Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 40
4 Völvuspá 2013 28. desember 2012 Áramótablað málum og hyggist hasla sér völl í atvinnulífinu á ný en hann er lög- fræðingur að mennt. Endar þar ferill hans í stjórnmálum og er hann úr sögunni eins og sagt væri í Njálu. Björt framtíð n Björt framtíð á bjarta framtíð. Flokkurinn nær talsverðum skriði í kosningabaráttu og fær að lok- um 15 prósenta fylgi og verður með réttu talinn sigurvegari kosning- anna. Besti flokkurinn og hans sér- stæðu áhrif verða Bjartri framtíð gott veganesti í kosningabaráttu og þykir framlag þeirra oft nokkuð skemmtilegt en ekki að sama skapi alvörugefið. Nokkur hávaði verður vegna þess að hinir nýju vendir setj- ast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum en það þykir draga út getu þeirra til að sópa. Forystumenn segja að póli- tík sé list hins mögulega og þeir séu í þessum leik til þess að hafa áhrif en ekki til þess að varðveita pólitísk- an meydóm sinn. Þegar litið verður til baka yfir veturinn kemur í ljós að ýmsar ákvarðanir Bjartrar framtíðar voru í raun til þess að undirbúa jarð- veginn fyrir þetta samstarf. Framsóknarflokkurinn n Tími Framsóknar- flokksins er liðinn. Undir stjórn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar fer flokkurinn í gegn- um stórundarlega kosningabaráttu sem leiðir ótvírætt í ljós ýmsa vankanta á forystuhæfileikum hans. Flokkurinn fær 10 prósent greiddra atkvæða og þingmönnum hans fækkar. Þetta finnst flokksmönnum ekki góð latína eftir heilt kjörtímabil í stjórnarand- stöðu og kunna forystu flokksins litl- ar þakkir fyrir leiðsögnina. n Maðurinn sem bjargar flokknum frá algerri niðurlægingu er Frosti Sig- urjónsson sem kemst naumlega inn í Reykjavík með tilstilli InDefence samtakanna. Eftir kosningar beina margir reiði sinni að Sigmundi Davíð sem þeir telja hafa leitt flokkinn á vit þröngrar bændahyggju. n Á haustmánuðum stígur Sig- mundur formaður fram og tilkynn- ir afsögn sína. Vigdís Hauksdóttir kemur fáum á óvart þegar hún sæk- ist eftir emb- ætti formanns flokksins af talsverðri hörku. Skag- firskir fram- sóknarmenn verða taugaóstyrkir og senda Gunnar Braga Sveinsson fram á völl- inn gegn henni. Eftir snarpa glímu stendur Gunnar Bragi upp sem sig- urvegari með herkjum. Höskuldur stingur af n Völvan sér Hösk- uld Þórhallsson komast inn á þing í Norðaust- urkjördæmi. Skömmu eftir kosningar dregur Höskuldur langan hníf úr ermi sér og til- kynnir úrsögn sína úr flokknum og kveðst verða óháður þingmaður á nýju þingi. Hann daðrar til hægri og vinstri og völvan sér hann í hlutverki Stefáns Valgeirssonar síns tíma við myndun nýrrar rík- isstjórnar. Vinstri-grænir n Vinstri-græn- ir ganga sárir til kosninga eftir átök í prófkjör- um þar sem ekki tókst að fella Ög- mund Jónasson úr sessi. Þrátt fyrir ötul- lega kosningabaráttu Steingríms Jó- hanns Sigfússonar bíður flokkurinn mikið afhroð í kosningum til alþing- is. Upp úr kössunum koma aðeins 14 prósent atkvæða sem staðfesta að fylgi við flokkinn er í sögulegu lág- marki. Fyrir vikið hverfa margir nú- verandi þingmenn flokksins af þingi en eftir sitja hinir gömlu stríðshestar Steingrímur og Ögmundur ásamt Svandísi Svavarsdóttur og Katrínu Jakobsdóttur og ýmsum samtíningi öðrum. Flokkurinn tekur sitt gamla sæti í stjórnarandstöðu að því er virðist með nokkrum semingi. Stein- grímur Jóhann verður eftir þessar kosningar sá þingmanna sem hvað lengst hefur setið og verða margir til þess að nota það ýmis honum til hnjóðs eða hróss. Steingrímur stingur af n Fljótlega eft- ir