Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Side 9
Fréttir 9Áramótablað 28. desember 2012 Starfsfólk DV og DV.is Óskum landsmönnum farsældar á nýju ári og þökkum áhugann á árinu sem er að líða Leikskóla- gjöldin hækka Leikskóla- og frístundagjöld hækka hjá flestum stærri sveitarfélögum landsins um áramótin. Fréttastofa RÚV greindi frá því á fimmtudag að hækkunin nemi í flestum tilfellum um fimm prósentum. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar verðskráin um fimm til sex prósent en mest hækkar fæðisgjald í grunn- skólum í Reykjavík. Það mun verða 6.600 krónur á mánuði í stað 6.200 króna, sem nemur 6,45 prósenta hækkun. Verðlag matar og drykkjar hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent á árinu samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Ók á ljósastaur Einn farþegi meiddist lítillega þegar bifreið var ekið á ljósastaur við Vallarbraut í Reykjanesbæ á mið- vikudag. Tvær konur voru í bílnum. Sú meidda var flutt með sjúkrabif- reið til aðhlynningar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Konurnar voru báðar í öryggisbelti en bifreiðin er mjög mikið skemmd á annarri hliðinni eftir óhappið að því er fram kemur í upplýsingum frá Lögreglu- stjóranum á Suðurnesjum. Óku inn í snjóflóð Þrír bílar óku inn í snjóflóð er hafði fallið á veginn við Selabólsurð, um 5 kílómetra frá Flateyri, síðdegis á fimmtudeginum síðasta. Bílarnir sátu í kjölfarið fastir í flóðinu. Björgunarsveitin Sæbjörg á Flat- eyri var kölluð út og sótti hún fólkið, en sjö manns voru í bílunum þrem- ur. Björgunarsveit á Suðureyri var í viðbragðsstöðu ef koma þyrfti að bíl- unum Suðureyrarmegin. Vel tókst að losa tvo bíla og aka öðrum þeirra af svæðinu en vegna aðstæðna þurfti að fresta flutn- ingi á síðasta bílnum. Selabólsurð er þekkt snjóflóðasvæði en að sögn björgunar sveitarmanna var flóðið nokkuð utar en venjulega og sýndist þeim það vera um 100 m breitt. Skyggni var lítið á staðnum, að því er fram kom í upplýsingunum frá Landsbjörg. Endurskipulagningu lokið n Álftanes skuldar 3,2 milljarða eftir afskriftir og hagræðingar F járhagslegri endurskipulagn- ingu sveitarfélagsins Álftaness er nú lokið. Fjárhaldsstjórn var skipuð til þess að annast samn- inga við lánardrottna sveitarfélags- ins. Liður í þessari endurskipulagn- ingu var sameining sveitarfélagsins við Garðabæ. Eftir áramót verður Álftanesið því hluti af Garðabæ. Skuldir sveitarfélagsins voru í árslok 2009 7.256 milljónir króna en þær hafa minnkað töluvert. Sam- kvæmt upplýsingum frá fjárhalds- stjórninni standa skuldir þess nú í 3.263 milljónum. Að sögn stjórn- arinnar hefur rekstrarafkomu Álftaness einnig verið snúið við og er hún nú jákvæð. Álftanes fékk milljarð úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga gegn því að sameinast Garðabæ en af skuld- um sveitarfélagsins voru 3,2 millj- arðar afskrifaðir, samkvæmt samn- ingum við lánardrottna. Því standa þær nú í 3.263 milljónum en það er um 250 prósent af árlegum tekjum Álftaness. Skuldavandi sveitarfélagsins er að hluta tilkominn vegna byggingar nýstárlegrar sundlaugar og íþrótta- húss á Álftanesi en byggingin kom afar illa við fjárhag þess. Garðabær mun eignast íþróttahúsið og sund- laugina þegar sameining sveitarfé- laganna gengur í gegn en það var fé- lagið Fasteign sem átti mannvirkin. Álftanes átti í töluverðum vandræð- um með að greiða leigu af húsunum. Alls verða íbúar hins sameinaða sveitarfélags um 14 þúsund. Bæj- arstjórn Garðabæjar mun um ára- mótin taka við stjórn nýja sveitar- félagsins og stýra því fram að sveitarstjórnarkosningum 2014. Bæjarstjórn Álftaness mun á þeim tíma gegna hlutverki ráðgefandi hverfisstjórnar. simon@dv.is Dýr sundlaug Skuldavandi sveitarfélagsins er að hluta tilkominn vegna byggingar nýstár- legrar sundlaugar og íþróttahúss á Álftanesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.