Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 12
Janúar 11. janúar Edda kærir Hjört n Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV, kærði Hjört Júlíus Hjartarson fyrir líkamsárás eftir að hann hafði veist að henni inni á salerni Grand Hót- els þar sem fyrr um kvöldið hafði verið tilkynnt um val á íþrótta- manni ársins. Farið var með Eddu Sif á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hún fékk áverkavottorð. Hjörtur Júlíus var rekinn skömm síðar en ósætti var um það meðal starfsmanna RÚV hvort reka ætti hann strax. Edda Sif og Hjörtur höfðu átt í óformlegu sambandi áður en þetta gerðist en síðar í mánuðinum sættust þau og var kæran dregin til baka. 13. janúar Iðnaðarsalts- málið n Það varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að Ölgerðin hafði selt ótal fyrirtækjum iðnaðarsalt um árabil en samkvæmt Heilbrigðiseftirlitinu er framleiðsla, dreifing og geymsla efnisins þess eðlis að ekki má nota það til manneldis. Saltið hafði með- al annars verið selt Mjólkursam- sölunni, ýmsum bakaríum, pítsu- stöðum og kjötiðnaðarfyrirtækjum og ætla má að nær allir Íslendingar hafi einhvern tímann neytt þess. Iðnaðarsaltsmálið vakti hörð við- brögð. Jói Fel kallaði það „storm í vatnsglasi“ og Vigdís Hauksdótt- ir, þingkona Framsóknarflokksins, sagði umræðuna um iðnaðarsaltið vera „krataáróður.“ 16. janúar Hjördís tapaði forræðisdeilunni n Dómur féll í forræðisdeilu Hjör- dísar Svan Aðalheiðardóttur og Kims Laursen í Danmörku. Dæmdi Landsréttur Laursen í vil og stað- festi dóm undirréttar um að for- eldrarnir hefðu sameiginlegt for- ræði yfir börnunum en þau ættu lögheimili hjá föður sínum. Forræðisdeila þeirra Hjördísar og Kims hófst í október 2010 þegar Hjördís fór úr landi og kom til Ís- lands með dætur þeirra þrjár, á aldrinum þriggja til sjö ára. Stað- festi Hæstiréttur Íslands dóm Héraðsdóms Austurlands um að Hjördísi bæri að fara aftur til Dan- merkur með dæturnar og ljúka for- sjármálinu þar. 20. janúar Flutt inn á kenni- tölu konunnar n Að sögn lögmanns kvennanna sem leita réttar síns gagnvart Jens Kjartanssyni lýta- lækni vegna PIP- brjóstapúðanna var félagið sem flutti púðana inn skráð á kennitölu eig- inkonu Jens. Jens kom púðunum fyrir í brjóstum 440 kvenna hér á landi á árunum 2000 til 2010 en brjóstapúðarnir frá fyrirtækinu PIP voru fylltir ólöglegu iðnaðar- silíkoni. Málið var áberandi í fjöl- miðlum í kringum áramótin. 25. janúar Svipt forræði yfir Ellu Dís n Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sakaði barnaverndaryfirvöld á Íslandi og í Bretlandi um að vinna saman að því að taka af henni börn- in. Ragna flaug til Lundúna með Ellu Dís og dætrum sínum í des- ember en yfirvöld þar í landi sviptu hana forræði yfir Ellu Dís í janúar. „Við erum í stríði núna,“ sagði hún í viðtali við DV. 25. janúar Eiríkur kemst af á ótrúlegan hátt n Togarinn Hallgrím- ur SI fórst við Nor- egsstrendur. Aðeins einn skipverjanna, Eiríkur Ingi Jóhanns- son, komst lífs af. Þrír menn fórust í slysinu, þeir Magnús Daníelsson skipstjóri, Gísli Garðars- son og Einar Gunnarsson. Eiríkur hafði verið í ísköldum sjónum í um þrjár og hálfa klukkustund þegar honum var bjargað og sennilega hefur það reynst honum vel að hafa starfað sem tækniköfunarkennari og hafa þar af leiðandi reynslu af því að vera í köldum sjó. Ölduhæð- in á svæðinu var um 15 til 18 metr- ar. Eiríkur lýsti því hvernig hann þurfti að horfa á eftir tveimur af skipverjunum, góðum vinum sín- um, hverfa í sjóinn. 