Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 26.–28. október 2012 Helgarblað „Óheilindavinnubrögð“ n Fallið frá því að hljóðrita ríkisstjórnarfundi Þ etta er hneisa fyrir stjórnar- meirihlutann, að geta ekki komið íslenskri stjórnskip- an upp úr þessum hjólförum leyndarinnar. Þetta segir þingmaður Hreyfingarinnar, Þór Saari, í viðtali við DV. Alþingi samþykkti á fimmtu- dag, með sautján atkvæðum gegn fimm, frumvarp meirihluta stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar sem meðal annars felur í sér að fallið er frá því að hljóðrita ríkisstjórnarfundi. Þór Saari sagði við atkvæðagreiðsluna að um óheilindabrot væri að ræða, leyndarhyggjunni yrði haldið áfram og ábyrgðin áfram órekjanleg. Þór var einn af þeim sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu sem hann segir ganga gegn skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis sem og gegn skýrslu þingmannanefndar Alþing- is. Með frumvarpinu sé meðal annars verið að fara gegn nefndarmönnum eins og honum og Þráni Bertelssyni. „Það var verið að fella burt hljóðritun- arákvæðið og það er náttúrulega gróft brot á því samkomulagi sem gert var við mig og Þráin á sínum tíma,“ segir Þór Saari og bætir við að hér sé um að ræða framhald á þeim vinnubrögðum sem áttu sér stað fyrir hrun. „Rekjan- leiki ákvarðana er ekki fyrir hendi og þar af leiðandi er rekjanleiki ábyrgð- ar ekki heldur fyrir hendi. Það er þetta umhverfi sem núverandi stjórnar- meirihluti rígheldur í.“ Mikill hraði var á málinu sem keyrt var í gegnum þingið en þingmaður- inn Atli Gíslason sagði vinnubrögðin ekki í anda skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis og greiddi því atkvæði gegn frumvarpinu. Áður hafði Þrá- inn Bertelsson sagt að enginn áhugi væri á að aflétta leyndarhyggjunni og það yrði stærsti skuggi á ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur. Þór Saari segir núverandi stjórn- armeirihluta hafa gert allt til þess að koma í veg fyrir að hljóðritunará- kvæðið tæki gildi. n jonbjarki@dv.is Losnar ekki við Leigjandann É g get ekki losnað við manninn. Ég er leigusali og hann borgar ekki leigu, en hann hefur allan rétt sín megin,“ segir Unnur Guðjónsdóttir sem oft er kennd við Kínaklúbbinn. Unnur býr í gömlu bárujárnshúsi við Njálsgötu og hefur leigt út íbúð í kjallara hússins. Þann 1. ágúst síðastliðinn fékk hún nýjan leigjanda að íbúðinni, sem hún segir að hafi staðið illa í skil- um og stafi talsvert ónæði af. Unni stendur stuggur af mannin- um sem hún segir hafa hrint sér og skellt útidyrahurðinni á sig svo fótur hennar varð á milli. „Maðurinn kemur eiginlega beint úr fangelsi inn í mitt hús, en ég vissi ekkert hver maðurinn var þegar ég leigði honum. Núna í gærmorgun [miðvikudag, innsk. blm.] um fimm leytið þá vaknaði ég upp með þvílík- um látum en þá hafði hann hent ein- hverri konu út úr íbúðinni. Fólk í ná- grenninu vaknaði og einhver hringdi í lögreglu. Það tók klukkutíma að koma þessari konu út eftir að lög- reglan kom og nú liggur dótið henn- ar hérna á lóðinni fyrir aftan húsið.“ Kærði líkamsárás Unnur hafði samband við Neytenda- samtökin þegar maðurinn borgaði ekki leigu fyrir septembermánuð og hann svaraði ekki tölvupósti hennar. „Fyrst ýtti ég eftir honum að borga og hann svaraði ekki. Svo sögðu Neyt- endasamtökin að ég þyrfti að gefa honum viku og ég gerði það. Ég er með þetta allt skriflegt. Ég sendi honum alltaf tölvupóst og sagði ég honum að ef hann myndi ekki borga fyrir 14. þess mánaðar myndi ég rifta samningnum. Hann borgaði ekki og ég rifti þá samningnum. Þann 1. október fékk ég fjóra kunningja mína til að koma hingað og ég bank- aði upp á bara til að þrýsta á hann að flytja. Hann var nú ekki alveg á þeim buxunum og hrinti mér svo harka- lega út úr íbúðinni og ýtti hurðinni aftur þannig að fóturinn á mér varð á milli. Ég varð að fara til læknis og kærði hann í kjölfarið fyrir líkams- árás. Sú kæra liggur hjá lögreglunni. En þann sama dag, 1. október, borg- aði hann leiguna fyrir september og 3.000 krónur sem vantaði upp á leig- una í ágúst. En hann hefur ekki borg- að einseyring fyrir þennan mánuð.