Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 26.–28. október 2012 Helgarblað Hreyfing góð fyrir heilann n Stuttur göngutúr gerir gagn E f þú vilt halda huganum skörpum eftir sextugt virðist líkamsrækt vera besta lausn­ in. Vísindamenn við háskól­ ann í Edinborg komust að því að eftir því sem fólk er líkamlega virkara í ellinni því minna hef­ ur heili þeirra rýrnað. Þetta kem­ ur fram hjá BBC. Heilarýrnun er tengd erfiðleikum með hugs­ un og minni. Í rannsókninni kom í ljós að meira að segja stuttur göngutúr nokkrum sinnum í viku hefur jákvæð áhrif. Á hinn bóg­ inn virðist hugarleikfimi á borð við krossgátur, lestur og sam­ veru með öðrum ekki gera mikið gagn. Vísindamenn eru ekki viss­ ir af hverju hreyfing heldur heil­ anum heilbrigðum en ástæðuna gæti verið að finna í þeirri stað­ reynd að með hreyfingu renn­ ur meira blóð og súrefni til heil­ ans og heilafrumurnar fá meira af nauðsynlegum næringarefnum. Einnig kom fram að það er í rauninni aldrei of seint að byrja að hreyfa sig. „Þótt það sé ekki nema hraustleg ganga út í búð, að hugsa um blómin í garðinum eða þátttaka í skemmtihlaupi, þá er það nauðsyn­ legt fyrir þá sem geta haldið áfram að hreyfa sig á efri árum,“ sagði pró­ fessor James Goodwin. Dr. Simon Ridley, yfirmaður rannsókna hjá Alzheimer‘s Re­ search í Bretlandi sagði rannsókn­ ina ýta undir fyrri niðurstöður um það hversu mikilvæg regluleg hreyfing er gegn áhrifum öldrun­ ar. n indiana@dv.is i ndi Löðrandi í bakteríum Slæmar fréttir fyrir sýklahrædda tækninörda; samkvæmt nýrri rann­ sókn er farsíminn þinn löðrandi í hættulegum bakteríum sem geta gert þig veikan. Þetta kemur fram í Wall Street Journal. Þar kemur fram að sú staðreynd að síminn er ávallt í fórum okkar eykur að­ eins á bakteríuflóruna og að tæki ætluð til að þrífa síma eru annað hvort gagnslaus eða slæm fyrir sím­ ann. „Við erum að mata þessar litlu verur,“ segir prófessor í örveru­ og ónæmisfræðum. „Við höfum öll séð fituna á símunum. Þar sem er fita eru bakteríur.“ Vísindamenn próf­ uðu alls kyns hreinsiefni en alkóhól reyndist virka best. Hins segja tals­ menn bæði Apple og Blackberry að það megi ekki nota efnið til að hreinsa símana. Aldrei að gefast upp! 1 Oprah Sjónvarps- drottningin, sem er ein af áhrifamestu konum heims í dag, var eitt sinn rekin úr starfi sínu sem fréttalesari. Yfirmenn Opruh sögðu henni að hún væri „ómöguleg fyrir sjónvarpið“. 2 Tim Ferriss Rithöfundurinn hafði fengið neitum frá 26 út- gefendum áður en bókin The 4-Hour Workweek var gefin út. Bókin sat í marga mánuði á toppi metsölulista The New York Times. 3 Stephenie Meyer Twi-light-höfundurinn hafði fengið níu sinnum neitun frá bókaútgefend- um en nældi síðan í þriggja bóka, 750 þúsund dollara samning. 4 Lady Gaga Plötufyrir- tækið Island Def Jam Records lét popp dívuna fjúka eftir þriggja mánaða samstarf. 5 Christian Siriano Sigur-vegaranum úr Project Runway hafði verið neitað um inngöngu í Fashion Institute of Technology. Eftir sigurinn í Project Runway halaði línan hans inn rúma milljón dala á fyrstu tveimur árunum. 