Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 40
4 Völvuspá 2013 28. desember 2012 Áramótablað málum og hyggist hasla sér völl í atvinnulífinu á ný en hann er lög- fræðingur að mennt. Endar þar ferill hans í stjórnmálum og er hann úr sögunni eins og sagt væri í Njálu. Björt framtíð n Björt framtíð á bjarta framtíð. Flokkurinn nær talsverðum skriði í kosningabaráttu og fær að lok- um 15 prósenta fylgi og verður með réttu talinn sigurvegari kosning- anna. Besti flokkurinn og hans sér- stæðu áhrif verða Bjartri framtíð gott veganesti í kosningabaráttu og þykir framlag þeirra oft nokkuð skemmtilegt en ekki að sama skapi alvörugefið. Nokkur hávaði verður vegna þess að hinir nýju vendir setj- ast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum en það þykir draga út getu þeirra til að sópa. Forystumenn segja að póli- tík sé list hins mögulega og þeir séu í þessum leik til þess að hafa áhrif en ekki til þess að varðveita pólitísk- an meydóm sinn. Þegar litið verður til baka yfir veturinn kemur í ljós að ýmsar ákvarðanir Bjartrar framtíðar voru í raun til þess að undirbúa jarð- veginn fyrir þetta samstarf. Framsóknarflokkurinn n Tími Framsóknar- flokksins er liðinn. Undir stjórn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar fer flokkurinn í gegn- um stórundarlega kosningabaráttu sem leiðir ótvírætt í ljós ýmsa vankanta á forystuhæfileikum hans. Flokkurinn fær 10 prósent greiddra atkvæða og þingmönnum hans fækkar. Þetta finnst flokksmönnum ekki góð latína eftir heilt kjörtímabil í stjórnarand- stöðu og kunna forystu flokksins litl- ar þakkir fyrir leiðsögnina. n Maðurinn sem bjargar flokknum frá algerri niðurlægingu er Frosti Sig- urjónsson sem kemst naumlega inn í Reykjavík með tilstilli InDefence samtakanna. Eftir kosningar beina margir reiði sinni að Sigmundi Davíð sem þeir telja hafa leitt flokkinn á vit þröngrar bændahyggju. n Á haustmánuðum stígur Sig- mundur formaður fram og tilkynn- ir afsögn sína. Vigdís Hauksdóttir kemur fáum á óvart þegar hún sæk- ist eftir emb- ætti formanns flokksins af talsverðri hörku. Skag- firskir fram- sóknarmenn verða taugaóstyrkir og senda Gunnar Braga Sveinsson fram á völl- inn gegn henni. Eftir snarpa glímu stendur Gunnar Bragi upp sem sig- urvegari með herkjum. Höskuldur stingur af n Völvan sér Hösk- uld Þórhallsson komast inn á þing í Norðaust- urkjördæmi. Skömmu eftir kosningar dregur Höskuldur langan hníf úr ermi sér og til- kynnir úrsögn sína úr flokknum og kveðst verða óháður þingmaður á nýju þingi. Hann daðrar til hægri og vinstri og völvan sér hann í hlutverki Stefáns Valgeirssonar síns tíma við myndun nýrrar rík- isstjórnar. Vinstri-grænir n Vinstri-græn- ir ganga sárir til kosninga eftir átök í prófkjör- um þar sem ekki tókst að fella Ög- mund Jónasson úr sessi. Þrátt fyrir ötul- lega kosningabaráttu Steingríms Jó- hanns Sigfússonar bíður flokkurinn mikið afhroð í kosningum til alþing- is. Upp úr kössunum koma aðeins 14 prósent atkvæða sem staðfesta að fylgi við flokkinn er í sögulegu lág- marki. Fyrir vikið hverfa margir nú- verandi þingmenn flokksins af þingi en eftir sitja hinir gömlu stríðshestar Steingrímur og Ögmundur ásamt Svandísi Svavarsdóttur og Katrínu Jakobsdóttur og ýmsum samtíningi öðrum. Flokkurinn tekur sitt gamla sæti í stjórnarandstöðu að því er virðist með nokkrum semingi. Stein- grímur Jóhann verður eftir þessar kosningar sá þingmanna sem hvað lengst hefur setið og verða margir til þess að nota það ýmis honum til hnjóðs eða hróss. Steingrímur stingur af n Fljótlega eft- ir