Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 68
Skin og Skúrir í heimi íþróttanna n Vonbrigði hjá handboltalandsliðinu n Íslendingur vann Ólympíugull n Stelpurnar komust á EM n Tryggvi og Lionel Messi slógu markamet Ólympíugull og heimsmet J ón Margeir Sverrisson, 19 ára sundkappi, skráði sig á spjöld íslenskrar íþróttasögu þegar hann vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London í sumar. „Þetta er algjör draumur,“ sagði Jón Margeir sem er öðrum íþróttamönnum mikil fyrirmynd. Hann setti nýtt heims- og ólympíumet þegar hann vann gullið á tímanum 1:59:62. Hann var 17 sekúndubrotum á undan Daniel Fox frá Ástralíu, sem hafnaði í öðru sæti. Reyndu að tapa á Ólympíuleikunum Á tta badmintonleikmönnum var vísað úr keppni á Ólympíuleikunum vegna óíþróttamannslegrar hegðunar. Liðin, eitt frá Kína, eitt frá Indónesíu og tvö frá Suður-Kóreu, voru öll komin í 8 liða úrslit keppninnar en reyndu að tapa til að velja sér mótherja í næstu umferð. Enginn vildi mæta liðinu frá Kína. Úr varð stórfurðulegur leikur þar sem leikmenn reyndu viljandi að tapa stigum. Áhorfendur bauluðu á íþróttamennina og dómari þurfti margoft að stoppa leikinn og brýna fyrir leikmönnum og þjálfurum að bera virðingu fyrir keppninni. Svo fór að öllum leikmönnunum átta var vísað úr keppni. Stelpurnar okkar á EM – aftur S telpurnar okkar komust í haust á EM í knattspyrnu í annað sinn. Eftir svekkjandi tap fyrir Noregi í lokaleik riðilsins, úrslitaleik um hvort liðið kæmist beint á EM, stýrði Sigurður Ragnar Eyjólfsson lands- liðsþjálfari liðinu til sigurs í tveimur umspilssleikjum gegn Úkraínu. Báðir leikirnir unnust 3–2. Liðið vann samanlagt 6–4 en áhorfendamet var slegið á kvennaleik á Laugardalsvelli þegar heimaleikurinn fór fram í lok október. 6.647 áhorfendur sáu leikinn. Tíunda sæti á EM E vrópumótið í handbolta fór fram í Serbíu í janúar. Strákarnir okk- ar vilja líklega gleyma mótinu sem fyrst en liðið hafnaði í 10. sæti. Fínn opnunarleikur gegn Króat- íu dugði ekki til og Króatar fóru með tveggja marka sigur af hólmi. Frænd- ur okkar Norðmenn unnum við í næsta leik. Hafi það kveikt vonir í landanum voru þær slökktar í tapleik gegn Slóveníu. Róðurinn í milliriðli var þungur. Ísland vann sannfærandi sigur á Ungverjalandi en átti liðið eftir að mæta Spánverjum og Frökkum. Spánverjar reyndust ofjarlar okkar, en íslenska liðið barðist hetjulega og náði jafntefli gegn Frökkum í lokaleik milliriðilsins, hvar Ísland hafnaði í fimmta sæti af sex. Guðjón Valur var valinn í lið mótsins en hann hefur nú tekið við fyrirliðabandinu í lands- liðinu. Vítakastið sem öllu skipti Þ jóðin stóð á öndinni í spennuþrungnum leik Ís- lands og Ungverjalands í 8 liða úrslitum Ólympíuleik- anna. Róðurinn var þungur allan tímann en svo virtist sem Ís- lendingar ætluðu að tryggja sér sigur undir lok venjulegs leiktíma. Marki yfir og fáeinum sekúndum fyrir leikslok fiskaði Ólafur Stefáns son vítakast. Snorra Steini Guðjónssyni brást bogalistin, Ungverjar brunuðu í hraðaupp- hlaup og skoruðu jöfnunarmarkið þegar leiktíminn var að renna út. Eftir tvíframlengdan leik höfðu Ungverjar betur og mættu Sví- um í undanúrslitum – liði sem Ís- land hafði lagt nokkuð örugglega í riðlakeppninni. Gullið tækifæri hafði runnið liðinu úr greipum. Eftir mótið sagðist Ólafur Stefáns- son hafa leikið sinn síðasta lands- leik og Guðmundur Guðmunds- son hætti sem landsliðsþjálfari. Við liðinu tók Aron Kristjánsson. Hádramatík í enska boltanum S ergio Aguero tryggði Manchester City Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í 44 ár með eftirminnilegum hætti í vor. City mætti botnbaráttuliði QPR á heimavelli og lenti í stökustu vandræðum. Undir lok venjulegs leiktíma var QPR 2–1 yfir og þar sem Manchester United var að vinna sinn leik virtist allt stefna í að titillinn færi á Old Trafford. Edin Dzeko jafnaði metin í þann mund sem uppbótartíminn var að hefjast og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma náði Aguero að koma knettinum í netið og tryggja City titilinn. United og City enduðu með jafn mörg stig en til marks um dramatíkina vann City deildina þar sem liðið var með betri markatölu. Balotelli fór úr að ofan E itt eftirminnilegasta atvik Evrópumótsins í sumar var þegar framherjinn skraut- legi, Mario Balotelli, reif sig úr að ofan í leik gegn Þjóðverjum í undanúrslitum mótsins. Balotelli fór á kostum í leiknum sem Ítalir unnu 2–1. Balotelli skoraði bæði mörk leiksins og fagnaði seinna marki sínu á einstakan og eftir- minnilegan hátt þegar hann reif sig úr að ofan og sýndi kroppinn. 60 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.