Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 77

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 77
Þ órir Bergsson, matreiðslu- maður og eigandi Bergsson mathúss, mætti í mörg ár í fjölskylduboð á gamlárs- kvöld þar sem móðurfólk- ið hans kom saman; borðaði ham- borgarhrygg og söng undir borðum og fram eftir kvöldi. Skipulaginu var breytt þegar um 60–70 manns voru farnir að mæta og hefur Þórir undan- farin ár verið heima á gamlárskvöld með konu sinni og börnum. Þó verð- ur breyting þar á um þessi áramót þar sem mágur hans ætlar að sjá um hlaðborð á heimili sínu. „Ég hef prófað eitthvað nýtt til að hafa í matinn á gamlárskvöld undanfarin ár. Við höfum meðal annars verið með nautasteik, krón- hjartarsteik, hreindýr og kalkún. Það er aðeins reynt að krydda upp á til- veruna með þessu.“ Þórir segir að það hafi alltaf verið grafinn lax í forrétt í stórfjölskyldu- boðunum en þegar hann, kona hans og börn hafa verið heima á gamlárs- kvöld hefur hann stundum verið með grafinn lax í forrétt auk þess að bjóða meðal annars verið með reykt- an svartfugl. Þá er hann yfirleitt með súkkulaðifrauð eða tiramisu í eftir- rétt. „Þetta er svo mikið spennings- kvöld að maður þarf að njóta þess að borða í rólegheitunum og svo er nóttin ung.“ Forréttur: Grafinn lax n 7 msk. dill, þurrkað n 1 kg lax, villtur, hrár n 4 msk. salt, borðsalt n 2 msk. strásykur Makið öllu á laxinn, pakkið inn í ál­ pappír og laxinn látinn standa í 1–2 sólarhringa. Sósa n 100 gr hunang n 400 gr majónes n 150 gr sinnep, dijon Heilsteiktur krónhjörtur n Krónhjartarlundir um 1,5 kg n 750 ml nautasoðskraftur n Um 1/2 flaska rauðvín Steikið á öllum hliðum. Kryddið með salti og pipar. Setjið í um 180°C heitan ofn og bakið þar til kjarnhiti er 58°C. Þá er kjötið tekið út og látið jafna sig í 10–20 mínútur. Madeirasósa passar vel með. Rauð- vín er soðið niður til helminga með lauk, hvítlauk og smá gulrót. Nautasoðskrafti er bætt í og látið sjóða niður. Smakkið til þangað til komið er djúpt og þungt bragð en þá er sósan að verða klár. Það er hægt að þykkja hana með smá maizena en ekki of mikið. Síðan er tekið madeira og hellt í sósuna og munið að smakka hana til og nota salt og pipar. Gott er að vera með ofnbakað- ar kartöflur og grænar belgbaunir. Passið að sjóða þær í vel söltu vatni og kæla hratt niður. Eftirréttur: Súkkulaðifrauð Ofureinfalt og þægilegt að gera klárt í glösin fyrirfram. n 200 gr rjómi n 200 gr súkkulaði n 300 ml léttþeyttur rjómi Rjómi og súkkulaði hitað upp saman. Kælið smá niður þegar allt er bráðnað. Blandið léttþeytta rjóm­ anum saman við. Setjið í skálar og kælið í ísskáp í um eina klukkustund. Stórfjölskyldan kemur saman „Gamlárskvöld hjá mér og fjöl- skyldu minni er mjög hefðbundið vegna þess að þá erum við hjá for- eldrum mínum,“ segir Jóhanna Vig- dís Hjaltadóttir fréttamaður. „Það er alltaf hamborgarhryggur í mat- inn með brúnni sósu, brúnuðum kartöflum, heimagerðu rauðkáli og heimagerðu rifsberjahlaupi. Síð- an er alltaf heimatilbúinn ís með súkkulaðisósu í desert og svo fáum við okkur kaffi og smákökur.