Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 26.–28. október 2012 Helgarblað n Björn Þorri og Helgi Hjörvar ráðleggja fólki að krefja bankana um endurútreikning B æði Björn Þorri Viktorsson hæstaréttarlögmaður, sem sérhæft hefur sig í gengis- lánum, og Helgi Hjörvar, for- maður efnahags- og við- skiptanefndar, hvetja fólk til að senda bönkunum formleg bréf og krefja þá um endurútreikning gengislána. Í síð- ustu viku féll dómur í máli Borgar- byggðar gegn Arion banka þar sem Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að bankanum væri óheimilt að breyta vöxtum á lánum sveitarfélags- ins aftur í tímann. Dómurinn þýðir að fjölmargir geta nú átt von á að fá endurgreiðslu vegna lánanna. Skrifið þeim kröfubréf „Ég hvet fólk til að senda kröfubréf á bankana, helst á bankastjórana sjálfa eða æðstu aðila. Bréfin skulu send í ábyrgð eða farið með þau og látið kvitta fyrir móttökunni og í bréf- inu á fólk að krefjast endurútreikn- ings án tafar í samræmi við þennan dóm,“ segir Björn Þorri í samtali við DV. Í sama streng tók Helgi Hjörvar á Beinni línu á DV.is á miðvikudaginn þegar hann var beðinn að ráðleggja fólki. „Ef það er með ólögmæt geng- islán, þ.e. sem voru alfarið í íslensk- um krónum, þá ætti það að óska eftir endurútreikningi hjá sínum banka – ef það stóð í skilum eða samdi við bank- ann um greiðslur. Ég sé enga ástæðu fyrir banka til að neita viðskiptavin- um sínum um slíkan endurútreikning enda hafa a.m.k. tveir þegar hafið endurútreikning.“ Taka má fram að Landsbankinn og Drómi hafa að sögn forsvarsmanna þegar hafið endurútreikninginn. Pressa á fjármálafyrirtækin Björn Þorri segir afar mikilvægt að fólk sé vakandi og krefji fjáramálafyrir- tækin um endurreikning því það geti haft áhrif á endanlegan rétt til drátt- arvaxta. Samkvæmt vaxtalögunum þá gilda ákveðnar reglur um það að fólk þurfi að setja fram kröfu með formleg- um eða sannanlegum hætti til að geta síðar krafist dráttarvaxta. „Þar með er komin pressa á fjármálafyrirtækin til að aðhafast eitthvað í þessum mál- um,“ segir Björn Þorri – fjölmargir að- ilar séu í þeim sporum að enn sé verið að rukka þá. „Þetta eru kannski lágar fjárhæðir, segjum 500.000 krónur í reiknuðum eftirstöðvum, en það get- ur bent til þess að lánið sé í raun upp- greitt og þar með eigi fólki inni endur- greiðslukröfu.“ Eins eigi þeir sem hafa nú þegar fengið endurreikning og endurgreiðslur, nær undantekningar- laust rétt á aukinni endurgreiðslu. Hissa á þolinmæði opinberra aðila Að mati Björns Þorra er ótrúlegt að fylgjast með framkomu og málflutn- ingi Lýsingar en í vikunni tilkynnti fjármálafyrirtækið að það teldi dóm Hæstaréttar frá síðustu viku ekki eiga við um lánasafn sitt og því verði ekki ráðist í endurútreikninga. Í svipaðan streng tók Helgi Hjörvar á Beinni línu á DV.is á miðvikudaginn. „Þeir kveð- ast ætla að rukka áfram eins og ekkert hafi í skorist, sem er furðuleg afstaða,“ sagði hann og bætti við að í dag, föstu- dag, muni nefndin funda með Fjár- málaeftirlitinu til þess að fara yfir hvernig staða viðskiptavina fjármála- fyrirtækjanna verði best tryggð. Seðlabankinn fær á baukinn Aðspurður hvort Lýsing geti einfald- lega neitað að fara eftir dómunum bendir Björn Þorri á að fyrirtækið hafi komist upp með ansi margt hing- að til. „Ég er í raun