Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 34
34 26.–28. október 2012 Helgarblað ára stúlka varð fórnarlamb tveggja bræðra á táningsaldri í Suður-Jersey í Bandaríkjunum. Annar drengjanna narraði stúlkuna, Autumn Pasquale, inn til sín – þóttist hafa varahluti í reiðhjól. Inn komin var hún myrt af bræðrunum sem síðan hentu líkinu í endurvinnslutunnu við næsta hús. Á meðan foreldrar og nágrannar leituðu Autumn gumuðu drengirnir af morðinu á Facebook. Þegar móðir drengj- anna sá færslurnar hafði hún samband við lögregluna. Drengirnir hafa verið ákærðir.12 BANVÆN BRJÓSTA- STÆKKUN C arolin Ebert fæddist 2. maí, 1987, í Berlín og var ekki há í loftinu þegar hún ákvað að verða mesti dansari sem heimurinn hefði séð. Þá ákvörðun tók hún 10 ára, árið 1997. Þrátt fyrir að foreldrar hennar væru skildir skorti hana ekkert; hún bjó í Hamborg hjá móður sinni og stjúpföður og var í nánum samskipt- um við afa sinn og ömmu. Þegar hún lét í ljósi ósk sína skráði móðir hennar hana í danskennslu og fátt virtist geta komið í veg fyrir að stúlkukindin yrði nafntoguð. Sú varð einnig raunin en frægð hennar lá ekki á því sviði sem Ebert-fjölskyld- an hafði gert sér í hugarlund. Mögulegur dansframi Carolin beið skipbrot þegar í ljós kom að hún glímdi við mjaðmamein og því fór svo að hún lagði stund á hjúkr- unarfræði um skeið. En Carolin neyddist til að gefa hjúkrunarfræði upp á bátinn vegna mjaðmameins- ins og gerðist þjónn. Ást við fyrstu sýn Þegar Carolin var 18 ára var henni boðið í sundlaugarpartí. Carol- in, íklædd bikiníi, leið ekki alls kostar vel undir vökulum augum fáklæddra karlmanna og var við að yfirgefa partíið þegar hún sá lag- legan, ungan, brúneygan mann með geislandi bros og blik í augum. Um var að ræða Tim Wosnitza og þetta var ást við fyrstu sýn. Þremur vikum síðar sagði Carolin þjónsstarfi sínu lausu og flutti inn til Tims, í litla eins herbergis íbúð. Tveimur árum síðar gengu þau í það heilaga. Líf hjónakornanna var ekki íburðarmikið, en Tim var harðdug- legur og sinnti sölustarfi sínu af alúð, en illa gekk hjá Carolin að finna sér starf og gamlir draumar hennar voru nákvæmlega það – gamlir draumar. Það var þó ekki laust við að Tim og Carolin vildu mjaka sér í betra hverfi; íbúð þeirra var í hverfi í Ham- borg þar sem vændiskonur voru á nánast hverju götuhorni. Carolin sá þær að störfum daglega, en gat ekki ímyndað sér hvað olli því að þær vildu selja blíðu sína ókunnugum karlmönnum. Dag einn spurði hún eina vændiskonuna hvers vegna hún væri í þessu starfi. „Peninganna vegna,“ var svarið, „ég þéna 2.000 evrur á viku.“ Úr B í C og síðan í D Um kvöldið impraði Carolin á þeim möguleika við Tim að hún reyndi fyrir sér á götunni. Tim tók vel í hug- myndina og nokkrum dögum síðar hófst nýr ferill hjá Carolin. Carolin sló í gegn í nýja starfinu og gat innan tíðar sett upp hærra verð en stallsystur hennar. Brátt var svo komið að henni voru boðnir skart- gripir, utanlandsferðir og dvöl á flott- um hótelum. Hún og Tim fluttu inn í glæsiíbúð, Carolin ók um á Porsche og tók upp nafnið sexí Cora. „Ég