Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 45
Ég hef fundið fyrir ótta hjá fólki Ég er skáldið í bandinu Steindór Ingi Snorrason, aðalsprautan í hljómsveitinni Monterey. – DV Himneskur heimsendir 1 „Hann varð reiður þegar hann uppgötvaði að það var bara verið að spila með hann“ Matthíasi Mána Erlingssyni, fanganum sem strauk af Litla-Hrauni á dögunum, er af ættingja sínum lýst sem rólegum pilti. 2 Gjaldþrota Bónusvídeó með gríðarlegar skuldir Vídeóleigan Bónusvídeó í Lágmúla skuldaði tæplega 850 milljónir króna þegar félagið varð gjaldþrota. 3 „Alltaf jafn skotinn í henni“ Útvarpsmaðurinn Óli Palli fann ungur ástina og ræddi um hana og fleira í jólablaði DV. 4 Hákarlabúr sprakk í verslunarmiðstöð 33 tonna fiskabúr með hákörlum sprakk yfir gesti verslunarmiðstöðvar í Kína. 5 Maður í annarlegu ástandi réðst á foreldra sína Lögreglan hafði í nógu að snúast um jólin eins og endranær. Í tilkynningu sagði lögreglan að jóladagarnir hefðu verið álíka slæmir og helgar. 6 „Við getum ekki haft þetta svona lengur, er þetta kostn- aðurinn við frelsið?“ Tíu þúsund manns falla árlega í Bandaríkjunum vegna byssuofbeldis. Fjöldamorðin á dögunum hafa vakið Bandaríkjamenn til umhugsunar. Hvort eitthvað verður gert er svo annað mál. 7 Ferðaðist sjötíu kílómetra fótgangandi Matthías Máni Erlingsson verður yfirheyrður fyrir áramót en annir lögreglunnar á Selfossi hafa leitt til þess að dregist hefur að yfirheyra hann. Mest lesið á DV.is Framtíðin V ið getum ekki breytt fortíðinni – en við erum gerendur í nútíðinni – og getum haft áhrif á framtíðina með réttum ákvörðunum. Á nýju ári verður að horfa til framtíðar með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Við Íslendingar eigum gnótt tækifæra og verðum að nýta þau rétt til að stuðla að atvinnuuppbyggingu. Að vinna bug á at- vinnuleysinu er forgangsverkefni næstu missera. Markvissar aðgerðir geta hjálp- að Íslendingum að skapa frekari verð- mæti í landinu. Einblína verður á stóru málin og hrinda þeim í framkvæmd og forgangsraða. Með skynsamlegri auð- lindanýtingu er allt hægt. Tækifærin eru okkar Við erum ein ríkasta þjóð í heimi þegar horft er til auðlindanna okkar – en margar þeirra eru enn ónýttar. Tryggja verður að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá sem tryggja eign íslenska ríkisins og sveitarfélaga utan eignar- landa. Jafnframt verði lögfest hvað flokkast til auðlinda hér á landi og hverj- ar auðlindir Íslands eru. Ísland býr yfir miklum hreinum og endurnýjanlegum orkulindum, auk vatns- og jarðvarma. Nú þegar er orðinn orkuskortur í ríkj- um Evrópusambandsins og jarðefna- eldsneyti, kjarnorka og kol notuð þar sem aldrei fyrr. Því er brýnt að við Ís- lendingar tökum fullan þátt í þróun og nýtingu nýrra endurnýjanlegra og um- hverfisvænni orkugjafa s.s. vindorku, ölduorku, sjávarfallaorku og framleiðslu metans, metanóls, lífdísils og á mögu- legum öðrum hreinum orkugjöfum þar sem það er talið hagkvæmt. Við eigum að vera sjálfbær á sem flestum sviðum og óháð öðrum. Kjarkur og þor Hér á landi er öflugur landbúnaður og að honum verður að hlúa til langrar framtíðar. Verð á loðdýraskinnum hefur aldrei verið hærra og fiskeldi er fram- tíðarbúgrein. Öll skilyrði til meirihátt- ar aukningu á gróðurhúsaafurðum er ákjósanleg og verður að horfa til þeirra tækifæra á stórtækan hátt. Við höfum legu landsins í breyttri heimsmynd og olíurannsóknir eru að hefjast. Framtíð- in er björt og hér þarf kjarkaða einstak- linga sem mynda ríkisstjórn eftir kosn- ingar. Nú er tímabært að taka næstu skref sem fleytir okkur sem þjóð á þann stað sem við eigum öll skilið að vera á í þessu fallega landi. Saman getum við unnið kraftaverk. Hér þarf kjark, dug, þor og heildstæða framtíðarsýn um langa hríð. Ég óska landsmönnum öll- um gleðilegs nýs árs með birtu og bjart- sýni að leiðarljósi. Þ ann 21. 12. 