steinhissa á þolin- mæði opinberra aðila gagnvart Lýs- ingu. Það þarf þó að spyrja sig hver ætti raunverulega að stöðva þetta. Ætti það að vera Fjármálaeftirlið sem kom upphaflega með þessi leiðbein- andi tilmæli til fjármálafyrirtækja árið 2010? Tilmæli um að reikna aftur- virkt margfalda vexti umfram það sem fólk var búið að greiða. Skömm Fjár- málaeftirlitsins og Seðlabankans er ævarandi í þessu máli,“ segir hann og á við tilmælin sem stofnanirnar tvær settu fram þann 30. júní 2010 eða rétt um tveimur vikum eftir að Hæstiréttur kvað upp tvo dóma varðandi lögmæti lánsskuldbindinga í íslenskum krón- um tengdum gengi erlendra gjald- miðla. Niðurstaða réttarins var á þann veg að gengistrygging slíkra lána væri óskuldbindandi en tilmæli Seðla- bankans fólust í því að í stað gengis- tryggingar og erlends vaxtaviðmiðs ættu lánin að taka Seðlabankavexti, sem eru margfalt hærri en samnings- vextir. Dauðdagi kröfunnar er greiðsla hennar Björn Þorri hélt því fram árið 2010 að tilmælin stæðust engan veginn. „Fólk hafði móttekið fullnaðarkvittun og það var ekki hægt að ógilda hana með einhverjum einhliða tilmælum,“ seg- ir hann og útskýrir það með því að lýsa hvernig greiðsla á greiðsluseðl- um fór fram fyrir um það bil tíu árum. Hann segir að þá hafi fólk fengið send- an heim greiðsluseðil sem var í raun greiðsluáskorun. Farið var með seð- ilinn í banka til gjaldkera og hann greiddur þar með peningum. Gjald- keri hafi þá stimplað seðilinn greiddan og sett stafi sína við og að lokum afhent viðskiptavinum. Greiðslu seðillinn hafi þá verið í raun greiðsluafsal. „Ólafur Lárusson, kröfuréttarsér- fræðingur okkar, segir að eðlilegur dauðdagi kröfunnar sé greiðsla henn- ar. Þegar hún er greidd þá er hún dauð og niðurfallin og þú færð afsal fyr- ir greiðslunni. Ég hef sagt að ef Seðla- bankinn, Fjármálaeftirlitið, Alþingi eða hver sem er, ætlar að fara að ógilda greiðsluafsöl í hundraða þúsunda vís, hvað gerist þá næst? Ætla þeir þá á ógilda afsalið á bílnum þínum eða húsinu þínu? Ætla þeir að heimila selj- andanum að rukka um miklu hærra söluverð en samið var um og er fyrir löngu uppgert? Hvar mun þetta enda? Fyrir mér var þetta aldrei flóknara en þetta.“ Þolinmæðin er búin Aðspurður hvernig málin standa með prófmálin ellefu sem voru valin til að reyna á tuttugu álitaefni sem talið er að þurfi að fá úr skorið fyrir dómstól- um segist Björn Þorri halda að þau séu í raun orðin óþörf. „Ég sé ekki bet- ur en þau séu meira eða minna óþörf úr þessu. Það er búið að svara stærstu spurningunum í þeim. Bæði með dómi sem féll í febrúar og svo í þessu máli. Með dóminum í síðustu viku kom það með enn skýrari hætti fram.“ Hann bendir í lokin á að þetta eigi aðallega við um árin 2005 til 2008 þar sem vextirnir fóru á því tímabili upp í 21 prósent. Flestir hafi náð að standa í skilum fram að 2009 en svo hafi farið að kvarnast úr hópnum. „Við verðum bara að komast út úr þessari fásinnu að vaxtareikna aft- urvirkt með þessu hætti. Þolinmæð- in gagnvart þessu rugli er búin úti um allt samfélag, bæði á Alþingi, lögreglunni og alls staðar. Þetta bara stenst ekki og það að menn geti komið svona fram misseri eftir miss- eri, ár eftir ár, því hlýtur að fara að linna.