Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 26.–28. október 2012 Helgarblað
É
g hitti Teit á skrifstofu hans hjá
Opus lögmönnum í Austur
stræti, við hliðina á Héraðs
dómi Reykjavíkur. Haustsólin
skín inn um gluggana sem
snúa út að Austurstrætinu og
skarkalinn frá götunni berst inn, alla
leið upp á fimmtu hæð þar sem skrif
stofan er staðsett. Klukka á veggnum
segir okkur að hún sé að verða sex en
í raun er hún bara eitt. Ég velti fyrir
mér hvort á skrifstofu lögmannsins
skipti tíminn kannski ekki öllu máli.
Teitur er sonur Einars Odds Krist
jánssonar alþingismanns heitins.
Hann hóf að feta í fótspor föður síns
þegar hann tók við rekstri fiskvinnsl
unnar Eyrarodda á Flateyri á sínum
tíma og hyggst nú áfram feta slóð
hans á öðrum vettvangi. Teitur lítur
hýru auga til Alþingis og sækist eftir
því að setjast á þing fyrir Sjálfstæðis
flokkinn, líkt og faðir hans gerði.
Flateyringur og Reykvíkingur
Teitur er fæddur og uppalinn á Flat
eyri, bjó þar til 15 ára aldurs en flutt
ist þá til Reykjavíkur. Hann settist
á skólabekk í Menntaskólanum í
Reykjavík en vann á sumrin fyrir
vestan og hélt því áfram eftir að hann
hóf nám í lagadeildinni í Háskóla Ís
lands, allt þar til hann fór að sinna
lögmannsstörfum meðfram náminu.
„Ég er hvort tveggja Reykvíkingur
og Flateyringur. Pabbi var Flateyr
ingur og mamma úr Vesturbænum
en fluttist svo vestur. Á endanum
varð hún mun meiri Vestfirðingur
en hörðustu Vestfirðingar. Fjölskyld
an var alltaf með annan fótinn hérna
fyrir sunnan líka. Var það bæði vegna
vinnu foreldra minna og mikilla fjöl
skyldutengsla við móðurfjölskyldu
mína í Reykjavík,“ segir Teitur. „En
alltaf hef ég mínar tengingar vestur,“
bætir hann við.
Sjávarþorpið mótaði hann
Frá því að Teitur var lítill drengur á
Flateyri hefur hann haft sterkar skoð
anir á samfélaginu og viljað taka þátt
í að móta það. „Það er eitthvað sem
maður lærði ómeðvitað við að búa í
litlu sjávarþorpi. Maður tók þátt í öllu
því sem viðkom samfélaginu. Það
þekktu allir alla og allir vissu allt um
alla, ekki endilega einhver leyndar
mál, heldur hvað allir gerðu – þekktu
til og gátu leitað til annarra um flest.
Það bjó til mikla nánd og þekkingu
á mannlegri hegðun og mannheim
um.“
Á heimili Teits voru samfélags
málin einnig mikið í deiglunni. Enda
faðir hans framkvæmdastjóri fisk
vinnslufyrirtækisins Hjálms hf., sem
var stærsta fyrirtækið á Flateyri, og
síðar alþingismaður. Þá var móðir
Teits hjúkrunarfræðingur og sinnti
jafnframt ýmsum félagsstörfum í
bænum. Hann á því ekki langt að
sækja áhuga sinn bæði á samfélags
málum og pólitík. „Samfélagsmeð
vitundin á heimilinu var mjög rík. Að
maður ætti að leggja samfélaginu lið
og láta gott af sér leiða. Það er atriði
sem ég hef uppgötvað að er sterkt
innrætt í mig,“ segir Teitur og brosir.
Stjórnmálalífið oft ekki geðslegt
Það er óhætt að segja að hann hafi
fylgt þeirri braut í gegnum tíðina. Í
menntaskóla sinnti hann félagsstörf
um af miklum móð og gegndi meðal
annars stöðu formanns félags fram
haldsskólanema. Í lagadeildinni tók
hann að sér formennsku í ORATOR,
félagi laganema, ásamt því að gegna
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vöku,
félag lýðræðissinnaðra stúdenta,
sem og fyrir stúdentaráð Háskóla Ís
lands.
Þá hefur Teitur bæði sinnt trún
aðarstörfum fyrir unga sjálfstæðis
menn og Sjálfstæðisflokkinn, en
hann gegnir nú formennsku utanrík
ismálanefndar flokksins.
Teitur hefur alltaf verið pólitískur
en aðspurður hvort hann hafi alltaf
stefnt á þing, svarar hann því neit
andi. Eins og fram hefur komið hef
ur hann þó lengi haft áhuga á því að
hafa áhrif á líf sitt og annarra í kring
um sig. Í honum blundar einnig
áhugi á hagfræði og samfélagsgerð.
