Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 56
H ildur Lilliendahl Viggós­ dóttir hefur verið valin Hetja ársins 2012 af lesend­ um DV. Hildur hefur barist fyrir jafnréttismálum hér á landi og gegn því að kvenfyrirlitning og lítillækkun á konum í orðræðu verði að eðlileg­ um hugsunarhætti. Fyrir þetta hef­ ur hún meðal annars þurft að þola persónuárásir, hótanir og útskúfun á Facebook. Fimmta hetjan DV stóð fyrir vali á hetju ársins í fimmta sinn. Um miðjan desember var opnað fyrir tilnefningar og að því loknu var skipuð dómnefnd sem valdi úr tilnefningunum þá einstak­ linga og hópa sem lesendur DV gátu valið um. Dómnefndina skipuðu Kristjana Guðbrandsdóttir, Viktoría Hermannsdóttir, Aðalsteinn Kjart­ ansson og Birgir Olgeirsson, blaða­ menn á DV. Hetjunni voru afhent blóm og viðurkenningarskjal. Ofboðslega þakklát „Ég er mjög stolt og finnst þetta of­ boðslega fallegt. Ég hef fundið fyrir sterkum og víðtækum stuðningi frá fólki á árinu og það er það sem hefur gert mér kleift að halda þessu áfram. Ég er ofboðslega þakklát,“ segir Hild­ ur. Hún segir að kosningin hafi kom­ ið sér á óvart en hún sé ánægð með sjálfa sig og það sem hún hefur gert. „Já, mér finnst ég hafa staðið mig vel. Fólk brennur fljótt út í þessum bransa, í femínisma, því það fylgir þessu heil­ mikið skítkast. Það endast fáir í þessu til lengri tíma og ég hef öðlast nýjan skilning á því eftir þetta ár.“ Skítkastið dró ekki úr henni Aðspurð hvort hún muni halda áfram að berjast fyrir jafnrétti þá seg­ ir Hildur: „Já, svo sannarlega. Skít­ kastið hefur ekki náð að draga úr mér því í fyrir hvert skipti sem einhver er með leiðindi þá eru 100 yndislegir.“ Eins er hún viss um að ástandið sé að lagast á Íslandi og bendir á að á þeim árum sem hún hefur verið að vasast í þessu hafi hún séð ástandið batna mikið. Jafnfram telur hún að Íslendingar muni ná takmarkinu. „Ég verð að trúa því, því annars hef ég engin markmið.“ Karlar sem hata konur Hildur fékk fjölmargar tilnefningar en hún vakti athygli landsmanna í upphafi árs þegar hún setti saman myndaalbúmið Karlar sem hata kon­ ur. Þar tók hún saman ummæli karla af netinu sem fóru ófögrum orð­ um um konur að hennar mati. Í lýs­ ingu albúmsins stendur: „Þetta er samansafn ummæla flottra karla á internetinu um konur og femínisma.“ Ástæðan fyrir albúminu var sú að Hildur var orðin þreytt á því að vera sökuð um ímyndunarveiki og vildi sýna hversu háværar raddirn­ ar væru í raun. „Ég vildi sýna fram á hvað það er auðvelt að finna þenn­ an málflutning og hversu mikill fjöldi fólks – jafnvel frægt fólk, dáð fólk, kjörnir fulltrúar og blaðamenn – skirrast ekki við að níða konur og/ eða jafnréttisbaráttuna opinber­ lega og undir nafni,“ sagði hún í samtali við DV. Stuðningur og gagnrýni Þessi aðgerð Hildar vakti mikla athygli og fékk hún stuðning úr mörgum áttum. Þó voru þeir til sem gagnrýndu aðgerðina og fékk hún hótunarbréf í kjölfarið sem mörg hver hræddu hana. Face­ book hefur einnig nokkrum sinn­ um lokað á hana og í desember var henni úthýst af samskiptasíðunni í fimmta skiptið. Ein af konum ársins Undanfarin ár hefur Nýtt Líf val­ ið konu ársins. Í ár var brugðið út af vananum og