Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 37
28. desember 2012 Völvuspá 2013 F ulltrúar DV eru alltaf með kvíðahnút í maga þegar þeir ganga á fund völvu DV. Þessi skarpskyggna völva hefur unnið spádóma nýs árs fyrir blaðið í nokkur ár. Spádómar eru stundum óhugnanlega nákvæmir enda býr sjá- andi þessi yfir einstökum hæfileikum. Völvan breytir enn um lífsstíl Á árunum fyrir hrun var völvan bú- sett í háhýsi við Skúlagötuna með út- sýni yfir hryssingslegan sjó og kuldaleg fjöll. Þar sátu hrafnar á húsburstum og skyggndu mannaferðir og kokhljóð þeirra og smellir bergmáluðu milli steinveggjanna. Á síðasta ári hafði völvan skipt um lífsstíl og bjó í vinalegri risíbúð í Vest- urbæ Reykjavíkur. Í heimsókn blaða- manna þar haustið 2011 var bjartur morgun, ilmandi te í bollum og Peps Persson í boði KK á Gufunni í bak- grunni. Að þessu sinni kvað við nokkuð annan tón. Völvan neitaði að hitta fulltrúa blaðsins nema að næturlagi og það var svört nótt yfir sofandi borg þegar spádómar voru upp kveðnir. Völvan sat í stól sínum við gluggann og starði út í myrkrið þar sem tungl- skin varpaði fölum bjarma yfir þökin og kuldaleg trén í gamla kirkjugarðin- um við Hólavelli. Einhvers staðar kveinaði útigangsköttur og gólaði mót festingunni þar sem allt er skrifað í stjörnurnar. Í bakgrunninum ómaði kórverkið Carmina Burana lágt í vönd- uðum hljómflutningstækjum og ein- hvern veginn féllu ómstríðir váboð- ar Carls Orff í tilþrifamestu köflunum einkar vel að stað og stund. Völvan hellti lyktsterkum dökkum vökva úr heimagerðu tréíláti í stórt og fagurlega skorið kristalsglas. Hún gerði teikn yfir bikarnum og muldraði eitt- hvað lágum rómi. Svo saup hún á og hóf lesturinn ... Ár hinna löngu hnífa n Árið 2013 verður átakaár n Andstæðingar munu þó snúa bökum saman Myndataka Sigtryggur Ari Jóhannsson Förðun Kristín Edda Óskarsdóttir Fatnaður og fylgihlutir Kápa frá Kron Kron, skart frá Aurum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.