Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 52
52 Fólk 26.–28. október 2012 Helgarblað Hvað er að gerast? 26.–28. október Föstudagur26 okt Laugardagur27 okt Sunnudagur28 okt Ásgeir Trausti og Snorri Helgason Ásgeir Trausti heldur sína fyrstu tónleika á Akranesi á föstudag en með honum í för verður tónlistarmað- urinn Snorri Helgason. Þeir koma fram ásamt hljómsveit en hana skipa Guðmundur Kristinn Jónsson, Sigurður Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson úr Hjálmum, trommarinn Kristinn Snær Agnarsson, Styrmir Hauksson og vinur Ásgeirs, Júlíus Aðalsteinn Róbertsson. Gamla Kaupfélagið Kl. 22.00 Hrekkjavaka á Þýska barnum Stærsta hrekkjavökupartí síðari ára verður haldið á laugardaginn en þá verður Þýska barnum breytt í algjört draugahús um kvöldið. Staðurinn verður skreyttur hátt og lágt og Adrian Lux mun þeyta skífum ásamt Dj Óla Geir og Sindra BM. Þýski barinn Kl. 23.59 Bastarðar í Borg- arleikhúsinu Bastarðar er saga um brotna fjölskyldu; föður, börn hans og maka þeirra. Eftir margra ára sambandsleysi berst systkinunum boð um að vera viðstödd giftingu föðurins. Þegar þau átta sig á að brúðurin er æskuást elsta bróðurins upphefst miskunnarlaus og ofsafengin barátta. Verkið verður frumsýnt á laugadaginn en leikstjóri er Gísli Örn Garðarsson og leikmyndahönnuður er Börkur Jónsson. Borgarleikhúsið Kl. 20.00 Minningartónleikar Óperusöngvarinn Sigurður Demetz Franzson (Vincenzo Maria Demetz) hefði orðið 100 ára 11. október í ár hefði hann lifað. Af því tilefni verður efnt til minn- ingartónleika þar sem fram koma Kristján Jóhannsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og karlakórinn Fóstbræður auk fjölda annarra söngvara og tónlistarmanna. Norðurljós í Hörpu Kl. 16.00 Hinn fullkomni jafningi Frumsýning á leikritinu Hinn fullkomni jafningi eftir Felix Bergsson. Verkið, sem upphaflega var sett upp árið 1998, fjallar um um fimm menn sem taka mismun- andi á samkynhneigð sinni. Þeir tengjast allir innbyrðis á einn eða annan hátt en samskipti þeirra endurspegla ekki aðeins reynslu samkynhneigðra af ástinni, held- ur fela í sér sammannlega reynslu. Ástin er góð, ástin er vond, ástin er mjúk, ástin er hörð, ástin er heit, ástin er köld, ástin er ljúf, ástin er grimm. Norðurpóllinn Kl. 20.00 „Ég er feitabolla“ É g er byrjaður í feitabolluleik- fimi,“ segir hagfræðingurinn og pistlahöfundurinn Ólafur Arnarson. Hann hóf átakið þann 2. október síðastliðinn og var þá í hörmulega ástandi, að eigin sögn. „Ég var orðinn 138,4 kíló og það var bara fullmikið,“ segir hann og er alveg ófeiminn við opinbera þyngdina fyrir alþjóð. Enda hyggst hann skrifa ítarlega um átakið og ár- angurinn á veðmiðli sínum timarim. is undir liðnum Fat-fit, en það er nafnið á æfingaprógramminu sem hann notast við. Ólafur nýtur í átak- inu handleiðslu Jóns Þorbjörnsson- ar, sem hann kallar Fat-fit-leiðtog- ann. Nú þegar aðeins þrjár vikur eru síðan Ólafur byrjaði í hinni svoköll- uðu feitabolluleikfimi er hann bú- inn að missa um sjö kíló. Kominn út úr skápnum „Ég var að springa. En þetta er allt í áttina og ég er að setja pressu á sjálf- an mig. Þetta á að vera skemmtileg- asti efnisflokkurinn á tímaríminu,“ segir Ólafur hlæjandi. „Ég er feita- bolla. Þegar maður er kominn svona út í horn eins og ég, þá er ekki um annað að ræða en að koma út úr skápnum sem feitabolla. Ég þyrfti að vera 230 sentimetrar á hæð til að vera í kjörþyngd og það er út- séð með að ég nái þeirri hæð.