kosningar verður ljóst að flokkur Vinstri- grænna er aðeins skugginn af sjálf- um sér og formaðurinn orkulítill og vondaufur eftir vígaferli undanfar- inna missera. Sending hans á Birni Val Gíslasyni í prófkjör í Reykjavík gróa illa eða ekki. Á haustdögum sér völvan Þistilfirðinginn vaska taka saman vopn sín og verjur og ganga af vígvelli stjórnmálanna. Hann hverfur til starfa erlendis nánar til- tekið á Norðurlöndum og völvan sér hann í verkefnum tengdu norrænu samstarfi. Kata tekur við gunnfánanum n Katrín Jakobsdótt- ir varaformaður Vinstri-grænna stígur fram við brottför Steingríms og tekur við gunn- fána forystunnar. Svandís Svavarsdótt- ir verður varaformaður. Við þessa breytingu vex kvenveldi í íslenskum stjórnmálum talsvert og fljótlega og kvenleg áhrif blíðlegra samskipta, samvinnu og friðar fara að verða meira áberandi en áður. Gárungar kalla þetta östrógen áhrifin. Dögun kemst á blað með Þorvaldi n Þorvaldur Gylfason mun bjóða sig fram til þings fyrir Dögun. Þorvaldur nýtur mikillar virðingar og honum tekst að kom- ast inn á þing einum Dögunarmanna. Aðrir smáflokkar ná ekki í gegn n Eins og fram kemur í þessum spádómi hafa aðrir smáflokkar sem bjóða fram í kom- andi þingkosning- um ekki erindi sem erfiði. Enginn þeirra nær tilskildum lág- mörkum til þess að koma manni að. Þar endar þingmannsferill nokkurra litríkra einstaklinga eins og Þórs Saari, Birgittu Jónsdóttur, Lilju Mós- esdóttur, Margrétar Tryggvadóttur og fleiri. Völvan sér þetta hverfa út í iðukast samfélagsins og úr augsýn. Birgitta Jónsdóttir er sú eina þeirra sem áfram verður áberandi í al- mennri umræðu og er það einkum vegna tengsla hennar við alþjóða- hreyfingu Pírata sem komast í fréttir vegna óhefðbundinna aðferða við deilingu upplýsinga. n Guðmundur Franklín og föru- neyti hans í Hægri-grænum fer mikinn á köflum í kosningabarátt- unni og vekur framganga þeirra og málflutningur á köflum bæði kátínu og hneykslun. Undarlegt mál tengt fjármálum framboðsins kemur upp í kringum páskana og völvan sér Franklín í kröppum dansi við að verja sig og flokkinn. Breytt landslag- breytt samfélag n Af þessum spá- dómi má og ljóst vera að þegar talið verður upp úr kjörkössum að vori blas- ir við gerbreytt landslag í ís- lenskum stjórnmál- um. Sjálfstæðisflokkurinn fær með þessum úrslitum stærsta tækifæri sitt frá stofnun til þess að stjórna án mikilla málamiðlana. Hanna Birna á fullt í fangi með að verjast ásök- unum um að hún sé í raun og veru ekki boðberi nýrra tíma heldur þvert á móti handbendi íhaldssamra afla í flokknum. Margir verða til þess að nugga sér utan í hana til þess að fljóta með straumnum og þar á meðal eru menn eins og Hann- es Hólmsteinn Gissurarson, Kjart- an Gunnarsson og Davíð Oddsson ásamt leifunum af Eimreiðarhópi flokksins. Henni tekst nokkuð vel að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá for- tíðinni og með vali sínu á ráðherr- um er mál manna að hún sýni hvert hún raunverulega vill stefna flokkn- um. Þar verða áberandi ný andlit sem mörg hver eiga ekki langa þing- setu að baki. n Skipun Brynjars Níelssonar í embætti dómsmálaráðherra vekur nokkra athygli en í kosningabarátt- unni kemur glöggt í ljós að tengslin milli Hönnu Birnu og Brynjars eru meiri en ætla mætti í fyrstu. Einar Guðfinnsson, hinn dyggi flokks- hestur fær laun fyrir langa þjón- ustu með stóli sjávarútvegsráðherra. Djarfasta útspil Hönnu Birnu verð- ur þó talið þegar hún gerir Ásdísi Höllu Bragadóttur að ráðherra sem þykir mikil nýlunda en Ásdís Halla, fyrrum eftirlæti flokksins, situr ekki á