Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 26
26 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað 11. september Sendiherra myrtur n Vopnaðir byssu­ menn réðust inn í sendiráð Banda­ ríkjanna í Beng­ hazi í Líbíu. Sendi­ herra Bandaríkjanna, Christopher Stevens, var skotinn til bana og þrír aðrir starfsmenn sendiráðsins. Á sama tíma var mótmælt við sendiráð Bandaríkj­ anna í Kaíró í Egyptalandi vegna umdeildrar myndar, Innocence of Islam, sem framleidd var í Banda­ ríkjunum. 13. september Enn ráðist á sendiráð n Ráðist var á sendiráð Bandaríkj­ anna í Egyptalandi og Jemen vegna kvikmyndarinnar Innocence of Islam. Fimmtán slösuðust. Einnig var mótmælt í Marokkó, Súdan og Túnis. Október 3. október Tyrkir svöruðu Sýrlendingum n Spennan milli Tyrkja og Sýr­ lendinga jókst þegar Tyrkir skutu fjórum flugskeytum yfir til Sýr­ lands. Þetta var gert til að svara fyrir sprengjuregn Sýrlendinga á bæinn Akcakale sem varð fimm manns að bana. Degi síðar heimilaði tyrk­ neska þingið frekari hernaðar­ íhlutun gegn Sýrlandi. 3.–22. október Kappræður forseta n Spennan fyrir forsetakosn­ ingarnar í Bandaríkjunum jókst í október þegar Barack Obama og Mitt Romney mættust í þremur kappræðum. Romney hafði betur í þeim fyrstu þann 3. október, en það var samdóma álit flestra að Obama hefði haft betur í næstu tveimur, þann 16. og 23. október. 7. október Chavez endurkjörinn n Hugo Chavez, forseti Venesúela, var endurkjörinn í embætti forseta með 54 prósentum atkvæða. Hófst í kjölfarið hans þriðja kjörtímabil en hvert kjörtímabil í Venesúela er sex ár. 9. október Stúlka skotin í Pakistan n Talíbanar í Pakistan skutu 14 ára stúlku, Malala Yousafzai, í höfuðið. Hún hefur getið sér gott orð fyrir baráttu fyrir réttindum barna í heimalandi sínu. Tvær stúlkur særðust í árásinni en allar þrjár lifðu af. 9. október Sandusky dæmdur n Jerry Sandusky, fyrrverandi þjálf­ ari Penn State­háskólans í Banda­ ríkjunum, var dæmdur í 30 til 60 ára fangelsi fyrir fjölmörg kynferðisbrot gegn ungum drengjum. 10. október Meðlimi Pussy Riot sleppt n Dómstóll í Moskvu ákvað að sleppa einum meðlima Pussy Riot, Yekaterinu Samutsevich, úr fang­ elsi. 24. –29 október Sandy olli óskunda n Fellibylurinn Sandy reið yfir ríki Kyrrahafs og hélt síðan innreið sína í Bandaríkin þar sem tugir létust. Mest varð tjónið í New Jersey, New York og Conn­ ecticut þar sem fjárhagslegt tjón var metið á 30 milljarða dala. Nóvember 1.–29. nóvember Enn ófriður í Sýrlandi n Ekkert lát var á átökunum í Sýrlandi í nóvember. Kínverjar, helstu bandamenn Sýrlands­ stjórnar, lögðu fram friðartillögu í byrjun mánaðarins. 13. nóv­ ember urðu Frakkar fyrstir til að viðurkenna bandalag sýrlenskra stjórnarandstæðinga sem lögmæta stjórn landsins. Síðar í mánuðin­ um náðu stjórnarandstæðingar í landinu hernaðarlega mikilvægum stöðum skammt frá höfuðborginni Damaskus á sitt vald. Í lok mánað­ arins var klippt á netsamband í Sýrlandi og á sama tíma tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseti að Bandaríkin væru nálægt því að viðurkenna bandalag sýrlenskra stjórnarandstæðinga á sama hátt og Frakkar gerðu. 