Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 44
44 Sport 26.–28. október 2012 Helgarblað
Engin jólagleði í ár
n Sir Alex Ferguson tekur enga sénsa þetta tímabilið
S
ir Alex Ferguson, knattspyrn-
ustjóri Manchester United,
er sagður vera reiðubúinn
að hætta við árlega jóla-
veislu leikmanna félagsins. Leik-
menn félagsins hafa undanfarin
ár fengið grænt ljós á að lyfta sér
upp og sletta ærlega úr klaufunum
skömmu fyrir jólin, eða áður en
jólatörnin hefst í ensku úrvals-
deildinni milli jóla og nýárs. Hafa
leikmenn málað Manchester
rauða og heimsótt pöbba og bari í
miðborginni.
Nú gæti hins vegar orðið
breyting á ef marka má heimildar-
menn breska blaðsins The Daily
Star. Árið 2007 fór jólaveislan úr
böndunum en þá var varnarmað-
urinn Jonny Evans handtekinn
grunaður um nauðgun. Aldrei var
ákært í málinu og var rannsóknin
látin niður falla. Leikmenn félags-
ins eru sagðir hafa skemmt sér í
hópi föngulegra kvenna og verið
að til morguns, Ferguson til mikill-
ar gremju.
Sir Alex er hins vegar sagður
ekki vilja taka neina áhættu í ár,
enda keppnin í ensku úrvals-
deildinni afar hörð þetta tímabilið.
„Það verður engin drykkja leyfð
í ár heldur verður þetta matarsam-
sæti með hefðbundnu sniði,“ segir
heimildarmaður blaðsins. United
situr í öðru sæti deildarinnar, fjór-
um stigum á eftir toppliði Chelsea
en þessi lið mætast einmitt um
helgina. Varnarleikur liðsins hef-
ur ekki verið upp á marka fiska og
hefur liðið til að mynda lent undir í
átta leikjum af fyrstu tólf á tímabil-
inu. Til marks um varnarvandræði
United hafa þeir fengið á sig 1,25
mörk að meðaltali í leik á þessari
leiktíð. Á sama tíma fyrir fimm
árum hafði liðið hins vegar aðeins
fengið á sig 0,33 mörk að meðal-
tali.
einar@dv.is
Engir sénsar Það síðasta
sem leikmenn United vilja gera
er að reita stjórann til reiði.
H
eitustu aðdáendur ís-
lenska kvennalandsliðsins
í knattspyrnu geta farið að
undirbúa ferð til Svíþjóðar
næsta sumar hafi þeir á ann-
að borð áhuga á að styðja stelpurn-
ar en þar taka þær þátt í Evrópumóti
landsliða í annað skiptið í röð. Þetta
varð ljóst eftir frábæran 3–2 sigur á
landsliði Úkraínu á Laugardalsvelli á
fimmtudagskvöld.
Þau úrslit dugðu og vel það til að
tryggja stelpunum farseðil í loka-
keppni Evrópumótsins sem fram fer í
Svíþjóð en fyrri umspilsleikur liðanna
ytra endaði með 2–3 sigri íslenska
liðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson
landsliðsþjálfari sendi sömu leik-
menn inn á Laugardalsvöllinn í þess-
um leik og hóf fyrri umspilsleikinn
fyrir rúmri viku sem fram fór í Úkra-
ínu. Sá leikur vannst frækilega 2–3 og
því þurftu íslensku stelpurnar í raun
aðeins að ná jafntefli til að tryggja sér
farseðilinn til Svíþjóðar.
Sigurður brýndi þó vel fyrir stelp-
unum að landslið Úkraínu væri sýnd
veiði en ekki gefin en fyrir leikinn
á fimmtudagskvöld hafði landslið
Úkraínu, merkilegt nokk, unnið alla
útileiki sína í undanriðlum keppn-
innar.
Fram fram fylking
Það var því landslið Úkraínu sem
þurfti að sækja í leiknum í gærkvöldi
og engum duldist strax við upphaf
hans að úkraínsku stelpurnar ætl-
uðu sér að viðhalda hundrað pró-
senta vinningshlutfalli sínu í útileikj-
um. Sóttu gestirnir nokkuð grimmt
strax og réðu nokkuð gangi leiksins
fyrstu mínútur hans. En kapp er best
með forsjá og því gleymdu þær úkra-
ínsku strax á áttundu mínútu leiksins
þegar Margrét Lára Viðarsdóttir skor-
aði fyrsta mark leiksins fyrir Ísland
eftir sókn upp hægri kantinn.
Markið sló gestina greinilega út af
laginu og þær íslensku uppskáru eft-
ir því aðeins fjórum mínútum síðar
þegar Katrín Ómarsdóttir bætti öðru
marki við fyrir Ísland. Að þessu sinni
kom markið eftir hlaup upp vinstri
kantinn og ánægjulegt að sjá hversu
sóknarleikur stelpnanna var fjöl-
breyttur og fjarri því einskorðaður við
sendingar á Margréti Láru.
Í kjölfar marka Íslands komst jafn-
vægi á leikinn en íslenska liðið hélt
að mestu um stýrið og aðeins mistök
Þóru Helgadóttur markvarðar á 36.
mínútur hleyptu Úkraínu óvænt inn
í leikinn. Hugðist Þóra slá fyrirgjöf frá
markinu en ekki tókst betur til en svo
að hún sló boltann inn í teiginn á koll
Vira Dyatel sem þakkaði fyrir með
skalla í markið.