2012, síðastliðinn, varð heimsendir. Eða einsog ungur drengur orðaði það: -Þá byrjaði heimsendir. Fæst okk- ar tóku reyndar eftir breytingunni. En þó höfðu menn í henni Ameríku og víðar um heim látið ameríska draum- inn rætast, því margur hafði hamstr- að dósamat og sumir höfðu keypt sér heilu tonnin af bensíni. Menn leigðu meira að segja neðanjarðarbyrgi og þeir sem virkilega keyptu kött- inn í sekknum, eru ennþá í grafhýs- um græðginnar og þora ekki út fyrr en heimsendir hefur náð að hræða líftór- una úr okkur hinum – sem utan við byrgin stöndum. En heimsendir er staðreynd. Um daginn endaði heimsmynd græðginn- ar ferð sína um veröld okkar. Núna er nýr heimur að rísa á grunni hins gamla. Að vísu þurfum við að fórna slatta af fólki fyrir málstaðinn. En það verður ekki gert með því að taka menn af lífi; öðru nær, við munum gefa mönnum kost á að lifa. Auðvitað er þessi nýi heimur byggður á réttlæti og sanngirni og hann byggist á því að við – ég og þú og þau hin – opnum augun og áttum okkur á því að í veröldinni er pláss fyrir okkur öll. Hér er ekki ein- vörðungu pláss fyrir þá sem geta keypt sér nýtt hjarta ef það gamla flippar út. Það er pláss fyrir fátæka fólkið og það er pláss fyrir þá sem eru hungrað- ir. Hér er pláss fyrir þá sem þurfa að fá hjálp og hér er pláss fyrir þá sem geta veitt hjálparhönd. Það eina sem hefur breyst, er að það er ekki lengur leyfilegt að gráðugir menn sanki að sér auðæfum, í stað þess að láta eitthvað gott af sér leiða. Héðan í frá mun ríkissjóður innkalla alla þá peninga sem eru að flækjast fyrir liðinu sem grætt hefur óhóflega, alla peningana sem teknir hafa verið frá þeim sem minna mega sín og alla peningana sem ríkisbubbarnir hafa rakað til sín með slóttugum aðgerð- um; afskriftum, kennitöluflakki og öll- um þeim aðferðum sem hingað til hafa verið löglegar en siðlausar. Og kaldhæðinn, siðblindur kapítal- isti með kaupmönnum stígur sinn dans. Já, þannig er meinlega myndin af Kristi ef Mammon er skapari hans. Við þurfum að hugleiða hungur og þorsta og hefja upp viskunnar raust; hér, grimmdina varast og græðginnar losta en glæða í hjörtunum traust. Já, hjarta þitt veit að það heildina veikir ef hugs- un er keypt eða seld, því skynjum við það sem í kyrrðinni kveikir með kær- leika himneskan eld. Nýr heimur fegurðar og friðar er að fæðast. Það eina sem hver og einn einstaklingur þarf að gera, er að opna augun og veita því eftirtekt að það er hægt að byggja hér betri heim. Heimsendir er ekki lengur í nánd. Og reyndar er það svo, kæru vinir, að heimsendir nálgast ekki, af þeirri ein- földu ástæðu að heimurinn er eilíft ferli. Við þurfum ekki einu sinni að styðja þá fullyrðingu með rökum. Ein- faldlega vegna þess að heimurinn hef- ur alltaf verið til og hann mun halda sínu striki. Við getum aftur á móti sætt okkur við það að heimur græðgi og heimsku er búinn að renna sitt skeið á enda, þá fullyrðingu getum við rök- stutt með aðgerðum okkar – þ.e.a.s. ef við viljum taka þátt í því að skapa betri heim. Að gefa ögn af sjálfum sér með sanngirni í huga hjá góðu fólki gjarnan er sú gjöf sem best mun duga. Jólarómantík Íslendingar halda nú jólin hátíðleg en þau eru fyrir flestum tími samveru og kærleika. Flestir launþegar eru nú nýkomnir úr jólafríi en skammt er stórra högga á milli því framundan eru fjórir frídagar til viðbótar, hjá þeim sem vinna hefðbundna dagvinnu. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 37Áramótablað 28. desember 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Það eina sem hef- ur breyst, er að það er ekki lengur leyfilegt að gráðugir menn sanki að sér auðæfum, í stað þess að láta eitthvað gott af sér leiða. „Hvernig getur einhver sjoppa fengið 300 millj. kr. lán. Þetta er stór undarlegt, og meira að segja ég hefði getað séð fyrirfram að þetta yrði aldrei greitt,“ skrifar þórhallur þór­ halls son. Bónusvídeó er gjaldþrota og skuldaði 850 milljónir króna vegna 300 milljóna gengisláns. „Án tengingar við sjóði skatt- greiðenda væri líf biskups sem í lausu lofti. Biskup minnir okkur á það.“ Biskup Íslands sagði í hug- vekju að líf án tengingar við Guð væri „í lausu lofti“ og Jón þór ólafsson svaraði því. „Kæra Agnes. Ég er heiðinn, ég er í Ása- trúarfélaginu. Mér líður mjög vel þar – mun betur en þegar ég var í þjóð- kirkjunni. Hjá mér er mikil ást, umhyggja og ekkert í lausu lofti. Þeir sem slá svona fullyrðingum fram þykja mér óöruggir með sig sjálfa og ekki sann- færðir um sinn stað. Þeir eru að reyna að réttlæta eitthvað fyrir sér. Von- um að Agnes finni sína réttlætingu því ég hef heyrt að hún sé afar góð og vönduð kona,“ segir Hallur Guðmundsson um hugvekju biskups, þar sem fram kom að líf án tengingar við Guð væri „í lausu lofti“. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 50 24 13 Kjallari Vigdís Hauksdóttir Alltaf jafn skotinn í henni Útvarpsmaðurinn Óli Palli um konuna sína, Stellu Maríu. – DV Árni Páll Árnason, þingmaður, um reglurnar í komandi formannskjöri. – DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.