Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 28. desember 2012 Áramótablað „Hálfgert stríðsástand“ n Nauðsynjavörur hamstraðar enda óvíst um færð fram að áramótum Þ að var töluvert að gera – öll mjólk er meira eða minna búin. Það er mjög fátæklingslegt hvað varðar nauðsynjavörur hérna,“ segir Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri við DV. Á fimmtudeginum lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi á norðan- og sunnanverðum Vestfjörð- um. „Það var hálfgert stríðsástand í verslunum,“ segir Eyþór. Spáð er slæmu veðri á föstudags- kvöldið og var íbúum bent á að halda sig frá snjóflóðabrekkum og vera ekki á ferð þar sem snjóflóð gætu fall- ið. Mikið hefur snjóað í fjalllendi og getur snjóflóðahætta skapast hratt þegar hvessir. Lýst var yfir hættustigi á sum- um stöðum en einn bær nálægt Bol- ungarvík var rýmdur, sem og iðnað- arhúsnæði við Seljalandsveg á Ísafirði. Á fimmtudeginum var lok- að vegna snjóflóðahættu á Súða- víkurhlíð, Eyrarhlíð í Súgandafirði, Gemlufallsheiði og Hvilftarströnd. Mikið var að gera í verslunum á Ísafirði enda óvíst um færðina á næstu dögum. „Það eru meira og minna allir vegir lokaðir á milli þétt- býlisstaða,“ segir Eyþór. „Maður býst ekkert endilega við því að það komi einhverjar matvörur fram að ára- mótum, þó maður viti það svo sem ekkert.“ Samkvæmt veðurspá verður slæmt veður fram að áramótum. Eyþór segir að fennt hafi mjög hratt: „Það er óvanalegt hvað það hefur fennt mikið á svona stuttum tíma. Ég man ekki eftir öðru eins.“ Menn voru ekki að búast við slíku fannfergi svona skyndilega – til marks um það er Yaris-bíll Eyþórs enn á sumardekkjunum, og reyndar á bólakafi í snjó. simon@dv.is Áskrift að DV Frá og með 1. janúar 2013 hækk- ar áskriftarverð að DV í 3.390 kr. á mánuði. Innifalið í áskriftar- verðinu er fullur aðgangur að greinum á DV.is í gegnum tölv- ur, spjaldtölvur og síma. Áfram verða afsláttarkjör í boði þegar keypt er áskrift þriggja mánaða, sex mánaða eða 12 mánaða. Nán- ar má kynna sér áskriftarkjörin á dv.is/askrift. DV óskar áskrifendum sínum og lesendum öllum farsældar á komandi ári, með þökk fyrir sam- fylgdina á árinu sem er að líða. Völvan á DV.is í dag Völva DV verður á Beinni línu á DV.is í dag, föstudaginn 28. des- ember, klukkan 14.00. Hún situr fyrir svörum á afviknum stað og spáir í spilin, kúlur og bein fyrir komandi ár. Bein lína með Völv- unni sló í gegn í fyrra og á vef okkar, DV.is, má sjá svör hennar. Á meðal þess sem Völvan spáði fyrir um í fyrra voru átökin á RÚV. „Niðurskurður og deilur innan- húss sveipa þessa öldnu stofnun skýjum ósættis og depurðar. Dag- skrárstjóri RÚV, Sigrún Stefáns- dóttir lætur af störfum og fer á eft- irlaun.“ Eins og alþjóð veit er þetta nákvæm forspá um það sem síðan gerðist. Sigrún lét fyrirvaralaust af störfum í haust.Þá spáði Völvan rétt fyrir um að Bónus-feðgarn- ir svokölluðu myndu snúa aftur í smásölugeirann og að bardaga- kappinn Gunnar Nelson myndi eiga framúrskarandi gott ár í íþrótt sinni. Það kom heldur betur á daginn. Þá sagði Völvan að séra Agnes M. Sigurðardóttir kæmist til áhrifa innan kirkjunnar á árinu og það rættist svo um munaði þegar hún var kjörin biskup. n Smálán sendu ungri stúlku jólakveðju n Faðir hennar er ósáttur S málánafyrirtækið Smálán sendi 14 ára gamalli stúlku jólakveðju í tölvupósti fyrir jólin. Jólakveðjan er stíluð á viðskiptavini fyrirtækis- ins þar sem þakkað er fyrir viðskipt- in á árinu sem senn er á enda. Föð- ur stúlkunnar þykir einkennilegt að henni hafi borist þessi kveðja, bæði vegna ungs aldurs hennar og líka þar sem hún er ekki viðskiptavinur fyrirtækisins. Reyndar eru sex ár í það að hún geti orðið það en Smá- lán líkt og hin smálánafyrirtækin, lánar ekki til einstaklinga undir 20 ára aldri. DV veit um nokkra aðra einstak- linga sem fengu kveðjuna senda á netfang sitt þrátt fyrir að vera ekki viðskiptavinir fyrirtækisins og furða sig á því hvar fyrirtækið hafi fengið netfangið þeirra þar sem það hafi ekki sjálft skráð sig á póstlista þess. Ætlað viðskiptavinum Í jólakveðjunni sem var send er mynd af móður með tveimur börnum sín- um á góðri stundu úti í snjónum og undir stendur: Smálán vill óska við- skiptavinum sínum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Í smáu letri undir kveðj- unni stendur að hún sé send til þeirra sem hafi samþykkt að fá fréttir sendar frá fyrirtækinu og hægt sé að skrá sig af listanum með því að smella á þar til gerðan tengil. Það er því augljóst að auglýsingunni er beint til viðskipta- vina fyrirtækisins og því furða þeir sem ekki eru viðskiptavinir þess sig á því að hafa fengið kveðjuna senda. Stofnuðu með sér samtök Mikið hefur verið skrifað um smá- lánafyrirtækin og þau hafa verið harðlega gagnrýnd vegna starfsemi sinnar; einkum vegna gífurlega hárra vaxta og auglýsinga sem virð- ast markvisst beint að unglingum. Aldurstakmark fyrir lánveiting- um var fyrir nokkrum mánuðum, meðal annars eftir umfjöllun DV um það að margir ungir fíklar fjár- mögnuðu neyslu sína með smálán- um, hækkað úr 18 árum í 20 ár. „Heilbrigðan og eðlilegan ramma um starfsemina“ Í kjölfar mikillar umfjöllunar um fyrirtækin stofnuðu þau með sér samtökin Útlán sem eru samkvæmt heimasíðu þeirra „samtök fjármála- fyrirtækja – án umsýslu fjármuna annarra.“ Þar segir einnig að „til- gangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni aðildarfélaga og að skapa heilbrigðan og eðlilegan ramma um starfsemina í sátt við samfélagið.“ Ekki náðist í forsvarsmenn Smá- lána né Samtaka Útlána við vinnslu fréttarinnar. n Brugðið Sex ár eru í það að stúlkan geti tekið löglega lán hjá fyrirtækinu og fað- ir hennar furðar sig á því að kveðjan skuli hafa verið send til hennar. Jólakveðjan Hér er jólakveðjan sem um ræðir og er sérstaklega beint til viðskipta- vina fyrirtækisins. „Við þökk- um fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða ÞÖKKUÐU 14 ÁRA STÚLKU VIÐSKIPTIN Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Óskum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu Hamstra mjólkurvörur Öll mjólk er meira eða minna búin í verslunum enda er mikið fannfergi og víða ófært fyrir vestan. Eyþór tók myndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.