Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 19
Fréttir 19Helgarblað 26.–28. október 2012
nuddstofuna og þvo þvotta. „Það var
líka nuddað um helgar og þegar kom
dauður tími vorum við látnir bera út
auglýsingapóst fyrir stofuna, en það
var einkum á sunnudögum.“
Starfsfólkið vann myrkranna
á milli og Xing bar Línu ekki vel
söguna. „Við fórum sáralítið úr húsi,
það var ekki tími til þess, þannig að
okkur leið eins og við værum í fang
elsi. Síðan var haft í hótunum við
okkur til að hafa okkur góða.“
Nánar spurður út í það sagði
hann: „Okkur var aðallega hótað með
því að hún hefði sambönd við undir
heimana. Ef við yfirgæfum svæðið
eða værum henni ekki þóknanlegir,
þá myndi hún með ánægju nýta sér
þau sambönd. Svo tók hún af okkur
vegabréfin og geymdi þau, sem var
ein af ástæðunum fyrir því að við átt
um erfitt með að fá okkur lausa.“
Frásögn Xing rímar að miklu leyti
við frásögn Sun sem sagði í bréfi sínu
að hún hefði þurft að vinna 14–15
tíma á dag, væri látin sjá um flest
húsverk, fengi ekki frí á sunnudög
um og væri látin bera út blöð áður en
vinnudagurinn hæfist á morgnana.
Dæmd fyrir skjalafals
Fyrir tilviljun rakst Xing á kínverskan
mann úti á götu einn morguninn
þegar hann var að bera út blöð. Sá
hinn sami upplýsti hann um að að
stæðurnar á nuddstofunni væru
ekki í takt við íslensk lög og lagði til
að hann leitaði til Alþjóðahússins.
Úr varð að Xing strauk ásamt tveim
ur öðrum af stofunni, þar á meðal
Pang, að kvöldlagi, þegar þeir höfðu
lokið við að þrifa stofuna. Í kjölfarið
dvaldi Xing nokkra mánuði á Hjálp
ræðishernum þar sem honum tókst
að verða sér úti um dvalarleyfi með
aðstoð eins viðskiptavinarins á stof
unni.
Síðar á árinu var Lína dæmd í 45
daga skilorðsbundið fangelsi fyrir
skjalafals, en hún var fundin sek um
hafa í tvígang falsað undirskrift Xing
á starfsmannasamningum sem hún
framvísaði til Útlendingaeftirlitsins
og Útlendingastofnunar vegna um
sóknar um tímabundið atvinnuleyfi
fyrir hann.
Fordæmd af fjölskyldunni
Eins og fyrr segir var fjallað ítarlega
um nuddstofu Línu á sínum tíma.
Málið þótti afar athyglisvert þar sem
slíkir samningar höfðu ekki sést áður,
nuddarar höfðu flúið af nuddstofunni
og hún var sökuð um að senda þá
sem kvörtuðu aftur til heimalandsins.
Var því haldið fram að nuddararn
ir fengju aldrei að tjá sig eða krefjast
hærri launa, þeim hefði verið haldið í
gíslingu þar sem þeim hefði varla ver
ið leyft að fara úr húsi, tjá sig um að
búnað sinn eða leita réttar síns.
Málið þótti mikið áfall fyrir fjöl
skylduna, stolt hennar var sært og
hún hefur nú afneitað Línu. Samfélag
Kínverja á Íslandi er einnig ósátt við
framferði þeirra hjóna og þar þykja
þau ekki vinsæl. Heimildarmenn DV
segja fjölskyldu hennar fordæma það
hvernig hún kemur fram við starfs
fólk sitt. „Fólk veit hvernig hún hefur
komið fram við starfsfólkið sitt,“ segir
maður sem þekkir vel til Línu og fjöl
skyldu hennar.
„Hún er ekki systir hans“
Systkinin fordæma systur sína og vilja
ekki láta tengja sig við hana. Hún hafi
valdið fjölskyldunni skömm og þess
vegna þykjast þau ekki þekkja hana.
Það fékk blaðamaður staðfest þegar
hann talaði við mágkonu hennar,
konu sem er gift bróður hennar. „Hún
er ekki systir hans. Ég held þú ættir að
vinna vinnuna þína betur. Við þekkj
um ekki þessa konu,“ sagði hún.
Þegar hún var spurð hvort þau
hefðu einhvern tímann þekkt Línu
kvaddi hún og skellti á án þess að
svara spurningunni. Heimildarmenn
DV segja allir sömu söguna. Systkinin
skammast sín fyrir það hvernig Lína
hefur komið fram og vilja sem minnst
af henni vita. „Þau hafa reynt að biðja
hana að gera hlutina öðruvísi. Gera
hlutina rétt og koma rétt fram. En hún
hlustar ekki. Hún hlustar aldrei. Það
eina sem myndi bjarga henni er ef
hún yrði dæmd,“ segir maðurinn.
Hann segist halda að eiginmaður
Línu stjórni ferðinni að mestu leyti.
