Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 50
42 Úttekt 28. desember 2012 Áramótablað
„Fögur, sterk og gáFuð“
n Rúmlega 20 manna álitsgjafahópur völdu Vigdísi sem ástsælasta Íslendinginn
1.sæti
Vigdís Finnbogadóttir
n „Hefur vaxið í áliti eftir að hún hætti sem forseti; mörgum finnst heiðarleiki
hennar og áhugi á menningu skipta miklu, ekki síst í samanburði við sitjandi for-
seta.“
n „Efst í virðingarstiganum. Sterk og falleg kona sem ég held að sé erfitt annað en
að elska.“
n „Landsmóðir okkar allra, konan sem kemur og faðmar okkur þegar við þurfum
á styrk að halda. Falleg, blíð og einlæg talar hún af gáfum og skynsemi um flest það
sem skiptir okkur hjartans máli.“
n „Þjóðarstolt Íslendinga þá og nú.“
„Holdgervingur hinnar íslensku konu; fögur, sterk og gáfuð.“
n „Var einn ástsælasti forseti landsins. Hefur náð að halda vinsældum sínum sem
fyrrverandi forseti. Meira að segja Morgunblaðið sagði í ritstjórnargrein í tilefni
af 75 ára afmæli hennar að hún væri „þjóðareign“ og „ástsæl meðal þjóðarinnar“.
Samanburður við núverandi forseta er henni líka hagstæður. Táknmynd jafnréttis-
baráttu kvenna og hefur á sér yfirbragð landsmóður.“
n „Góð fyrirmynd og frábær forseti. Virðuleg og flott kona sem auðvelt er að líta
upp til og elska.“
n „Það er ekki tilviljun að í hugum margra er Vigdís hinn eini sanni forseti. Ein-
lægur mannasættir og vinnur hug og ekki síst hjörtu allra hvar sem hún kemur,
innan lands sem erlendis … því hef ég sjálfur orðið vitni að.“
n „Stolt þjóðarinnar nú sem fyrr.“
n „Enginn Íslendingur í opinberu lífi kemst nærri þeim virðingar- og væntum-
þykjustalli sem hún er á. Var að vísu hætt komin þegar hún sat of lengi á forseta-
stóli og lenti í hremmingum, en yfir það hefur fennt og samanburðurinn við seinni
tíma „forystumenn“ er henni ákaflega hagstæður. Hefur þorað að taka afstöðu
með landinu og náttúrunni á einlægan hátt. Persóna hennar stafar mildu ljósi
reynslu og þekkingar sem hún hefur öðlast á langri ævi. Hún lengi lifi.“
n „Landinn var orðinn nokkuð leiður á henni í embætti þegar hún lauk sínum
ferli sem forseti, því hún hafði þá þegar setið í heil 16 ár, en hún hafði vit á því að
hætta á toppnum og nýtur virðingar langt umfram aðra landa okkar.“
n „Í samanburði við arftaka sinn í embætti fær hún á sig (næstum væminn)
helgiljóma og er orðin „grand old lady“. Virt hérlendis og erlendis og nær
óumdeild. Í raun er hún eins konar fjallkona, ansi veðruð orðin en stendur enn
regnbarin í einhverri grýttri fjallshlíð með Monu Lísu-bros og heldur á lofti kyndli
málstaða sem er erfitt að efna til ágreinings um; gildi íslenskrar tungu, virðingu
við náttúruna, jafnrétti kynjanna og svo framvegis. Greind og glæsileg kona sem
hættir til á vondum degi að dansa full nærri helgislepju.“
2. sæti
Ólafur Stefánsson
handknattleiksmaður
n „Einlægur einstaklingur sem
gefur líf sitt og sálina til íslensku
þjóðarinnar innan sem utan hand-
boltavallarins. Leiðtogi af guðs náð
og það hlusta allir þegar hann opn-
ar munninn, hvort sem hann segir
„bíp“ eða kemur með djúpar heim-
spekilegar pælingar.“
n „Heimspekingurinn og hand-
boltaofurhuginn. Heillar alla upp
úr skónum með hæfileikum sínum
og einlægni. Það er náttúrulega ekki
annað hægt en að elska þetta krútt!“
n „Óumdeildur konungur þjóðar-
íþróttarinnar. Getur leyft sér að fara
með himinskautum þegar hann
útlistar óskiljanlegar heimspeki-
legar bollaleggingar sínar án þess að
nokkrum detti í hug að gera við það
alvarlegar athugasemdir. Það talar
enginn illa um Óla Stef.“
n „Hefur sýnt það sem fyrirliði ís-
lenska landsliðsins hvað hann hefur
mikla mannkosti. Unun að horfa
á hann spila og hlusta á hann tala.
