Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 38
38 Lífsstíll 26.–28. október 2012 Helgarblað Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ ú verður að fá þér Viagra,“ sagði ráðgjafinn. Honum stökk ekki bros og það var bersýnilegt að honum var full alvara. Ég var agndofa. Á dauða mínum hafði ég átt von enn ekki því að mér yrði fyrirskipað að kaupa umrætt lyf sem þekkt er fyr- ir að styrkja karlmennsku manna sem komnir eru á seinni hluta ævi- skeiðsins. Við vorum á fyrsta fundi vegna væntanlegrar göngu á Mont Blanc. Tveir reynsluboltar upplýstu við- vaninga um hvað þyrfti til þess að komast upp á þann 4.800 metra tind sem gnæfir hæst í löndum Evrópusambandsins. Það var að mörgu að hyggja áður en lagt yrði á fjallið um miðjan september 2013. Meðal þess sem fólk þarf að gera er að æfa ísklifur og þar með- ferð ísaxar, línu og mannbrodda. Hópurinn þarf að byggja enn frekar upp þrek sitt í þeim tilgangi að ná að fara 3.800 metra frá fjallabæn- um Chamonix og upp á tindinn. Farið verður í tveimur áföngum. Í fyrri lotunni verður haldið upp í fjallaskála, þar mun fólk finna fyr- ir fyrstu einkennum þunna lofts- ins. Líklegt er að svimi og ógleði muni gera vart við sig. Mest er um vert að ná að sofna tíman- lega fyrir atlöguna að tindinum sem hefst um klukkan tvö um nóttina. Til þess að losna við höfuðverk er ráðlegt að taka inn aspiríntöflur. Flestir þeir sem gefast upp gera það vegna þunna lofts- ins. Menn veikjast og missa dómgreind með þeim af- leiðingum að nauðsyn- legt er að koma þeim niður í öryggið. En það eru fleiri hættur sem steðja að þeim sem klífa hinn fræga tind. Á ákveðnum svæðum er mikil snjóflóðahætta og þarf að sæta lagi til þess að komast heilu og höldnu þar um. Talsvert hef- ur verið um það í gegnum tíðina að fólk farist við þær aðstæður. Hættulegast er að vera á ferðinni þegar sól er hátt á lofti. Þá hitna steinar og velta af stað, stundum með þeim afleiðingum að snjóflóð verður. Það er því áríðandi að vera á ferðinni um nótt og áður en sólin kemst í hágöngu. Á fyrsta fundi væntanlegra ferðafélaga var farið yfir allt þetta og skipulagðar æfingaferðir. Þá var rætt um háfjallaveikina sem getur verið lífshættuleg. Sá reyndasti í hópnum hefur verið farar- stjóri til fjölmargra ára. Hann útlistaði nauðsyn þess að taka inn lyf sem þynna blóðið. Síð- an lýsti hann nauðsyn þess að fólk af báðum kynjum kæmi sér upp Viagra-birgðum. Eftir að ég hafði jafnað mig á undruninni leitaði ég upplýsinga um sam- hengið milli rismikilla fjalla og Viagra. S á frægi Íslandsvinur Malcom Walker, forstjóri verslunarkeðj- unnar Iceland, kleif Everest fyrir nokkru. Í þeim leiðangri notaði hann Viagra til að komast á toppinn. Everest er 7.000 metra hátt og loftið æði þunnt. Með því að inn- byrða stinningarlyfið náðu Walker og félagar að víkka út æðar sínar og viðhalda eðlilegu blóðstreymi. Viagra víkkar æðar og tryggir að lík- aminn fái nóg súrefni. Næsta haust mun ég sem sagt fara sömu leið og Malcolm og fá mér Viagra. Með þær töflur í vasanum mun ég leggja til atlögu við tindinn.   Ég fæ mér svo Viagra H eimildamyndin Girl Model hefur vakið mikla athygli víða um heim. Myndin fjall- ar um fyrirsætubransann og aðalsöguhetjan er Ashley, fyrr- verandi fyrirsæta, og Nadya, 13 ára síberísk stúlka. Ashley ferð- ast um heiminn að leita að ung- um fyrirsætum fyrir Japansmark- að sem vill hafa þær barnungar og grannar. Hún ferðast til Síberíu til að finna stúlkur sem eru 12 til 13 ára sem eru svo sendar til Japan og annarra fjarlægra landa án for- ráðamanna sinna. Áhorfendur fá að fylgjast með Nadyu sem ferðast þangað án þess að tala tungumál- ið og án nokkurrar verndar. Henni er lofað gulli og grænum skógum og hún látin skrifa undir óraun- hæfa samninga. Stúlkurnar sem um ræðir eru svo oftast sendar heim í skuld og svo verður einnig um Nadyu. Í myndinni eru börn hlutgerð og misnotuð í þágu markaðsafla og eftir sýningu