Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 36
Sandkorn M ikilvægasta verkefni ís­ lenskrar þjóðar á árinu 2013 er að manna Alþingi þannig að sómi sé að. Við megum ekki láta það gerast að skúrkar og spillingarkóngar fortíð­ ar sitji áfram á þingi og valdi þjóð­ inni skaða með siðleysi og innihalds­ lausri pólitík sem gengur út á að verja sérhagsmuni á kostnað almennings. Kosningarnar í vor verða að marka þau tímamót að samhentur hópur sitji löggjafarsamkunduna. Það kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið hefur einkennst af furðuleg­ um uppákomum og illvígum deil­ um. Engin leið hefur verið til að átta sig á því hvert þingið hefur stefnt. Málþóf minnihlutans og yfirgangur meirihlutans hefur ýtt mestallri skyn­ semi út úr þingsölum. Þjóðþrifamál á borð við nýja stjórnarskrá hafa lent á höggstokki heimskunnar. Aðildarumsóknin að Evrópu­ sambandinu er einnig dæmi um tröllríðandi bjánaskapinn á Alþingi. Meirihluti þingsins samþykkti að sækja um aðild að sambandinu. Lykil­ atriði í umsóknarferlinu er að niður­ staða samninga ráði lyktum málsins. Íslenskri þjóð er ætlað að kveða upp sinn dóm á grundvelli þess hvern­ ig um semst. Hópur þingmanna, sem rekinn er áfram af þjóðernisöfgum, vill með góðu eða illu taka frá fólkinu í landinu það vald að samþykkja eða hafna aðild á málefnalegum grund­ velli. Í stað þess að ljúka samningum með sóma og taka síðan niðurstöðu þjóðarinnar af auðmýkt heimtar þessi hópur manna að viðræðum verði slitið tímabundið á meðan kosið verði um það hvort halda eigi áfram að semja. Með þessu á að gera heila þjóð að fífl­ um á alþjóðavettvangi. Skilaboðin til umheimsins eru sú að ekkert sé að marka okkur. Þótt við ljúkum samn­ ingum felst ekki í því nein afstaða með eða á móti ESB. Það er einfaldlega mannsbragur af því að ljúka þeirri för sem lagt var upp í með umsókninni. Hvort niðurstaðan verður já eða nei skiptir engu máli. Öll heimskulegu rifrildin á Alþingi Íslendinga á yfirstandandi kjörtímabili eru staðfesting þess að þar er fjöldi fólks sem ekki á erindi í almannaþjón­ ustu á borð við þingmennsku. Skúrk­ arnir vaða uppi og segja okkur að svart sé hvítt. Uppnám og öngþveiti ein­ kennir þingstörfin. Þetta er til skamm­ ar. Þjóðin verður að grípa í taumana og sýna þeim rauða spjaldið sem ekki eru hæfir til samvinnu. Við verðum að innleiða ný vinnubrögð á Alþingi. Tök­ umst á um pólitík en látum ógert að fara í skotgrafirnar að óþörfu. Látum árið 2013 marka þau tímamót að Al­ þingi siðvæðist og verði starfhæft. Landsbanka treyst n Páll Magnússon og aðrir ráðamenn Ríkisútvarpsins halda mjög á lofti í ræðu og riti hve mikils trausts stofn­ un þeirra njóti samkvæmt netkönnun MMR. Þessi könnun er reyndar einn vin­ sælasti samkvæmisleikurinn þar sem fjölmiðlar kepp­ ast við að finna jákvæðustu punktana. Rétt er að halda til haga að fyrir hrun nutu íslensku bankarnir gríðar­ legs trausts samkvæmt MMR. Þá treystu um 95 pró­ sent landsmanna Lands­ bankanum sem á þeim tíma var reyndar í opinberu sam­ starfi við Ríkisútvarpið um að fjármagna dagskrárliði. Nú treysta 80 prósent RÚV. Varaþingmaður ASÍ n Undarleg staða er inn­ an yfirstjórnar Alþýðusam­ bands Íslands eftir að Gylfi