Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 50
42 Úttekt 28. desember 2012 Áramótablað „Fögur, sterk og gáFuð“ n Rúmlega 20 manna álitsgjafahópur völdu Vigdísi sem ástsælasta Íslendinginn 1.sæti Vigdís Finnbogadóttir n „Hefur vaxið í áliti eftir að hún hætti sem forseti; mörgum finnst heiðarleiki hennar og áhugi á menningu skipta miklu, ekki síst í samanburði við sitjandi for- seta.“ n „Efst í virðingarstiganum. Sterk og falleg kona sem ég held að sé erfitt annað en að elska.“ n „Landsmóðir okkar allra, konan sem kemur og faðmar okkur þegar við þurfum á styrk að halda. Falleg, blíð og einlæg talar hún af gáfum og skynsemi um flest það sem skiptir okkur hjartans máli.“ n „Þjóðarstolt Íslendinga þá og nú.“ „Holdgervingur hinnar íslensku konu; fögur, sterk og gáfuð.“ n „Var einn ástsælasti forseti landsins. Hefur náð að halda vinsældum sínum sem fyrrverandi forseti. Meira að segja Morgunblaðið sagði í ritstjórnargrein í tilefni af 75 ára afmæli hennar að hún væri „þjóðareign“ og „ástsæl meðal þjóðarinnar“. Samanburður við núverandi forseta er henni líka hagstæður. Táknmynd jafnréttis- baráttu kvenna og hefur á sér yfirbragð landsmóður.“ n „Góð fyrirmynd og frábær forseti. Virðuleg og flott kona sem auðvelt er að líta upp til og elska.“ n „Það er ekki tilviljun að í hugum margra er Vigdís hinn eini sanni forseti. Ein- lægur mannasættir og vinnur hug og ekki síst hjörtu allra hvar sem hún kemur, innan lands sem erlendis … því hef ég sjálfur orðið vitni að.“ n „Stolt þjóðarinnar nú sem fyrr.“ n „Enginn Íslendingur í opinberu lífi kemst nærri þeim virðingar- og væntum- þykjustalli sem hún er á. Var að vísu hætt komin þegar hún sat of lengi á forseta- stóli og lenti í hremmingum, en yfir það hefur fennt og samanburðurinn við seinni tíma „forystumenn“ er henni ákaflega hagstæður. Hefur þorað að taka afstöðu með landinu og náttúrunni á einlægan hátt. Persóna hennar stafar mildu ljósi reynslu og þekkingar sem hún hefur öðlast á langri ævi. Hún lengi lifi.“ n „Landinn var orðinn nokkuð leiður á henni í embætti þegar hún lauk sínum ferli sem forseti, því hún hafði þá þegar setið í heil 16 ár, en hún hafði vit á því að hætta á toppnum og nýtur virðingar langt umfram aðra landa okkar.“ n „Í samanburði við arftaka sinn í embætti fær hún á sig (næstum væminn) helgiljóma og er orðin „grand old lady“. Virt hérlendis og erlendis og nær óumdeild. Í raun er hún eins konar fjallkona, ansi veðruð orðin en stendur enn regnbarin í einhverri grýttri fjallshlíð með Monu Lísu-bros og heldur á lofti kyndli málstaða sem er erfitt að efna til ágreinings um; gildi íslenskrar tungu, virðingu við náttúruna, jafnrétti kynjanna og svo framvegis. Greind og glæsileg kona sem hættir til á vondum degi að dansa full nærri helgislepju.“ 2. sæti Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður n „Einlægur einstaklingur sem gefur líf sitt og sálina til íslensku þjóðarinnar innan sem utan hand- boltavallarins. Leiðtogi af guðs náð og það hlusta allir þegar hann opn- ar munninn, hvort sem hann segir „bíp“ eða kemur með djúpar heim- spekilegar pælingar.