kosningar verður ljóst að flokkur Vinstri- grænna er aðeins skugginn af sjálf- um sér og formaðurinn orkulítill og vondaufur eftir vígaferli undanfar- inna missera. Sending hans á Birni Val Gíslasyni í prófkjör í Reykjavík gróa illa eða ekki. Á haustdögum sér völvan Þistilfirðinginn vaska taka saman vopn sín og verjur og ganga af vígvelli stjórnmálanna. Hann hverfur til starfa erlendis nánar til- tekið á Norðurlöndum og völvan sér hann í verkefnum tengdu norrænu samstarfi. Kata tekur við gunnfánanum n Katrín Jakobsdótt- ir varaformaður Vinstri-grænna stígur fram við brottför Steingríms og tekur við gunn- fána forystunnar. Svandís Svavarsdótt- ir verður varaformaður. Við þessa breytingu vex kvenveldi í íslenskum stjórnmálum talsvert og fljótlega og kvenleg áhrif blíðlegra samskipta, samvinnu og friðar fara að verða meira áberandi en áður. Gárungar kalla þetta östrógen áhrifin. Dögun kemst á blað með Þorvaldi n Þorvaldur Gylfason mun bjóða sig fram til þings fyrir Dögun. Þorvaldur nýtur mikillar virðingar og honum tekst að kom- ast inn á þing einum Dögunarmanna. Aðrir smáflokkar ná ekki í gegn n Eins og fram kemur í þessum spádómi hafa aðrir smáflokkar sem bjóða fram í kom- andi þingkosning- um ekki erindi sem erfiði. Enginn þeirra nær tilskildum lág- mörkum til þess að koma manni að. Þar endar þingmannsferill nokkurra litríkra einstaklinga eins og Þórs Saari, Birgittu Jónsdóttur, Lilju Mós- esdóttur, Margrétar Tryggvadóttur og fleiri. Völvan sér þetta hverfa út í iðukast samfélagsins og úr augsýn. Birgitta Jónsdóttir er sú eina þeirra sem áfram verður áberandi í al- mennri umræðu og er það einkum vegna tengsla hennar við alþjóða- hreyfingu Pírata sem komast í fréttir vegna óhefðbundinna aðferða við deilingu upplýsinga. n Guðmundur Franklín og föru- neyti hans í Hægri-grænum fer mikinn á köflum í kosningabarátt- unni og vekur framganga þeirra og málflutningur á köflum bæði kátínu og hneykslun. Undarlegt mál tengt fjármálum framboðsins kemur upp í kringum páskana og völvan sér Franklín í kröppum dansi við að verja sig og flokkinn. Breytt landslag- breytt samfélag n Af þessum spá- dómi má og ljóst vera að þegar talið verður upp úr kjörkössum að vori blas- ir við gerbreytt landslag í ís- lenskum stjórnmál- um. Sjálfstæðisflokkurinn fær með þessum úrslitum stærsta tækifæri sitt frá stofnun til þess að stjórna án mikilla málamiðlana. Hanna Birna á fullt í fangi með að verjast ásök- unum um að hún sé í raun og veru ekki boðberi nýrra tíma heldur þvert á móti handbendi íhaldssamra afla í flokknum. Margir verða til þess að nugga sér utan í hana til þess að fljóta með straumnum og þar á meðal eru menn eins og Hann- es Hólmsteinn Gissurarson, Kjart- an Gunnarsson og Davíð Oddsson ásamt leifunum af Eimreiðarhópi flokksins. Henni tekst nokkuð vel að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá for- tíðinni og með vali sínu á ráðherr- um er mál manna að hún sýni hvert hún raunverulega vill stefna flokkn- um. Þar verða áberandi ný andlit sem mörg hver eiga ekki langa þing- setu að baki. n Skipun Brynjars Níelssonar í embætti dómsmálaráðherra vekur nokkra athygli en í kosningabarátt- unni kemur glöggt í ljós að tengslin milli Hönnu Birnu og Brynjars eru meiri en ætla mætti í fyrstu. Einar Guðfinnsson, hinn dyggi flokks- hestur fær laun fyrir langa þjón- ustu með stóli sjávarútvegsráðherra. Djarfasta útspil Hönnu Birnu verð- ur þó talið þegar hún gerir Ásdísi Höllu Bragadóttur að ráðherra sem þykir mikil nýlunda en Ásdís Halla, fyrrum eftirlæti flokksins, situr ekki á