Arnbjörnsson forseti sagði sig úr Sam­ fylkingunni í fússi vegna meintra svika ríkisstjórnar­ innar. Einn nánasti samstarfsmaður Gylfa er Magnús Norðdahl lögfræðingur sambandsins. Hann er jafnframt varaþing­ maður Samfylkingarinnar og engin hreyfing á honum í þeim efnum. Mörgum er í fersku minni þegar Vigdís Hauksdóttir þurfti að víkja úr starfi lögfræðings hjá ASÍ þegar hún fór í framboð fyrir Framsóknarflokkinn. Þorsteinn og Davíð n Það er óhætt að segja að gömlu formennirnir, Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson, séu enn eftirsóttir þótt einhver kynni að segja að þeir væru báðir komnir fram yfir síð­ asta söludag. Sunnlendingar reyndu ákaft að fá Davíð í framboð í kjördæminu gegn leiðtoganum Ragnheiði Elínu Árnadóttur en hann hrökk undan á síðustu stundu. Þá hefur verið lagt hart að Þor- steini Pálssyni að leggja sínu fólki á Suðurlandi lið. Hann gaf sig heldur ekki. Það fell­ ur því í hlut Árna Johnsen að sækja að Ragnheiði Elínu. Fallinn aflamaður n Björn Valur Gíslason al­ þingismaður er að vonum fúll vegna fallsins í Reykjavík. Björn Valur lét blekkjast til að yfirgefa kjördæmi sitt og leggja til atlögu við kanónur VG í Reykjavík. Svandís Svav- arsdóttir og Katrín Jakobsdótt- ir ráku Björn Val af höndum sér og af þingi. Sú niðurstaða er í sjálfu sér ekki sanngjörn þar sem þingmaðurinn þykir hafa staðið sig vel á þingi. En hann þarf þó engu að kvíða. Björn Valur er annálaður aflamaður og mun fá skip­ stjórapláss þegar hann vill. Evrópuumræðan einstaklega vitlaus Alkóhólisminn er svo lúmskur Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur um Evrópuumræðuna á Íslandi. – DV.is Einar Már Guðmundsson rithöfundur glímdi við Bakkus. – DV Hreinsum Alþingi „Uppnám og öng- þveiti einkennir þingstörfin Þ jóðin stendur nú við mikil­ væg vatnaskil. Hrunið 2008 af­ hjúpaði djúpa bresti í innviðum okkar unga lýðveldis. Alþingi viðurkenndi þessa bresti 28. septem­ ber 2010 með einróma samþykkt, þar sem sagði meðal annars: „Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á ís­ lenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur. Alþingi ályktar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórn­ málamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu.“ Ályktun Alþingis lýkur með upptalningu á lögum, sem þingið lofar að endurskoða eða setja. Stjórnarskráin er efst á loforðalista Al­ þingis. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni“, segir forsætisráðherra. Forsagan Forsaga málsins er fljótrakin. Þjóð­ in samþykkti nýja stjórnarskrá við lýðveldisstofnunina 1944 í stað þeirrar stjórnarskrár, sem Kristján konungur IX. hafði fært þjóðinni 1874. Stjórn­ málaflokkar á Alþingi sammæltust um leggja til svo litlar breytingar á stjórnarskránni frá 1874 sem verða mátti við stofnun lýðveldis í skugga heimsstyrjaldar. Þessu samkomulagi fylgdu yfirlýsingar forustumanna allra flokka á Alþingi um nauðsyn þess að ráðast fljótlega í gagngera endur­ skoðun stjórnarskrárinnar. Það heit var ekki efnt fyrr en 2009. Þá ákvað Alþingi að fela fólkinu í landinu að endurskoða stjórnarskrána, úr því að þinginu hafði ekki tekizt ætlunarverk sitt í 65 ár. Alþingi skipaði sjö manna stjórnlaganefnd. Hún