Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 28. desember 2012 Áramótablað Risagjaldþrot hjá Þórði n Áttu þriðjungs hlut í Pennanum en skilja eftir sig tvo milljarða E kkert fékkst upp í tæplega tveggja milljarða króna kröf- ur í þrotabú eignarhaldsfélags Þórðar Hermanns Kolbeins- sonar, Tírufjárfestinga ehf. Skiptum á búinu lauk 3. desember síðastliðinn, samkvæmt upplýsingum úr Lög- birtingarblaðinu. Þar kom fram að forgangskröfur í búið hafi numið tíu milljónum króna, almennar kröfur hafi verið 1,9 milljarður króna og aðr- ar kröfur 161 þúsund krónur. Skuld- irnar verða afskrifaðar. Félagið var að hluta í eigu Þórðar Hermanns sem var framkvæmdastjóri. Um tíma átti félagið stóran hluta, eða 36 prósent, í Pennanum. Gríðarmikl- ar skuldir voru í félaginu um tíma og samkvæmt skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis námu skuldirnar ellefu millj örðum króna við bankahrunið. Þórður Hermann er fyrrverandi framkvæmdastjóri DHL á Íslandi. Hann sjálfur hefur verið lýstur gjald- þrota en bankastofnanir gerðu kröfur upp á 346 milljónir króna í bú hans. Leiða má að því líkum að skuldirn- ar sem keyrðu Þórð í þrot hafi verið vegna viðskipta hans með Pennann sem Arion banki tók af honum og öðrum eigendum fyrirtækisins í mars árið 2009, í kjölfar efnahags- hrunsins. DV sagði frá því árið 2010, eftir að Arion banki hafði yfirtekið Pennann, að Þórður Hermann væri með fjölda iðnaðarmanna við að standsetja hús sem hann átti við Granaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur. Í september greindi DV svo frá því að Þórður og eiginkona hans, Lovísa Sigurðardótt- ir, hafi keypt húsið í febrúar árið 2008 en selt það inn í Íslenska eignafélagið ehf. í janúar 2011. Það félag skipti svo um nafn og heitir í dag Sjöstjarnan og er í eigu Skúla Gunnars Sigfússon- ar, sem jafnan er kenndur við skyndi- bitastaðinn Subway. n adalsteinn@dv.is Skuldaði mikið Félagið skuldaði ellefu milljarða króna við bankahrunið, sam- kvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis. 12. janúar HM í handbolta Íslenska karlalandsliðið í hand- bolta mætir á heimsmeistaramótið í handbolta. Fyrsti leikurinn verður gegn Rússum en leikurinn verður sá fyrsti á heimsmeistaramóti sem nýr þjálfari íslenska liðsins, Aron Kristjáns son, stýrir frá því að hann tók við. Það verða þó reynsluboltar með í íslenska liðinu þó ekki verði Ólafur Stefánsson með að þessu sinni. Janúar Icesave-dómsmálið Niðurstaða mun líklega fást í Icesave-dómsmálið fyrir EFTA- dómstólnum. Íslendingum var stefnt fyrir dómstólinn vegna ákvörðunar þjóðarinnar um að synja samning- um við Breta og Hollendinga ríkis- ábyrgðar á greiðslum upp í Icesave- skuldir gamla Landsbankans. Málið var tekið fyrir í EFTA-dómstólnum um miðjan september og var lengi búist við niðurstöðu í kringum jól. Ekkert varð af því en gera má ráð fyrir að niðurstaða fáist í byrjun árs 2013. Nákvæm dagsetning liggur þó ekki fyrir og er aðeins tilkynnt um dómsuppsögur með nokkurra daga fyrirvara. Janúar Forsendur kjara- samninga skoðaðar Sérstök forsendunefnd sem kveðið er á um í kjarasamningum sem gerðir voru árið 2011 mun setjast yfir samningana og fjalla sérstaklega um hvort forsendur þeirra hafi staðist á tímabilinu 1. mars árið 2011 til 31. desember árið 2012. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að forsendurn- ar séu brostnar verður hægt að segja samningum upp. Í samningunum sjálfum eru forsendurnar meðal annars að stjórnvöld hafi staðið við gefin fyrirheit í efnahags-, atvinnu-, og félagsmálum. Í heilsíðuauglýs- ingu frá Alþýðusambandi Íslands, sem birt var um miðjan desember, kom fram að sambandið teldi rík- isstjórnina ekki hafa uppfyllt þau loforð. 1.–3. febrúar Nýr formaður Samfylkingarinnar Flokksfélagar í Samfylkingunni velja arftaka Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra í formannsstól flokks- ins. Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram um stöðuna sem þeir Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra keppast um. Til- kynnt verður um niðurstöðu kosn- inganna á landsfundi flokksins sem fram fer í byrjun febrúarmánað- ar. Formaður flokksins fær það erf- iða verkefni að leiða flokkinn inn í kosningar eftir óvinsælt ríkisstjórn- arsamstarf Samfylkingar og Vinstri- grænna. 27. apríl Alþingiskosningar Í lok aprílmánaðar lýkur sögulegu kjörtímabili þar sem fyrsta hreina vinstristjórnin var við völd. Margt bendir til að núverandi valdaflokk- ar muni missa meirihluta sinn á þingi. Kosningarnar verða líka þær fyrstu frá því að Ísland náði að sigr- ast að stærstum hluta á kreppunni sem varð í kjölfar efnahagshruns- ins haustið 2008 en boðað var óvænt til kosninga í kjölfar þess. Jóhanna Sigurðardóttir mun á sama tíma láta af störfum á Alþingi en hún er bæði aldurs- og starfsaldursforseti þings- ins í dag. 14.–18. maí Eurovision Íslendingar taka þátt í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í 26. sinn. Keppnin fer fram í Malmö í Svíþjóð að þessu sinni og hafa 38 aðrar þjóðir boðað þátttöku sína í keppninni í ár. Enn er ekki búið að velja framlag Íslendinga til keppninnar en það verður valið í vor. Íslendingar hafa náð misgóð- um árangri í keppninni frá flutn- ingi Gleðibankans í fyrsta skipti sem þjóðin tók þátt í keppninni. Mark- mið fulltrúa Íslands í Malmö verð- ur líklega að slá út árangur Selmu Björnsdóttur og Jóhönnu Guðrúnar, sem báðar enduðu í öðru sæti. 27. maí Smáþjóðaleikarnir Íslendingar senda keppendur á fimmtándu Smáþjóðaleikana sum- arið 2013. Þá munu keppendur frá Andorra, Íslandi, Kýpur, Liechten- stein, Lúxemborg, Möltu, Mónakó, San Marínó og Svartfjallalandi tak- ast á í hinum ýmsu íþróttagreinum. Leikarnir eru haldnir annað hvert ár og er miðað við að aðeins þau lönd þar sem íbúafjöldi er undir einni milljón geti tekið þátt. 10. júlí EM í knattspyrnu Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu tekur þátt á Evrópumeistara- mótinu. Mótið fer fram í Svíþjóð en þar keppa íslensku stelpurnar við margar af sterkustu knattspyrnu- þjóðum heims. Þetta er í annað skipti sem stelpurnar okkar komast á Evrópumótið og verður að teljast líklegt að þjóðin þjappi sér saman á bak við þær nú eins og þegar þær komust fyrst á mótið. Janúar–desember Sérstakur saksóknari Embætti sérstaks saksóknara, sem myndað var í kjölfar efnahagshruns- ins, mun ljúka mörgum rannsókn- um á árinu. „Áætlanir gerðu ráð fyrir árunum 2013 og 2014,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, aðspurður hvort embættið nái að standa við áform sín hvað varðar lok rannsókna. „Það eru öll teikn á lofti um að það eigi eftir að ganga eftir, þó með öllum fyrirvörum. Það er alltaf möguleiki á frávikum eftir að rann- sókn mála hefst.“ Að sama skapi mun framtíð embættisins ráðast á árinu. Janúar–desember Aðildarviðræður við ESB Seinustu þrír kaflarnir sem hafa ekki verið opnaðir í aðildarviðræðum Ís- lands við Evrópusambandið verða líklega opnaðir á árinu. Eftir á að hefja samningaviðræður um tvo gríðar- stóra þætti; landbúnað og sjávarút- veg. Ekki er ljóst hvort náist að klára aðildarviðræðurnar á árinu 2013 eða hvort hreinlega verði hætt við um- sóknina. Núverandi stjórnarand- stöðuflokkar, sem margt bendir til að muni eiga aðild að næstu ríkisstjórn, vilja að þjóðin kjósi um hvort halda eigi viðræðunum áfram eða ekki. Þetta gerist árið 2013 n Nýtt þing kosið n Niðurstaða fæst í Icesave n HM í handbolta og EM í fótbolta Á rið 2013 markar ákveðin skil í íslensku samfélagi. Í fyrsta sinn frá hruni verður aukn- ing á fjárútlátum hjá ríkinu, nýtt þing verður kosið og niðurstaða fæst í Icesave-málinu. Léttari hlutir eins og Eurovision og Smáþjóðaleikarnir munu þá lík- lega þjappa þjóðinni saman líkt og venjulega. adalsteinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.