Miðjumoð og harka í seinni
hálfleik
Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri.
Úkraínsku stelpurnar sóttu stíft og
settu enn meiri pressu fram á við en
þær íslensku sáu við flestu því sem
gestunum datt í hug og lítið var um
hættuleg marktækifæri. Meira var
um harðari tæklingar og einn gest-
anna fékk meðal annars að líta gula
spjaldið fyrir harkalegt hártog.
Hreyfing komst þó aldeilis á
hlutina þegar þær úkraínsku jöfnuðu
metin á 71. mínútu leiksins. Skoraði
Darana Apanaschenko með stuttu
skoti eftir slæma vörn Íslands. Í kjölfar
marksins sóttu þær úkraínsku grimmt
en Sigurður Ragnar brá þá á það ráð
að setja inn á Dagnýju Brynjarsdóttur
í stað Fanndísar Friðriksdóttur. Sú
skipting skipti sköpum og fersk Dagný
var búin að skora fyrir Ísland eftir að-
eins tvær mínútur á 76. mínútu leiks-
ins. Í kjölfar þess marks galopnaðist
leikurinn því gestirnir þurftu mark en
við það hættu þær sér of langt fram og
íslenska liðið var nær því að bæta við
marki en gestirnir að jafna það sem
eftir lifði leiks.
Metfjöldi á vellinum
Aðstæður voru sæmilegar í Laugar-
dalnum og völlurinn allgóður þrátt
að komið sé fram í lok október. Miðað
við hversu mikilvægur leikurinn gegn
Úkraínu var fyrir íslenska kvenna-
landsliðið og um leið íslenskan
kvennafótbolta virtist vera furðu fá-
mennt á vellinum í byrjun leiks. Fjölg-
aði þó fljótt og var sett áhorfendamet
samkvæmt tölum KSÍ því 6.647 áhorf-
endur mættu og studdu við bakið á
stelpunum þegar upp var staðið. n
n Kvennalandsliðið á EM n Stórfínn árangur gegn Úkraínu
Með baráttukveðju
til Svíþjóðar á EM
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar albert@dv.is
Mark! Íslensku stelpurnar
eru vel að því komnar að taka
þátt í lokakeppni EM næsta
sumar. MYND PRESSPHOTOS.BIZ
Magath rekinn
frá Wolfsburg
Forsvarsmenn þýska úrvals-
deildarfélagsins Wolfsburg
hafa ákveðið að sparka fram-
kvæmdastjóra félagsins, Felix
Magath, vegna afleits gengis fé-
lagsins á leiktíðinni. Wolfsburg
hefur byrjað tímabilið illa í Þýska-
landi og er aðeins með fimm stig
eftir fyrstu átta umferðirnar og
situr á botni deildarinnar. Wolfs-
burg varð Þýskalandsmeistari vor-
ið 2009 en síðan þá hefur leiðin
legið niður á við. Lornz-Gunther
Kostner mun taka við félaginu
tímabundið, eða þar til eftirmaður
Magath verður ráðinn. „Við viljum
færa Felix Magath þakkir. Hann
hefur sýnt mikla tryggð við félagið
síðustu tvö tímabil,“ sagði félagið í
yfirlýsingu á fimmtudag.
Fengu
ársbann
Tveir leikmenn U21 árs liðs Serba
í knattspyrnu, Nikola Ninkovic
og Ognjen Mudrinski, hafa ver-
ið dæmdir í ársbann af serbneska
knattspyrnusambandinu. Ástæð-
an er sú að þeir voru í lykilhlut-
verki þegar slagsmál brutust út á
milli leikmanna Serbíu og Eng-
lands eftir að flautað hafði verið til
leiksloka í leik liðanna fyrr í þess-
um mánuði. Aganefnd serbneska
knattspyrnusambandsins studdist
við myndbandsupptökur frá leikn-
um en auk Ninkovic og Mudrinski
voru tveir úr þjálfarateymi Serba
úrskurðaðir í tveggja ára bann
fyrir sinn þátt í slagsmálunum.
Óhætt er að segja að allt
hafi farið í bál og brand í leikn-
um því Danny Rose, leikmaður
Englendinga, sakaði stuðnings-
menn Serba um að hafa verið
með kynþáttafordóma í sinn garð.
Evrópska knattspyrnusambandið
á enn eftir að ákveða hvort Serbar
verði kærðir vegna þess hluta
málsins.
Zlatan kemur
sér vel fyrir
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður
PSG í Frakklandi, virðist vera bú-
inn að koma sér vel fyrir ef marka
má franska fjölmiðla. Hann er
sagður hafa leigt sér glæsihýsi í
Versölum og greiðir fyrir það 40
þúsund evrur á mánuði, eða 6,5
milljónir króna. Sænski landsliðs-
maðurinn ætti að hafa efni á þessu
enda er hann í hópi launahæstu
leikmanna heims eftir félagaskipt-
in til Frakklands frá AC Milan í
sumar. Hann þénar fjórtán millj-
ónir evra, 2,2 milljarða króna á ári,
hjá félaginu. Hingað til hafa Zlatan
og fjölskylda hans hafst við á hót-
eli í miðborg Parísar.