„Dóttir þeirra hefur líka reynt að
skamma móður sína og segja henni
að gera hlutina rétt. Borga starfsfólk
inu hærri laun en móðir hennar seg
ir bara að hún borgi nógu há laun og
þetta sé bara rugl. Hún hefur ábyggi
lega þurft að líða ýmislegt út af þeim.
Hún er harðdugleg og mjög gáfuð en
þarf að líða fyrir framferði foreldra
sinna.“ n
M
argrét Steinarsdóttir,
framkvæmdastjóri Mann
réttindaskrifstofu Íslands,
segir að mansal sé mun
algengara en Íslendingar geri sér
grein fyrir. Stjórnvöld séu þó ágæt
lega meðvituð og starfi samkvæmt
mansalsáætlun auk þess að til
staðar sé mansalsteymi. Það er
stutt síðan vandamálinu var veitt
athygli af stjórnvöldum að mati
Margrétar, en í fyrstu hafi það ekki
verið álitið vandamál. Það hafi þó
mjög margt breyst til hins betra þó
mikilvægt sé að halda vel á spöð
unum. Hún telur að frá því að hún
hóf afskipti af slíkum málum hafi
hún komist í tengsl við yfir hund
rað einstaklinga sem hafi verið
brotaþolar í mansalsmálum. Flest
þau mál tengjast kynlífsiðnaði,
en hún segir að flest mansalsmál
tengist vinnu í kynlífsiðnaði.
Vinna myrkranna á milli
„Ég hef verið að vinna í lögfræði
aðstoð fyrir innflytjendur síðan
2004 og á þessum tíma hef ég rætt
við marga tugi fólks sem ég skil
greini sem fórnarlömb mansals.“
Margrét bendir á að þær alþjóð
legu skilgreiningar sem nú eru
notaðar byggi á því að þrátt fyrir
að samþykki viðkomandi brota
þola liggi fyrir, þá skipti það ein
faldlega ekki máli þegar augljóst er
valdamisræmi sem byggir á því að
aðstaða annars er misnotuð. „Það
er verið að brjóta ýmis réttindi á
fólki. Það er látið vinna myrkranna
á milli, jafnvel hin og þessi störf í
raun í hálfgerðri þrælavinnu.“
Tengist ekki alltaf kynlífsiðnaði
„Ég skilgreini sumar hverjar stúlk
urnar sem hafa komið til þess að
vinna hér á nektarstöðum eða
hafa komið hingað til að ganga í
hjónabönd og verið er að hagnýta
sér sem fórnarlamb mansals. Það
heitir auðvitað mansal líka jafnvel
þó að það sé ekki skipulögð glæpa
starfsemi eða að þær séu beittar
ofbeldi. Það verður að skoða þetta
í víðu samhengi. Þess vegna tel ég
mig hafa talað við ríflega hund
rað manns sem ég skilgreini sem
fórnar lömb mansals,“ segir Mar
grét sem bendir þó á að það hafi
ekki allt tengst kynlífsiðnaði, held
ur hafi einnig verið dæmi þess,
sérstaklega fyrir hrun, að um
vara að ræða byggingariðnað og
veitingahúsastarfsemi. „Svo hef
ég rætt við ungmenni sem hingað
koma til að vinna aupair störf sem
hafa verið látin vinna alls kon
ar önnur störf sem þau vissu ekki
af, jafnvel ólaunað. Þetta er því af
ýmsum toga.“
Breyttar skilgreiningar
Margrét segir að þegar mál nudd
stofunnar bar á góma árið 2004
þá hafi vantað réttar lagaskil
greiningar til þess að hægt væri að
rannsaka og jafnvel ákæra í mál
inu. Kæmi málið upp í dag myndi
það jafnvel horfa öðruvísi við þó
ekki sé hægt að slá því föstu. „Í því
máli var oft minnst á að maðurinn
hefði komið hingað af fúsum og
frjálsum vilja. En það hefur bara
ekkert með málið að gera. Þar var
verið að nota hans bágu aðstæð
ur. Þá skiptir það heldur ekki máli
að einstaklingar séu blekktir. En ég
held að þetta sé að breytast,“ segir
Margrét og ítrekar að þeir einstak
lingar sem eru hér á löglegum
forsendum geti líka verið fórnar
lömb mansals.
n „Í hálfgerðri þrælavinnu“
Yfir hundrað
mansalsmál
Ábótasöm starfsemi
A
ð vera bendlaður við man
sal er langt frá því að vera
léttvægt þrátt fyrir að erfitt
sé að koma böndum yfir
þá sem að því standa. Mansal er í
raun nútíma þrælahald og hefur
það sem slíkt ótal birtingarmyndir.
Í aðgerðaáætlun íslenskra stjórn
valda frá árinu 2007 kemur fram að
þolendur mansals eru þvingaðir til
kynlífsiðnaðar, húsverka, svo sem
barnagæslu og til þernustarfa; til
að vinna í verksmiðjum, í veitinga
húsastarfsemi, í verkamannavinnu
til sjávar og sveita og til að stunda
betl. Þá telst einnig til mansals
glæpastarfsemi tengd brottnámi líf
færa.
