Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 9
Fréttir 9Áramótablað 28. desember 2012 Starfsfólk DV og DV.is Óskum landsmönnum farsældar á nýju ári og þökkum áhugann á árinu sem er að líða Leikskóla- gjöldin hækka Leikskóla- og frístundagjöld hækka hjá flestum stærri sveitarfélögum landsins um áramótin. Fréttastofa RÚV greindi frá því á fimmtudag að hækkunin nemi í flestum tilfellum um fimm prósentum. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar verðskráin um fimm til sex prósent en mest hækkar fæðisgjald í grunn- skólum í Reykjavík. Það mun verða 6.600 krónur á mánuði í stað 6.200 króna, sem nemur 6,45 prósenta hækkun. Verðlag matar og drykkjar hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent á árinu samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Ók á ljósastaur Einn farþegi meiddist lítillega þegar bifreið var ekið á ljósastaur við Vallarbraut í Reykjanesbæ á mið- vikudag. Tvær konur voru í bílnum. Sú meidda var flutt með sjúkrabif- reið til aðhlynningar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Konurnar voru báðar í öryggisbelti en bifreiðin er mjög mikið skemmd á annarri hliðinni eftir óhappið að því er fram kemur í upplýsingum frá Lögreglu- stjóranum á Suðurnesjum. Óku inn í snjóflóð Þrír bílar óku inn í snjóflóð er hafði fallið á veginn við Selabólsurð, um 5 kílómetra frá Flateyri, síðdegis á fimmtudeginum síðasta. Bílarnir sátu í kjölfarið fastir í flóðinu. Björgunarsveitin Sæbjörg á Flat- eyri var kölluð út og sótti hún fólkið, en sjö manns voru í bílunum þrem- ur. Björgunarsveit á Suðureyri var í viðbragðsstöðu ef koma þyrfti að bíl- unum Suðureyrarmegin. Vel tókst að losa tvo bíla og aka öðrum þeirra af svæðinu en vegna aðstæðna þurfti að fresta flutn- ingi á síðasta bílnum. Selabólsurð er þekkt snjóflóðasvæði en að sögn björgunar sveitarmanna var flóðið nokkuð utar en venjulega og sýndist þeim það vera um 100 m breitt. Skyggni var lítið á staðnum, að því er fram kom í upplýsingunum frá Landsbjörg. Endurskipulagningu lokið n Álftanes skuldar 3,2 milljarða eftir afskriftir og hagræðingar F járhagslegri endurskipulagn- ingu sveitarfélagsins Álftaness er nú lokið. Fjárhaldsstjórn var skipuð til þess að annast samn- inga við lánardrottna sveitarfélags- ins. Liður í þessari endurskipulagn- ingu var sameining sveitarfélagsins við Garðabæ. Eftir áramót verður Álftanesið því hluti af Garðabæ. Skuldir sveitarfélagsins voru í árslok 2009 7.256 milljónir króna en þær hafa minnkað töluvert. Sam- kvæmt upplýsingum frá fjárhalds- stjórninni standa skuldir þess nú í 3.263 milljónum. Að sögn stjórn- arinnar hefur rekstrarafkomu Álftaness einnig verið snúið við og er hún nú jákvæð. Álftanes fékk milljarð úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga gegn því að sameinast Garðabæ en af skuld- um sveitarfélagsins voru 3,2 millj- arðar afskrifaðir, samkvæmt samn- ingum við lánardrottna. Því standa þær nú í 3.263 milljónum en það er um 250 prósent af árlegum tekjum Álftaness. Skuldavandi sveitarfélagsins er að hluta tilkominn vegna byggingar nýstárlegrar sundlaugar og íþrótta- húss á Álftanesi en byggingin kom afar illa við fjárhag þess. Garðabær mun eignast íþróttahúsið og sund- laugina þegar sameining sveitarfé- laganna gengur í gegn en það var fé- lagið Fasteign sem átti mannvirkin. Álftanes átti í töluverðum vandræð- um með að greiða leigu af húsunum. Alls verða íbúar hins sameinaða sveitarfélags um 14 þúsund. Bæj- arstjórn Garðabæjar mun um ára- mótin taka við stjórn nýja sveitar- félagsins og stýra því fram að sveitarstjórnarkosningum 2014. Bæjarstjórn Álftaness mun á þeim tíma gegna hlutverki ráðgefandi hverfisstjórnar. simon@dv.is Dýr sundlaug Skuldavandi sveitarfélagsins er að hluta tilkominn vegna byggingar nýstár- legrar sundlaugar og íþróttahúss á Álftanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.