jafntefli við QPR. Frá stofnun úrvalsdeildarinn- ar hafa þessir fornu fjendur leikið 40 leiki sín á milli. Óhætt er að segja að Liverpool hafi í heildina haft betur í þessum viðureignum, þeir hafa unnið 18 leiki, 13 hafa endað með jafntefli en Everton hefur unnið 9 sinnum. Markatalan er 51–37 Liverpool í vil. n Laugardagur Arsenal - QPR „Solid einn á þennan leik. QPR í ruglinu og á útivelli. Eitthvað sem segir mér að þetta verði stórsigur. 5–7 mörk og Mark Hughes verður rekinn eftir leik.“ Reading - Fulham „Hverjum er ekki sama? Nenni ekki einu sinni að spá í þennan. Förum í næsta.“ Stoke - Sunderland „Vá, er þetta svona umferð? Hundleiðin- legir leikir inn á milli. Jæja. Tveir. En bara af því ég kann illa við Tony Pulis eins og allir Íslendingar ættu að gera.“ Wigan - West Ham „Tengdafaðir minn er mikill West Ham- maður og ætli hann verði ekki fúll ef ég set ekki tvo á þennan. 0–2 útisigur. Það hljómar vel.“ Man. City - Swansea „Einn. Þarf ekki að velta vöngum yfir þessum leik. Auðveldur einn. Þrjú til fimm núll.“ Sunnudagur Everton - Liverpool „Súpersunnudagurinn byrjar með látum. Þarna erum við að tala saman um leik. Elska þessa leiki. Eitt til tvö rauð, drama, brot og dóm- araskandall. Held að Everton taki þetta 2–1 þar sem sigurmarkið verður skorað af varnarmanni undir lokin. Tippa á Distin.“ Newcastle - West Brom „Mitt lið Newcastle tekur þetta. Heimavöllurinn maður minn, heimavöllurinn styður Demba Ba í eitt, Cabaye eitt og sjálfsmark frá Coloccini. Sem sagt, við sjáum um markaskorunina og fáum þrjú stig.“ Southampton - Tottenham „Þetta er leikurinn þar sem Gylfi springur út. Sunnudagurinn 28. október er dagurinn sem verður steyptur inn í huga Boga Ágústssonar og Tottenham-manna þar sem Gylfi skorar eitt og leggur upp tvö með stórkostlegum fyrirgjöfum. Adebayor skorar annað, Defoe hitt.“ Chelsea - Manchester United „Úff, erum við ekki að henda bara X á þennan. Chelsea með ferðaþreytuna þannig að píanóið í rassinum á Torres verður enn þyngra þannig þeir verða 10 á móti 11. Obi Mikel spilar til baka og Rafael lætur sig detta. Þetta reyndar veltur allt á því hvort Nani byrjar eða ekki. Ef hann byrjar er þetta leiðinlegt 0–0. Ef hann kemur ekkert við sögu vinnur United.“ Stórmeistarajafntefli á Brúnni DV fékk Benedikt Bóas Hinriksson, sparkspeking og blaðamann Séð og heyrt til að spá í spilin fyrir leiki helgarinnar. Benedikt er harður stuðningsmaður Newcastle og spáir sínum mönnum sigri gegn West Brom. Þá segir hann flest benda til þess að stórleikurinn á sunnudag á milli Chelsea og United endi með jafntefli. Hann spáir Everton sigri gegn Liverpool í baráttunni um Bítlaborgina. n 28. október verður dagurinn sem Gylfi Sigurðsson springur út Ofursunnudagur í enska boltanum Vissir þú … … að aðeins einu sinni í sögu úrvalsdeildar- innar hefur liði tekist að safna jafn mörgum stigum í fyrstu 8 deildarleikjum sínum og Chelsea nú. Það gerðist 2005/2006 en þá var Chelsea komið með 24 stig eftir 8 leiki og varð meistari. … að Manchester United hefur skorað sex mörk upp úr hornspyrnum á tímabilinu, tvöfalt oftar en næsta lið á eftir. … að rauða spjaldið sem Steven Pienaar fékk um síðustu helgi var það 74. hjá Everton frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Aðeins Blackburn hefur fengið fleiri rauð spjöld, eða 76. … að Everton er fyrsta liðið á tímabilinu til að skjóta oftar en 10 sinnum í tréverk andstæðingsins. … að rauða spjaldið sem Cheik Tiote fékk um síðustu helgi var hans fyrsta í deildinni fyrir Newcastle. Hann hafði spilað 54 leiki og fengið 27 gul spjöld í þeim leikjum. … að Edin Dzeko hefur skorað 7 mörk á útivelli sem varamaður á ferli sínum hjá City. Aðeins Jermaine Defoe hefur gert þetta oftar, eða 9 sinnum. … að Manchester United hefur lent undir í 6 af fyrstu 8 leikjum sínum í úrvals- deildinni. … að Michu, leikmaður Swansea, hefur skorað 6 mörk í deildinni á tímabilinu úr aðeins 8 skotum. … að Raheem Sterling hjá Liverpool er áttundi yngsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Wayne Rooney, Cesc Fabregas og Michael Owen voru allir yngri en hann þegar þeir skor- uðu sitt fyrsta mark. … að Wayne Rooney er aðeins annar leik- maður United í sögu úrvalsdeildarinnar til að skora mark og sjálfs- mark í sama leiknum. Hinn leikmaðurinn heitir David Beckham. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Eitt til tvö rauð, drama, brot og dóm- araskandall n Chelsea tekur á móti United n Chelsea enn taplaust n Nágrannaslagur Everton og Liverpool Tekist á Það var hart barist þegar Chelsea og United mættust á Brúnni í fyrra. Sá leikur endaði 3–3 eftir að Chelsea komst í 3–0. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.