Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 13
Vill skaðabætur frá
landsbankamönnum
Fréttir 13Helgarblað 26.–28. október 2012
n Útgerðarmaður tapaði á fjórða hundrað milljónum á afleiðuviðskiptum n Bankinn vill taka húsið af honum
nýjaður hafi áðurnefnt viðtal birst við
Arnar Jónsson í Morgunblaðinu þar
sem hann ræddi um óhjákvæmilega
leiðréttingu á gengi krónunnar. Því
hafi ekki verið hagstætt fyrir viðskipta-
vini Landsbankans að vera með stöðu
með krónunni á þessum tíma þar sem
gengi hennar gagnvart öðrum gjald-
miðlum var dæmt til að lækka.
Inntakið í málarekstri Dynjanda,
og sú forsenda sem málið byggir
hvað helst á, er að Aðalbjörn hafi ekki
endurnýjað viðskiptasamninginn
þann 24. mars og því hefði tapið átt að
vera miklu minna af viðskiptunum en
raun varð.
Tapið nálgast 300 milljónir
Í stefnunni er rakið hvernig jena-
samningurinn hafi fallið á gjalddaga
þann 11. apríl 2006 og að tap Aðal-
björns af viðskiptunum við bankann
hafi þá numið nærri 300 milljónum
króna. Þá óskaði bankinn eftir aukn-
um tryggingum vegna viðskiptanna
en hann hafði tekið veð í bankareikn-
ingi með 125 milljóna króna inni-
stæðu, fasteign Aðalbjörns á Laugar-
ásvegi og í annarri í Kringlunni til
tryggingar á greiðslu vegna viðskipt-
anna. Í lok apríl var viðskiptasamningi
Dynjanda við Landsbanka Íslands
lokað og var félagið þá í mínus upp á
rúmlega 290 milljónir króna.
Hvorki gekk né rak í viðræðum
Dynjanda og Landsbanka Íslands um
uppgjör á skuldinni næstu tvö árin.
Landsbanki Íslands ætlaði svo að
höfða fimm dómsmál gegn Dynjanda
um vorið 2008. Bankinn ákvað hins
vegar að fella niður þau dómsmál degi
áður en stefnur í málinu voru þingfest-
ar. Greiddi bankinn einnig málskostn-
að fyrir Dynjanda, samkvæmt stefn-
unni. Þessi niðurstaða bendir til að
Landsbanki Íslands hafi, af einhverj-
um ástæðum, ekki viljað halda mál-
inu til streitu á þessum tíma. Hugsan-
legt er að umtal um málið hefði getað
skaðað hagsmuni bankans. Þessi
staða breyttist hins vegar þegar Lands-
banki Íslands hrundi í október 2008 og
skilanefnd og slitastjórn tóku bú hans
yfir og vinna nú að uppgjöri þess.
Ekkert heyrðist frá bankanum
fyrr en árið 2010 þegar Landsbanki
Íslands þingfesti tvær stefnur gegn
Dynjanda. Bæði málin töpuðust í
héraði og annað einnig í Hæstarétti
Íslands í mars 2012. Samkvæmt þeim
dómi var Dynjanda gert að greiða
Landsbanka Íslands ríflega 370 millj-
ónir japanskra jena. Í þeim dómi
kemur fram að ekki hafi verið sýnt
fram á að Landsbanki Íslands „hafi
vanrækt upplýsingagjöf er samn-
ingurinn var gerður þannig að til
skaðabótaskyldu leiði“. Þá var held-
ur ekki fallist á það, líkt og Aðalbjörn
taldi, að gjaldmiðlaskiptasamningur
Aðalbjörns og bankans frá því í lok
apríl 2006 væri ógildur í ljósi þess að
útgerðarmaðurinn hefði ekki staðfest
hann skriflega.
Samningaviðræður Dynjanda við
slitastjórn Landsbanka Íslands gengu
ekki eftir í kjölfar þess dóms og yfir-
tók slitastjórnin innistæður Dynjanda
í bankanum – rúmlega 125 milljónir
króna – og gerði fjárnám í fasteign-
um Aðalbjörns á Laugarásvegi og í
Kringlunni. Aðalbjörn á því á hættu
að missa nær allar eignir sínar út af af-
leiðuviðskiptunum.
Tjón vegna vanrækslu
Aðalkrafa Aðalbjörns í málinu byggir á
því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna
þess að þeir þrír starfsmenn Lands-
bankans sem hann stefnir hafi „virt að
vettugi skyldur sínar“ gagnvart hon-
um sem fram komu í samningi bank-
ans um skulda- og áhættustýringu og
að þeir ættu því að bera bótaábyrgð
í málinu. Þá telur Aðalbjörn að þre-
menningarnir hafi vanrækt upplýs-
inga- og ráðgjafarskyldur sínar þegar
gerður var gjaldmiðlaskiptasamningur
fyrir hann í japönskum jenum og hann
framlengdur án samþykkis. Einnig er
byggt á því að farið hafi verið út fyrir
þann fjárfestingarramma sem mark-
aður var í samningnum við Aðalbjörn
þegar tekin var áhætta fyrir meira en
100 milljónir króna auk þess sem slík-
ur samningur í erlendri mynt hafi verið
„í hróplegu ósamræmi við spár“ grein-
ingardeildar bankans sem taldi lækkun
á gengi krónunnar afar líklega.
Fyrirtaka verður í málinu í næstu
viku. n
Lögmaður Aðalbjörns Anna Linda
Bjarnadóttir er lögmaður Aðalbjörns í málinu.
Útgerðarmaður
stendur í ströngu
Aðalbjörn Jóakims-
son útgerðarmaður
hefur farið frá því
að vera verulega
vel stæður yfir í að
eiga á hættu að
missa húsið sitt. Allt
vegna áhættusamra
afleiðuviðskipta við
Landsbankann.