Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 20
20 Erlent 26.–28. október 2012 Helgarblað Hryllingsmynd í stað teiknimyndar n Börn sáu Paranormal Activity 4 í staðinn fyrir Madagascar 3 S kelfileg mistök áttu sér stað í kvikmyndahúsi í Nottingham á Englandi á dögunum þegar hryllingsmyndin Paranormal Activity 4 var sýnd í stað teikni- myndarinnar Madagascar 3. Eins og gefur að skilja voru mjög mörg börn í salnum þegar mistökin áttu sér stað og eru foreldrar margra þeirra afar ósátt- ir við kvikmyndahúsið. Á þeim stutta tíma sem sýningin stóð yfir sáu börnin meðal annars illa leikið lík. Í frétt breska blaðsins The Daily Mail kemur fram að börn allt niður í fimm ára aldur hafi gengið úr saln- um með foreldrum sínum og grátið af skelfingu. „Dylan vildi bara sjá nýju Madagascar-myndina þar sem hann hefur séð báðar fyrri myndirnar,“ segir Natasha Lewis, 32 ára, móðir fjögurra ára drengs, Dylans. „Hann hlakkaði mikið til. Þegar myndin hófst áttaði ég mig á því að það var ekki allt með felldu. Það mátti heyra börn gráta og öskra. Ég hef séð nokkrar hryllings- myndir en Paranormal Activity-mynd- irnar eru þær skelfilegustu sem ég hef séð,“ segir móðirin. Sýning myndar- innar stóð yfir í tvær mínútur og seg- ir Lewis að það hafi verið alveg nóg og gengur hún svo langt að halda því fram að sum börn muni ekki bíða þess bæt- ur að hafa séð byrjun myndarinnar. „Mistök eins og þessi ættu ekki að eiga sér stað. Dylan hefur aldrei verið mikið fyrir að fara í kvikmyndahús en hann segist aldrei vilja fara aftur.“ Kvikmyndahúsið sem um ræðir er Cineworld og forsvarsmenn þess hafa beðið þá sem voru á sýningunni afsök- unar og segjast munu tryggja að slík uppákoma endurtaki sig ekki. n Þ rátt fyrir að bandarísku for- setaframbjóðendurnir Barack Obama og Mitt Rom- ney hafi eytt samtals fjór- um og hálfum klukkutím- um í sjónvarpskappræður ræddu þeir sáralítið um ýmis stór mál sem brenna á Bandaríkjamönnum. Hér verður stiklað á stóru um afstöðu frambjóðendanna til nokkurra þeirra en breska dagblaðið Guardian fjall- aði ítarlega um þau á dögunum. Réttindi samkynhneigðra Þrátt fyrir að Obama hafi markað sér sérstöðu með yfirlýstum stuðn- ingi sínum við hjónabönd samkyn- hneigðra virðist hann ekki hafa séð sér hag í því að vekja máls á því í kappræðunum. Hann komst líklega næst því þegar hann sakaði Romney um að sækja félagsmálastefnu sína til sjötta áratugar síðustu aldar. Obama er eini Bandaríkjaforseti sögunnar sem stutt hefur hjónabönd samkyn- hneigðra. Jafnframt kom hann því til leiðar að lög sem bönnuðu samkyn- hneigðum að gegna herþjónustu voru felld úr gildi. Romney er íhaldssamur í málefn- um samkynhneigðra og hefur ítrekað staðhæft að hjónabandið sé aðeins samkomulag milli karls og konu. Myndbandsupptaka hefur farið eins og eldur í sinu um netheima þar sem Romney sést tala við samkynhneigð- an mann um afstöðu sína til hjóna- bandsins. Fíkniefnastríðið Rúmlega 50 milljörðum Bandaríkja- dollara er varið í fíkniefnastríðið ár hvert, bæði innanlands og utan. Samt sem áður var ekki minnst orði á það í kappræðunum. Obama og Romney eru báðir á móti hvers kyns lögleiðingu fíkniefna. Obama hefur lagt áherslu á forvarnir og ýmis verk- efni sem snúa að aðhlynningu fíkni- efnaneytenda. Romney tekur harðari afstöðu í fíkniefnamálum og hefur með- al annars gagnrýnt Obama fyrir lin- kind. Hann vill grípa til harkalegra aðgerða til að minnka eftirspurn eftir fíkniefnum í Bandaríkjunum og tel- ur að þannig megi draga úr átökum á landamærum Mexíkó og Banda- ríkjanna sem að nokkru leyti eru talin tengjast fíkniefnainnflutningi til Bandaríkjanna. Fóstureyðingar Fóstureyðingar bárust í tal á kapp- ræðum varaforsetaefnanna en ekki hjá forsetaframbjóðendunum sjálf- um. Afstaða þeirra liggur þó nokkurn veginn fyrir. Obama hefur talað fyrir valfrelsi kvenna í þessum efnum og vísað í stjórnarskrá Bandaríkj- anna máli sínu til stuðnings. Rom- ney hefur sveiflast til í afstöðu sinni til fóstureyðinga en samkvæmt mál- flutningi hans undanfarið er hann mótfallinn fóstureyðingum nema þegar nauðgun eða sifjaspell á í hlut eða þegar lífi móðurinnar er stefnt í hættu. Romney hefur ekki tekið jafn einarða afstöðu gegn fóstureyðing- um og margir flokksbræður hans, en skemmst er að minnast