“ n Byrjaðir að reikna Á Beinni línu á miðvikudags bar viðskiptavinur Landsbankans að hann hefði fengið þau svör að bankinn ætlaði að bíða þess að fleiri prófmál yrðu til lykta leidd áður en hafist yrði handa við að endur- reikna gengislánin. Það stangast á við fyrri yfirlýsingar bankans; bæði bankastjórans og upplýsingafulltrúans. „Við erum byrjuð að vinna í þeim málum sem falla beint undir dóminn. Svo munum við skoða framhaldið,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans í samtali við DV. Kristján segir að verið sé að finna út og meta hvaða lán dómurinn gefi fordæmi fyrir. Spurður hvenær þeir lánþegar sem eigi lán sem falli undir dóminn geti átt von á niðurstöðu segist hann ekki vilja svara því beint. „Það borgar sig ekki að gefa út einhverja tímasetningu. Í þessum málum hefur það alltaf verið þannig að þetta hefur tekið lengri tíma en áætlað hefur verið í upphafi. Ég vil ekki lofa einhverju sem ekki er hægt að standa við.“ Úr þessu þarf að skera Fjármálafyrirtækjunum og fulltrúum lánþega var í vor veitt heimild til að bera sig saman og finna út hvaða prófmál þyrftu að fara fyrir dóm til að eyða óvissu um gengislán. Úr varð að ellefu prófmál voru valin þar sem reyna mun á 20 álitaefni sem talið er að þurfi að fá úr skorið fyrir dómstólum. Fjórir lögmenn, þeir Aðalsteinn E. Jónasson hrl. og Stefán A. Svensson hrl., fyrir hönd fjármálafyrirtækja og Dróma, og Einar Hugi Bjarnason hrl. og Sigríður Rut Júl- íusdóttir hrl., fyrir hönd umboðsmanns skuldara, völdu þessi ellefu mál út frá fyrrnefndri samantekt um álitaefni. Meðal annars voru valin mál þar sem: n lánsfjárhæð var ýmist há eða mjög lág n lánstími var ýmist skammur eða til lengri tíma n lán hafði verið í vanskilum en komið í skil með ýmsum úrræðum n lán hafði alltaf verið í skilum n lán var enn í vanskilum n lán var greitt upp fyrir lok lánstíma n lán var fasteignalán n lán var bílalán Af vefSíðu umboðSmAnnS SkulDArA Sendu svona bréf n Dæmi um bréf sem þú gætir sent fjármálafyrirtækinu þínu* Skrifaðu bankanum kröfubréf Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Ég er í raun stein- hissa á þolinmæði opinberra aðila gagnvart Lýsingu „furðuleg afstaða“ Helgi Hjörvar undr- ast afstöðu Lýsingar, sem segir dóminn ekki gefa fordæmi fyrir lánasamninga þeirra. „Hvar endar þetta?“ Björn Þorri Vikt- orsson bendir á að þegar greiðsluseðill er greiddur sé krafan dauð og fallin niður. ekki gera ekki neitt Að sögn Björns Þorra og Helga Hjörvar ættu lánþegar að skora á bankann að hefja endurút- reikning. Góðan dag. Í ljósi nýfallins dóms Hæstaréttar nr. 464/2012, og í samræmi við það fordæmi sem dómurinn gefur hvað varðar endurútreikning gengistryggðra lána, fer ég þess á leit við XXX að hafist verði handa við endurútreikning gengistryggðs bílaláns/bílasamnings/fasteignaláns sem undirritaður tók í erlendri mynt XX-XX-20XX. Um er að ræða samning/lán nr. XXXXXXXX. Í ljósi þess að staðið hefur verið í skilum með allar greiðslur frá lántökudegi geri ég þá kröfu að ráð-ist verði tafarlaust í endurútreikning lánsins. Þá óska ég eftir upplýsingum um það hvenær búast megi við því að endurútreikningi á láni/samningi mínum ljúki. Vinsamlega staðfestið móttöku þessa bréfs og að því hafi verið vísað til þar til bærra aðila. Virðingarfyllst, Jón Jónsson Kt. XXXXX-XXXX *birt án ábyrgðAr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.