Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 22
Sandkorn H anna Birna Kristjánsdóttir virðist hafa mikinn meðbyr ef litið til nýlegrar skoðana- könnunar MMR sem gerð var fyrir Viðskiptablaðið. Oddviti sjálfstæðismanna í Reykja- vík er nánast kominn með fyrsta sætið í Reykjavík norður og að óbreyttu er prófkjörið formsatriði. Spennan vegna toppslagsins er úr sögunni. Eftir stendur spurningin hvort Guðlaugur Þór Þórðarson eða Illugi Gunnarsson leiði í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Hanna Birna er stjórnmálamað- ur sem hefur haldið sig utan við við- skiptabrall og vafninga. Hún er með flekklausa fortíð og heilbrigða fram- tíðarsýn. Ekkert á hennar ferli bendir til þess að hún hafi seilst í forboðna ávexti. Allt annað er uppi á teningn- um hjá Guðlaugi Þór sem var nánast á beit hjá útrásarvíkingum og þá sér- staklega Baugi og FL Group. Þá hafði hann þau tök á Landsbanka Íslands í gegnum vin sinn, Sigurjón Þ. Árna- son bankastjóra, að hann gat selt þeim handónýtt tryggingaumboð fyrir tugi milljóna króna og bjargað þannig eig- in fjárhag. Guðlaugur er einhver spillt- asti stjórnmálamaður Íslands. Það yrði mikil ógæfa flokksins ef hann næði að halda oddvitasæti sínu. En það verður að segja honum til hróss að hann kann að selja fjölmiðlum froðusnakkið. Hanna Birna náði ekki að leggja Bjarna Benediktsson að velli í for- mannskosningu á síðasta landsfundi. Þar munaði þó ekki miklu og kom hún frá þeim leik sterkari en áður. Sú stemning sem myndast hefur um hana í Reykjavík er vísbending um að sjálfstæðismenn vilji óflekkað fólk til forystu. Gangi það eftir að hún fái yf- irburðakosningu er eðlilegt framhald að hún stefni til hæstu metorða á ný því skyni að siðvæða flokkinn og gefa fólki sem trúir á frelsi einstaklingsins valkost. Það er samfélaginu ekki til góðs að eini flokkurinn á hægri vængnum sé spilltur. Það hlýtur að vera stærsta verkefni flokksmanna að hreinsa út fólk á borð við Guðlaug Þór og hefja til áhrifa fólk eins og Hönnu Birnu. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins árið 2009 báru séra Halldór Gunnarsson í Holti og fleiri upp til- lögu um að styrkjakóngar og þeir sem spilltir eru ættu að víkja frem- ur en skaða flokk sinn. Guðlaugur Þór lét þessa tilraun til siðbótar sem vind um eyru þjóta og situr sem fast- ast. Aðrir hafa tekið áskoruninni, staðið upp og farið. Meðbyr Hönnu Birnu er vísbending um að það kunni að vera breytinga að vænta. Í loftinu liggur að spillingarkólfar séu ekki jafnsjálfsagðir og áður. Hanna Birna er vonarstjarna Sjálfstæðis- flokksins. Tryggvi ráðherra n Mörgum þykir það vera fífldirfska af Tryggva Þór Herbertssyni að sækja að Kristjáni Þór Júlíussyni í baráttunni um odd- vitasætið í Norðaustur- kjördæmi. Þetta mun þó ekki vera með öllu van- hugsað. Tryggvi er metnað- arfullur maður sem langar að verða ráðherra. Hermt er að hann viti sem er að sem annar maður í kjördæminu en á hann ekki möguleika. Fullyrt er að Bjarni Bene- diktsson formaður hafi hvatt hann til þess að taka slaginn. Engir kærleikar eru milli formannsins og Krist- jáns Þórs sem hefur keppt við hann um formanns- stólinn. Skilaboð Davíðs n Bjarni Benediktsson er mis- hrifinn af þeim sem bjóða sig fram í efstu sæti. Þannig mun honum vera lítt gefið um framboð Ragnars Önundarson- ar, fyrrverandi bankastjóra, sem keppir við formanninn um fyrsta sæti í Kraganum. Vandi Bjarna er sá að Ragnar er mjög handgenginn Davíð Oddssyni, fyrrverandi for- manni og þeim sem ræður ferðinni í Sjálfstæðisflokkn- um. Talið er óhugsandi ann- að en Ragnar fari gegn Bjarna með samþykki og velþóknun Davíðs. Skilaboðin til Bjarna eru því alveg skýr. Sótt að Ögmundi n Það eru fleiri hræringar í Kraganum. Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, sækist eftir fyrsta sætinu á lista Vinstri grænna og þar með leið- togasætinu. Ólafur er talinn vera innmúraður stuðningsmaður Steingríms J. Sigfússonar formanns. Framboð hans er því túlkað sem hluti af valdatafli Stein- gríms og Ögmundar Jón- assonar innanríkisráðherra. Því er spáð að Ögmundur muni jafnvel hopa undan bæjarfulltrúanum og koma sér fyrir á lista í Reykjavík þar sem hann reyndar býr. Jón Ásgeir ánægður n Fréttablaðið fjallaði í vik- unni um tap Skjás Eins með nokkuð óvægnum hætti. Það mun vera Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, athafnamanni og stjórnanda 365, mikið kappsmál að hans menn fjalli um þá samkeppnisað- ila fyrirtækisins sem ekki eru þóknanlegir. Það er viðskipta- blaðamaðurinn Þórður Snær Júlíusson sem skrifaði um Skjáinn. Jón Ásgeir er með skrifstofu í höfuðstöðvum frí- blaðsins þótt hann beri ekki opinberan titil. Höfum daðrað aðeins við þetta Mér fannst eins og hálsinn lamaðist Skúli Mogensen kaupir Iceland Express. – DV Alda Björg Lárusdóttir veiktist mikið af völdum myglusvepps. – DV Vonarstjarna„Spennan vegna toppslagsins er úr sögunni. Þ jóðin hefur fellt sinn dóm um frumvarp til nýrrar stjórnar- skrár. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október tekur af tvímæli um, að tveir þriðju hlutar kjósenda (67%) styðja frumvarpið, 83% styðja auðlind- ir í þjóðareigu, 78% styðja persónu- kjör, 67% styðja jafnt vægi atkvæða og 73% styðja beint lýðræði, svo að til- tekið hlutfall atkvæðisbærra manna geti krafizt þess, að mál fari í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Niðurstaðan getur varla skýrari verið. Þjóðfundurinn er uppsprettan Ekkert af þessu þarf að koma á óvart. Frumvarp stjórnlagaráðs er sprottið af þjóðfundinum 2010. Þjóðfundur- inn speglaði þjóðarviljann og lagði línurnar um anda og áherzlur nýrrar stjórnarskrár og um inntak nokkurra helztu ákvæða hennar svo sem um auðlindir í þjóðareigu, jafnt vægi at- kvæða, persónukjör og beint lýðræði. Hví skyldi þjóðin snúast gegn frum- varpi, sem er sprottið af henni sjálfri? Hví skyldi fólkið í landinu snúast gegn sjálfu sér? Afstaða kjósenda til ýmissa helztu ákvæða frumvarps stjórnlagaráðs hefur legið fyrir um langa hríð. DV kannaði hug stjórnlagaþingsfram- bjóðenda til þessara spurninga og margra annarra. Svör þeirra voru birt haustið 2010 og voru í fullu samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar á laugardaginn var. Allir máttu vita, hvernig landið liggur. Enginn þurfti að ganga að því gruflandi. Hér er e.t.v. að finna ástæðuna til þess, að engar skoðanakannanir voru birtar í að- draganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Kannski sáu fylgjendur frumvarpsins ekki ástæðu til að láta gera könnun, ef þeir töldu sig vita, hverju kjósendur myndu svara. Ef andstæðingar frum- varpsins létu kanna málið, sáu þeir sér sennilega ekki hag í að birta niður- stöðurnar. Veik rök Allt þetta þarf að hafa í huga, þegar mat er lagt á málflutning þeirra, sem reyna nú að kasta rýrð á ótvíræðan dóm þjóðarinnar. Rök þeirra eru vand- ræðalega veik. Sumir þeirra segja full- um fetum, að þjóðaratkvæðagreiðslan sé „merkingarlaus“, að því er virðist án þess að skeyta um, að með því eru þeir að kasta blautri tusku framan í