Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 25
Annáll 25Áramótablað 28. desember 2012 2. maí Gingrich gafst upp n Newt Gingrich, sem sóttist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Banda­ ríkjunum í nóvember, tilkynnti að hann drægi sig út úr baráttunni og lýsti yfir stuðningi við Mitt Romney. 6. maí Hollande sigraði Sarkozy n Francois Hollande, fram­ bjóðandi Sósíal­ istaflokksins, vann sigur í frönsku forsetakosn­ ingunum. Hann lagði sitjandi for­ seta, Nicolas Sarkozy, að velli. 17. maí Facebook floppaði n Facebook var sett á hlutabréfa­ markað um miðjan maí en mikil eftirvænting hafði skapast í kjölfar kauphallarskráningarinnar. Eftir­ spurn eftir bréfunum var þó ekki eins mikil og vonast hafði verið til og féllu bréfin í verði eftir stutta stund á markaði. 26. maí 32 börn drepin n Átökin í Sýrlandi héldu áfram og seint í maímánuði biðu 32 börn undir ára aldri bana þegar sýr­ lenski stjórnarherinn gerði árás á þorpið Houla. Sameinuðu þjóð­ irnar vörpuðu sökinni á ríkisstjórn Assads forseta en Assad sagði sjálfur að hryðjuverkamenn hefðu framið ódæðin. Júní 2. júní Mubarak dæmdur n Hosni Mubarak, fyrrverandi for­ seti Egyptalands, var dæmdur í lífs­ tíðarfangelsi. Mubarak var ákærður fyrir að hafa fyrirskipað skotárásir á mótmælendur í byltingunni á síð­ asta ári þegar þúsundir óbreyttra borgara létu lífið. 3. júní Alvarlegt flugslys n Yfir 150 manns fórust þegar far­ þegaflugvél hrapaði yfir Lagos, höf­ uðborg Nígeríu, í byrjun júní. Vélin brotlenti í fjölmennu íbúðahverfi en skömmu áður en vélin skall til jarðar hafði flugmaðurinn tilkynnt um vélarbilun. Allir um borð, far­ þegar og áhöfn, 153 talsins, fórust auk ónefnds fjölda á jörðu niðri. 8.–23. júní Borgarastyrjöld í Sýrlandi n Sameinuðu þjóð­ irnar gáfu það út að borgarastyrj­ öld geisaði í Sýr­ landi eftir að hafa fengið upplýsingar um fjöldamorð stjórn­ arhersins í þorpinu Quebeir. Daginn eftir, þann 9. júní, féllu 17 manns í bardögum hersins við uppreisnar­ menn í Dara‘a. Hillary Clinton, ut­ anríkisráðherra Bandaríkjanna, sak­ aði Rússa þann 12. júlí um að útvega Sýrlendingum orrustuþyrlur. Og þann 23. júní staðfestu Sýrlendingar að þeir hefðu skotið niður tyrkneska herflugvél. Spenna á milli landanna jókst í kjölfarið. 17. júní Ný ríkisstjórn í Grikklandi n Tilkynnt var um nýja samsteypu­ stjórn hægriflokksins Nýs lýðræðis, Sósíalistaflokksins og Lýðræðislega vinstriflokksins Dimar, í Grikk­ landi. Þar með var endi bundinn á tveggja mánaða stjórnarkreppu í Grikklandi. Antonis Samaras varð forsætisráðherra. 24. júní Morsi kjörinn forseti n Mohammed Morsi, forsetaefni Bræðralags múslima, var kjörinn forseti í Egyptalandi þegar hann fékk rétt rúmlega 50 prósent at­ kvæða. Júlí 2.–19. júlí Liðhlaupar á hlaupum n Ófriðurinn í Sýrlandi hélt áfram fram eftir júlímánuði. 85 liðhlaupar úr sýrlenska hern­ um flúðu yfir til Tyrklands í byrjun mánaðarins. Bashar al­ Assad forseti reyndi að draga úr spennunni milli Sýrlands og Tyrk­ lands í kjölfar þess að Sýrlendingar skutu niður tyrkneska orrustu­ þotu. Þann 11. júlí ákvað sýrlenski sendiherrann í Írak að snúa baki við Assad forseta og sagði af sér í mótmælaskyni við stefnu forset­ ans. Daginn eftir voru 200 manns drepin í þorpinu Tremseh af stjórnarhernum. Og þann 18. júlí féll mágur Assads forseta í sjálfs­ vígsárás í Damaskus. 7. júlí Kosningar í Líbíu n Líbíumenn gengu til kosninga í fyrsta skipti eftir að Gaddafi, ein­ ræðisherra landsins, var drepinn. Um var að ræða bráðabirgðaþing­ kosningar. Þetta voru fyrstu frjálsu kosningarnar sem haldnar höfðu verið í yfir 40 ár. Mahmoud Jibril, leiðtogi uppreisnarmanna, varð í kjölfarið bráðabirgðaforsætisráð­ herra landsins. 