Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 44
8 Völvuspá 2013 28. desember 2012 Áramótablað maður sem springur út á móti þessu og vekur alþjóðlega athygli. n Guðmundur Guðmundsson, Dagur Sigurðsson og Alfreð Gísla- son hafa verið að gera það gott með liðum sem þeir stýra í Þýskalandi. Vel- gengni þeirra heldur áfram með þeirri undantekn- ingu að völvan sér Alfreð Gíslason snúa aftur heim til Ísland af einhverjum ástæðum. Stelpurnar okkar n Íslenska kvenna- landsliðið í knattspyrnu keppir á EM í Svíþjóð næsta sumar. Liðið kemur á óvart með því að sýna mikla hörku og keppnisskap og kemst upp úr riðlinum. Þetta markar nýtt skref í velgengni íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu á árinu sem verður nokkuð samfelld – mið- að við höfðatölu. n Völvan sér knattspyrnumann í svörtum og hvítum búningi hampa Íslands- meistaratitlin- um í knattspyrnu karla í sumar. Tvö lið koma til greina, FH og KR, en það verða KR-ingar sem endurheimta titilinn og hafa önnur eins fagnaðarlæti ekki sést. n Íslenska karla- landsliðið lýkur undankeppninni fyrir HM í Bras- ilíu. Hinn roskni Lagerbeck veldur vissum vonbrigð- um þegar honum tekst ekki að koma liðinu áfram. Eiður í stuði n Eiður Smári Guðjohnsen hef- ur blásið nýju lífi í feril sinn hjá Cercle Brugge í Belg- íu undanfarna mánuði og stað- ið sig vel. Hann mun eiga gott sumar og sýna gamla takta á vell- inum. Völvan sér hann spila með íslenska landsliðinu síðla árs. Gylfi flýgur hátt n Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt uppdráttar hjá Tottenham eftir frá- bært tímabil með Swansea í fyrra. Hann á eftir að ná sér stórkostlega á strik og verða einn af umtöluð- ustu knattspyrnumönnum á Bret- landseyjum. Kolbeinn sest á bekk n Kolbeinn Sigþórsson hefur glímt við meiðsli undanfarna mánuði og lítið sem ekk- ert spilað með Ajax í Hollandi. Enginn efast þó um hæfileika hans. Völvan sér hann í skugg- sjánni sitjandi á bekk. Kannski er bekkurinn í almenningsgarði. Alfreð slær í gegn n Alfreð Finnbogason hefur slegið í gegn með Hereenveen í Hollandi og er með- al markahæstu manna deildarinn- ar. Hann fær gott til- boð frá þekktu félags- liði í Þýskalandi og fetar þar í fótspor annars Íslendings sem gerði garðinn frægan með þessu liði á árum áður. Draugagangur vekur athygli n Eitt af furðumál- um nýs árs hlýtur að teljast þegar opinber stofnun flytur út úr hús- næði sínu vegna draugagangs. Málið er allt hið furðuleg- asta en fær mikla athygli þjóðar- innar. Í ljós kemur að svokallaður ærsladraugur (poltergeist) hef- ur gert starfsmönnum lífið svo leitt að þeir neituðu að mæta til vinnu. Yf- irmenn gripu því til þessa ráðs og sæta verulegri gagnrýni og verða sakaðir um trú á hindur- vitni og rugl. Völvan sér ekki betur en þessi ríkisstofnun sé úti á landi. Ennþá meir Geir n Völvan sér tvo Geira stíga fram í sviðsljósið á nýja árinu. Annar er Geir Haarde sem öllum að óvör- um verður ráðinn til starfa hjá RÚV sem spyrill í sérstakri þáttaröð sem sett verður á laggirnar. Í ljós kemur að Hannes Hólmsteinn Gissurarson er aðstoðarmaður Geirs og hægri hönd. Viðmælendur þeirra í fyrsta þættinum eru Baldur Hermannsson og Hrafn Gunnlaugsson. Þátturinn vekur mikla athygli og ekki minni kátínu. n Hinn Geirinn er Geir Ólafs- son söngv- ari sem kemst í sviðsljós- ið þegar einkalíf hans verður fréttaefni með nokk- uð óvenjulegum hætti. Það verður þegar persóna sem telur Geir hafa svikið sig í tryggðum gerir opinber samskipti þeirra og birtir tölvupósta og twitter-skeyti sem sýna söngvar- ann í nýju ljósi. Gamli góði Villi eirir engu n Eirarmál- ið kemst aftur í fréttir á nýju ári þegar ljóst verður að fjár- málum hjúkr- unarheimilis- ins