Hann skilur leikinn, bæði í líkaman-
um og höfðinu. Og svo virðist hann
bara líka svo góður!“
n „Einn af bestu handboltamönn-
um heims. Góð fyrirmynd og góður
fyrirliði. Hógvær og gæðir íþróttina
virðingu. Heimspekilega sinnaður
og skemmtilegur kappi.“
3.–4. sæti
Ómar Ragnarsson
n „Falleg og barnsleg einlægni hans
og ástríða hefur snert taugar land-
ans í áranna rás.“
n „Þessi endalausi kraftur og já-
kvæðni og umhyggja fyrir landinu
og fólkinu sem byggir það.“
n „Enginn getur talað illa um hann.
Gildir einu þótt hann hafi mörg járn
í eldinum og beiti sér í umdeildum
málum.“
n „Ómar hefur verið stór í augum
þjóðarinnar í áratugi. Jákvæður
gleðibolti, hugsjóna- og baráttu-
maður.“
3.–4. sæti
Páll Óskar Hjálmtýs-
son tónlistarmaður
n „Hann er eins og hann er, kemur
til dyranna eins og hann er og heill-
ar þjóðina með einlægni og hrein-
skilni á sama tíma og hann ögrar
henni til meira umburðarlyndis.
Hann er eins og pabbar eiga að
vera: Blíður, ljúfur og hugulsamur
á sama tíma og hann leiðbein-
ir manni inn á brautir umburðar-
lyndis og víðsýni.“
n „Líklega einn allra mesti gleði-
gjafi sem þjóðin hefur átt.“
n „Dáðasti tónlistarmaður lands-
ins. Vinnur eins og skepna og veit
fátt erfiðara en að geta ekki verið á
10 stöðum á sama tíma. Veit að öll
gigg skipta máli – ekki bara þau sem
eru fyrir mörg þúsund manns held-
ur líka þessi litlu sem gleðja svo fáa
í einu – en líklega er gleðin þar jöfn
eða meiri en í stóru hópunum. Alltaf
kurteis og hlýr. Algjör fyrirmynd,
bæði ungum sem öldnum, ókunn-
ugum sem okkur vinum hans.“
n „Fyrir að minna okkur reglulega
á að vera almennileg, góð og um-
hyggjusöm.“
5. sæti
Kristinn Sigmundsson
óperusöngvari
n „Sannkallaður listamaður og
heimssöngvari en lítillátari mann er
vart að finna. Stórir listamenn þurfa
ekki að miklast, þeir eru miklir.“
n „Gríðarlega fallegur yst sem innst.
Þrátt fyrir stóra sigra á söngferlinum
er hann hógværðin holdi klædd.
Ljúfur, glaðlyndur og hjartahlýr
maður sem Íslendingar eru stoltir
af.“
n „Þótt meirihlutinn heyri líklega
sjaldnast í honum dylst engum að
þar fer mikill listamaður, heims-
borgari og auðmjúkur þjónn söngs-
ins. Fágætt að svo fari saman miklir
hæfileikar og hógværð sem virðist
einlæg í yfirlætisleysi sínu.“
6.–9. sæti
Mugison
n „Þó svo að maður þekki Mugison
ekki neitt, þá þykir manni bara vænt
um hann. Þetta gasalega sjarmer-
andi skegg, fallegu tónarnir og
engin yfirborðsmennska, bara dá-
samlegur.“
n „Söng sig inn í þjóðarsálina.
Sætur, skeggjaður strákur utan af