6. nóvember Obama endurkjörinn n Barack Obama var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir harða baráttu við Mitt Romney, frambjóð­ anda Repúblikana. Obama fékk 50 prósent atkvæða en Romney 48 prósent. Obama fékk 303 kjörmenn en Romney 206. 9. nóvember Petreaus sagði af sér n David Petreaus, æðsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, sagði af sér eftir að upp komst um framhjáhald hans með ævi­ sagnaritara sínum, Paulu Broad­ well. 14.–21. nóvember Ófriður milli Ísraels og Palestínu n Ísraelsmenn gerðu árásir á yfir 20 skotmörk á Gaza­ströndinni og sögðust þannig vera að svara eld­ flaugaárásum Palestínumanna. Árásirnar héldu áfram næstu daga og reyndu Palestínumenn að svara í sömu mynt. Egyptar lýstu yfir stuðningi við Palestínumenn en eft­ ir sjö daga ófrið var skrifað undir samkomulag um vopnahlé. 22. nóvember Umdeild ákvörðun n Mohammed Morsi, forseti Eg­ yptalands, tilkynnti að enginn dóm­ stóll landsins gæti véfengt ákvarð­ anir sínar. Þetta hleypti illu blóði í landsmenn sem mótmæltu kröftug­ lega. Morsi gaf eftir nokkrum dögum síðar og tilkynnti að hann myndi boða til þjóðaratkvæða­ greiðslu um breytingar á stjórnar­ skrá landsins. Desember 1. desember Lýstu yfir stuðningi n Hillary Clinton, utanríkisráð­ herra Bandaríkjanna, tilkynnti að bandarísk stjórnvöld styddu banda­ lag sýrlenskra stjórnarandstæðinga sem lögmæta ríkisstjórn Sýrlands. 3. desember Ógleði hertogaynju n Katrín hertogaynja af Wales var flutt á sjúkrahús vegna mikillar ógleði. Í kjölfarið spurðist út að hún og Vilhjálmur Bretaprins ættu von á erfingja. 14. desember Byssumaður myrti 26 manns n Adam Lanza, tvítugur Banda­ ríkjamaður, skaut 26 manns til bana í Sandy Hook­barnaskólanum í Newtown í Connecticut. Í þeim hópi voru 20 börn á aldrinum sex til sjö ára. Lanza svipti sig lífi í kjöl­ farið á meðan hann var enn inni í skólanum. Áður en hann framdi ódæðið myrti hann móður sína á heimili þeirra. Þann 16. desember fór Barack Obama Bandaríkjaforseti til Newtown þar sem hann boðaði mögulegar breytingar á skotvopna­ lögum landsins. 11. febrúar Tónlistarkonan Whitney Hou- ston fædd 9. ágúst 1963 Whitney Houston var ein ástsælasta söngkona Bandaríkj- anna og var á hátindi ferils síns á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar. Þá lék hún einnig í myndinni The Bodyguard. Hún hafði þó sinn djöful að draga og þjáðist bæði af áfengis- og eiturlyfjafíkn undir það síðasta. 7. apríl Fréttamaðurinn Mike Wallace fæddur 9. maí 1918 Wallace var einna þekktastur fyrir viðtöl sín í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur, en hann hóf störf fyrir þáttinn árið 1968. Ferill hans í fjölmiðlum vestanhafs spann- aði yfir 60 ár. Wallace fékk 20 Emmy-verð- laun á ferli sínum. 17. maí Söngkonan Donna Summer fædd 31. desember 1948 Donna Summer var ókrýnd drottning diskótímabilsins og gaf út vinsæl lög á borð við Hot Stuff, I Feel Love, Bad Girls og Last Dance. Banamein hennar var krabbamein. Hún vann til fimm Grammy-verðlauna á ferli sínum. 20. maí Tónlistarmaðurinn Robin Gibb fæddur 22. desember 1949 Robin Gibb var órjúfanlegur hluti hins goðsagnakennda tríós Bee Gees sem hann stofnaði ásamt bræðrum sínum Barry og Maurice. Robin lést eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. 