“ n „Heimspekingurinn og hand- boltaofurhuginn. Heillar alla upp úr skónum með hæfileikum sínum og einlægni. Það er náttúrulega ekki annað hægt en að elska þetta krútt!“ n „Óumdeildur konungur þjóðar- íþróttarinnar. Getur leyft sér að fara með himinskautum þegar hann útlistar óskiljanlegar heimspeki- legar bollaleggingar sínar án þess að nokkrum detti í hug að gera við það alvarlegar athugasemdir. Það talar enginn illa um Óla Stef.“ n „Hefur sýnt það sem fyrirliði ís- lenska landsliðsins hvað hann hefur mikla mannkosti. Unun að horfa á hann spila og hlusta á hann tala. Hann skilur leikinn, bæði í líkaman- um og höfðinu. Og svo virðist hann bara líka svo góður!“ n „Einn af bestu handboltamönn- um heims. Góð fyrirmynd og góður fyrirliði. Hógvær og gæðir íþróttina virðingu. Heimspekilega sinnaður og skemmtilegur kappi.“ 3.–4. sæti Ómar Ragnarsson n „Falleg og barnsleg einlægni hans og ástríða hefur snert taugar land- ans í áranna rás.“ n „Þessi endalausi kraftur og já- kvæðni og umhyggja fyrir landinu og fólkinu sem byggir það.“ n „Enginn getur talað illa um hann. Gildir einu þótt hann hafi mörg járn í eldinum og beiti sér í umdeildum málum.“ n „Ómar hefur verið stór í augum þjóðarinnar í áratugi. Jákvæður gleðibolti, hugsjóna- og baráttu- maður.“ 3.–4. sæti Páll Óskar Hjálmtýs- son tónlistarmaður n „Hann er eins og hann er, kemur til dyranna eins og hann er og heill- ar þjóðina með einlægni og hrein- skilni á sama tíma og hann ögrar henni til meira umburðarlyndis. Hann er eins og pabbar eiga að vera: Blíður, ljúfur og hugulsamur á sama tíma og hann leiðbein- ir manni inn á brautir umburðar- lyndis og víðsýni.“ n „Líklega einn allra mesti gleði- gjafi sem þjóðin hefur átt.“ n „Dáðasti tónlistarmaður lands- ins. Vinnur eins og skepna og veit fátt erfiðara en að geta ekki verið á 10 stöðum á sama tíma. Veit að öll gigg skipta máli – ekki bara þau sem eru fyrir mörg þúsund manns held- ur líka þessi litlu sem gleðja svo fáa í einu – en líklega er gleðin þar jöfn eða meiri en í stóru hópunum. Alltaf kurteis og hlýr. Algjör fyrirmynd, bæði ungum sem öldnum, ókunn- ugum sem okkur vinum hans.“ n „Fyrir að minna okkur reglulega á að vera almennileg, góð og um- hyggjusöm.“ 5. sæti Kristinn Sigmundsson óperusöngvari n „Sannkallaður listamaður og heimssöngvari en lítillátari mann er vart að finna. Stórir listamenn þurfa ekki að miklast, þeir eru miklir.“ n „Gríðarlega fallegur yst sem innst. Þrátt fyrir stóra sigra á söngferlinum er hann hógværðin holdi klædd. Ljúfur, glaðlyndur og hjartahlýr maður sem Íslendingar eru stoltir af.“ n „Þótt meirihlutinn heyri líklega sjaldnast í honum dylst engum að þar fer mikill listamaður, heims- borgari og auðmjúkur þjónn söngs- ins. Fágætt að svo fari saman miklir hæfileikar og hógværð sem virðist einlæg í yfirlætisleysi sínu.“ 6.–9. sæti Mugison n „Þó svo að maður þekki Mugison ekki neitt, þá þykir manni bara vænt um hann. Þetta gasalega sjarmer- andi skegg, fallegu tónarnir og engin yfirborðsmennska, bara dá- samlegur.“ n „Söng sig inn í þjóðarsálina. Sætur, skeggjaður strákur utan af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.