Þá eru pólitískar hugsjónir honum
hugleiknar. „Hvað það er við sósíal
isma sem að mínu mati gengur ekki
upp og hvað það er við kapítalisma
sem að mínu mati gengur upp. Af
hverju er betra að vera frjálslyndur
og umburðarlyndur en að vera of
íhaldssamur,“ útskýrir hann.
Teitur telur að flestir séu í eðli
sínu pólitískir og vilji taka þátt í
móta samfélagið sem þeir lifa í, en
til að stíga fram og tilkynna þátt
töku í stjórnmálum þurfi fólk að
hafa brennandi áhuga og eldmóð.
„Oft er þetta stjórnmálalíf ekkert
mjög geðslegt og að verða opinber
persóna hefur bæði kosti og galla,“
bendir hann á.
Tók afleiðingum
prakkarastrikanna
Bernskuminningar Teits frá Flateyri
eru flestar mjög jákvæðar og er hann
þakklátur fyrir þær. „Ég kann að meta
það og ég veit að það hefur þýðingu
og hefur mótað hver ég er í dag. Ég
held að það sé alveg klárt.“
Á Flateyri eignaðist hann líka
marga góða vini. „Það sem maður
lærir á litlum stað í litlu þorpi er
meta þá vináttu sem þar myndast.
Hún þroskast og gengur í gegnum
ýmislegt. Það eru í raun ekki aðrir
valkostir í stöðunni. En það er líka
mjög dýrmætt að átta sig á að vin
átta, eins margt annað í samfélaginu,
krefst ákveðinna gjafa og fórna. Mað
ur fær heilmikið en maður verður
að fórna ýmsu, gera málamiðlanir
og það styrkir held ég slík sambönd.
Þannig að ég er mjög þakklátur fyrir
alla þá vináttu sem ég ber með mér
úr þessu samfélagi.“
Teitur segir að lítið hafi verið um
skipulagt félagsstarf fyrir börn þegar
hann var að alast upp á Flateyri. For
eldrar hafi oft verið mjög upptekn
ir og frjálsræði barnanna því mjög
mikið. „Það var hægt að leika svo
lítið lausum hala en því frelsi fylgdi
auðvitað mikil ábyrgð. Maður vissi
að ef maður gerði eitthvað af sér þá
væru afleiðingar. Ef maður næðist í
einhverjum prakkaraskap þá myndi
maður fá skammir.“
Börnin í plássinu voru dugleg að
búa til sína eigin leiki og hugmynda
flug þeirra átti sér lítil takmörk. „Þá
var öll eyrin og fjörðurinn undir. Það
er eiginlega stórkostlegt að minnast
þess hvað það gat verið gaman. Ein
hvern veginn var það ekkert vanda
mál að vita að þó maður ætti ekki
leikjatölvu eða fengi aðra slíka hluti
upp í hendurnar.“
Stofnaði leynifélag
Teitur viðurkennir það hlæjandi að
hann hafi verið duglegur í prakkara
strikunum sem barn. Og þrátt fyrir
að langt sé um liðið myndi hann ekki
treysta sér til að ljóstra þeim öllum
upp. Hann stofnaði meðal annars
leynifélag sem, eins og nafnið gef
ur til kynna, átti að vera háleynilegt.
Félagið átti sér leynilegan samastað,
skúr við frystihúsið þar sem börn
áttu ekki að vera að leik.
„Við tókum okkur eignarrétt yfir
ýmsum hlutum sem var mjög vafa
samt að gera og það varð heilmik
ið mál þegar það komst upp að við
hefðum tekið hluti sem við áttum
ekki að taka og nota,“ segir Teitur
sposkur á svip.
En leynifélagið tók sér ýmislegt
annað minna vafasamt fyrir hendur.
„Við kortlögðum til dæmis ketti á eyr
inni. Fylgdumst með þeim, reyndum
að klófesta þá og skrásetja. Þá vorum
við með ýmiss konar tilraunastarf
semi. Breyttum lækjar og árfarveg
um og gerðum stíflur. Og þetta var
allt saman skráð sem heilmikið sam
félagsverkefni.“ Miðað við þessar lýs
ingar af bardúsi Teits í barnæsku
er óhætt að segja að snemma hafi
beygst krókurinn. Hann var mjög
ungur þegar leikirnir voru farnir að
snúast um að bæta samfélagið á ein
hvern hátt.
„Á veturna þá vorum við svo mik
ið í tákngerð. Reyndum að finna dul
málslykla til að geta haft samskipti
án þess að nokkur annar í skólanum
myndi skilja og þess háttar.“ Hann
segir að fyrir vikið hafi þeir félagarn
ir hugsanlega verið álitnir hálf ein
kennilegir. „Það vissi enginn hvað við
vorum að gera og að því leytinu var
þetta mjög vel heppnað leyni félag,“
segir Teitur og hlær að bernskubrek
um sínum.