“ Alveg bit Lögmaður Unnar hefur tekið mál- ið í sínar hendur en hún furðar sig á hversu erfitt virðist vera að koma manninum út. „Ég get ekki losnað við manninn úr íbúðinni þó hann borgi ekki leigu. Og það er alveg makalaust. Ég er búin að tala við lög- regluna og spyrja hvort ekki sé hægt að henda honum út en þeir geta ekkert gert. Núna er hann búinn að hreiðra um sig í mínu húsi, borgar ekki leigu, búinn að skipta um lás og tekur svo inn óreiðufólk. Ég er bara alveg bit.“ Lögmaður Unnar segir málið vera í eðlilegum farvegi en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. n hanna@dv.is Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Vanmáttug gagnvart erfiðum leigjanda n Segir réttinn allan hans megin Óreiða Leigjandinn henti vinkonu sinni úr íbúðinni ásamt öllu hennar hafurtaski samkvæmt Unni. Á myndinni má sjá flatskjá liggja fyrir aftan húsið. „Núna er hann bú- inn að hreiðra um sig í mínu húsi, borgar ekki leigu, búinn að skipta um lás og tekur svo bara inn óreiðufólk eins og honum dettur í hug. Og ég er bara alveg bit. Skemmdarverk Unnur Guðjónsdóttir við brotna rúðu á heimili sínu. Ekki er vitað hvort leigjandinn braut rúðuna en samkvæmt Unni mun hún hafa brotnað eftir að hann hafði hent vinkonu sinni út úr íbúðinni með miklum látum. Frumvarp Hreyfingarinnar: Tíu prósent geti krafist íbúakosn- inga Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Í tilkynningu frá þinghópi Hreyf- ingarinnar kemur fram að með frumvarpinu sé lagt til að viðmið um fjölda sveitarstjórnarfulltrúa á Íslandi verði færð til samræmis við það sem þekkist í nágrannalöndun- um sem og enn frekari efling íbúa- lýðræðis. Þannig verði frumkvæði íbúanna í málefnum sveitarfélaga eflt og bein aðkoma íbúa að málum tryggð með möguleikum á almenn- um atkvæðagreiðslum (íbúakosn- ingum). „Frumvarpið felur í sér að ef minnst 10% af þeim sem eiga kosn- ingarrétt í sveitarfélagi óska eftir íbúakosningu skuli sveitarstjórn verða við þeirri ósk. Einnig að íbúa- kosning (almenn atkvæðagreiðsla), sé æðsta ákvörðunarvald sveitar- félags. Niðurstaða íbúakosningar sé bindandi fyrir sveitarstjórn og bindandi milli kjörtímabila og geti aðeins önnur íbúakosning hnekkt niðurstöðu fyrri íbúakosningar,“ segir í tilkynningu þinghópsins. 15 þúsund vilja ekki sjá hótel Yfir fimmtán þúsund manns hafa með undirskrift sinni mót- mælt fyrirhuguðum byggingar- framkvæmdum við Ingólfstorg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BIN-hópnum sem stendur fyrir Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Allt frá því að skipulags- ráð Reykjavíkurborgar kynnti samkeppni um hótelbyggingu við Ingólfstorg hefur hópurinn staðið fyrir undirskriftasöfnun á vefsíðunni ekkihotel.is. Með því vilja þeir sem skrifa undir „mótmæla fyrirhuguðum fram- kvæmdum, niðurrifi á tónleika- staðnum NASA, virðingarleysi við friðuð hús, auknu skugga- varpi og aukinni umferð sem fylgir hótelrekstri á þessum viðkvæma stað.“ Hópurinn afhenti Jóni Gnarr borgarstjóra, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, starfandi þing- forseta, og Páli Bjarnasyni, for- manni Húsafriðunarnefndar, undirskriftirnar á fimmtudag. Þór Saari Þingmaður Hreyfingarinnar er ósáttur við vinnubrögð meirihlutans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.