er í fyrirsætustörfum,“ sagði Cora þegar ættingjar hennar furðuðu sig á uppgangi ungu hjónanna. „Svo dansa ég líka á næturklúbbum. Ég mokþéna,“ bætti hún við. En það var ekki aðeins nýi lífsstíll- inn sem fjölskylda hennar tók eftir því barmur Coru hafði aukist veru- lega að stærð. Hún fór í hverja brjóstastækkunar- aðgerðina á fætur annarri og greiddi n Dauði Coru í brjóstastækkunaraðgerð vakti áhuga lögreglunnar 3.000 evrur í hvert skiptið og brjósta- stærð hennar fór úr B í C og síðan í D. Síðar átti eftir að koma í ljós að stærð D nægði henni ekki. Stefnan sett á heimsmet Það var stutt skref úr vændinu í klám- myndabransann og Cora tók það skref. Í þeim bransa átti hún velgengni að fagna og brátt vék Porsche-bíllinn fyrir Lamborghini og Cora varð tíð- ur gestur í sjónvarpsþáttum og kvik- myndir hennar seldust grimmt. Árið 2009 leitaði Cora logandi ljósi að einhverju nýju takmarki til að sigr- ast á og ákvað að setja heimsmet í munnmökum. Hún sendi frá sér til- kynningu um að hún ætlaði að fram- kvæma munnmök á 200 karlmönn- um – hvorki meira né minna – á 24 klukkustundum. Salur var tekinn á leigu og viljugir þátttakendur flykktust að og stilltu sér upp í röð við rúmið þar sem Cora hafði komið sér fyrir. Tim hafði komið upp tökuvél og festi allt samviskusamlega á filmu. En Cora hafði ætlað sér um of og eftir að hafa afgreitt 75 karlmenn féll hún meðvitundarlaus fram fyrir sig. Ekki tókst að koma henni til meðvitund- ar á staðnum og því rokið með hana á spítala í hasti. Í ljós kom að hún hafði fengið hjartaáfall og hún var í dái – þá 21 árs. Tónlist og sjónvarp Þegar Cora hafði jafnað sig taldi hún réttast að taka því rólega. Hún og Tim fluttu í fínt hverfi í Hamborg en brátt kom í ljós að íbúum í hverfinu hugn- aðist ekki að hafa klámmyndastjörnu sem nágranna. Málið kom til kasta borgarstjórans og urðu málalyktir þær að Cora og Tim fluttu, eftir að- eins sex vikur. En almenningur hafði ekki snúið baki við Coru og hún olli þeim ekki vonbrigðum; kom fram berbrjósta í Big Brother-þáttunum og gerði sér dælt við bæði karlmenn og konur. Árið 2010 fékk hún viðurkenningu kennda við Venus fyrir framgöngu sína í klámmyndum. Cora notaði frægð sína til hins ýtrasta og gerð- ist poppsöngkona og sendi frá sér tvær smáskífur. En Tim var orðinn þreyttur á þeim lífsstíl sem þau höfðu tamið sér og stakk upp á því að þau hægðu á sér og stofnuðu fjölskyldu. En Cora vildi ekki heyra á slíkt minnst; DVD-myndir hennar seld- ust sem aldrei fyrr og af hverju að draga í land þegar þú ert á toppnum. Markmið; stærð G Cora fór ótrauð í frekari brjósta- stækkanir. Hún fór í aðgerð með stærð D og vaknaði úr svæfingu með stærð E og síðan var stefna tekin á F. En F var ekki nóg fyrir Coru og í sinni sjöttu aðgerð, 11. janúar 2011, átti að koma brjóstum Coru upp í stærð G. Cora virtist hafa gleymt með öllu hjartaáfallinu sem hún fékk árið 2009, en hún hafði ekki verið nema nokkrar mínútur í aðgerðinni þegar eitthvað fór úrskeiðis. Verulega hægðist á hjartslætti hennar og á endanum hætti hjarta hennar að slá. Þrátt