skilaði gagnlegri skýrslu og kvaddi saman 950 manna þjóðfund valinn af handahófi úr þjóð­ skrá. Allir Íslendingar 18 ára og eldri höfðu jafna möguleika á að veljast til setu á þjóðfundinum 2010. Þar var lagður grunnur að nýrri stjórnarskrá. Alþingi lét kjósa til stjórnlagaþings, sem varð að þingskipuðu stjórnlaga­ ráði. Ráðið samdi og samþykkti einum rómi frumvarp að nýrri stjórnarskrá 2011 á grundvelli fyrirliggjandi gagna, gamalla og nýrra, og niðurstöðu þjóðarfundarins. Þáttur Alþingis Alþingi tók við frumvarpinu júlílok 2011, bar síðan ýmis álitamál undir aukafund stjórnlagaráðs í marz 2011 og fékk svör. Alþingi bar síðan frum­ varpið ásamt svörum frá aukafundi stjórnlagaráðs undir fjögurra manna lögfræðinganefnd, sem var falið að leggja til orðalagsbreytingar á frum­ varpinu, væri talin þörf á þeim, en engar nýjar efnisbreytingar. Ný gerð frumvarpsins með breytingum lög­ fræðinganefndarinnar hefur nú geng­ ið í gegnum fyrstu umræðu á Alþingi og bíður annarrar umræðu í janúar að loknu jólaleyfi þingsins. Yfirlýsingar forsætisráðherra um framhald máls­ ins verða ekki skildar á annan veg en svo, að ætlan þingmeirihlutans að baki frumvarpinu, meiri hluta, sem er skip­ aður þingmönnum úr öllum flokkum á þingi öðrum en Sjálfstæðisflokkn­ um, sé að afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþingi fyrir þinglok í marz 2013. Til álita kemur að leggja frumvarpið jafnframt aftur í dóm þjóðarinnar sam­ hliða þingkosningunum 27. apríl. Þá gæfist þjóðinni færi á að ítreka stuðn­ ing sinn við frumvarpið, sem birt­ ist skýrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október. Gangi þessi ætlan þing­ meirihlutans eftir, bíður nýs þings að samþykkja frumvarpið fyrir sitt leyti. Nýtt Alþingi, hvernig sem það verður skipað, hlýtur að telja sér skylt að virða þjóðarviljann og samþykkja frumvarp­ ið. Annað væri ósvinna. Framhaldið Og hvað svo? Hreinlegast væri að hafa sama háttinn á og hafður var við stjórnarskrárbreytingarnar 1942 og 1959. Í þessu felst, að nýtt Alþingi ger­ ir þá aðeins tvennt að loknum kosn­ ingum í vor: samþykkir stjórnarskrár­ frumvarpið og einnig ný kosningalög í samræmi við nýja stjórnarskrá og boð­ ar til nýrra þingkosninga haustið 2013. Með því væri tryggt, að þingmenn með lítið fylgi að baki sér, kosnir eftir úrelt­ um kosningalögum, sætu ekki lengur á þingi en yfir sumarmánuðina 2013 líkt og gerðist 1942 og 1959. Nýtt Al­ þingi kæmi þá saman haustið 2013, kosið eftir nýjum lögum, og hæfist þá handa við að endurskoða þau lög, sem þarfnast endurnýjunar í ljósi nýrrar stjórnarskrár, t.d. fiskveiðistjórnarlög­ in. Í auðlindaákvæði stjórnarskrár­ frumvarps ríkisstjórnarinnar stend­ ur: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óaftur­ kallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Ný fiskveiðistjórnarlög þurfa ekki síður en önnur lög að standast nýja stjórn­ arskrá. Staðan við áramót Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 36 28. desember 2012 Áramótablað Kjallari Þorvaldur Gylfason „Til álita kemur að leggja frum- varpið jafnframt aft- ur í dóm þjóðarinnar samhliða þingkosn- ingunum 27. apríl Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.