Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 10
V ið höfum aldrei upplifað eins æðisleg jól, það vant- aði ekkert. Ég held við séum bara ennþá að jafna okkur, segir eiginkona þriggja barna föður sem talað var við í síðasta helgarblaði DV. Hann kom ekki fram undir nafni barn- anna sinna vegna en þar sagði hann frá því að þau hjónin, sem bæði eru öryrkjar, hefðu ekki efni á að gefa börnunum sínum jólagjaf- ir vegna óvænts kostnaðar sem upp hafi komið í desember. Hitagrind í húsinu þeirra bilaði og sonur þeirra fór í óvænta aðgerð og þessu fylgdi mikill óvæntur kostnaður sem þau höfðu ekki gert ráð fyrir og því sáu þau fram á að þurfa sleppa jólagjöf- unum fyrir börnin sín þetta árið. Gátu gefið þeim gjafir „Ég kvíði því að segja þeim það en við eigum bara ekki pening fyrir gjöfum handa þeim fyrr en eftir áramót. Ég veit ekkert hvernig þau taka því, ég er að reyna geyma það að segja þeim frá því,“ sagði hann í samtali við DV. Það kom þó ekki til þess að faðirinn þyrfti að segja börnum sínum frá því að þau hjónin hefðu ekki efni á jólagjöfum handa þeim. Eftir að viðtalið við hann birtist í DV höfðu fjölmargir góðhjart- aðir lesendur samband við blaðið og vildu styrkja fjölskylduna. Fjölskyld- an gat því haldið saman gleðileg jól og börnin fengu gjafir. „Þetta var æðislegt, við erum eiginlega bara orðlaus,“ segir móðirin himinlifandi þegar DV hefur samband við fjöl- skylduna eftir jólin. Hún segir börnin hafa verið himinlifandi með gjafirn- ar og þau muni ekki eftir öðrum eins gleðijólum. Hún vissi ekki til að byrja með af því að eiginmaðurinn hefði sagt sögu þeirra í blaðinu og seg- ir þau lítið fyrir það að tala um stöðu sína en röð áfalla hefur dunið yfir fjöl- skylduna undanfarin ár. Mikil veik- indi hafa hrjáð þau auk þess sem þau misstu allt sitt í bruna árið 2007. Mæta fordómum vegna örorkunnar Konan segir að þau séu orðin vön því að hafa lítið milli handanna en stað- an hafi þó verið sérstaklega slæm þessi jólin. Hún segir þau mæta miklum for- dómum vegna þess að þau eru bæði öryrkjar. Maðurinn hennar er 100 pró- sent öryrki vegna bakmeiðsla og gigt- ar og getur ekki unnið af þeim sök- um. Sjálf er hún öryrki vegna andlegra veikinda sem hafa hrjáð hana undan- farin ár. „Ég er búin að vera frá vinnu síðan 2007. Ég er með þunglyndi, fé- lagsfælni, áfallastreituröskun og kvíða. Ég fór alveg niður eftir brunann 2007,“ segir hún en eins og sagt var frá í DV þá missti fjölskyldan allt sitt hafurtask í bruna. „Það er líka kannski vegna þess að það sést ekki utan á manni sem fólk heldur að maður sé bara í áskrift að launum. Það er líka þannig að mað- urinn minn er kannski góður einn daginn en þann næsta er hann rúm- liggjandi og því heldur fólk oft að það sé ekkert að, heldur sé það bara að við nennum ekki að vinna eða eitthvað slíkt,“ segir hún. Standa saman Hún segir þau þrátt fyrir stöðu sína reyna sitt besta og þau hugsi bara um einn dag í einu og reyni að gera það besta úr því sem þau hafa. „Þetta er yfirleitt mikið púsluspil. Maður lifir bara einn dag í einu og reynir að gera gott úr hlutunum. Ég baka mikið og svoleiðis líka,“ segir hún og tekur fram að þau séu nýtin. Þau standi þétt saman og það komi aldrei til greina að gefast upp þótt að oft sé erfitt. „Ekki með- an við höfum hvort annað. Við lát- um þetta ganga. Það er ekkert ann- að í boði.“ Sú velvild sem fjölskyldunni var sýnd í kjölfar viðtalsins kom þeim mikið á óvart og hún segir fjöl- skylduna vera í skýjunum og að þau séu afar þakklát því góða fólki sem gerði þeim kleift að halda jólin hátíðleg. Hún vill skila kær- um þakklætiskveðjum til fólksins. Hún horfir bjartsýn til nýs árs og vonast til þess að nú fari að rofa til hjá fjölskyldunni. „Það hlýtur að koma að því.“ n 10 Fréttir 28. desember 2012 Áramótablað „Þetta var æðislegt“ n Gátu gefið börnunum jólagjafir með hjálp lesenda DV n „Aldrei upplifað eins æðisleg jól“ Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Sagði sögu þeirra Faðirinn sagði frá því í síðasta helgarblaði DV að þau hefðu ekki efni á jólagjöfum fyrir börn- in fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Með hjálp góðhjartaðra lesenda DV gátu þau gefið börnum sínum jólagjafir. „Við höfum aldrei upplifað eins æðis- leg jól, það vantaði ekkert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.