Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 59
Svona var árið Annáll 51Áramótablað 28. desember 2012 Á sdís Hjálmsdóttir frjálsíþrótta­ maður segir að þátttaka á Ólympíuleikunum í sumar hafi verið annar tveggja hápunkta á árinu. „Það var draumur að setja Ís­ landsmet í spjótkasti á Ólympíuleik­ unum og að keppa til úrslita á leik­ unum. Þetta er algjörlega ólýsanleg tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Í febrúar útskrifaðist ég svo sem lyfjafræðingur með mjög fínar einkunnir.“ Hún hefur frá því að Ólympíu­ leikunum lauk verið að æfa og unnið í hlutastarfi í apóteki. „Ég er búin að læra mikið um sjálfa mig á þessu ári. Þetta er búið að vera mikið „upp og niður“ ár eig­ inlega á öllum sviðum; ég er búin að læra mikið um sjálfa mig tengt því og hvers maður er megnugur. Það er búið að ganga á ýmsu – bæði í einkalífinu og íþróttum. Keppn­ istímabilið gekk upp og ofan til að byrja með en svo fór það upp á við þegar ég náði að laga það sem var að. Á árinu urðu svo miklar breytingar í þjálfaramálum hjá mér þar sem ellefu ára farsælu samstarfi lauk og nýtt hófst. Það hafa því verið ýmsar breytingar og hef ég þurft að takast á við ýmislegt.“ n „Upp og niður“ ár Ásdís Hjálmsdóttir Ógleymanlegt ár Ásdís Hjálmsdóttir. „Það var draumur að setja Íslandsmet í spjótkasti á Ólympíuleikunum og að keppa til úrslita á leikunum. Þetta er algjörlega ólýsanleg tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Í febrúar útskrifaðist ég svo sem lyfjafræðingur með mjög fínar einkunnir.“ H ápunktur ársins var Evrópu­ meistaratitillinn sem ég vann með landsliðinu í hópfimleik­ um kvenna,“ segir Ásdís Guð­ mundsdóttir fimleikakona. „Þetta ferli – æfingarnar fyrir Evrópumótið og keppnisdagurinn sjálfur – er það sem stendur upp úr. Það fylgir því mikið andlegt álag að taka þátt í svona móti og það krefst mikils aga að skipuleggja tíma sinn með æfingar í huga, skólann, vinnu og fjölskyldulíf. Ég lærði á ár­ inu að skipuleggja tíma minn og aga sjálfa mig.“ Hún segir það ganga upp og niður að samræma æfingar og nám. „Ég næ þó yfirleitt að skipu­ leggja mig þannig að þetta gengur upp og ég næ markmiðum á báðum stöðum.“ Ásdís segir að ferlið fram að mótinu hafi verið skemmtilegt en hún fór þá með vinkonum sínum í landsliðinu í æfingabúðir á Ítalíu sem hún segir að hafi verið að vissu leyti frí frá raunveruleikanum þó þær hafi æft mikið. Þá var farið út á land og hópfimleikar kynntir fyr­ ir landsbyggðinni. Eftir mótið var vissulega tekið vel á móti stúlkun­ um og þeim meðal annars boðið til Bessastaða. „Það voru allir rosalega stoltir af okkur.“ En hvað með frí á árinu? „Ég byrj­ aði árið í Orlando með kærastanum mínum en það var í rauninni síðasta fríið sem ég tók. Það var ofboðslega skemmtilegt. Svo tók við mikið álag í skólanum og fimleikunum.“ n „Allir stoltir af okkur“ Ásdís Guðmunds- dóttir Hér er Ásdís með Sif Pálsdóttur. „Þetta ferli – æfingarnar fyrir Evrópumótið og keppnis- dagurinn sjálfur – er það sem stendur upp úr.“ Ásdís Guðmundsdóttir Líður eins og ný- tíndum ánamaðki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.