verður ekki bjargað. Völvan sér Vilhjálm Vilhjálmsson – gamla góða Villa – öskuvondan á sjónvarps- skjánum. Þar er Villi ótrúlega opin- skár um allskyns baktjaldamakk og spillingu og eirir engu. Hann bendl- ar fyrrum vini og samherja við ýmis vafasöm tilþrif í stjórn Eirar og völv- an sér Magnús L. Sveinsson, Svein Magnússon son hans, og fleiri mjög vandræðalega á svip vegna þessa máls. Alfreð Þorsteinsson bregður einnig fyrir á hlaupum í bakgrunni. Í kjölfarið birtast sérlega opin- ská viðtöl við Villa um feril hans í stjórnmálum og við þau brot sem þar birtast fer hrollur um marga fyrrum samstarfsmenn hans. Völvan sér Villa hverfa af sjónarsviðinu eftir þetta og kveðst hann ætla að skrifa ævisögu sína. Setur þá ugg að mörg- um því ljóst er að Villi á langa hnífa í sinni ermi. Logi Bergmann berst við fortíð sína n Völvan sér Loga Bergmann í vand- ræðalegri stöðu á nýja árinu. Eitt fórnarlamb anna í bók sem Logi skrifaði um hrekki stígur fram og seg- ir sína hlið á málinu og sú er ekki eins fyndin og útgáfa Loga. Í kjölfarið verður bók Loga – kölluð Eineltishandbókin – tekin úr sölu og hann á í mesta basli við að hreinsa ímynd sína sem hvers manns hugljúfi í kjölfarið. Fortíðin finnur Jafet n Jafet Ólafsson fyrrverandi verð- bréfamógúll, sjónvarpsstjóri og eigandi Verðbréfastofunnar kemst í fréttir á nýju ári með heldur nei- kvæðum formerkjum. Hulunni verður svipt af skuggalegu jarða- braski og veðsetningum fyrir austan fjall þar sem Jafet og fé- lagi hans Finnur Ingólfsson héldu í þræðina bakvið tjöldin. Völvan sér þessa umfjöllun tengjast frétt- um af nýjum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir félagar vilja festa fé eins og fleiri fyrrum hrunvíkingar. Siðfræðingur í bobba n Völvan sér Stefán Einar Stefánsson siðfræðing og formann VR í afar vand- ræðaleg- um málum á nýju ári. Harla vafasöm sam- skipti hans við nem- anda í Háskólanum í Reykjavík þar sem Stefán fékkst við kennslu, koma fram í dagsljósið. Völvan sér stól formannsins verða töluvert valtan í framhaldinu og hann berst sem ljón fyrir sínu lífi í embætti. Viltu nammi væna? n Völvan sér nýtt mál tengt vændiskaupum og blíðubraski fljóta upp á yf- irborðið á nýju ári. Þar verður tekist á um þan- þol nýrra laga um blíðubrask af ýmsu tagi og verða átök um stöðu kaup- enda og seljenda. Eins og margir vita gera nýlega samþykkt lög kaup á vændi refsiverð og þess vegna verð- ur eðlilega sterkt kastljós á þeim sem kærðir verða fyrir kaup og hart deilt um nafnleynd og opinberar upplýsingar í þessu máli. Fiskur um hrygg Samherja n Völvan sér nokkrar breytingar á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja á nýju ári. Sjávarútvegsfyrirtæki halda áfram að renna saman, selja kvóta og stór- ir eignarhlut- ar skipta um eigendur. Dótturfyrirtækj- um Samherja og tengdum félög- um vex enn fiskur um hrygg og völd og ítök Þorsteins Más Baldvinssonar aukast enn frá því sem nú er og þykir mörgum nóg um. Völvan sér Þorstein Má ofsareið- an í ræðustól þegar í ljós kemur að ný ríkisstjórn hyggst ekki breyta áformum fyrri stjórnar um inn- heimtu veiðileyfagjalds þrátt fyr- ir að Sjálfstæðismenn sitji þar við völd. Völvan sér mikið umtal um áhrif kvótakerfisins á byggðaþró- un í þessu samhengi og meðalstór útgerðarmaður á Snæfellsnesi sem selur allan kvóta á brott neyðist til þess að flytja úr plássinu um tíma vegna hótana. Jakob Frímann M. Davíðsson n Völvan sér Jakob Frímann í frétt- um þegar vís- indalega verð- ur sannað að hann er afkom- andi Davíðs Stefánsson- ar skálds frá Fagraskógi sem mun hafa verið afi hans í móðurætt. Mun þá margur segja: hvað sagði ég ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.