kjósendur. Tilraunir fáeinna alþingis- manna til að slá eign sinni á ógreidd at- kvæði þeirra kjósenda, sem sátu heima, dæma sig sjálfar og eru dregnar sund- ur og saman í háði hringinn í kringum landið, enda sýndi skoðanakönnun MMR í apríl 2012, að stuðningur við frumvarpið er hinn sami (2/3) meðal allra og reyndist vera í atkvæðagreiðsl- unni: þeir sem heima sátu skiptast með sama hætti og þeir sem kusu. Sumum andstæðinganna þykir eiga vel við að nota orðið „skrílræði“ um eitt lýðræðis- legasta stjórnarskrárferli, sem saga heimsins kann frá að greina eins og er- lendir sérfæðingar og aðrir hafa tekið eftir og auglýst. Þá eru ótaldar ýmsar rangfærslur um frumvarpið, eins og t.d. sú fullyrðing, að frumvarpinu sé ætlað að smeygja Íslandi inn í ESB. Þessu er þveröfugt farið. Gildandi stjórnarskrá frá 1944 veitir enga vörn gegn einhliða ákvörðun Alþingis um að leiða Ísland inn í ESB. Frumvarp stjórnlagaráðs tryggir, að Ísland gengur því aðeins inn í ESB, að þjóðin samþykki ráðahaginn í bindandi þjóðaratkvæði og þá upp á þau býti, að framsal ríkisvalds sé ávallt afturkræft. „Alþingi er á reynslutíma“ Þau sjónarmið, sem einstakir alþingis- menn halda nú fram um æskilegar efnisbreytingar á frumvarpi stjórn- lagaráðs, hafa öll komið fram áður og verið rædd í þaula. Alþingi lá ásamt mörgum lögfræðingum og öðr- um yfir frumvarpinu í átta mánuði, áður en það beindi spurningum sín- um og ábendingum til stjórnlagaráðs snemma á þessu ári. Í svari sínu til Al- þingis lýstu fulltrúar í stjórnlagaráði nokkrum valkostum um nýtt orðalag á fáeinum ákvæðum frumvarpsins til frekari skýringar, án þess að um veru- legar efnisbreytingar væri að ræða. Þeir, sem halda nú fram nýjum tillög- um, jafnvel eftir að þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm, eru eins og verktak- inn, sem birtist með nýtt tilboð löngu eftir að útboðsfresturinn er runninn út og ætlast til að vera tekinn alvar- lega. Alþingi setti málið á sínum tíma í vel afmarkað ferli með skýrri tíma- töflu. Því ferli þurfa alþingismenn og aðrir að una. Engum má líðast að brjóta reglurnar eða breyta þeim í miðjum leik. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni,“ sagði forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðsluna. Slík auðmýkt gagnvart fólkinu í landinu á vel við eins og sakir standa. Gömul saga Barátta andstæðinganna gegn nýrri stjórnarskrá, jafnvel eftir að þjóðin hefur lýst eindregnum vilja sínum til að ný stjórnarskrá nái fram að ganga, hljómar eins og eftirdrunur frá löngu liðinni tíð. Þegar lýðveldisstjórnarskrá- in var í smíðum, reyndu stjórnmálafor- ingjar að ná því fram, að Alþingi kysi forseta Íslands, ekki þjóðin. Þeim fannst vissara að hafa forsetann í vas- anum. Þeir vildu halda áfram að hegða sér eins „ríki í ríkinu, … beygja ríkis- valdið og knésetja þjóðarheildina“, eins og Ólafur Jóhannesson, síðar forsætis- ráðherra, lýsti vandanum í tímaritinu Helgafelli 1945. Vönduð skoðana- könnun í Helgafelli, fyrsta vísinda- lega skoðanakönnunin á Íslandi, sýndi þó svart á hvítu, að 70% þjóðarinn- ar vildu þjóðkjörinn forseta og aðeins 20% vildu þingkjörinn forseta. Stjórn- málaforingjarnir létu undan. Þjóðin fékk að ráða för með dyggum stuðn- ingi Sveins Björnssonar ríkisstjóra, síð- ar forseta Íslands. Það þarf hún að fá að gera nú og eftirleiðis. 20. október Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 26.–28. október 2012 Helgarblað „Rök þeirra eru vand- ræðalega veik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.