Lærði mikið af föður sínum
Einar Oddur Kristjánsson, faðir
Teits, féll frá mjög skyndilega. Hann
var bráðkvaddur í júlí árið 2007 er
hann var í fjallgöngu á Kaldbak.
„Það var gríðarlegt áfall,“ segir Teitur
og staldrar aðeins við áður en hann
heldur frásöginni áfram. „Við vorum
mjög góðir vinir. Hann var mjög góð
ur faðir. Hann var skilningsríkur og
umburðarlyndur en ákveðinn. Við
brölluðum margt saman og hann
sýndi alltaf mikinn áhuga á öllu því
sem maður tók sér fyrir hendur.
Hann hvatti mann til góðra verka en
reyndi að forða manni frá einhverri
vitleysu eins og frekast hann gat.“
Teitur segir föður sinn eðlilega
hafa mótað pólitískar skoðanir sínar
töluvert en þeir hafi þó verið ósam
mála um ýmsa hluti. „Ég virti föður
minn sem mikinn og góðan stjórn
málamann og vonandi hef ég lært
eitthvað gott af honum. Árið 1994
kom ég að hans fyrsta prófkjöri. Þá
var ég fjórtán ára táningur og fylgd
ist með honum bæði á heimilinu og í
kosningunum. Við bræðurnir keyrð
um svo seinna meðal annars með
honum um kjördæmið og reyndum
að liðsinna honum eftir bestu getu.
Það var mjög skemmtilegur og góð
ur tími. Þá kynntist maður honum í
öðru ljósi og það var mjög lærdóms
ríkt. Svo eftir því sem árin líða þá átt
ar maður sig á hlutum sem maður
hafði ekki skilning á þegar maður var
yngri, eins og hver hans lífsskoðun
var. Minningarnar eru mér afar kær
ar,“ segir Teitur.
Fas hans breytist þegar hann tal
ar um föður sinn, lærimeistarann
sem fallinn er frá. Hann verður hugsi
og á sama tíma er eins og værð fær
ist yfir hann, líkt og hann sé að njóta
minninganna um leið og hann kall
ar þær fram. „Það fetar enginn í
hans fótspor en ég vona bara að það
veganesti sem ég fékk frá foreldrum
mínum muni nýtast mér eins vel og
ég get farið með það.“
Varð framkvæmdastjóri Eyrarodda
Teitur snéri aftur á bernskuslóðirnar
á Flateyri haustið eftir að faðir hans
lést. Tilgangurinn með vesturförinni
var að aðstoða fjölskylduna við að
koma af stað fiskvinnslu í frysti
húsinu á Flateyri á nýjan leik undir
nafninu Eyraroddi. Frændi hans
, Kristján Erlingsson, keypti eign
ir frystihússins með það að mark
miði að reyna að viðhalda atvinnu
á staðnum, en þar hafði ekki verið
vinnsla í nokkra mánuði. „Hvað mig
snerti þá átti þetta að vera tímabund
ið og ég fékk leyfi frá lögmannsstörf
um hér í Reykjavík til að aðstoða við
að koma á fót fiskvinnslu. En fyrr en
varði þá æxluðust mál þannig að ég
þurfti að taka að mér mun stærra
hlutverk í þessu verkefni en ég hafði
í fyrstu ráðgert. Fljótlega áttaði ég
mig svo á því að það yrði ekkert aftur
snúið. Ég varð að klára þetta verkefni
sem ég hafði tekið að mér og ann
aðhvort myndi það ganga eða ekki.“
Teiti fannst hann á þessum tíma
verða axla ákveðna ábyrgð sem hann
gat ekki varpað yfir á aðra. Hann tók
því að sér starf framkvæmdastjóra
Eyrarodda.
Fyrstu misserin gekk rekstur
„við brugðumst“
Teitur Björn Einarsson gefur kost á sér í 5. sæti
á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi próf-
kjöri sem fer fram í lok nóvember. Hann á ekki langt
að sækja áhugann á pólitík en faðir hans, Einar Oddur
Kristjánsson heitinn var þingmaður fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í fjölda ára. Teitur er lögmaður á lögmanns-
stofunni Opus en stýrði um árabil rekstri fiskvinnslu
Eyrarodda á Flateyri sem varð gjaldþrota í byrjun árs
2011. Hann lýsir sér sem hlédrægum og sjálfsgagnrýnum
og nýtur þess að fara að sjóinn. Sólrún Lilja Ragnars-
dóttir settist niður með Teiti og ræddi um prófkjörið,
föðurmissinn, gjaldþrotið og æskuárin fyrir vestan.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Viðtal
„Það var líka þungt
fyrir okkur sem
stóðum að þessu verkefni
að játa okkur sigraða og
það var erfitt að sætta
sig við orðinn hlut.
Sár föðurmissir Teitur Björn segir
að skyndilegt áfall föðursins hafi verið
mikið áfall en hann reynir að taka það
góða sem hann lærði af föður sínum
með sér út í lífið. MyndiR EyþóR ÁRnaSon