Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 23
Hef notað helling af lyfjum Nei, nei, það er ekki komið á dagskrá Jón Gnarr segist hafa notað ADHD-lyf. – Bein lína á DV.isGunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, þvertekur fyrir loforð. – DV Einungis 15% á móti! Spurningin „Já, ég fór að sjá Dario Argento.“ Gunnar Theódór Eggertsson 30 ára rithöfundur „Já, ég fór á íslenskar stuttmyndir.“ Yrsa Þöll Gylfadóttir 30 ára rithöfundur „Já, ég fór á Suspiria og eina aðra mynd sem ég man ekki hvað heitir.“ Hugi Þeyr Gunnarsson 20 ára nemi „Já, ég fór á RIFF. Besta myndin var Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull.“ Haukur S. Magnússon 28 ára slefberi „Því miður, en mig langaði alveg rosalega.“ Gunnar Maris 26 ára rappari Fórst þú á RIFF í september? Ö ll höfum við heyrt talað um lyg- ina og tölfræðina og öll höfum við heyrt um Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Og ef eitthvað er að marka þá tölfræði sem fulltrúar helm- ingaskiptaveldisins halda fram, með hinn hrærða skyrdreng, Bjarna Ben í fylkingarbrjósti, má öllum ljóst vera, að einungis 15% kosningabærra Ís- lendinga eru á móti því að frumvarp stjórnlagaráðs verði grundvöllur nýrrar stjórnarskrár fyrir lýðveldið Íslands. Og það sem meira er: Ekki lýgur tölfræðin. Ja, ekki frekar en Mogginn. Ef við skoðum kosningar í útlönd- um, þ.e.a.s. kosningar sem segja má að séu sambærilegar við þjóðaratkvæða- greiðsluna sem við glímdum við í síð- ustu viku, má ljóst vera að þátttakan hér heima var meiri en gerist hjá nágranna- þjóðum okkar. Hérna virðist vera afar ríkur og almennur áhugi fyrir því að skipta út gamalli stjórnarskrá fyrir nýja. Og núna þurfa gáfnaljós einsog Vig- dís Haugsdóttir og Birgir Ármanns- son að láta ljós sitt skína. Þjófafélag Framsóknar og glæpaklíka Sjálfstæðis- flokksins ætla núna að sameinast um að hundsa niðurstöður þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Við erum svo aumingja- góð þjóð að við ley fum öllum þing- heimi að tjá sig áður en við ákveðum að afgreiða nýja stjórnarskrá. Og við erum svo kurteis að við bjóðum bitlingaflokk- um LÍÚ að beita málþófi, ef það mætti nú verða til þess að afgreiðsla málsins tefðist. Barlómsbræðurnir, Sigmundur Dav- íð Oddsson og Bjarni skyrdrengur hafa náð að sannfæra marga Íslendinga um það að Jóhanna og Steingrímur hafi stundað mestu óstjórn sem þjóðin hef- ur þolað. Þeim hefur enn og aftur tek- ist að ljúga fólkið svo blindfullt að það veit ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður. Þeim hefur tekist að sannfæra kjósendur um að hér sé svo mikið at- vinnuleysi að vart þekkist annað eins í víðri veröld. En á sama tíma kynda glæpaklíkur undir svartri atvinnustarf- semi sem aldrei fyrr. Núna segja þeir sem eitthvað vita, að ríkissjóður verði af 100 milljörðum í formi skatta vegna svartamarkaðsbrasks skattsvikara. Og aumingjagæska okkar er slík að við borgum þjófunum atvinnuleysisbætur á meðan þeir stunda sitt siðlausa brask. Reyndar er það svo að ríkisstjórn Jóhönnu á þann einn kost að sam- þykkja nýja stjórnarskrá, ef þetta fólk hefur hug á að starfa í stjórn eftir kosn- ingarnar í vor. Og við, sem höfum enn- þá eitthvert vit í kollinum, erum viss um að vinstristjórnin mun þá allavega gera meira fyrir okkur en þeir þarna með góðærisglýjuna í augunum; afæt- ur auðvaldsins, sem einkum kunna að ljúga og stela. Skuggi Ránsins og græðginnar er ennþá yfir okkar yndislegu þjóð. Við eigum í þingsal fulltrúa vafninga, kúlu- lána, kvótaþega, Samvinnutrygginga- svindls, Sjóvárbrasks, krimmadeildar Saga Capital og yfirleitt allra glæpafé- laga sem þjóðin státar af. Okkur vantar vítisengla og fulltrúa svartrar atvinnu- starfsemi til að fullkomna flóruna. Það fólk myndi nú aldeilis falla vel að hug- sjónum stjórnarandstöðunnar. Núna þjóðin getur grátið svo geta allir barmað sér og þjóðin getur líka látið lygamerði stjórna hér. Skammdegið Það var farið að dimma þegar þessi mynd var tekin úr turninum í Borgartúninu um sex leytið á fimmtudag. Skammdegið er farið að sækja í sig veðrið enda nálgast nóvember óðfluga. mynd eyþór árnaSonMyndin Umræða 23Helgarblað 26.–28. október 2012 Eðlilegar gengisvarnir Björgólfur Thor sver af sér stöðutöku. – DV Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Skuggi Ránsins og græðginnar er ennþá yfir okkar yndislegu þjóð. Sjáðu meira fyrir aðeins 790 kr. á mánuði * Fáðu greinar í heild sinni á DV.is og vefáskrift af prentútgáfu DV * Verðið er 790 kr. fyrstu 3 mánuðina, en 1.790 kr. eftir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.