þess þegar frambjóðandinn Rick Santorum í forvali Repúblikanaflokksins fullyrti að þungun vegna nauðgunar væri „guðsgjöf“. Loftslagsbreytingar Rætt var um orkumál og olíuverð á fyrstu kappræðunum af þremur en aldrei var vikið að umhverfisvernd eða loftslagsbreytingum. Obama hefur gagnrýnt þá sem efast um að loftslagsbreytingar séu af manna völdum og hvatt til þess að dregið verði úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda. „Loftslags breytingarnar eru ekkert gabb,“ sagði Obama á landsþingi Demókrataflokksins. Hefur hann eflt rannsóknir á endurnýjanlegum orkugjöfum. Mitt Romney hefur hins vegar gert grín að Obama og hæðst að hon- um fyrir að vilja „lækna plánetuna“. Romney heldur því fram að ekki sé vitað hvað valdi loftslagsbreytingun- um og hefur hvatt til þess að ríkis- styrkir til vindorkuiðnaðarins verði lagðir af. Noam Chomsky, einn þekktasti stjórnmálagreinandi heims, skrif- aði nýlega grein á vefmiðilinn Truth Out þar sem hann gagnrýnir báða frambjóðendurna fyrir sinnuleysi í umhverfismálum. Þótt orðræða sitjandi forseta sé umhverfisvænni en málflutningur repúblikana hef- ur Obama aukið olíuborun og lítið gert til að stemma stigu við loftslags- breytingunum í sinni stjórnartíð. n Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is „Mitt Romney hef- ur hins vegar gert grín að Obama og hæðst að honum fyrir að vilja „lækna plánetuna“. Það sem ekki bar á góma n Romney og Obama með ólík viðhorf n Lítið rætt um ýmis stór mál Kátir keppinautar Obama og Romney brosa og hlæja nær undantekningarlaust þegar þeir takast í hendur. Slæm mistök Forsvarsmenn kvikmyndahússins hafa beðist afsökunar á atvikinu. 1 Hjálparhönd Bóndi í Devon hélt því fram að iPhone-síminn hans hefði horfið inn í afturenda kýr sem var að bera. Bóndinn kvaðst hafa ver- ið að aðstoða kúna þegar atvikið varð. Síminn skilaði sér að lokum en var ónýtur þegar hann kom út. 2 Endaði í ofninum Kona á fertugsaldri frá Nottingham sagðist hafa verið að baka köku fyrir afmæli dóttur sinnar þegar Nokia 6303i-síminn hennar datt fyrir slysni ofan í deigið. Hún átt- aði sig ekki á því og fór síminn því í ofninn með kökunni og eyði- lagðist. 3 Þjófóttur mávur Kona á fertugsaldri útskýrði að hún hefði verið úti að ganga með hundinn sinn í Wales þegar mávur steypti sér niður og nappaði Sam- sung Galaxy-síma úr hendi henn- ar og flaug á brott. 4 Ekki hjálpartæki Kona á þrítugsaldri kvaðst hafa not- að Blackberry-símann sinn sem eins konar hjálpartæki ástarlífsins og við það hafi titrari hans hætt að virka. 5 Beint í klósettið Fertugur iðnaðarmaður settist á kló- settið í vinnunni en gætti ekki nægilega vel að sér. Þegar hann settist datt síminn úr vasanum og beint í klósettið. Síminn eyðilagð- ist í kjölfarið. 6 Api stal símanum Karl-maður um þrítugt kvaðst hafa verið í safarígarði í Longleat þegar api kom aðvífandi og stal símanum hans. Hann fannst aldrei aftur. 7 Léku eftir frægt atriði Par sem lék eftir frægt atriði úr Titanic-myndinni í skemmtiferða- siglingu missti síma í sjóinn þegar það reyndi að taka mynd. 8 Tertusími Maður sem var að setja upp flugeldasýningu í Plymouth gleymdi símanum sín- um ofan á flugeldatertu. Hann áttaði sig á því of seint og sprakk síminn í tætlur þegar hann kveikti í tertunni. 9 Reiðikast Kona á þrítugs-aldri kastaði HTC Desire X- síma sínum að kærastanum þegar hún komst að framhjáhaldi hans. Síminn endaði þó í vegg og möl- brotnaði. 10 Hæpinn sparnaður Í stað þess að borga sig inn á tón- leika Blur á Hyde Park ákvað einn viðskiptavinur Mobile Insurance að klifra upp í tré fyrir utan tón- leikastaðinn og taka tónleikana upp á símann sinn. Þegar upp var komið missti hann símann sem brotnaði og eyðilagðist. 10 furðulegar tjónatilkynningar Farsímaeigend- ur í tómu tjóni Breska tryggingafélagið Mobile Insurance fær á hverju ári þúsund- ir tilkynninga um tjón á farsím- um viðskiptavina sinna. Flestar þessara tilkynninga eru ósköp venjulegar en inni á milli leynast gullmolar. Tryggingafélagið birti á dögunum topp 10 lista yfir furðu- legustu tjónatilkynningarnar. Þó að farsímarnir hafi orðið fyrir tjóni er augljóst að sumir þessara við- skiptavina voru einnig í tómu tjóni þegar símarnir sungu sitt síðasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.