6 Abraham Lincoln Skóla-ganga forsetans var aðeins fimm ár. 7 Marilyn Monroe Yfirmenn 20th Century Fox höfðu engan áhuga á leikkonunni og sögðu hana „óaðlaðandi“. 8 Beethoven Tónskáldið var næstum alveg heyrnalaust þegar það samdi Óðinn til gleðinnar. 9 Emily Dickinson Ljóð-skáldið fékk aðeins örfá ljóð útgefin í lifanda lífi. Í dag hafa komið út yfir 1.800 verk eftir Dickinson. 10 Louisa May Alcott Skáldkonan var hvött áfram af fjölskyldu sinni til að vinna sem heimilishjálp. Hún neitaði og settist við skriftir og skrifaði meðal annars Little Women. 11 Verdi Verdi var neitað um inngöngu í virtan tónlistarskóla þar sem hann þótt ekki nógu hæfileik- aríkur. Hann skrifaði 28 óperur, þar á meðal La Traviata, Aida og Othello. 12 Michael Jordan Körfuboltasnillingur- inn þótti ekki nógu góður fyrir háskólaliðið. Brugðið út af vananum n Grísk lambakjötssúpa n Lambakjötið í hávegum í nýrri matreiðslubók L ambakjötið verður seint oflofað sem úrvalshráefni í góða matar­ gerð og auðvelt er að finna bita sem hæfa tilefninu hverju sinni. Gestgjafinn hefur nú safnað saman öllum bestu lambakjötsupp­ skriftum sínum í veglega bók sem ber nafnið Lambakjöt – Allan ársins hring. Allar árstíðir bjóða upp á sína lambakjötsrétti, svo sem kjötsúpu að hausti, hangikjöt á jólum, vetrar­ lega pottrétti, páskalambið og auð­ vitað gómsætu grillréttina á sumrin. Í bókinni er að finna þessa nýstár­ legu uppskrift að kjötsúpu þar sem brugðið er út af vananum. Græn­ ar baunir, kúrbítur, spergilkál í stað kartaflna og rófa gefa tóninn. Grísk lambakjötssúpa fyrir 4–6 n 700 gr lambakjöt úr framparti, skorið í 5x5 cm bita n 2 tsk. salt n ½ tsk. nýmalaður pipar n 2 msk. olía n 3 hvítlauksgeirar, pressaðir n 2 l vatn n 1 msk. lambakjötskraftur n 150 gr kartöflur, skornar í teninga n 200 gr strengjabaunir, skornar í 3 cm lengjur n 1 laukur, skorinn í bita n 100 gr grænar baunir, frosnar n 1 kjöttómatur, hýðislaus og kjarn­ hreinsaður, skorinn í bita n 1 dl tómatsafi n 150 gr spergilkál, skorið í litla, fal­ lega bita n ½ kúrbítur, skorinn í litla, fallega bita n 2 msk. steinselja, smátt söxuð Kryddið lambakjöt með salti og pipar og steikið upp úr olíu í potti á öllum hliðum í 4–5 mín. eða þangað til það er orðið fallega brúnað. Bætið þá hvítlauk, vatni og lambakrafti í pottinn og sjóðið við vægan hita í 45 mínútur. Veiðið fitu og sora úr pottin­ um á meðan. Bætið kartöflum og strengjabaunum í pottinn, sjóðið í 10 mínútur og bætið síðan lauk, græn­ um baunum, tómat og tómatsafa út í og sjóðið áfram í 10 mínútur. Setjið að lokum spergilkál og kúrbít saman við og sjóðið í 5 mínútur. Stráið steinselju yfir súpuna og berið hana fram með grófu brauði. n kristjana@dv.is Kjötsúp er vinsæl er haustar Margir lands- menn laga sér kjötsúpu á haustin. Gaman er að bregða út af vananum og prófa nýtt hráefni í súpuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.