27. janúar Rannsaka rasistasíðu n Frumstæð ís- lensk vefsíða með hatursáróðri gegn kynþáttum og nafn- greindum einstak- lingum var tekin til skoðunar hjá lögreglu. Á síðunni er veist með svívirðing- um að fólki, bæði lifandi og látnu. Sá sem skráður er fyrir henni er bandarískur karlmaður og yfirlýstur rasisti sem virðist eiga íslenska vini er aðhyllast sömu skoðanir. 31. janúar Fórnarlömbum mansals hjálpað n „Það hafa mál um það bil fimmt- án einstaklinga, sem hugsanlega eru fórnarlömb mansals, komið inn á borð til okkar, en þeir hafa í raun og veru spannað allan skal- ann,“ sagði Hildur Jónsdóttir í viðtali við DV en Hildur er sérfræðingur í jafnréttismálum í forsætisráðu- neytinu og formaður Sérfræði- og samhæfingarteymis gegn mansali. Lýsti Hildur því hve erfið mansals- mál væru í rannsókn og torsótt að koma lögum yfir gerendur. 31. janúar Hvellur við Hverfisgötu n Lögreglan rýmdi hús við Hverfis- götu hjá skrif- stofum ríkissak- sóknara eftir að sprengjuhvellur heyrðist við götuna. Sprengjusveitir lög- reglunnar og Landhelgisgæslunn- ar mættu á vettvang og eyðilögðu grunsamlegan kassa sem virtist innihalda leifar af sprengiefni. Síð- ar kom í ljós að maður að nafni Val- entínus Vagnsson hafði komið hvell- hettu fyrir í mótmælaskyni. Í viðtali við DV sagðist hann hyggja á for- setaframboð og nú undirbýr hann framboð undir merkjum svokallaðs Sprengiflokks. Febrúar 2. febrúar Sviptingar í Kópavogi n Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Y-listi Kópavogsbúa náðu samkomulagi um mynd- un nýs meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Skömmu áður hafði meirihlutinn í bæjarstjórninni fallið þegar Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstbesta flokksins, lýsti því yfir að hann væri hættur í meirihlutasamstarfinu. Ástæðan var ágreiningur vegna uppsagnar Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. Í kjölfarið tók Ármann Kr. Ólafsson við sem bæjarstjóri Kópavogs, næst- fjölmennasta sveitarfélags landsins. (2. eða 3. febrúar – greint frá morðinu 7. febrúar) Manndráp í Hafnarfirði n Hlífar Vatnar Stefáns- son, 23 ára, myrti Þóru Eyjalín Gísladóttur, 35 ára unnustu sína, í svefnherbergi á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnar- firði. Hlífar veittist að Þóru með hníf og stakk hana ítrek- að í andlit og líkama auk þess að skera hana á háls. Gekk ein stungan inn í vinstra lunga hennar og leiddi það ásamt öðrum áverkum til dauða hennar. Hlífar játaði sök og var í júlí dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til 16 ára fangelsisvistar. 13. febrúar Ný gögn í Vafn- ingsmálinu n DV birti gögn sem sýna að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hafi skrifað undir fölsuð skjöl í febrúar árið 2008 í Vafn- ingsmálinu svokallaða. Umboð- in sem Bjarni Benediktsson, þá- verandi stjórnarformaður BNT og N1, fékk til að veðsetja hlutabréf- in í eignarhaldsfélaginu Vafningi voru send til Glitnis þann 11. febr- úar 2008. Þetta kom fram í afriti af faxi með umboðunum sem Gunnar Gunnarsson, lögmaður Milestone, n Þetta stóð upp úr árið 2012 n Glæpir og skandalar ársins n Síbrotamenn í fangelsi og strokufangi af Litla-Hrauni Brjóstapúðar og glæpir Innlendur fréttaannáll 2012 12 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.