Misnota þrána eftir betra lífi
Í skýrslu sem unnin var um umfang
mansals á Íslandi af Fríðu Rós Valdi
marsdóttur kom fram að það sem
einkennir mansal er „þvingun og
misnotkun í skjóli bágra aðstæðna
einstaklings“. Þá skiptir engu að
dvöl fórnarlambsins sé fullkomlega
lögleg svo framarlega sem brotið er
á réttindum þess til dæmis með því
að hann sé neyddur til vinnu eða
að brotið sé á réttindum hans sem
venjulegum launþega.
Oftar en ekki dragast einstak
lingar í leit að betra lífi inn í mansal.
Glæpamenn og skipulögð glæpa
samtök nota sér neyð fólksins og
þrá þess eftir betra lífi. Því er gjarn
an lofað gulli og grænum skógum,
en þegar til kastanna kemur er lítið
til í loforðunum og fólkið endar
jafnvel í verri stöðu en það var þá
þegar. Glæpamenn álíta mansal
sérstaklega ábótasama starfsemi og
tiltölulega áhættulausa.
„Bófarnir snerta þetta ekki“
„Bófarnir snerta þetta ekki,“ segir
aðili sem þekkir vel til undir
heimanna á Íslandi. Hann talar um
mansal sem tvenns konar, annars
vegar „ljótt“ mansal sem tengist
kynlífsgeiranum og svo annars kon
ar mansal, sem sé vissulega ljótt,
en þó annars eðlis. Að hans mati
eru fórnarlömbin í báðum þess
um hópum mun fleiri en fólk ger
ir sér grein fyrir. Að auki segir hann
að þeir sem standi að mansali á
Íslandi falli ekki endilega undir
hefðbundnar skilgreiningar fólks
á glæpamönnum, eða bófum eins
og hann kallar þá. „Það vita allir
að þetta er til og að þetta er alvar
legt. Sérstaklega þetta ljóta, en þú
nærð samt aldrei neinum.“ Þá seg
ir hann að fólkið dvelji gjarna hér á
landi í stuttan tíma í senn, sérstak
lega þeir sem koma hingað í kynlífs
starfsemina. Flestir dveljast aðeins
hér í þrjá mánuði, en það er tím
inn sem útlendingar utan EES og
Evrópusambandsins mega dvelja á
Íslandi. Konur sem seldar eru í kyn
lífsstarfsemi flakka því oft og tíð
um á milli landa og dvelja í stuttan
tíma á hverju að skilja geta aðstæð
ur einstaklinga sem eru fórnarlömb
mansals verið mjög viðkvæmar og
erfiðar. Einstaklingar sem hafa upp
lifað misnotkun, ógnanir og ofbeldi
geta talið sig vera upp á gerendurna
komna og ekki gert sér grein fyrir
stöðu sinni sem fórnarlömb.
Viðkvæm staða
Í viðtali við DV í janúar 2012 sagði
Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur í
jafnréttismálum í forsætisráðu
neytinu og formaður sérfræði og
samhæfingarteymis gegn man
sali: „Á einhverjum tímapunkti þarf
viðkomandi að gera það upp við
sig hvort hún eða hann vilji slíta
tengslin við gerendur og það um
hverfi sem mansalið hefur farið
fram í og síðan fá hjálp til að byggja
sig upp í framhaldinu. Þetta getur
verið mjög viðkvæm staða og við
höfum vissulega lent í því að við
komandi hefur ekki tekist að losa
sig alveg og jafnvel farið til baka.
Þetta er ekki alltaf beinn og breið
ur vegur, að slíta sig út úr svona að
stæðum.“
Alltaf von á bakslagi
„Við getum alltaf átt von á bakslagi
en það má eiginlega segja að þegar
viðkomandi er farinn að geta nýtt
sér raunveruleg uppbyggingar
úrræði, þá séu það manneskjur sem
eru mjög einarðar í því að skapa sér
nýtt líf. Við höfum séð kraftaverk
gerast. Að manneskja hefur haft
sterka þrá til að komast út úr sín
um aðstæðum og lagt mikið á sig til
þess að geta nýtt sér þann stuðning
sem hefur verið í boði.“ Í byrjun árs
höfðu fimmtán einstaklingar leitað
til mansalsteymisins. „Við þurfum
hvorki að bíða eftir lögreglurann
sókn né niðurstöðu dómstóla til að
komast að niðurstöðu og veita að
stoð. Þetta er mjög mikilvægt vegna
þess að það þýðir að við getum
gripið strax til úrræða og erum líka
óháð því hvort lögreglurannsókn
fer fram og hvernig hún gengur. Það
er almennt viðurkennt að þessi mál
eru hrikalega erfið í rannsókn og í
raun og veru mjög torsótt að koma
lögum yfir gerendur,“ segir Hildur.
Aðeins einn dómur hefur fallið er
varðar mansal á Íslandi.
n Þvingun og misnotkun í skjóli bágra aðstæðna
Mun algengara en fólk heldur
Margrét heldur að það sé mikilvægt
að fólk átti sig á umfangi mansals,
sem er mun meira en flestir vilja trúa.
„Bófarnir
snerta
þetta ekki