myndarinnar var efnt til umræðna um myndina og fyrir- sætubransann. Hópurinn sem var mættur til umræðna samanstóð af fólki sem allt hefur mikla reynslu og þekkingu á bransanum, það voru þau Ásta Kristjánsdóttir, fyrr- verandi eigandi Eskimo Models, Sveinn Speight ljósmyndari, Þór- hildur Þorkelsdóttir stílisti, Arnar Gauti Sverrisson, eigandi Elite Fas- hion Academy, og þær Matthildur Matthíasdóttir og Kolfinna Krist- ófersdóttir fyrirsæta. DV fylgdist með umræðum um myndina. Erfitt að halda sjálfsmyndinni heilli Arnar Gauti: „Þetta er mjög áhugaverð mynd, og veitir inn- sýn í heim sem ég þekki ekki. Okk- ar heimur er miklu verndaðri en þetta.“ Ásta: „Ég fór sjálf til Tókýó, 17 ára gömul. Það var einn besti tími ævi minnar þannig að ég kann- ast ekki við þennan heim. Þetta er hræðilegur veruleiki sem blasir við þessum stúlkum, ég á sjálf 14 ára stúlku og ég myndi ekki senda hana eina út. Þegar ég var úti þá voru stelpurnar á aldrinum, 17–22 ára.“ Matthildur: „Ég og Kolfinna höfum rætt mikið um þetta. Oft þegar þú kemur ein til nýrra landa, eru aðstæður ekki mjög heilbrigð- ar. En svo fer það náttúrulega eftir því hversu þroskaður einstakling- ur þú ert hvernig þú meðhöndl- ar þær. Og á unglingsárunum ertu kannski ekki tilbúin í þetta. Það er erfitt að halda sjálfsmyndinni heilli þegar fólk fer að krítisera þig á svona ungum aldri.“ Sveinn Speight: „Það sorglega er að þetta er mjög nærri raun- veruleikanum. Ekki þessi aldur en framkoman er lítilsvirðandi í garð stúlknanna. Það er stundum ekki einu sinni horft í andlit stúlkn- anna. Það er bara flett í gegnum einhverjar möppur fyrir framan þær og þeim svo vísað burt.“ Hótað af umboðsmanni Er það raunveruleiki að fyrirsætur endi í skuld? Matthildur: „Já, það er raun- veruleikinn. Ef þú tekur að þér samning fyrir 8.000 dollara, þá vinnur þú upp í hann. Ef þú vinn- ur meira, þá kemur þú heim með pening. Ef þú vinnur minna, þá ertu í skuld. En það borgar enginn skuldina. Þegar ég var 13 ára þá fór ég fyrst út með mömmu minni og var í þrjár vikur. Ég gerði Teen Vogue og alls kyns, en ég gerði engin ver- kefni sem gáfu af sér peninga. Þegar þrjár vikur voru liðnar þá var kominn tími til þess að snúa aftur heim. Þá sagði mamma; Jæja, nú ferð þú bara aftur í Árbæjarskóla. En ég vildi það ekki. Ég vildi vera áfram. En hún stóð föst á sínu. Þá fékk hún símtal frá umboðsskrifstof- unni úti. Þá var einhver samningur sem var gerður við mig sem inni- hélt klausu um að ég ætti að vera áfram til taks. Mér var bara hótað. Í símanum var maður sem sagði: „Þetta bara gengur ekki. Þú verð- ur að koma.“ Ég átti bara að vera til taks í einhver ár ef eitthvað kæmi upp.“ Hitti mömmu og pabba í lyftunni Eru íslenskar fyrirsætur betur undirbúnar en annars staðar, til dæmis í Austur-Evrópu? Arnar: „Já, ég held að það sé 100% rétt. Við erum í öðru um- hverfi. Elite er stærsta umboðs- skrifstofa heims, það eru 37 skrif- stofur í heiminum og það eru mikil samskipti á milli þeirra. Í fyrra fór Magdalena Sara til Shanghaí á okkar vegum. Foreldrar hennar fóru með í aðalkeppnina. Það var tekið á móti henni á flugvellinum. Mamma hennar og pabbi voru þá með. Þau ætluðu að njóta þess að vera með dóttur sinni þennan tíma þarna en hún hitti þau bara í lyft- unni og í morgunmat. Þær eru það mikið verndaðar. Það er ein kona sem var að hugsa um hana allan tímann.“ Þórhildur: „Þetta er fjarlægt Íslandi. Það er mjög augljóst að þessar stelpur vita ekkert hvað þær eru að koma sér út í. Þetta er eft- irsóknarvert í þeirra augum, það hefur verið máluð upp glansmynd af þessum heimi sem á ekki við nein rök að styðjast.“ Arnar Gauti: „Okkar rekstur skipt- ist í tvennt. Við erum umboðs- skrifstofa og erum einnig með fyrir sætu- og framkomunámskeið þar sem við kennum verðandi fyrirsætum. Við fengum Bryn- dísi Bjarnadóttur til liðs við okk- ur. Hún hefur flotta sýn á þennan heim og er að fá menn eins og Þor- grím Þráinsson til að tala við þær. Þetta snýst um að styrkja þær og koma þeim út í lífið.