Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 22
 misnotað aðstöðu mína hjá Lands­ björg. Hvernig ætti ég að geta þvegið peninga í gegnum Landsbjörg? Þetta er absúrd. Þetta mál tengist Lands­ björg ekki neitt en samt er búið að draga félagið inn í þetta. Ég er valinn sem skotmark af því að ég er í við­ kvæmu starfi hjá þessum félaga­ samtökum,“ sagði Guðmundur Örn í samtali við DV. Í myndbandinu er meðal annars spiluð hljóðupptaka þar sem Guð­ mundur Örn ræðir um fjármagns­ flutninga upp á tugi milljóna króna við annan mann og talað um persónulegan hagnað þeirra af flutningunum. Hljóðupptakan var gerð, án vitundar Guðmundar, af þá­ verandi viðskiptafélaga hans, löngu áður en hann hóf störf hjá Lands­ björg í maí árið 2012. Óráðsíða hjá Eir n Í nóvember greindu fjölmiðlar frá óráðsíu í rekstri hjúkrunarheimilis­ ins Eirar. „Þetta var viðskiptamódel sem gekk ekki upp. Það lá undir rekstraráætlun sem átti að vera í lagi en var það bara ekki,“ sagði Sigurður Rúnar Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri hjúkr­ unarheimilisins Eirar, aðspurður um slæma stöðu félagsins í samtali við DV. Eir skuldar um átta milljarða króna og er með neikvæða eigin­ fjárstöðu. Um tveir milljarðar af skuldum Eirar eru við íbúa í íbúðum Eirar sem eiga að fá endurgreiðslu á búseturéttinum í fasteignunum að leigu tíma loknum. Þetta þýðir í reynd að Eir getur ekki í dag staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum sínum, eldri borgur­ unum sem fjárfest hafa í búseturétti í íbúðum Eirar. Því var einnig haldið fram að Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarfor­ maður Eirar, hafi leynt stjórn félags­ ins upplýsingum um slæma fjár­ hagsstöðu hjúkrunarheimilisins árið 2011. „Ég hef ekki vísvitandi leynt upplýsingum, þvert á móti lagði ég áherslu á það þá mánuði sem ég var framkvæmdastjóri að upplýsa stjórnina um rekstur félagsins, með­ al annars viðamiklar hagræðingar­ aðgerðir og ráðstöfun íbúða. En ég var ekki að leyna neinu,“ sagði Vilhjálmur í viðtali við DV. Fjölmiðlar héldu síðan áfram að segja fréttir af óráðsíu í rekstri Eirar. DV greindi frá því að Séra Sigurður Helgi Guðmundsson, þáverandi fram­ kvæmdastjóri Eirar, hafi látið hjúkr­ unarheimilið greiða fyrir utan­ landsferð dóttur sinnar, Vilborgar, og fjölskyldu hennar í ágúst 2011. Reikningurinn nam 200 þúsund krónum. Um var að ræða kaup á gjafakorti hjá Icelandair sem notað var til kaupa á farmiðum til Spánar. Síðar kom í ljós að Eir hafði gefið Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni 100 þúsund króna gjafabréf þegar Vilhjálmur gifti sig. Síðar tilkynnti Vilhjálmur að hann myndi endurgreiða umrædda gjöf. DeCode selt fyrir rúma 50 milljarða n Nú í desember var grein frá því að Íslensk erfða­ greining (deCode) hefði verið selt til bandaríska líf­ tækni­ og lyfja­ framleiðslufyrir­ tækisins Amgen fyrir 415 milljónir Bandaríkjadala, eða um 52 milljarða íslenskra króna. Greindi DV frá því að deCode hefði skilað samtals 60 milljarða króna tapi frá 1997 til ársloka 2011. Því nam tap félagsins síðastliðin fimmt­ án ár hærri upphæð en kaupverðið sem Amgen reiddi fram. Á um­ ræddu tímabili hefur Íslensk erfða­ greining skipt nokkrum sinnum um eigendur í endurfjármögnun. DV hafði reyndar heyrt að hægt væri að fá hærri upphæð fyrir fyrirtækið en 415 milljónir dala, allt upp í einn milljarð dala. Umdeild lán Sameinaða n Í nóvember sagði DV frá því að Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefði veitt hjón­ unum Sævari Jónssyni, fyrr verandi knattspyrnu­ manni og eiganda Leonard, og Helgu Daníelsdóttur 100 milljón króna lán. Voru lánin veitt út á 500 fermetra óbyggt hús við Mosprýði í Garðabæ eftir ís­ lenska bankahrunið 2008. Á þessum tíma voru hjónin í miklum fjárhags­ vandræðum: Sævar var lýstur gjald­ þrota árið 2009 – ekkert fékkst upp í 312 milljóna kröfur í bú hans þegar skiptum lauk fyrr á árinu – og Sævar færði úra­ og skartgripafyrirtækið yfir á Helgu í aðdraganda gjald­ þrotsins. Bróðir Sævars starfar sem skrifstofustjóri Sameinaða lífeyris­ sjóðsins og er jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra. Í desember greindi DV síðan frá skýrslu innri endurskoðanda Sam­ einaða lífeyrissjóðsins. Í henni er lánveitingin til hjónanna Sævars og Helgu harðlega gagnrýnd. Davíð Arnar Einarsson, endurskoðandi hjá Grant Thornton, vann skýrsluna fyrir lífeyrissjóðinn. Niðurstaðan sem Davíð komst að, í sérstökum undirkafla skýrsl­ unnar um fjárfestingarstefnu sjóðs­ ins, er að lánið til Sævars og Helgu hafi verið brot á lánareglum sjóðs­ ins: „Við viljum benda á að farið sé að settum reglum sjóðsins varðandi lánveitingar.“ Fjármálaeftirlitið tilkynnti síðan í desember að athugun hefði verið gerð á láni sem Sameinaði lífeyris­ sjóðurinn veitti Kristjáni Erni Sig- urðssyni, framkvæmdastjóra sjóðs­ ins. Var um að ræða vaxtalaust lán frá sjóðnum til fimm mánaða sem Kristjáni Erni var veitt til að kaupa bifreið, sem hann hafði haft til afnota, af lífeyrissjóðnum. Fjármála­ eftirlitið gagnrýndi þessi viðskipti í athugun sem gerð var opinber á heimasíðu sjóðsins. Um þetta lán fjallaði DV einnig líkt og aðrir fjöl­ miðlar. n 22 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað Ævintýri Kára Ævintýri Kára Stefánsson- ar í deCode heldur áfram eftir endurfjár- mögnun félagsins í gegnum bandaríska lyfjafyrirtækið Amgen. DeCode var orðið fjárþurfi og þurfti nýtt hlutafé sem kemur frá Bandaríkjunum – söluverðið var ríflega 50 milljarðar króna sem gerir deCode kleift að halda áfram rannsóknum sínum næstu árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.