Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 37
Menning 37Helgarblað 26.–28. október 2012 „Skemmtanagildið í fyrirrúmi“ „Hröð, skelfileg og grípandi“ NBA 2K12 PS3 Eldvitnið Lars Kepler „Vandamál Argentínu koma fram þegar ketinu sleppir“ Argentína Veitingastaður „Palli er PoPP- kóngurinn!“ Saga listarinnar í 65 typpum Á hvítmáluðum veggjum Kaffi- stofunnar á Hverfisgötu stendur yfir listasýning sem ber nafnið „Saga listarinn- ar – skrásetning.“ Þrátt fyrir að listamennirnir stundi nám við Listaháskóla Íslands er efniviðurinn ekki fenginn beint upp úr námsbók- unum, heldur prýða hin ýmsu typpi veggina. Sum eru prjónuð úr lopa, önnur skorin úr við og enn önnur búin til úr gipsi eða öðru efni. Og þó, þegar nánar er skoðað er innblástur- inn einmitt sóttur í námsefnið. „Í listasögu er lítið fjallað um kon- ur og okkur fannst það niðurdrep- andi,“ segir Guðrún Heiður Ísaks- dóttir. „Þetta er kalt mat á listasögunni,“ bætir Katrína Mogensen við. „Það þarf að endurskoða hana reglulega.“ „Það eru allir hættir að nenna að hlusta þegar kemur að jafnréttisbar- áttunni,“ segir sú þriðja úr hópnum, Freyja Eilíf Logadóttir. „Maður getur endalaust talað um þetta, en það þarf að gera eitthvað.“ Og jafnréttisbaráttan getur verið skemmtileg. Guðrún segir hug- myndina fyrst hafa komið upp yfir rauðvíni og pítsu. „Þetta var fárán- lega fyndið og mikið hlegið,“ skýtur Katrína inn í. „En við vildum hafa yfirbragðið alvarlegt, gólf og veggi hreina og klassískt form, fólk gang- andi um rólega að sötra vín.“ „Við hættum fljótlega að sjá þetta fyrir okkur sem typpi og fórum að líta á þetta sem verk sem okkur þykir vænt um,“ segir Guðrún. Guðrún bendir á að þetta snúist ekki aðeins um söguskoðun. „Þeir fáu sem munu stunda myndlist sem atvinnu eftir útskriftina eru í flestum tilfellum karlmenn.“ Katrína leggur þó áherslu á að þetta séu ekki typpi listamanna sem um ræðir, heldur tákni verkin það hvernig sagan er kennd. „Enda eru það ekki lista- mennirnir sjálfir sem skrá söguna,“ segir hún. „Sagan er bara hálfsögð,“ segir Guðrún. „Eða brengluð,“ bætir Freyja við. Þó þær stundi nám við Listahá- skólann fer listasöguhlutinn fram í Háskóla Íslands. „Við buðum til- vonandi listfræðingum og listasögu- kennaranum okkar á sýninguna, en þeir komu ekki,“ segir Guðrún, og Freyja bætir við: „Þeir ætla sér greini- lega ekki með inn í framtíðina.“ Gestir og gangandi hafa þó tekið sýningunni vel. „Þegar fólk kemur inn, bæði strákar og stelpur, segir það gjarnan: „Nákvæmlega“,“ segir Katrína. „Þetta er okkar upplifun og annarra líka.“ n Valur Gunnarsson n Sýning á Kaffistofunni Hverfisgötu 46 vekur töluverða athygli „Þeir fáu sem munu stunda mynd- list sem atvinnu eftir út- skriftina eru í flestum til- fellum karlmenn. Jafnréttisbaráttan getur verið skemmtileg Guðrún segir hugmyndina fyrst hafa komið upp yfir rauðvíni og pítsu. „Þetta var fáránlega fyndið og mikið hlegið,“ skýtur Katrína inn í. Vinsæl sýning „Þegar fólk kemur inn, bæði strákar og stelpur, segir það gjarnan: „Ná- kvæmlega“,“ segir Katrína. „Þetta er okkar upplifun og annarra líka.“ Lítið fjallað um konur „Í listasögu er lítið fjallað um konur og okkur fannst það niðurdrepandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.