“ Rúmlega 20 manns koma saman á heimili foreldra Jóhönnu Vigdís- ar – systkini hennar og fjölskyldur þeirra, auk vinkonu móður hennar og fjölskylda hennar. Jóhanna Vigdís segir að vaninn sé að mæta um klukkan sex, svo er borðað og við borðhaldið ræðir fólk venjulega um árið sem er að líða og rifjar upp sameiginlegar minningar. „Það finnst mér óskaplega ljúft. Þetta er mikið fjölskyldukvöld. Það er kveikt á sjónvarpinu allt kvöldið og þegar líður á kvöldið er farið út á svalir og út í garð og kveikt á flugeld- um; ég er nokkuð hrædd við flugelda þannig að ég horfi iðulega á þá út um gluggann. Við stöndum síðan alltaf öll saman upp á slaginu tólf, horfum á sjónvarpið, skálum í kampavíni og syngjum síðan Nú árið er liðið.“ Uppskriftir Jóhönnu Jóhanna Vigdís hefur mikinn áhuga á matargerð og hefur skrifað mat- reiðslubækur. Hún gefur uppskriftir að nokkrum réttum. Forréttur n 5 til 6 skelflettir humrar á mann (magnið fer eftir stærð humra) n 150 gr smjör n Saffran þræðir n Ferskur rifinn parmesan n Klettasalat n Heimilisbrauð Bræðið smjörið á pönnu, blandið saffran saman við og steikið humr­ ana í þessari blöndu (svissið þeim reglulega í smjörblöndunni) þar til þeir eru fullsteiktir (má salta og pipra að smekk), setjið til hliðar. Ristið heimilisbrauð og léttsteikið síðan í afganginum af smjörblöndunni á pönnunni. Setjið brauðið á disk, humrana ofan á, stráið síðan kletta­ salati yfir og loks ferskum parmesan. Hamborgarhryggur n 1 meðalstór hryggur n 1 krukka tómatpúrra Sjóðið hrygginn í vatni og blandið tómatpúrru saman við, svona tæp­ an klukkutíma. Takið úr pottinum og látið renna af honum. Gljái n 1 bolli púðursykur n 1/2 bolli tómatsósa n 1/2 bolli dijonsinnep n 1/2 bolli balsamedik n 1/2 bolli vatn Blandið þessu öllu saman í potti og látið krauma í nokkrar mín­ útur. Setjið hamborgarhrygginn í ofnskúffu, penslið með blöndunni (glassering) og látið vera í ofninum í 15 til 20 mínútur og penslið reglu­ lega. Rauðkál n 2 bollar sykur n 1 bolli edik n 1 bolli balsamedik n 1 lítill haus rauðkál Þekið botninn á potti með sykrin­ um og bræðið alveg. Skerið rauðkál­ ið smátt og steikið í sykrinum, hellið báðum ediktegundum saman við og sjóðið við meðalhita í um það bil 20 til 25 mínútur. Kartöflugratín n 1 kg forsoðnar kartöflur n 400 gr rifinn ostur (eða afgangsostar) n 1/2 l matreiðslurjómi n Salt n Pipar n Gráðaostur Skerið kartöflur í sneiðar og legg­ ið lagskipt (eins og lasagna), saltið og piprið og stráið rifnum osti á milli. Ostur svo efst og svo nokkrar klípur af gráðaosti, helli rjóma yfir og bakið í ofni í um það bil hálfa klukkustund eða þar til osturinn er gylltur. Heimatilbúinn ís n 1 1/2 peli rjómi n 6 egg n 6 msk. sykur Þeytið rjómann og setjið til hlið­ ar. Þeytið vel saman egg og sykur. Blandið þessu vel saman og setjið í álform og síðan í frysti. Mér finnst best að bræða Nóa­rjómasúkkulaði yfir vatnsbaði og setja það út á ís­ inn rétt áður en hann er borinn fram. svava jónsdóttir Þórir Bergsson og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir eiga það sameiginlegt að vera miklir matgæðingar. Þau velja þó ólíkar leiðir til að fagna nýju ári. Þórir vill eitthvað nýtt en Jóhanna Vigdís velur hefðbundna siði. Nýtt á gamlárs- kvöld „Ég hef prófað eitthvað nýtt til að hafa í matinn á gamlárskvöld undanfarin ár.“ Hefðbundið „Það er alltaf ham- borgarhryggur í matinn með brúnni sósu, brúnuðum kartöflum, heimagerðu rauðkáli og heimagerðu rifsberjahlaupi. Nýtt eða ga alt? Fólk 69Áramótablað 28. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.