þingi. Hvað verður um ESB viðræðurnar? n Völvan sér enga samstöðu um það á Alþingi að ESB við- ræðum verði hætt eða þeim frestað með einhverj- um hætti. Í kosn- ingabaráttunni á vormánuðum mun Samfylkingin ein flokka taka eindregna afstöðu með inngöngu en aðrir flokkar víkja sér undan því þótt einstak- ir frambjóðendur taki lýsi andúð eða stuðningi. Um mitt sumar lýk- ur svo viðræðum Íslands við ESB og samningurinn verður kynntur. Samningurinn reynist hagstæðari Íslendingum í ýmsum atriðum en margir töldu að hann yrði. Völvan sér stutt en snarpt áróðursstríð í að- draganda kosninga haustið 2013 en þar verður innganga Íslands felld með mjög naumum meirihluta at- kvæða. Í þeim átökum kemur ólík afstaða þéttbýlis og landsbyggðar sérlega skýrt í ljós en það eru fyrst og fremst íbúar á landsbyggðinni sem leggjast gegn inngöngu. n Völvan sér eldgos norðan Vatnajök- uls snemma sum- ars. Það á upp- tök sín nálægt Öskju og kem- ur jarðfræðing- um nokkur á óvart. Gosið minnir töluvert á gosið sem varð í Vikraborgum 1961. Öskufall er ekkert en tölu- verður hraunstraumur og stafar fólki því lítil hætta af. Miklar deilur verða um aðgengi ferðamanna því Almannavarnir heimila ekki ferð- ir á gosstöðvarnar og verður mikið havarí í kringum þá sem stelast til þess að flytja ferðamenn í sjónfæri við gosið. Hlaup í Markarfljóti n Á útmánuðum verða einhvers konar hrær- ingar undir Mýr- dalsjökli án þess þó að um eiginlegt eldgos sé að ræða. Bráðnun undir jökl- inum kallar fram mik- ið hlaup í Markarfljóti og völvan sér það brúngrátt af drullu og leir sullast yfir brúargólfið á þjóðvegi eitt og flæmast víða um nágrennið. Framburður fljóts- ins er gríðarmikill og safnast fyrir í kringum ósa fljótsins og nágrenni hinnar marghrjáðu Landeyjahafn- ar. Vandræði í kringum siglingar í Landeyjahöfn aukast mjög í kjöl- farið og völvan sér miklar fram- kvæmdir við höfnina sem eiga að leysa umrædd vandræði í eitt skipti fyrir öll. Óhapp sem verður við höfn- ina fáum mánuðum eftir hlaup verður til þess að koma skriði á málið. Öræfajökull gýs n Undir haust verða svo mikil tíð- indi í íslenskri eldgosasögu þegar Öræfajökull gýs stórgosi. Eldsum- brotin valda miklum jökulhlaupum sem valda landspjöllum á stærri skala en áður hefur sést á Íslandi á síðustu 200 árum. Gríðarlegt magn af vikri og ösku kemur upp og leggst þykkt lag yfir stórt svæði umhverfis jökulinn og risavaxnir jakar skolast niður á sand og rísa þar sem kastalar. Þessar ham- farir valda miklum breyting- um á landslagi í Öræfum líkt og gosið 1362 gerði og völvan sér þungbúna jarðfræðinga á sjón- varpsskjánum ræða um land- auðn á stórum svæðum. Völvan sér erlenda vísindamenn flykkj- ast til landsins til þess að fylgjast með þessum hamförum en hníp- in þjóð horfir á eftir ómetanlegum náttúruperlum sem hverfa í móðu eldsumbrotanna. Gosið stendur með hléum það sem eftir lifir árs og völvan sér rauðan bjarma yfir Ör- æfajökli lýsa inn í myrkan vetur. Eldgos og náttúruhamfarir Landbúnaður n Völvan sér algera sprengingu í sölu beint frá býli á nýja árinu. Sífellt fleiri verslanir skjóta upp kollinum sem sérhæfa sig í sölu þessháttar varnings. Umræðan um hreinleika íslenskra landbúnaðarvara verður háværari og völvan sér nokkur tilvik í fréttum þar sem fjallað er um að- búnað dýra, hollustu framleiðslunn- ar og fleira því tengt. n Fleiri mál þar sem framleiðsla matvæla er stöðvuð og sala frá búi bönnuð komast í sviðs- ljósið og völvan sér skugga sorgar og harmleiks hvíla yfir einu slíku máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.