þingi. Hvað verður um ESB viðræðurnar? n Völvan sér enga samstöðu um það á Alþingi að ESB við- ræðum verði hætt eða þeim frestað með einhverj- um hætti. Í kosn- ingabaráttunni á vormánuðum mun Samfylkingin ein flokka taka eindregna afstöðu með inngöngu en aðrir flokkar víkja sér undan því þótt einstak- ir frambjóðendur taki lýsi andúð eða stuðningi. Um mitt sumar lýk- ur svo viðræðum Íslands við ESB og samningurinn verður kynntur. Samningurinn reynist hagstæðari Íslendingum í ýmsum atriðum en margir töldu að hann yrði. Völvan sér stutt en snarpt áróðursstríð í að- draganda kosninga haustið 2013 en þar verður innganga Íslands felld með mjög naumum meirihluta at- kvæða. Í þeim átökum kemur ólík afstaða þéttbýlis og landsbyggðar sérlega skýrt í ljós en það eru fyrst og fremst íbúar á landsbyggðinni sem leggjast gegn inngöngu. n Völvan sér eldgos norðan Vatnajök- uls snemma sum- ars. Það á upp- tök sín nálægt Öskju og kem- ur jarðfræðing- um nokkur á óvart. Gosið minnir töluvert á gosið sem varð í Vikraborgum 1961. Öskufall er ekkert en tölu- verður hraunstraumur og stafar fólki því lítil hætta af. Miklar deilur verða um aðgengi ferðamanna því Almannavarnir heimila ekki ferð- ir á gosstöðvarnar og verður mikið havarí í kringum þá sem stelast til þess að flytja ferðamenn í sjónfæri við gosið. Hlaup í Markarfljóti n Á útmánuðum verða einhvers konar hrær- ingar undir Mýr- dalsjökli án þess þó að um eiginlegt eldgos sé að ræða. Bráðnun undir jökl- inum kallar fram mik- ið hlaup í Markarfljóti og völvan sér það brúngrátt af drullu og leir sullast yfir brúargólfið á þjóðvegi eitt og flæmast víða um nágrennið. Framburður fljóts- ins er gríðarmikill og safnast fyrir í kringum ósa fljótsins og nágrenni hinnar marghrjáðu Landeyjahafn- ar. Vandræði í kringum siglingar í Landeyjahöfn aukast mjög í kjöl- farið og völvan sér miklar fram- kvæmdir við höfnina sem eiga að leysa umrædd vandræði í eitt skipti fyrir öll. Óhapp sem verður við höfn- ina fáum mánuðum eftir hlaup verður til þess að koma skriði á málið. Öræfajökull gýs n Undir haust verða svo mikil tíð- indi í íslenskri eldgosasögu þegar Öræfajökull gýs stórgosi. Eldsum- brotin valda miklum jökulhlaupum sem valda landspjöllum á stærri skala en áður hefur sést á Íslandi á síðustu 200 árum. Gríðarlegt magn af vikri og ösku kemur upp og leggst þykkt lag yfir stórt svæði umhverfis jökulinn og risavaxnir jakar skolast niður á sand og rísa þar sem kastalar. Þessar ham- farir valda miklum breyting- um á landslagi í Öræfum líkt og gosið 1362 gerði og völvan sér þungbúna jarðfræðinga á sjón- varpsskjánum ræða um land- auðn á stórum svæðum. Völvan sér erlenda vísindamenn flykkj- ast til landsins til þess að fylgjast með þessum hamförum en hníp- in þjóð horfir á eftir ómetanlegum náttúruperlum sem hverfa í móðu eldsumbrotanna. Gosið stendur með hléum það sem eftir lifir árs og völvan sér rauðan bjarma yfir Ör- æfajökli lýsa inn í myrkan vetur. Eldgos og náttúruhamfarir Landbúnaður n Völvan sér algera sprengingu í sölu beint frá býli á nýja árinu. Sífellt fleiri verslanir skjóta upp kollinum sem sérhæfa sig í sölu þessháttar varnings. Umræðan um hreinleika íslenskra landbúnaðarvara verður háværari og völvan sér nokkur tilvik í fréttum þar sem fjallað er um að- búnað dýra, hollustu framleiðslunn- ar og fleira því tengt. n Fleiri mál þar sem framleiðsla matvæla er stöðvuð og sala frá búi bönnuð komast í sviðs- ljósið og völvan sér skugga sorgar og harmleiks hvíla yfir einu slíku máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.