valdi ritstjórn blaðsins að þessu sinni áhrifamestu konurn­ ar árið 2012 – konur sem hafa skar­ að fram úr á sínu sviði, rutt brautina eða unnið eftirtektarverða sigra á ár­ inu. Þetta eru konur sem hafa ver­ ið öðrum hvatning og fyrirmyndir. Í hópi þeirra áhrifakvenna er Hild­ ur en henni var hrósað sérstaklega fyrir vasklega framgöngu sína á ár­ inu og fyrir að opna sig í viðtali í DV, ásamt átta öðrum einstaklingum, þar sem hún sagði frá þeirri reynslu sem hefur hvað mest mótað hana sem femínista – þegar henni var nauðgað. Umfjöllun í erlendum fjölmiðlum Í nóvember var Hildur heiðruð, ásamt Hönnu Björgu Vilhjálms­ dóttur, fyrir framlag sitt í barátt­ unni gegn kynbundnu ofbeldi. Þær leiddu ljósagöngu UN Women á al­ þjóðadegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi sem haldin er ár hvert 25. nóvember. Hún hef­ ur einnig vakið athygli út fyrir land­ steinana og sem dæmi má nefna að fyrir skömmu fjallaði Daily Telegraph um hana, baráttu hennar fyrir jafn­ rétti og hvernig henni væri ítrekað meinaður aðgangur að Facebook. n 3. sæti Jón Margeir Sverrisson Jón Margeir Sverrisson, sund­ kappi úr Fjölni/Ösp, vann til gullverðlauna í 200 metra skrið­ sundi á Ólympíuleikum fatlaðra í London í sumar. Hann kom í mark á nýju heims­ og Ólympíumeti á tímanum 1:59:62 mínútum. Áður hafði hann sett Ólympíumet í greininni en það met lifði ekki lengi því í úrslitasundinu sló hann sitt eigið met. Sannarlegar afreks­ maður hér á ferð. 2. sæti Eiríkur Ingi Jóhannsson Eiríkur Ingi komst lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst vestur af Nor­ egi í aftakaveðri. Eiríkur Ingi komst einn lífs af en honum var bjargað um borð í þyrlu þremur og hálfri klukkustund eftir að skipið sökk. Eiríkur Ingi sagði í Kastljósviðtali frá sjóferðinni, allt frá því skipið lagði úr höfn og þar til hann var kominn í land í Noregi. Hann vakti athygli landsmanna með einlægri og tilfinningaþrunginni frásögninni. 48 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað Hildur Lilliendahl er hetja ársins 2012 n Hefur þurft að sæta hótunum og persónuárásum n Lesendur DV.is kusu á netinu Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Topp 10 Það hefur verið afar mjótt á munum í kosn- ingunni og hetjurnar í þremur efstu sæt- unum hafa skipst á að vera á toppinum. Þegar kosningu lauk var það Hildur sem var efst, Eiríkur Ingi Jóhannesson í öðru sæti og Jón Margeir Sverrisson í því þriðja. 1. Hildur Lilliendahl 2. Eiríkur Ingi Jóhannsson 3. Jón Margeir Sverrisson 4. Adam Atli Sandgreen og Birgir Arngrímsson 5. Finnbogi Örn Rúnarsson 6. Guðni Bergsson 7. Amalía Rán Guðmundsdóttir 8. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir 9. Kári Kárason 10. Högni Egilsson „Hildur Lilliendahl er einn hugrakk- asti Íslendingur sem uppi hefur verið og því á hún skilið titilinn Hetja ársins. „Mér finnst hetja ársins vera Hildur Lilliendahl fyrir óþreytandi baráttu sína í því að lú- berja á feðraveldinu þrátt fyrir allan þann skít og við- bjóð sem hún fær fyrir Viðurkenning Hildur tekur við viðurkenningu og blóm- vendi sem Reynir Traustason, ritstjóri DV, afhendir henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.