fyrir að Coru væri fljótt kom- ið undir læknishendur, og hjarta hennar komið af stað á ný, komst hún ekki til meðvitundar. Í níu daga viku Tim og fjölskylda Coru vart frá sjúkrabeði hennar í veikri von um að hún sýndi lífsmark. Þeim varð ekki að ósk sinni og Cora andaðist 21. janúar, 2011, 23 ára að aldri. Áhugi lögreglu vaknar Fljótt flaug fiskisagan af dauða Coru og þegar tíðindin af dauða henn- ar bárust lögreglunni í Hamborg vaknaði áhugi hennar á málinu og sama dag rannsakaði hún brjósta- aðgerðastofuna í þaula í leit að ein- hverju sem gæfi til kynna mistök af hálfu starfsfólks á þeim bæ. Lét lögreglan í ljósi óánægju með ýmislegt sem bar fyrir augu og hand- tók þegar upp var staðið tvo lækna sem síðar voru ákærðir fyrir mann- dráp af gáleysi. Í yfirlýsingu frá stof- unni sagði að umræddir læknar væru „í öngum sínum og sorgbitnir vegna dauða sjúklingsins“ og að þeir myndu veita lögreglunni „fulla sam- vinnu“ við rannsókn málsins. Tíminn mun leiða í ljós hvern- ig ákærunni á hendur læknunum tveimur reiðir af í réttarkerfi Þýska- lands. n E llefu ára stúlka frá Maine í Bandaríkjun- um stendur frammi fyrir þeim ótrúlega möguleika að verða dæmd til tíu ára fangelsisvistar. Stúlk- an, sem ekki er nafngreind, var ákærð í júlí, þá tíu ára, fyrir að hafa orðið þriggja mánaða stúlku, Brook- lyn Foss-Greenaway, að bana fyrr á þessu ári, í júlí nánar tiltekið. Þegar stúlk- an kom fyrir rétt í fyrsta skipti, á mánudaginn, var hún niðurlút og beit í negl- ur sínar. Samkvæmt New York Daily News er um að ræða fyrsta skipti í þrjátíu ár sem Maine höfðar morð- mál gegn jafn ungum einstaklingi. Málavextir eru þeir að umrædd stúlka og móðir hennar gættu barnsins á heimili sínu í Fairfield í Maine og var barnið inni í herbergi stúlkunnar þessa örlagaríku nótt í júlí. Á þeim tíma var stúlkan tíu ára að aldri. Lögreglan hefur ekki enn opin- berað hver dánarorsökin er, en sjónvarpsstöðin WZON hefur eftir móður Brooklyn, Nicole Greenaway, að hún hafi verið kæfð eftir að hafa verið gefið eitthvert lyf. „Þær verða báðar að fara í fangelsi,“ sagði Nicole um þá ákærðu og móður hennar í við- tali við WZON. „Þær eiga að vakna upp á hverjum morgni og sjá rimlana og hugsa um það sem þær hafa gert.“ Hinn ungi sakborningur ku eiga við atferlisröskun að stríða og, að sögn félagsráðgjafa, engan veginn í stakk búinn til að gæta ungbarns. Strax í kjölfar dauða Brooklyn var hin ógæfusama barnapía fjarlægð af heimili sínu og móðir hennar var ákærð fyrir að hafa látið hana sjá um barnapössunina. Ákæruvaldið ákvað að reyna ekki að ákæra ungu stúlkuna sem fullorðin væri og ef hún verður sakfelld bíður hennar tíu ára fang- elsisvist, sú lengsta sem hægt er að dæma börn til. Ef allt fer á versta veg þá mun stúlkan verða 21 árs þegar hún losnar úr fangelsi. Ellefu ára ákærð fyrir morð „Ég er í fyrirsætu- störfum,“ sagði Cora þegar ættingj- ar hennar furðuðu sig á uppgangi ungu hjónanna Brooklyn Var í pössun þegar hún lést. Sexí Cora Sjötta brjóstastækkunin reið henni að fullu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.