2. júní Leikkonan Kathryn Joosten fædd 20. desember 1939 Joosten var þekktust undir það síðasta fyrir leik sinn í hinum sívinsælu þáttum Desperate Housewifes. Þá lék hún einnig í þáttunum West Wing sem sýndir voru hér á landi. 17. júní Baráttumaðurinn Rodney King fæddur 2. apríl 1965 Rodney King, sem var barinn til óbóta af hvítum lögreglumönnum í Los Angeles árið 1991, lést í sumar. Eftir að lögregluþjónarnir voru sýknaður kom til mikilla óeirða í borginni sem kostuðu 53 mannslíf. King fór loks í mál og fékk 3,8 milljónir dala í bætur. 3. júlí Leikarinn Andy Griffith fæddur 1. júní 1926 Þessi ástsæli leikari var einna best þekktur fyrir leik sinn í lögfræði- þáttunum Matlock þar sem hann lék aðalpersónuna, sjálfan Ben Matlock. Hann lék einnig í The Andy Griffith Show sem naut talsverðra vinsælda á sjöunda áratug liðinnar aldar. 24. júlí John Atta Mills, forseti Gana, fæddur 21. júlí 1944 Mills var 68 ára þegar hann lést en hann tók við völdum í Gana eftir kosningarnar þar í landi árið 2009. 31. júlí Rithöfundurinn Gore Vidal fæddur 3. október 1925 Vidal skrifaði 25 skáldsögur, meðal annars Lincoln og Myru Breckenridge. Þá var Vidal virtur samfélagsrýnir. Banamein hans var lungnabólga. 19. ágúst Leikstjórinn Tony Scott fæddur 21. júní 1944 Bretinn Tony Scott var þekkt- astur fyrir myndirnar Top Gun og Days of Thunder sem nutu mikilla vinsælda fyrir rúmum tuttugu árum. Scott var jafnframt bróðir leikstjórans Ridley Scott. 20. ágúst Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu, fæddur 8. maí 1955 Zenawi gegndi embætti forseta og síðar forsætisráðherra Eþíópíu frá árinu 1991. 25. ágúst Geimfarinn Neil Armstrong fædd- ur 5. ágúst 1930 Armstrong öðlaðist heimsfrægð árið 1969 þegar hann varð fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Hann lést í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir í byrjun ágústmánaðar. 3. september Leikarinn Michael Clarke Duncan fæddur 10. desember 1957 Duncan öðlaðist mikla frægð þegar hann lék af stakri snilld í myndinni The Green Mile við hlið Toms Hanks. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Hann fékk hjartaáfall í sumar og náði sér aldrei almennilega á strik aftur. 18. október Leikkonan Sylvia Kristel fædd 28. sept- ember 1952 Kristel var þekktust fyrir leik sinn í erótísku kvikmyndunum um Emmanuelle. Bana- mein Kristel, sem var fædd í Hollandi, var krabbamein. 23. nóvember Leikarinn Larry Hagman fæddur 21. september 1931 Hagman var best þekkur fyrir túlkun sína á J.R. Eving í sjón- varpsþáttunum Dallas. Bana- mein Hagmans var krabbamein. 10. desember Tónlistarkon- an Jenni Rivera fædd 2. júní 1969 Rivera var ein ást- sælasta söngkona Mexíkó og naut einnig vinsælda í Bandaríkjunum. Hún lést í flugslysi í norðurhluta Mexíkó. 11. desember Tónlistarmaðurinn Ravi Shankar, fæddur 7. apríl 1920 George Harrison, með- limur Bítlanna, nefndi Shankar „guðföður heimstónlistarinnar“. Shankar hlaut þrjú Grammy-verðlaun á ferli sínum. Þau kvöddu á árinu 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.