20. júlí Skotárás á Bat- man-sýningu n Tólf létust og 58 særðust þegar James Holmes hóf skothríð í kvik­ myndahúsi í borginni Aurora í Colorado. Verið var að sýna nýjustu Batman­ myndina, The Dark Knight Rises, þegar ódæðið var framið. Holmes var handtekinn stuttu síðar en hann hafði sankað að sér skotvopnum í nokkurn tíma áður en hann lét til skarar skríða. Mikil umræða skapaðist um skot­ vopnalöggjöf í Bandaríkjunum í kjölfarið. 27. júlí Ólympíuleikarnir settir í London n Ólympíuleikarnir voru settir með pomp og prakt í Lundúnum seint í júlímánuði að viðstöddum 80 þús­ und áhorfendum á Ólympíuleik­ vanginum. Setningarathöfnin þótti heppnast einkar vel en henni var stýrt af breska leikstjóranum Danny Boyle. Sundkappinn Michael Phelps varð sigursælasti þátt­ takandi Ólympíuleikanna frá upp­ hafi en hann vann til 19 verðlauna á leikunum. Ágúst 1.–31. ágúst Vargöldin hélt áfram Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hætti sem sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi í byrjun mánað­ arins. Ástæðan var sú að hann talaði fyrir daufum eyrum yfir­ valda í Sýrlandi. Á sama tíma hélt ófriðurinn áfram. Riyad Farid Jijab, forsætisráðherra Sýrlands, og tve­ ir aðrir ráðherrar flúðu landið og lýstu yfir stuðningi við uppreisn­ armenn. Um miðjan mánuðinn ákvað öryggisráð Sameinuðu þjóð­ anna að eftirliti á vegum ráðsins í Sýrlandi yrði hætt og nokkrum dögum síðar hótaði Barack Obama Bandaríkjaforseti hernaðaraðgerð­ um ef Sýrlendingar hreyfðu við kjarnorkuvopnum sínum. Þann 26. ágúst fundust fjöldagrafir í Darayja í útjaðri Damaskus. 5. ágúst Skotárás í sikhahofi n Sex biðu bana þegar maður hóf skothríð í sikhahofi í Wisconsin í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn, Wade Michael Page, var skotinn til bana af lögreglu en hann tengdist samtökum hvítra kynþáttahatara. 16. ágúst Assange fékk hæli n Stjórnvöld í Ekvador ákváðu að veita Julian Assange, stofnanda Wikileaks, pólitískt hæli í landinu. Í kjölfarið hótuðu bresk stjórnvöld því að Assange yrði handtekinn ef hann yfirgæfi sendiráð Ekvador í Lundúnum. Ástæðan var sú að sænsk lögregluyfirvöld vildu yfir­ heyra hann vegna ásakana um kyn­ ferðisbrot. 17. ágúst Meðlimir Pussy Riot dæmdir n Þrjár stúlkur úr rússnesku pönk­ sveitinni Pussy Riot voru dæmdar í tveggja ára fangelsi. Dóminn fengu þær vegna pönkmessu sem þær héldu í kapellu rússnesku rétttrún­ aðarkirkjunnar í Moskvu í febrú­ ar. Stúlkurnar vöktu mikla athygli og nutu stuðnings fjölda fólks um allan heim. 29. ágúst Ótti vegna fellibyls n Fellibylurinn Ísak reið yfir suður­ strönd Bandaríkjanna, nákvæm­ lega sjö árum eftir að fellibylurinn Katrín olli miklu manntjóni í New Orleans og nágrenni. Sem betur fer var Ísak ekki jafn öflugur og Katrín og olli ekki teljandi tjóni. September 1.–5. september Fjöldaflótti í Sýrlandi n Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi hertóku herflugstöð í Deir el­Zo­ ur fyrsta dag mánaðarins og námu á brott vopn og skothylki. Þann 4. september tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar að yfir 100 þúsund hefðu flúið Sýrland í ágúst. Þann 5. september sendu yfirvöld í Íran bandamönnum sínum í Sýrlandi, stjórnarhernum, vopn og annan herbúnað. n Árið einkenndist af áframhaldandi ólgu í Mið-Austurlöndum n Náttúruhamfarir tóku sinn skerf en voru minna áberandi en árin á undan 2012: Ár ólgu og ófriðar Sprenging Öflug sprengja sprakk í miðborg Beirút í Líbanon þann 19. október síðastliðinn. Tveir létust og fjölmargir særðust, þar á meðal þessi kona sem naut aðstoðar góðhjartaðs vegfaranda. Mynd ReuteRS Heimatilbúin sprengja Uppreisnarmenn í Frelsisher Sýrlands nota teygjubyssu til að skjóta heimatilbúnum sprengjum í átt að stjórnarher- mönnum í borginni Aleppo. Mynd ReuteRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.