“ Eftir að hafa áttað sig á þeirri staðreynd ákvað Ólafur að grípa í taumana og hefur nú hreyft sig á nánast hverjum degi síðan átakið hófst um síðustu mánaðamót. Jón Fat-fit-leiðtogi hef- ur meðal annars dregið Ólaf með sér í göngutúra um Grafarvoginn og nú um helgina ætla þeir ganga saman á Úlfarsfellið. „Mér hrýs hugur við að ganga svona upp í móti, það er al- veg hrikalega óþægileg tilhugsun,“ viðurkennir hann blákalt. Dökkt súkkulaði er lösturinn Ólafur hyggur á allsherjarlífsstíls- breytingu en er þó ekki alveg kom- inn á það mataræði sem hann ætl- ar sér að vera á. Hann ákvað að byrja á kolvetnissnauðu fæði til að koma brennslunni í gang og það hefur gengið eftir, að hans sögn. Það er þó einn löstur sem hann hef- ur ekki náð að venja sig af og það er dökkt súkkulaði. „Ég fór aðeins að maula svoleiðis til að bæta mér upp nammileysið. Þetta er svo svakaleg breyting hjá manni eins og mér sem úð- aði í sig sælgæti og öllu því sem hann gat hugsað sér.“ Ólafi finnst hann hafa hætt að léttast eftir að hann fór að gæða sér á dökka súkkulaðinu milli mála og sættir sig ekki við það. „Nú stend því frammi fyrir því að neita mér um fína dökka súkkulaðið líka. Ég verð að gera það. Þetta er harkan sex.“ Fékk sér gjarnan bjór Þá hefur Ólafur ekki bragðað áfengi síðan átakið hófst og það veldur honum eiginlega áhyggjum hvað hann saknar þess lítið að sulla í bjór. „Maður var alltof mikið að sulla í þessu. Fá sér vín með matnum, fá sér bjór og svona við hvaða tækifæri sem var og jafnvel þó það væri ekkert tækifæri þá var alltaf góð ástæða til að fá sér bjór.“ En nú er hann alveg hættur. „Ég meira að segja fór í smurbrauðsboð þar sem var boðið upp á brennivín og bjór og var alveg búinn að ákveða að ég myndi fá mér brennivínið þó ég sleppti bjórnum. En þegar til kom þá hafði ég lést svo mikið dag- ana á undan að ég tímdi ekki að fá mér brennivínið heldur,“ segir Ólafur sem snerti ekki á brauðinu í veislunni heldur. Spænskur nautabani Ólafur gerir sér grein fyrir því að hann á mikið verkefni fyrir hönd- um og setur því pressu á sjálfan sig með því að skrifa opinberlega um átakið og leyfa almenningi að fylgj- ast með. „Ef ég fer út af strikinu og fer að þyngjast þá mun komast upp um mig. Ég er annars alvarlega að pæla í að kalla þetta „operation“ nautabaninn. Og stefna á að verða eins og spænskur nautabani næsta sumar,“ segir Ólafur léttur í lund. „Það þýðir ekk- ert annað en að hafa gaman af því að taka á alvarlegu vandamálun- um.“ n solrun@dv.is n Ólafur Arnarson er byrjaður í feitabolluleikfimi n Búinn að missa sjö kíló Kominn í átak Ólafur Arnarson var orðinn rúm 138 kíló þegar hann byrjaði í feitabolluleikfimi um síðustu mánaðamót. Fyrsta æfingin „Ég var að spr- inga,“ segir Ólafur um ástandið á sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.