Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 32
32 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað Ummæli ársins 2012 n Hér birtast nokkur af eftirminnilegustu og fréttnæmustu ummælum ársins 2012. Bæði er um að ræða ummæli úr DV og öðrum fjölmiðlum. n „Það er mikil fátækt í þessu landi og þetta eru mestmegnis glæpamenn […] þessi þjóð er ekki upp á marga fiska.“ Fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, Aron Einar Gunnarsson, tjáði sig um Albani og Albaníu í viðtali við Fótbolta.net í október fyrir leik íslenska og albanska landsliðsins í Tírana. n „Það að slíkt skuli gerast í því ástandi sem hefur verið viðvarandi hér á landi undanfarin tæp fjögur ár er hreint ekki undarlegt eða óskiljan- legt.“ Þingmaður Hreyfingarinnar, Þór Saari, tjáði sig í mars um hnífaárás á lögmannsstof- unni Lagastoð þar sem starfsmaður stofunnar var særður lífshættulega í hnífaárás. Þór baðst síðar afsökunar á ummælunum. n „Ég er bara að bíða eftir að ég vakni af þessari hræðilegu martröð. Þetta er bara eins mögu- lega slæm staða og hægt er að lenda í. Það er ekkert í lífi mínu öruggt núna. Nema það að ég get 99,9 prósent gengið út frá því að þau eru ekki hætt. Þau hætta ekkert fyrr en ég er dauð.“ Berglind Steindórsdóttir, fórnarlamb hrottalegrar árásar í Hafnarfirði í fyrra, tjáði sig um árásina í viðtali við DV. n „Ég lét Bryndísi lesa hana. Það vakti með henni lostafulla værð, svo ég færði mig nær og fór að ríða henni í hægum takti og hún stundi þungt eins og skógardís undir sígröðum satyríkon (maður fyrir ofan mitti – hreðjamikill geithafur að neðan og serðir konur án afláts í draumaheim- um grískrar goðsögu. Allavega áhrifamikil saga. Og tilvalin rökkurlesn- ing fyrir unga stúlku sem er hætt að vera barn og er (bráðum?) orðin kona – áður en hún sofnar blíðlega á vit drauma sinna.“ Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, í bréfi til 14 ára náfrænku eiginkonu sinnar, Bryndísar Schram. Tímaritið Nýtt Líf birti umfjöllun um bréfin í febrúar. Málið rataði inn á borð til lögreglunnar eftir að frænkan kærði Jón fyrir kynferðislega áreitni. Bókin sem um ræðir í textanum er eftir perúska rithöfundinn Mario Vargas Llosa. n „Tjónið af þessari ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögu- legt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera – þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins í Rúgbrauðs- gerðinni í apríl. n „Ég kom hingað til að bera vitni í þessu máli og við rannsókn þessa máls hef ég greint frá því hver mín aðkoma var og mér finnst raunar mjög óviðeig- andi að ég sé látinn svara spurningum sem eru enginn hluti af þessu dóms- máli.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bar vitni í Vafningsmálinu í desember en vildi ekki ræða málið við blaðamenn að skýrslutökunni lokinni. n „Jesús Kristur myndi kjósa Samfylkinguna.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinn- ar, í viðtali við DV í október. Alþingismað- urinn beið afhroð í prófkjöri í Norðaustur- kjördæmi síðar á árinu og mun ekki setjast á þing aftur eftir næstu kosningar. n „Það hefur oft verið tekið fram að þetta sé ekki pólitískur vett- vangur og við erum auðvitað bara komin hingað til að taka þátt í lagakeppni og mannréttindabrot eru náttúrulega ekki hluti af þessari keppni.“ Greta Salóme Stef- ánsdóttir, söngkona og Eurovision-fari, sagðist í viðtali við Stöð 2 ekki ætla að tjá sig um mannréttindabrot stjórnvalda í Aserbaídsjan þar sem Eurovision-keppnin fór fram 2012. Sænski þátttakandinn hafði þá gagnrýnt mannréttindabrot stjórnvalda í Bakú. Ummæli Gretu Salóme voru gagnrýnd töluvert. n „Ég held að menn hafi kannski bara mismunandi fjármálalæsi og sjái hlutina á ólíkan hátt. Vil- hjálmur er búinn að gera fullt af góðum hlutum hérna,“ sagði Sigurð- ur Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar, í viðtali við DV í nóvember aðspurður um hvort fjármála- læsi manna kynni að vera ólíkt, sem skýrði kannski mismunandi viðbrögð hans og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar við stöðunni á fjármálavandræðum hjúkrunarheimilisins. n „Þið ættuð að sjá andlitin, menn voru órakaðir og í druslum. Ég var innan um það sem venju- lega er kallað rusl. Mér var bara hent í ruslakistuna en ég sagði við sjálfan mig: „Ármann, allt í lagi, þú ert í ruslakistunni en þú heldur alltaf standard“, svo ég klæddi mig upp á jólunum og var með mína sparislaufu.“ Ármann Reynisson rithöfundur tjáði sig um samfanga sína á Kvíabryggju í viðtali við DV í nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.