“ Kúnninn biður um stelpur Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs Lífs: „Arnar Gauti, ég velti því fyrir mér, hvað hefur 13, 14 ára stelpa að gera á þínum vegum í útlönd- um?“ Arnar Gauti: „Við erum með aldurstakmark, sem er 14–22 ár. Því fyrr sem fyrirsæta fer út, því lengri tíma hefur hún til að byggja upp ferilinn og portfólíóið.“ Þóra: „Mér finnst hæpið að tala um portfólíó krakka sem eru ekki búnir með gaggó.“ Ásta: „Þú ert ritstjóri á Nýju Lífi, það hafa stúlkur komið í mynda- töku til þín sem eru 14 ára.“ Þóra: „Nei. Það hefur aldrei gerst í minni tíð.“ Ásta: „Jú, hjá fyrirtækinu sem þú vinnur hjá. Við erum öll að taka þátt í þessum heimi. Það er kúnn- inn sem biður um flotta stelpu. Eins og þú Matthildur, þú byrjar þegar þú ert 13 ára gömul. Þá ertu orðin 1,78. Þú lítur út fyrir að vera 18 ára. Þetta er allt í samráði við foreldra og allt samþykkt.“ Æskudýrkun Björt Ólafsdóttir, formaður Geð- hjálpar: „Þið talið um þetta eins og einhverja hagfræði. Það er bara einhver eftirspurn. En það er alltaf einhver sem þarf að selja sem seg- ir: Þið þurfið að fá þetta af því það er þetta sem er að gerast. Ef að þið ætlið að tala um þetta sem hag- fræði, þá þurfið þið líka að bera ábyrgðina á því að bjóða upp á vöruna.“ Ásta: „Ég er reyndar ekki lengur í bransanum. Það er æskudýrkun í þessu þjóðfélagi og við tökum öll þátt í henni. Auðvitað er þetta rétt, þetta er alltof ungt. Ég get al- veg samþykkt það. Þær eru alltof ungar. En hvernig eigum við að stöðva þetta? Við þurfum að gera það saman.“ Ráð frá Þorgrími Þráins Kristín Tómasdóttir, rithöf- undur: „Ég eyði öllum mínum starfskröftum á árinu í að búa til bækur sem fjalla um sjálfsstyrk- ingu fyrir ungar stelpur og út frá mínum rannsóknum og skrifum get ég ekki tengt við það sem þið gerið. Ég skil þetta ekki. Getur þú útskýrt á hvaða grunni þið bygg- ið?“ Arnar Gauti: „Við erum- í 12 vikur með krakkana. Þau eru að koma á fyrirsætu- og framkomunámskeið og vegna þess að þau hafa áhuga á fyrirsætustörfum.“ Kristín: „Þú pakkar þessu inn svona. Þú ert að tala um einhverja sjálfsstyrkingu en hefur engar forsendur til þess.“ Gestur úti í sal: „Þær eru jafn- gamlar og stelpurnar í myndinni þær eru að fara á sömu staðina og fá ráð frá Þorgrími Þráins?“ (Hlátrasköll í salnum) Arnar: „Ég treysti Bryndísi Bjarna- dóttur mjög vel til þess að styrkja þessar stelpur. Þessar stelpur og strákar koma saman á fyrirsætu- og framkomunámskeið af því þau hafa áhuga á fyrirsætuheiminum. Þú þarft að vera sterkur og hafa gott sjálfsálit og þarft virkilega að styrkja þig til að vera í bransan- um.“ Mikil vinna og lítill svefn Hver ákveður hvað er í tísku? Gestur úti í sal: „Bara einhverj- ir pedófílar!“ Kolfinna og Matthildur kinka báðar kolli. Gestur í sal: Kolfinna, það kom fram í Nýju Lífi að þú ætlar að hætta? Kolfinna: „Já, ég vil hætta. Það kemur ekki þessari mynd við. Þetta heillar mig ekki lengur. Þetta er erfitt, þetta er mikil vinna og þetta Skuggahliðar fyrirSætubranSanS Skuggahliðar fyrirsætubransans voru ræddar í kjöl- far sýningar heimildamyndarinnar Girl Model. Þær Kolfinna Kristófersdóttir og Matthildur Matthíasdóttir tóku þátt í umræðunum. Báðar hafa þær fengið nóg af fyrirsætustörfum. Matthildi var hótað af umboðsskrifstofunni þegar hún sneri aftur til Íslands 13 ára til að klára Árbæjarskóla, hún átti að vera til taks í frekari verkefni. Kolfinnu finnst ungar stelpur fullorðnast of fljótt í hörðum fyrirsætu- heimi. Báðar vilja þær berjast gegn hlutgervingu ungra stúlkna í bransanum. Kristjana Guðbrandsdóttir mætti í Bíó Paradís og fylgdist með umræðum. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is „Ég vil ekki gera þetta lengur „Unglingar með alltof mikið „make- up“ og fýlusvip. Á þetta að selja mér eitthvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.